Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2020 : Glæsilegt páskablað fylgirMorgunblaðinu föstudaginn 3. apríl NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 – kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir mánudaginn 30.mars –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ Gómsætur og girnilegur matur Páskasiðir – Ferðalög – Viðburðir 08.00 Strumparnir 08.20 Blíða og Blær 08.45 Dóra og vinir 09.05 Stóri og Litli 09.20 Mæja býfluga 09.30 Zigby 09.40 Mia og ég 10.05 Ævintýri Tinna 10.25 Lína langsokkur 10.50 Lukku láki 11.15 Það er leikur að elda 11.35 Friends 11.55 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.25 Nágrannar 13.45 American Woman 14.05 The Great British Bake Off 15.05 Jamie & Jimmy’s Food Fight Club 15.50 Steinda Con: Heimsins furðulegustu hátíðir 16.15 Heimsókn 16.45 60 Minutes 17.30 Víglínan 18.25 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.50 Sportpakkinn 19.05 Nostalgía 19.20 Flirty Dancing 20.00 Deadwater Fell 20.50 The Sinner 21.35 Homeland 22.20 Manifest 23.00 Westworld 00.05 Big Little Lies ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Sveinn á Múla 21.00 Eitt og annað frá Borgarfirði eystri 21.30 Tónlistaratriði úr Föstu- dagsþættinum Endurt. allan sólarhr. 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 20.00 Mannamál (e) 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 21.00 Undir yfirborðið (e) 21.30 Eldhugar: Sería 3 (e) Endurt. allan sólarhr. 18.05 Með Loga 19.05 Pabbi skoðar heiminn 19.40 This Is Us 20.30 Venjulegt fólk 21.05 Law and Order: SVU 21.55 Wisting 22.40 Ray Donovan 23.35 The Walking Dead 00.30 The Handmaid’s Tale 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Vídal- ínskirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Glans. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Úr tónlistarlífinu: Fum- kvöðlar úr fortíð og nú- tíð. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Tíska og umhverfismál. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Sumar raddir. 21.30 Fólk og fræði. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.29 Lalli 07.36 Tulipop 07.40 Molang 07.43 Klingjur 07.54 Minnsti maður í heimi 07.55 Hæ Sámur – 40. þáttur 08.02 Hrúturinn Hreinn 08.09 Bréfabær 08.20 Letibjörn og læmingj- arnir 08.27 Stuðboltarnir 08.38 Konráð og Baldur 08.50 Nellý og Nóra 09.00 Húrra fyrir Kela 09.23 Ronja ræningjadóttir 09.45 Krakkafréttir vikunnar 10.05 Heimssýn barna 11.00 Silfrið 12.05 Menningin – samatekt 12.30 Í leit að fullkomnun 13.00 Mestu lygar sögunnar – 1915, Lúsitanía sekk- ur 14.00 Blaðamannafundur vegna COVID-19 14.40 Herra Bean 15.05 Poppkorn – sagan á bak við myndbandið 15.15 Vikan með Gísla Marteini 16.00 Söngvar um svífandi fugla 16.50 Tracey Ullman tekur stöðuna 17.15 Ahmed og Team Physix 17.30 Sætt og gott 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Lífsins lystisemdir 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.40 Íþróttir á sunnudegi 20.00 Landinn 20.30 Háski – fjöllin rumska 21.15 Ísalög 22.00 Pólskir dagar – Þrír litir: Hvítur 23.35 Poirot 13 til 16 Pétur Guðjóns Góð tónlist og létt spjall á sunnudegi. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 með DJ Dóru Júlíu Einn vinsælasti plötusnúður landsins kynnir vinsæl- ustu lög landsins á K100. Tónlistinn er eini opinberi vinsældalisti landsins, unninn upp úr gögnum frá Fé- lagi hljómplötuframleiðanda. 