Morgunblaðið - 02.04.2020, Side 55
MINNINGAR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
✝ Guðrún Helga-dóttir Arndal
fæddist í Hafn-
arfirði 15. janúar
1943. Hún lést á
líknardeild LSH í
Kópavogi 25. mars
2020. Foreldrar
hennar voru Helgi
F. Arndal, f. 1905,
d. 1980, og Guð-
laug M. Arndal, f.
1910, d. 2005.
Guðrún átti þrjú systkini, þau
eru Sigríður H. Arndal, f.
1936, Jónína H. Arndal, f.
1939, og Magnús H. Arndal, f.
1944.
Fyrri maður Guðrúnar var
Gestur Eggertsson, f. 1939, d.
2015. Börn þeirra eru: 1) Egg-
ert, f. 1964, barn Heimir Gest-
ur, f. 1986. 2) Guðlaug, f.
1967, börn Emil Arnar Reyn-
isson, f. 1989, d. 2018, Jón Ar-
on Jónsson, f. 1994, og Guðrún
Marín Erlingsdóttir, f. 2003. 3)
Katrín, f. 1973, unnusti Helgi
Þór Helgason, f. 1965, börn
Eva Írena Katrínardóttir, f.
1996, faðir Evu Írenar er
Ingvar Sigurðsson, f. 1970, og
Elmar Darri Helgason, f.
2011. Guðrún og
Gestur skildu.
Seinni maður
Guðrúnar er Guð-
mundur Gunn-
arsson, f. 1947.
Börn Guðmundar
af fyrra hjóna-
bandi eru: 1) Ás-
dís, f. 1968, börn
Kristinn Guðna-
son, f. 1997, og
Heiða Guðnadótt-
ir, f. 1997. 2) Heiðar, f. 1975,
börn Guðmundur Ágúst, f.
1997, og Einar Lúther, f. 1999.
Guðrún Arndal fæddist í
Hafnarfirði og er því inn-
fæddur gaflari því hún fæddist
í heimahúsi. Hún ólst upp á
Vitastíg 12 við gamla vitann
sem enn stendur efst við
gamla heimilið hennar. Frá
heimili sínu sá hún vitann við
æskuheimilið á hverjum degi
lífsins sem eftir var.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
dag, 2. apríl 2020, og hefst at-
höfnin klukkan 12. Útförin
mun fara fram í kyrrþey
vegna aðstæðna í þjóðfélaginu
nú um stundir.
Elsku ástkæra Guðrún mín.
Þú varst alin upp á Vitastíg 12 í
Hafnarfirði og þar var þitt leik-
svæði sem barn og unglingur.
Allir þekktu alla í götunni og
það var barnamergð þarna eins
og víða annars staðar á landinu
eftir seinni heimsstyrjöld. Þú
varst orkumikil og skemmtileg
stelpa sem hafði nóg að gera
alla daga og pabbi þinn sem
stundum kallaði þig Dundun var
aldrei viss hvort þú værir að
koma eða fara við leiki í hraun-
inuvið húsið.
Þú fórst snemma að passa
börn, þá aðeins 6 ára gömul og
fékkst borguð smá laun hjá
mömmum barnanna. Þarna
myndaðist ævilöng vinátta við
fjölskyldurnar allt fram á þenn-
an dag. Þú varst send í sveit eitt
sumarið. Það lá ekki alveg fyrir
þér að vera í sveitinni því þú
fórst á eigin vegum til baka til
Hafnarfjarðar einum eða tveim-
ur dögum seinna. Þannig hefur
það alltaf verið, að heimabærinn
togar í þig og má segja að þú
hafir verið meiri Hafnfirðingur
en Íslendingur í þér. Þú varðst
fljótt mjög ákveðin í því sem þig
langaði að gera. Eitt sinn lang-
aði þig í litla kisu sem var ekki í
boði heima hjá þér á Vitastígn-
um. Þú ákvaðst þá að safna þér
peningum fyrir kisunni sem var
til sölu úti á Hvaleyri.
Þú pantaðir leigubíl og keypt-
ir kisuna Sally og komst með
hana heim þó að það væri ekki í
boði. Sally varð síðan eftirlæti
allra á heimilinu í mörg ár á eft-
ir.
Þú vannst eins og aðrir
krakkar á þessum árum líka í
fiski í frystihúsinu og varst ráð-
in gangastúlka á Sólvang í
Hafnarfirði 16 ára gömul og
vannst þar í 25 ár, mikið á næt-
urvöktum og jafnfram því að
vera með heimili á Vitastíg, í
Grænukinn og á Miðvangi þar
sem þú ólst upp börnin þin þrjú,
Eggert, Guðlaugu og Katrínu.
