Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 22. MARS 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is DUCA model 2959 L 215 cm Áklæði ct. 83 Verð 395.000,- L 215 cm Leður ct. 25 Verð 585.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- GOLF model 2945 L 216 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- KIPLING model 3088 L 214 cm Áklæði ct. 70 Verð 345.000,- L 180cm Áklæði ct. 70 Verð 325.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,- „Mín aðferð er að „ekki kenna“ – heldur spegla sameig- inlega áfram til að varpa ljósi á styrkleika og bætingar. Markmið mitt er að deila reynslu minni og mögulega spara þér nokkur spor í þinni ferð. Ég hjálpa þér að auka skilning þinn á listrænni getu og styrkja þann miðil sem þú kýst,“ þannig kemst Olaf de Fleur kvikmyndaleik- stjóri að orði en hann býður fólki nú upp á listræna einkaþjálfun, hvort sem er á sviði kvikmyndagerðar, leiklistar, handritsgerðar eða kynningartækni. Þjálfunin snýr einnig að ráðgjöf og samfélagsmiðlum. Um er að ræða einkatíma gegnum netið. Nánari upplýsingar má finna á defleurinc.com. Olaf de Fleur á að baki margar kvikmyndir, leiknar myndir og heimildarmyndir, svo sem Borgríkismynd- irnar, Malevolent, Land míns föður, The Amazing Truth About Queen Raquela, Kurteist fólk og Blindsker. Nýj- asta mynd hans, The Amazing Truth about Daddy Green, er væntanleg síðar á þessu ári. Olaf de Fleur (í miðið) við tökur á Malevolent ásamt leikurunum Florence Pugh og James Cosmo. Að varpa ljósi á styrkleika Olaf de Fleur kvikmyndaleikstjóri býður fólki upp á listræna einkaþjálfun gegnum netið, m.a. á sviði leiklistar, kvikmyndagerðar og handritsgerðar. „Við athugun á möguleikum til að kynna í Ríkisútvarpinu tón- verk eftir undirritaðan hefir komið í ljós að tapazt hafa í vörzlum útvarpsins upptökur, sem því hafa verið látnar í té.“ Með þessum orðum hófst op- ið bréf til Ríkisútvarpsins frá tónskáldinu Jóni Leifs sem Morgunblaðið birti 22. mars á því herrans ári 1960. „Þar sem slíkt er ekki eins- dæmi um verk undirritaðs,“ hélt Jón áfram, „heldur hefir einnig komið í ljós um önnur íslenzk verk, sem útvarpinu hafa verið látin í té, og þar sem augljóst virðist að hér sé ekki aðeins um kæruleysi fyrrverandi forráða- manna tónlistarmála útvarpsins heldur einn þáttinn í langvarandi ásetningi þeirra til að hindra kynningu íslenzkrar tónlistar, þá leyfi ég mér að fara á leit, með tilvísun í viðtal við háttvirtan út- varpsstjóra, að rækileg rann- sókn málsins og annarra skyldra fyrirbrigða verði látin fram fara og hinir ábyrgu aðilar víttir eða þeim refsað. Jafnframt leyfi ég mér að fara þess á leit að einnig þeim íslenzku tónskáldum öðr- um, sem orðið hafa fyrir sams konar vanrækslu verði bætt hið listræna og fjárhagslega tjón, sem þeir hafa beðið af slíku.“ GAMLA FRÉTTIN Tapaðar upptökur Jón Leifs sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Ríkisútvarpið 1960. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Elvar Aðalsteinsson leikstjóri Fidel Castro byltingarleiðtogi Liam Neeson kvikmyndaleikari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.