Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 Þú getur fundið allar uppáhalds dekurvörurnar þínar á vefversluninni okkar á www.loccitane.is Við bjóðum upp á fría heimsendingu með pöntunum yfir 10.000 kr. Hugsið vel um ykkur sjálf og ykkar nánustu. Starfsfólk L’Occitane Vid erum enn her fyrir ykkur! ‘- Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undirbúningi fyrir Hátíð hafsins í Reykjavík er haldið áfram af fullum krafti. Hátíðin verður að öllu óbreyttu haldin um sjómannadags- helgina 6.-7. júní í sumar. Aðsókn að hátíðinni hefur farið vaxandi undan- farin ár og í fyrra sóttu hana um 40 þúsund manns. Skipuleggjendur hátíðarinnar gera sér fulla grein fyrir því að vegna veirufaraldursins getur brugðið til beggja vona og staðan verður metin í maí. „Þetta fer allt eftir hvað Almannavarnir og land- læknir segja, við fylgjum þeirra fyr- irmælum í einu og öllu,“ segir Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóhafna. Sjómannadagurinn er lögbundinn frídagur sjómanna og hefur verið það fá árinu 1987. Hann skal ætíð vera fyrstu helgina í júní nema þeg- ar hann lendir á hvítasunnuhelginni. Að Hátíð hafsins standa Faxaflóa- hafnir, sjómannadagsráð og Brim. Hátíðin samanstendur af tveimur hátíðardögum, þ.e. hafnardeginum sem er á laugardeginum og sjó- mannadeginum sem er á sunnudeg- inum. Hátíðin hefur verið haldin sem slík síðan árið 2002. Hátíð hafsins undirbúin Morgunblaðið/Hari Sjómannadagur Stefnt er að hátíð- arhöldum fyrstu helgina í júní.  Verður að óbreyttu fyrstu helgina í júní Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stofnanasamningur um ýmsar kjara- bætur var undirritaður í nýliðnum mánuði í Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi (FVA) milli skóla- meistara og félagsmanna í Kenn- arasambandi Íslands, sem starfa við skólann, en samningurinn var gerður „eftir áralangt þóf“ eins og segir í fréttabréfi skólans. Kjaraviðræðum á milli framhalds- skólakennara og ríkisins er enn ekki lokið en Steinunn Inga Óttarsdóttir, sem skipuð var skólameistari við FVA undir lok síðasta árs, segir að eldri stofnanasamningur hafi runnið út 31. júlí árið 2013. Viðræður um nýj- an samning hafi staðið yfir með hléum frá árinu 2015 og frá þeim tíma þar til nú hafi kennarar við FVA dregist aft- ur úr launum miðað við aðra fram- haldsskóla. Í samningnum sem gildir frá 1. jan- úar sl. til 31. desember 2021 eru lagð- ar faglegar áherslur næstu ára og fé- lagsmönnum KÍ raðað til launa en síðan er greitt skv. launatöflu sem fylgir miðlægum kjarasamningi. Kveðið er á um grunnhækkun fyrir alla og samið var um 400 þúsund króna eingreiðslu til félagsmanna KÍ sem starfa við skólann nú á vorönn, auk þess sem einni starfsaldurshækk- un er bætt við þær sem fyrir voru. Ekki sérstök fjárveiting Ekki fengust upplýsingar um hversu miklar hækkanirnar eru í pró- sentum en Steinunn Inga segir helstu breytingar þær að grunnröðun í starf hækkar um einn launaflokk og ein starfsaldurshækkun bættist við þær þrjár sem fyrir voru, þ.e. eftir fjög- urra ára starf. Þá fengu þeir sem starfað höfðu við skólann sl. sex annir 400 þúsund kr. eingreiðslu eins og fyrr segir í samræmi við starfshlut- fall. Spurð hvort samningurinn kalli á aukin framlög til skólans og hvort samningar sem þessi þurfi samþykki menntamálaráðuneytisins segir Steinunn Inga að kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara og Félags skólastjórnenda við ríkið sé miðlægur og gildi fyrir alla fram- haldsskólakennara á landinu. „Stofn- anasamningar eru gerðir á ábyrgð hverrar stofnunar og ekki koma til sérstakar fjárveitingar vegna þeirra. Nýr samningur felur í sér nálgun sem er til þess fallin að styðja við jákvæða þróun og uppbyggingu í skólastarfinu og skapa traust milli kennara og skólastjórnenda. Hækkanir á grund- velli hans eiga að rúmast innan fjár- heimilda FVA fyrir árið 2020. Það var orðið mikilvægt að ganga frá nýjum stofnanasamningi milli FVA og félagsmanna í KÍ og stuðla með því að skilvirkara launakerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum skólans,“ segir hún. Markmið stofn- anasamnings FVA er m.a. að gera skólann að eftirsóttum vinnustað og færa ákvörðun um launasetningu starfa nær starfsvettvangi kennara. Samið um bætt kjör kennara FVA  Stofnanasamningur gerður í Fjölbrautaskóla Vesturlands  Launaflokka- og starfsaldurshækkun og 400.000 kr. eingreiðsla  Rúmast innan fjárheimilda FVA  Eldri samningur rann út 2013 Morgunblaðið/Árni Sæberg Akranes Nýr stofnanasamningur skólans var gerður „eftir áralangt þóf“. „Stofnanasamningur er hluti af kjarasamningi starfsmanna og honum er ætlað að tryggja þróun í skólastarfi og stuðla að skil- virkara launakerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum stofn- unar og starfsmanna hennar,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, í svari til Morgun- blaðsins um nýja stofnanasamn- inginn við kennara og aðra fé- lagsmenn KÍ sem starfa við skólann. „Hann snýst því ekki aðeins um ákvörðun launa heldur er hann ekki síður tæki til að stuðla að jákvæðri þróun og breytingum í starfi stofnunar,“ seg- ir hún ennfremur. Endurskoða á stofnanasamning- inn á tveggja ára fresti. Virkara launakerfi SKÓLAMEISTARI FVA Steinunn Inga Óttarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.