Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 24
inni, Managua, og vakti mikla at- hygli. Bogi var til að mynda fenginn í viðtöl, bæði í útvarpi og sjónvarpi, auk þess sem farið var með hann í heimsókn á unglingaheimili í Mana- gua, þar sem hann ræddi við ung- lingana og fræddi þá um frisbígolf. „Það var eftirminnilegt að koma þangað en margir af þessum krökk- um hafa mætt miklu mótlæti í lífinu,“ segir Bogi. Þar sem heimamenn í Níkaragva eru algjörir nýgræðingar í frisbígolfi þurfti að hnýta ýmsa lausa enda áður en mótið gat farið fram en það bar hið virðulega nafn 1er Abierto Finca Foresta Driven by Innova. Sjálfur völlurinn var til að mynda ekki tilbú- inn fyrr en kvöldið áður. „Undirbún- ingur gekk upp og ofan og það fór rosaleg vinna í ýmislegt sem búið var að gera ráð fyrir að yrði klárt. Heimamenn vissu lítið hvað þeir voru að gera. Þetta truflaði mig svo sem ekkert enda kom ég ekki með neinar væntingar hingað, vissi að menn væru á algjörum byrjunarreit. Þetta kom Chris meira á óvart; hann bjóst við því að þetta yrði alvöru mót.“ Vann mótið 52 keppendur tóku þátt í mótinu, sem fram fór á laugardaginn fyrir viku, fimmtíu heimamenn, víðsvegar af landinu, auk Boga og Chris, sem búa að mun meiri reynslu og voru fyrir vikið í sérflokki. Fjölmennasta mótið í Mið-Ameríku fram að þessu taldi ellefu keppendur, þannig að stökkið var stórt. „Eina samkeppnin kom frá Chris, þannig lagað,“ segir Bogi sem hrósaði sigri á mótinu. Vann með sex höggum eða köstum, eftir því hvernig á það er litið. Að sögn Boga voru ýmsir agnúar á framkvæmd mótsins, til dæmis var ekki alltaf farið að reglum, nema þá helst í hollinu sem þeir Chris voru í. „Í grunninn er Sam að vinna mjög gott starf hérna í Níkaragva en hann hafði enga þekkingu og engar for- sendur til að fara að reglum. Vonandi lærir hann af þessari reynslu; við Chris ættum að hafa skilið eftir ein- hverja þekkingu hérna.“ Bogi lýsir Sam sem viðkunnan- legum og mjög gestrisnum náunga en saman fóru þeir til að mynda að skoða hið fræga Masaya-eldfjall í grenndinni. „Það var virkilega gaman að koma þangað,“ segir Bogi en um er að ræða fyrsta og eina þjóðgarðinn í landinu. Chris dreif sig á hinn bóg- inn strax heim til Belís enda yfirvöld þar búin að hvetja fólk til að snúa heim hið fyrsta vegna veirunnar. Allt virtist ganga sinn vanagang þegar Bogi kom til landsins en um síðustu helgi varð breyting þar á; mun færri munu vera á ferli núna og rólegra yfir öllu. Ekki er þó auðvelt fyrir hann að spyrja frétta. Í Ník- aragva tala menn almennt ekki mikla ensku og þar sem Bogi er ekki sér- lega sleipur í spænskunni hafa sam- skipti hans við heimamenn verið af skornum skammti. Í vikunni ræddi hann þó við vertinn á sportbar í borg- inni og hann var að gera sig líklegan til að loka staðnum að sinni enda eng- ar útsendingar að hafa. „Það væsir ekki um mig hérna en ég hef minna fyrir stafni en ég gerði ráð fyrir. Ég þarf að skrifa greinar um mótið fyrir ýmsa miðla og hafði hugsað mér að liggja við sundlaug- arbakkann og skrifa en það hefur reynst erfitt, þar sem ég fæ hvergi rétta kló til að geta stungið tölvunni í samband til að hlaða hana. Netsam- band er líka mjög stopult; er þó net- tengdur hér á hótelinu en sambandið er mjög hægt,“ segir Bogi en það tók hann um sólarhring að senda mér myndirnar sem birtast hér með við- talinu. Þess má geta að símasambandið er ekkert alltof gott heldur; ég heyri á köflum óskýrt í viðmælanda mínum og verð að biðja hann að segja mér sumt tvisvar. Síðasta vika hefur fyrir vikið aðal- lega farið í að slaka á; leggjast í sól- bað snemma á morgnana áður en sól- in verður of heit og fara síðan út að ganga eða í ræktina, sem Bogi segir mjög ódýrt í Granada. Eins er matur og drykkur á mjög hagstæðu verði. „Mojito kostar ekki nema rúmar 300 krónur,“ upplýsir hann sposkur. Villikettir slógust á þakinu Að sögn Boga er hótelið prýðilegt og mun betra en aðstaðan sem hann bjó við fyrstu dagana í Masaya. „Þar gisti ég í litlum kofa og þurfti helst að vera sofnaður fyrir klukkan tíu á kvöldin. Eftir það byrjuðu hundar að spangóla, hænsni að gagga og villikettir að fljúg- ast á uppi á bárujárnsþakinu. Við slík- ar aðstæður er vonlaust að sofna. Svo heyrði maður líka tónlist og tal úr sjónvarpinu í næsta húsi, að ekki sé talað um bílana sem hringsóluðu um hverfið dreifandi áróðri úr hátal- arakerfi. Það var ofboðslegur hávaði og ónæði þarna.“ Bogi hefur víða komið á ferðum sínum um heiminn en hallast að því að Níkaragva sé frumstæðasta land sem hann hafi sótt heim. „Það er mik- ill þriðja heims bragur á öllu hérna. Það er rusl út um allt og þegar maður fær sér göngutúr á ströndinni þá eru villihundar, hestar og búfénaður þar á vergangi. Það er ótrúlegt að sjá þetta.“ Hann setur líka spurningarmerki við tímabeltið. „Tímasvæðið stenst einfaldlega ekki. Sólarupprás er klukkan 5.30 á morgnana og sólin er sest klukkan 6 á kvöldin. Þetta þýðir að allir eru komnir á fætur klukkan hálfsex og öllu er lokað snemma á kvöldin. Hérna í Níkaragva haga menn lífinu ekki eftir klukkunni held- ur sólinni.“ Umferðarleiðbeiningar Bogi ber fólkinu vel söguna og segir ekki mikið fara fyrir stressi í landinu; það er þegar umferðin er undan- skilin. „Hún er fullkomlega kaótísk; allt í einni kös. Það sem við köllum um- ferðarreglur heima eru greinilega bara leiðbeiningar hér. Það er flautan sem ræður ríkjum og hver öskrar hæst á næsta mann,“ segir hann hlæjandi. „Eftir að hafa kynnst um- ferðarmenningunni hérna skil ég bet- ur hvers vegna leikreglurnar í frisbí- golfinu eru svona lausar í reipum.“ Masayaborg að morgni. Eins og sjá má er ekki sála á ferli. Gægst niður í gíginn á Masaya-eldfjallinu. Frítt föruneyti keppenda á Finca Foresta-mótinu. Þeir voru alls 52 í fyrsta viðurkennda mótinu í Níkaragva. Fundað með búfénu um vallarhönnun í Los Altos de Masaya. Ljósmynd/Chris Leonard 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2020 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.