18 til 00 K100 tónlist Besta blandan af tónlist á K100 í allt kvöld. Vinir hittast seinna HBO seinkar tökum á endurfundum Friends en sýn- ingar á þáttunum áttu að byrja í maí á þessu ári. Það er að sjálfsögðu COVID-19 sem er að raska tök- um á þáttunum eins og mörgu öðru. Þau Jennifer An- iston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer ætluðu að hitt- ast og rifja upp skemmtilega hluti sem gerðust á bak við tjöldin á þessum gríðarlega vinsælu þáttum. Bíða á með tökur þar til í lok maí allavega til að byrja með og þá verður tekin staðan. Fáar kvikmyndir floppuðu jafnhressilega á tíunda áratugn-um og erótíska dramað Showgirls sem Paul Verhoeven leikstýrði eftir handriti Joe Eszter- has árið 1995; hún kolféll í miðasöl- unni og gagnrýnendur slátruðu henni eins og grunlausu haust- lambi. Kom sú niðurstaða mörgum í opna skjöldu enda sló næsta mynd sem þeir félagar höfðu gert saman á undan, Basic Instinct, rækilega í gegn. „Við gerðum augljóslega mistök,“ viðurkenndi Eszterhas í samtali við The Washington Post tveimur ár- um síðar. „Myndin er eitt mesta flopp okkar tíma. Hún gekk ekki í kvikmyndahúsunum, var gagnrýn- endum ekki að skapi, náði sér ekki á strik á myndbandi og féll á al- þjóðamarkaði. Ef til vill bar dramb- ið okkur ofurliði. „Við getum gert allt sem okkur langar til og gengið eins langt og okkur sýnist.“ Þegar maður lítur um öxl var nauðgunar- senan hræðileg mistök. Tónlistin var auðgleymanleg og mistök voru gerð við val á leikurum.“ Að sönnu skellur fyrir þá félaga en enginn fór þó eins illa út úr Showgirls og aðalleikkonan, Eliza- beth Berkley, sem var aðeins 22 ára þegar hún lék í myndinni. Hún hafði leikið í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum frá unglingsaldri en Showgirls átti að verða stóra tæki- færið hennar. Það fór á annan veg. Berkley fékk hraksmánarlega dóma fyrir frammistöðu sína og skammarverðlaunin hlóðust upp; Berkley hlaut Gyllta hindberið bæði sem versta leikkona ársins og versti nýliði ársins, auk þess sem hún var tilnefnd sem versta leikkona ára- tugarins og versta leik- kona aldarinnar. Beið góðu heilli lægri hlut í báðum síðarnefndu flokkunum. Umboðsmaður hennar sneri baki við Berkley og aðrir umboðs- menn önsuðu ekki símtölum hennar. Hún fékk mögur hlutverk lengi á eftir í kvikmyndum og hefur raunar mest verið í sjónvarps- myndum síðan, þeirri síðustu fyrir níu árum, auk þess að leika gestahlutverk í ýmsum sjónvarps- þáttum. Gina Gershon og Kyle Mac- Lachlan fóru einnig með stór hlut- verk í Showgirls en voru reyndari og áttu betri verk að baki, þannig að þau magalentu ekki með sama hætti. Fann sig í leikhúsinu Enda þótt kvikmyndaferill Berkley hafi ekki farið á flug eftir Show- girls-floppið hefur hún notið virð- ingar og hylli sem sviðsleikkona, bæði á West End og á Broadway. Frægt var þegar Charles Isher- wood, gagnrýnandi The New York Times, gekk svo langt að biðja hana afsökunar á fyrri skrifum um hana vegna frábærrar frammistöðu í Off- Broadway-sýningu á Hurlyburly eftir David Rabe. Síðan gerðist hið ótrúlega; Show- girls fór að vaxa fiskur um hrygg, ekki síst meðal hinsegin fólks, sem í seinni tíð hefur borið myndina, einkum Berkley, á höndum sér. Um þetta er fjallað í væntanlegri heim- ildarmynd, You Don’t Nomi, en Nomi var einmitt nafnið á persónu Berkley í myndinni. Þar er meðal annars að finna ræðu sem Berkley flutti við sýn- ingu myndarinnar, í tilefni af tutt- ugu ára afmæli hennar fyrir fimm árum. „Það var dásamlegt að gera þessa mynd,“ sagði hún við opin- mynnta áhorfendurna. „Að lifa draum er engu líkt. Einmitt þess vegna var sársaukinn óbærilegur þegar myndin var frumsýnd. 1995 voru aðrir tímar, ekki var í tísku að taka áhættu eins og við gerðum. Hlegið var að slíku. Og skórinn níddur af okkur opinberlega. Það var ekki auðvelt að vera ung stúlka í þeim stormi miðjum. En ég fann seigluna, kraftinn og sjálfs- traustið – ekki bara vegna þessarar erfiðu reynslu, held- ur ekki síður vegna ykkar allra.“ Hún upp- skar dynjandi lófatak. orri@mbl.is Gina Gershon og Elizabeth Berkley ræðast við í Showgirls. HVAÐ VARÐ UM ELIZABETH BERKLEY? Ung stúlka í miðjum stormi Elizabeth Berkley árið 2018. Mikið vatn hef- ur runnið til sjávar. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.