Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 22
Haga lífinu eftir sólinni Nei, nei, alls ekki. Ég er í sól-baði hérna fyrir utan hót-elið í rúmlega þrjátíu stiga hita,“ segir Bogi Bjarnason, blaða- maður og frisbígolfari, þegar ég slæ á þráðinn til hans árla morguns og spyr hvort ég sé að vekja hann. Bogi er staddur í borginni Granada í Mið- Ameríkuríkinu Níkaragva og á ekki pantað flug heim fyrr en eftir helgi. Granada stendur við fallegt stöðu- vatn og er einn af helstu ferða- mannastöðum landsins. Þar er þó varla túrista að sjá þessa dagana. „Túrisminn hefur alveg dottið niður, það er varla nokkur maður að koma hingað enda þótt landið sé opið,“ seg- ir Bogi. Kórónuveiran er farin að breiðast út í Suður- og Mið-Ameríku en ekk- ert smit hefur enn verið staðfest í Níkaragva. „Þetta er byrjað í lönd- unum í kring og manni þykir ótrúlegt að veiran sé ekki komin hingað líka,“ segir Bogi en stjórn Daniels Ortegas forseta hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast ekki nægilega hratt við til- mælum Alþjóðaheilbrigðsstofnunar- innar um aðgerðir vegna aðsteðjandi hættu. Níkaragva liggur bæði á Kyrrahaf- inu og Karíbahafinu og á landamæri að Hondúras í norðri og Kostaríku í suðri. Þar býr á sjöunda milljón manna. Þarf að vera utan Schengen- svæðisins í 14 daga Bogi sér þó ekki annað en að heima- menn séu byrjaðir að grípa til fyrir- byggjandi aðgerða. Þannig séu sárafáir á ferli á götum úti í Granada og á hótelinu hans sé herbergisnýting í besta falli 20%. „Ég fékk gistingu hérna á mjög góðum kjörum með engum fyrirvara,“ segir hann. Bogi á pantað flug til Bandaríkj- anna á mánudaginn en þar sem hann þarf að hafa verið utan Schengen- svæðisins í fjórtán daga áður en hann má koma þangað gæti hann þurft að seinka för sinni um einn sólarhring til að uppfylla þau skilyrði. „Það flækir málið aðeins en vonandi verður það hægt. Það yrði snúið og væntanlega fokdýrt að breyta þessari flugáætlun. Ég á pantað far til Miami og þaðan til London, þar sem ég ætlaði að stoppa í einn dag til að hvíla mig á fluginu. Vonandi verð ég kominn heim um miðja næstu viku.“ Bogi hefur verið í sambandi við borgaraþjónustuna hérna heima en fátt hefur verið um svör enda óvissan mikil. „Það er eiginlega vonlaust fyrir mig að flýta för minni heim, þar sem ég verð að fara gegnum Bandaríkin og þangað má ég ekki koma fyrr en á þriðjudaginn.“ Svo gæti farið að Bogi komist ekki heim í næstu viku og þá líst honum betur á að vera um kyrrt í Níkaragva en að verða strandaglópur í Banda- ríkjunum. „Það gæti orðið dýrt spaug og þá er ég örugglega betur settur hér en í Bandaríkjunum. Maður veit aldrei upp á hverju stjórnvöld kunna að taka þar. Hér er svo sem ágætt að vera, rólegt og hlýtt. Að vísu alltaf vindur. Og mjög fáir á ferðinni.“ Komst í samband við frisbí- golffrömuð í Níkaragva En hvað í ósköpunum er Bogi að gera í Níkaragva? „Ég var á leiðinni á Opna spænska meistaramótið í frisbígolfi eins og ég hef gert undanfarin fimm ár og fór að velta fyrir mér hvort ég gæti ekki gert meira úr þeirri ferð, eins og ég gerði í fyrra þegar ég fór til Brasilíu. Ég sé um samfélagsmiðlana fyrir Evrópudeild Alþjóðafrisbígolf- sambandsins og rakst á mót sem haldið er í Mið-Ameríkuríkinu Belís. Í framhaldi af því komst ég í sam- band við eiganda vallar þar í landi sem er Bandaríkjamaður búsettur í Belís, Chris Leonard. Hann benti mér svo á annan mann, Sam Abdias, í Níkaragva, sem hefur áhuga á íþrótt- inni. Við þrír fórum að tala saman og báðir buðu þeir mér heim hvor til síns lands. Úr varð mót hér í Níkaragva en mótahald var besta leiðin til að út- búa ferða- og kynningarpakka í kringum og eina leiðin til að ég gæti innheimt ferðastyrk frá styrktarað- ilanum mínum, Innova Champion Discs.“ Bogi er einn á ferð í Níkaragva en þeir voru sex saman í Spánarferðini að þessu sinni. Blær Örn Ásgeirsson, sem átti titil að verja, Þorsteinn Óli Valdimarsson, sem var að keppa í þriðja sinn og Friðrik Snær Sig- urgeirsson og Dagur Páll Amm- endrup. Frá Bandaríkjunum kom svo Tom Walker sem Bogi kynntist í Brasilíu í fyrra. „Blæ gekk illa fram- an af og var í sjöunda sæti fyrir loka- umferðina en náði þar að rífa sig upp og tryggði sér annað sæti eftir tveggja holu bráðabana.“ Þess má geta að mótið fór fram á síðustu stundu áður en samkomu- bann var sett út af kórónuveirunni. Viðtöl í útvarpi og sjónvarpi Bogi ákvað að halda sínu striki og flaug sem leið lá til Níkaragva, þar sem hann fékk það hlutverk að skipu- leggja mótið. Íþróttin er skammt á veg komin þar um slóðir en nokkrir vellir til. Nýr og betri völlur var þó hannaður í tilefni mótsins með að- komu Boga og Chris Leonard. Raun- ar tveir níu holu vellir, annar fyrir fullorðna en hinn fyrir ungmenni. Mótið fór fram í borginni Masaya, sem er skammt suður af höfuðborg- Bogi Bjarnason „pósar“ á tindi Masaya-eldfjallsins. Ljósmynd/Morgan Studio Nicaragua Úti að labba með frelsarann sinn. Hann þarf að fá sína hreyfingu eins og aðrir. Bogi Bjarnason kom um liðna helgi að undirbúningi og vann sigur á fyrsta viðurkennda frisbígolfmótinu í Níkaragva. Hann er enn í landinu en vonast til að komast heim í byrjun næstu viku í gegnum Miami og London. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Þorsteinn Óli Valdimarsson kastar af teig á 18. holu á Opna spænska. Ástin svífur yfir Cocibolcavatni. Ekki veitir víst af þessum síðustu og verstu. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2020 LÍFSSTÍLL  Ljósmyndir/Bogi Bjarnason Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.