Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 26
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar „Veturinn hefur verið erfiður; snjó- þyngsli, sjósókn erfið og stundum lítill afli og nú bætist kórónuveiran við. Nú hafa fyrstu tilfelli veikinda greinst hér og þá verðum við að treysta okkar góða heilbrigðiskerfi,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæj- arstjóri í Bolungarvík. Almannavarnir á Vestfjörðum ákváðu í gær vegna Covid19 að grípa til hertra aðgerða. Leikskólum í Bol- ungarvík og Ísafirði er lokað án mik- illa undantekninga, samkomubann miðast við fimm manns og í stærri verslunum mega ekki vera fleiri en 30 manns. „Bragurinn hér í Víkinni hefur breyst. Hægt hefur á atvinnulífi og fólk hefur meiri tíma fyrir sjálft sig. Að minnsta kosti er öðruvísi en var að sjá hlaupafólk hér á götum bæj- arins fyrir hádegi á virkum degi. Í rekstri bæjarfélagsins blasa við áskoranir, svo sem að mæta og að- stoða fyrirtæki sem lenda í vanda. Því er mikilvægt að hafa trú á fram- tíðinni eins og ég brýni fyrir Bolvík- ingum sem hringja vegna vanda, sem við munum leysa saman.“ Jón Páll Bolvíkingar vegna vanda, sem við munum leysa saman. Veiran er komin eftir erfiðan vetur „Starfið mitt hefur gjörbreyst á ör- fáum dögum. Umræðu- og úrlausn- arefnin eru allt önnur en var, á fundum sem nú eru komnir í tölv- una. Allt mun þetta hafa mikil áhrif á starfsumhverfi og samkomuhald að minnsta kosti til skamms tíma,“ segir Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi í Reykjavík. „Mér finnst stjórnvöld hafa brugðist vel við aðstæðum svo til fyrirmyndar er. Efnahagspakkinn lofar góðu og allir vita að mjög sennilega þarf að grípa til frekari aðgerða til að afstýra miklu atvinn- leysi og vanda í efnahagsmálum. Hvort Reykjavíkurborg hefur svig- rúm til að fara í miklar fram- kvæmdir til að sporna gegn sam- drætti er annað mál. Ég hef hins vegar trú á að lægðin sem er fram- undan verði ekki langvinn, enda eru innviðir íslensks samfélags sterkir. Almennt sagt er fólk nú að feta sig áfram í gjörbreyttu um- hverfi. Fyrir móður 7 og 14 ára barna hefur verið krefjandi að setja sig inn í námsefni þeirra og leið- beina – en þjappar okkur saman.“ Valgerður Umræðu- og úrlausnar- efnin eru allt önnur en var. Lægðin verður ekki langvinn „Skipstjóri hér í Grindavík sagði oft að aldrei hefði gert svo vont veður að ekki lygndi og hægt væri að sigla út úr storminum. Mér finnst þjóðin hafa verið fljót að aðlagast nýjum aðstæðum,“ segir Eiríkur Óli Dag- bjartsson, útgerðarstjóri frysti- skipa hjá Þorbirni í Grindavík. „Útgerð og vinnsla Þorbjarn- arins er í fullum gangi þó að sala af- urða hafi dregist saman. Meira af fiski fer í salt en minna er unnið ferskt í landvinnslu. Lífinu nú al- mennt má líkja við að bíll hafi verið færður úr 5. gír niður í 1. og sett í lága drifið. Ég kann því ekkert illa og dægradvölin er langir göngu- túrar sem við konan mín tökum. Nei, ég er ekkert svartsýnn á stöð- una enda höfum við frábært fólk í forystu. Þar hef ég sérstaklega gaman af því að fylgjast með Þór- ólfi Guðnasyni sóttvarnalækni en saman erum við í hljómsveitinni The backstabbing Beatles. Þar sýn- ir læknirinn frábæra takta þegar hann plokkar bassastrengi og tekur lögin með Paul MaCartney af snilld.