Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 19
Draumaverkefni innanhússarkitekta erustór verkefni þar sem leysa þarf mörgvandamál. Í þessu húsi þurfti til dæmis að koma fyrir sjónvarpi án þess að eyðileggja útsýnið úr stofunni. Hún leysti það með því að setja upp vegg í rýminu fyrir sjónvarpið. Það sem er kannski óhefðbundið í þessu húsi er að steypt loft og veggir fá að njóta sín. „Það var mjög skemmti- legt að vinna þetta verkefni og samvinnan við verkkaup- ana gekk mjög vel. Það er ótrúlega mikilvægt þegar farið er í stórar fram- kvæmdir eins og þessa að samstarfið sé gott. Þegar fólk velur sér hönnuð þarf að tryggja að sameiginleg sýn sé um hug- myndafræðina og að hönnuðinum sé treyst. Ég var til dæmis mjög spennt fyrir að leyfa steyp- unni að njóta sín og eigendurnir voru á sama máli,“ segir Rut. Rut segir að stofur eigi ekki að vera ónotaðar og þess vegna fann hún lausn til þess að koma sjónvarpinu fyrir. „Það sem helst var snúið við hönnunina var að húsráðendur vildu koma fyrir sjónvarpsrými á aðalhæðinni þannig að það væri í góðum tengslum við önnur rými. Til þess að eyðileggja ekki stofuna og útsýnið úr henni varð lausnin sú að byggja spónlagðan vegg og setja síðan rimla upp í loft sem stúkuðu sjónvarprýmið aðeins af en lokuðu því ekki. Þannig má nú sitja í sjón- varpssófanum og njóta útsýnisins úr stofunni um leið. Mér finnst vera allt of mikið um það að fólk sitji inn í lokuðu og loftlausu sjónvarpsrými á meðan stofan stendur ónotuð,“ segir hún. Eldhúsið er sérlega fallegt. Þegar Rut er spurð að því hvernig það hafi verið skipulagt segir hún að það hafi orðið að vera eins og það er því rýmið sjálft sé ekki mjög stórt og því hafi þurft að gera sem mest úr því. „Hér lá grunnrýmið fyrir og við vorum bund- in af því. Farin var sú leið að hafa eldhúsið hálf- opið. Rýmið er frekar lítið svo við ákváðum að hafa eitt stórt borð sem gegnir bæði hlutverki eldhúss- og borðstofuborðs,“ segir Rut og bætir við: „Við notuðum reykta, bæsaða eik í innrétt- ingarnar sem er svo hlý á móti steypunni á veggjum og lofti. Innréttingarnar voru sérsmíð- aðar hjá Við og við. Borðplöturnar eru frá fyrir- tækinu Silestone, og eru þær bæði fáanlegar hjá Rein steinsmiðju og S. Helgasyni.“ Uppáhaldsgluggatjöldin Gluggatjöldin setja svip sinn á eldhúsið og þeg- ar Rut er spurð út í þau kemur í ljós að þetta eru uppáhaldsgluggatjöld hennar þessa dagana. „Ég er mjög hrifin af því að nota „tága“ felli- tjöld því þau eru bæði hlýleg og hleypa inn nota- legri birtu. Þessi tjöld eru frá versluninni Skermi, sem býður upp á mikið úrval af fal- legum efnum og frábæra þjónustu.“ Þegar inn á baðherbergið er komið taka við gráir veggir og fallegar sandlitaðar flísar. Steypan fær að njóta sín í loftinu eins og í öðr- um rýmum. „Ég vil að mismunandi rými á heimilum kall- ist á og séu í takti. Þannig finnst mér alltaf gam- an að hluti af efnisvalinu poppi upp í öðrum her- bergjum eins og gerist í þessu baðherbergi. Gunnar Sverrisson Innanhúss- arkitektastarfið stundum eins og björgunarstarf Sjónsteypa, dökkur viður og bæsuð eik sameina fallegt heimili sem Rut Káradóttir innanhússarkitekt teiknaði. Hún segir það ekki rétt að flest heimili séu í gráum tónum því fasteignavefurinn sanni að flestir landsmenn séu fastir í hvíta litnum. Þrátt fyrir að Rut sé búin að vera í meira en tvo áratugi í faginu segist hún elska vinn- una og upplifi stundum að hún sé í björgunarstarfi því fólk þurfi svo mikla hjálp þegar kemur að endurskipulagningu á heimilinu. Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is Horft niður stigann. Steypti veggurinn fer vel við gráa tóna á örðum veggjum og ljósa parketið. Ljósakrónan frá Flos setur svip sinn á rýmið en hún fæst til dæmis í Casa. 22.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19  Rut Káradóttir Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. Rúmin eru framleidd með einstöku samspili handverks og hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í gæðum náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi handverkið. Þú sérð það ekki en þú munt fi nna fyrir því. Allan sólarhringinn. Heimsæktu Hästens í Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.