“ Eiríkur Óli Læknirinn Þórólfur sýn- ir takta þegar hann plokkar bassa. Hægt að sigla út úr storminum „Þríeyki Víðis, Ölmu og Þórólfs er sterkt; þau miðla upplýsingum af mennsku og staðfestu svo sú tilfinn- ing hefur myndast meðal almenn- ings að við komumst heil í gegnum þessa erfiðu tíma. Samstaðan á þess- um erfiðu tímum er eftirtektarverð og þolgæðið sem fólk almennt sýn- ir,“ segir Aldís Rut Gísladóttir, prestur við Langholtskirkju í Reykjavík. „Vissulega eru margir óttaslegnir yfir ástandinu, eins og ég hef fundið í sálgæsluviðtölum. Slíkt er eðlilegt og mikilvægt að fólk tjái kvíða og vanlíðan. Orkan mun nú beinast í mun uppbyggilegri og jákvæðari farveg sem mun gagnast við úr- vinnslu þessa áfalls. Mér finnst frá- bært að við höfum látið læknum og vísindafólki eftir að ráða för og að- gerðum. Mikið álag er á heimilum þar sem skóla- og frístundastarf er í ládeyðu og vissulega hefur verið áskorun fyrir mig sem móður eins og marga aðra að þurfa að aðstoða börnin með lærdóminn, vera píanó- kennari og fimleikaþjálfari. Allt í senn og bara gaman.“ Aldís Rut Höfum látið læknum og vísindafólki eftir að ráða för. Orkan bein- ist í jákvæð- an farveg „Næstu ár eru tími mikilla tækifæra til endurskipulagningar og sóknar. Ísland verður enn stærri framleið- andi á matvælum með óvæntri að- komu landbúnaðar og nýrra tæki- færa þar, ásamt sjávarútvegi og ferðaþjónustu,“ segir Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Sets hf. á Selfossi. Hjá fyrirtækinu eru framleidd plaströr og slíkt og þar er nú algjör aðgreining á milli starfs- stöðva og vakta í framleiðslu. „Ég hef unnið heima í þrjár vikur og það hefur gefist vel með nútíma- samskiptatækni yfir netið. Hef lítið þurft að fara út á meðal fólks en í þau skipti hefur gengið vel að halda reglur um aðskilnað. Það er aðdáun- arvert að fylgjast með sérfræðingum okkar takast á við vandann og miðla daglega upplýsingum til þjóð- arinnar. Um leið hefur álit almenn- ings aukist á stjórnmálamönnum eft- ir því sem þeir hafa gert minna vart við sig. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar sýnast mér góðar, en COVID-19- vandinn mun hafa alvarleg áhrif á heimsvísu og alþjóðahagkerfið verð- ur töluverðan tíma að jafna sig. “ Bergsteinn Tími mikilla tækifæra til endurskipulagningar og sóknar. Hefur alvar- leg áhrif á heimsvísu „Þegar Norðmenn hertu aðgerðir og gripu til ráðstafana vegna veir- unnar hætti mér að lítast á blikuna. Í hruninu 2008 var ég í Svíþjóð og því fylgdu erfiðir tímar fyrir Ís- lendinga. Ég vildi ekki lenda aftur í neinu sambærilegu,“ segir Gréta Bergrún Jóhannsdóttir á Þórshöfn. Hún vinnur að doktorsverkefni á sviði byggðamála og var í skipti- námi í Þrándheimi í Noregi á vor- önn. Ákvað fimmtudaginn 12. mars að fara til Íslands og flaug heim daginn eftir með drengina sína tvo, 8 og 10 ára, sem voru með ytra. „Við vorum tvær vikur sóttkví en nú eru strákarnir farnir í skólann sinn sem er að vísu starfræktur bara annan hvern dag. Hér á Þórs- höfn á Langanesi er sjávarútvegur í aðalhlutverki í atvinnulífinu og sú starfsemi gengur enn. Uppsveifla síðustu ár til dæmis í ferðaþjónustu hefur ekki náð hingað að sama marki og annars staðar, svo ég vænti að höggið verði ekki mikið. Frekar trúi ég að ferðaþjónustan hér njóti góðs af ef Íslendingar ferðast mikið innanlands í sumar.“ Gréta Bergrún Ég vænti að höggið hér á svæðinu verði ekki mikið. Flúði heim frá námi sínu í Noregi Morgunblaðið/Eggert Skimun Hjúkrunarfræðingur í hlífðargalla með hanska úti við sýnatöku. Samfélagið í hlutlausum gír Kórónuveiran nær nú orðið til landsins alls, þús- undir fólks eru í sóttkví og 1.220 smit af covid-19 eru staðfest. Samfélagið hefur verið sett í hlut- lausa gírinn og samkomubann gildir út aprílmán- uð. En svo kemur betri tíð, rétt eins og viðmæl- endur Morgunblaðsins – hver á sínu landshorninu – benda á og sjá tækifæri í stöðunni. sbs@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.