Þú vannst líka við þrif og ræst-
ingar með Ástu vinkonu þinni í
sælgætisgerðinni Mónu í Hafn-
arfirði í rúman ártug til að ná
endum saman á þessum tíma
þegar miklar umbreytingar voru
í þjóðfélaginu. Þegar við kynnt-
umst var það ást við fyrstu sýn
hjá okkur báðum. Við löðuðumst
hvort að öðru og höfum verið
saman síðastliðin 27 ár og sem
hjón frá 2001. Það hefur gengið
á ýmsu hjá okkur og í kringum
okkur en við héldum það út og
höfum átt marga yndislega tíma
saman hér heima og erlendis.
Höfum bæði gaman af að
ferðast til útlanda og skoða staði
og láta okkur liða vel á Spáni.
Þarna hóst nýr kafli hjá inn-
fædda Gaflaranum mínum því
henni fannst alveg óskaplega
gaman að ferðast og njóta lífsins
bæði innanlands sem utan. Við
fórum til margra landa og borga
og alltaf var verið að skoða eitt-
hvað nýtt og skemmtilegt. Guð-
rún var alltaf mjög smekkleg til
fara og hafði sinn ákveðna stíl í
sambandi við fatnað og fór aldr-
ei úr húsi án þess að vera vel
snyrt og með hárgreiðsluna í
lagi rétt eins og Magga vinkona
hennar frá 10 ára aldri þegar
þær fór í verslun eða á manna-
mót. Hafðu þökk fyrir allt og
allt. Ég mun sakna þín mikið,
ástin mín.
Guðmundur Gunnarsson.
Elsku yndislega mamma okk-
ar, sem lést á líknardeild Land-
spítalans 25. mars síðastliðinn.
Það er svo sárt að hugsa til þess
að við eigum ekki eftir að sitja
oftar við eldhúsborðið heima á
Hringbraut og spjalla um lífið
og tilveruna. Þú fórst ekki í
gegnum lífið áfallalaust en alltaf
stóðstu í fæturna með þinni
seiglu. Þú varst kletturinn í lífi
okkar sama hvað. Það er ein
setning sem þú sagðir alltaf við
okkur og hljómar í eyrum okkar
núna, og hún er „já krakkar
mínir, það þýðir ekkert annað
en að halda áfram sama á
hverju gengur“. Nú ertu komin
til Emils okkar sem fór allt of
fljótt, sem þú elskaðir svo mikið
eins og öll þín barnabörn. Lífið
verður tómlegt án þín elsku
mamma, en minning þín mun
alltaf lifa í hjörtum okkar og þitt
fallega bros og hlýja nærvera.
Við elskum þig alltaf og barna-
börnin þín elska þig meira en
orð fá lýst. Við erum svo heppin
að hafa átt þig fyrir mömmu og
ömmu, en við huggum okkur við
það að þú ert komin á góðan
stað.
Góða nótt elsku mamma og
amma.
Eggert, Guðlaug
og Katrín,
Jón Aron, Eva Írena, Guð-
rún Marín og Elmar Darri.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Ásdís Guðmundsdóttir,
Heiðar Guðmundsson.
Mig langar til að skrifa nokk-
ur kveðjuorð um kynni mín af
minni góðu vinkonu Guðrúnu
Arndal, sem við samferðafólk
hennar kölluðum yfirleitt Rúnu.
Ég kynntist Rúnu fljótlega
eftir að ég flutti í Hafnarfjörð.
Við hófum búskap í sömu götu
og voru kynni okkar Rúnu af-
skaplega góð. Rúna var einstak-
lega þægileg og man ég aldrei
eftir að okkur yrði sundurorða
allan okkar samverutíma, sem
var orðinn nokkuð langur enda
var Rúna einstaklega geðgóð.
Við hófum báðar búskap í
Kinnunum í Hafnarfirði á sama
tíma. Við áttum báðar þrjú börn
á svipuðum aldri, sem þurfti að
annast og passa. Fljótlega lang-
aði okkur báðar að vinna okkur
inn smá pening og sóttum um
starf við að skúra Sælgætisgerð-
ina Mónu, sem passaði vel fyrir
okkur að gera þegar mennirnir
okkar komu heim á daginn. Við
skúruðum Mónu í þrettán ár og
ég hlakkaði alltaf til að vera í
samvistum við Rúnu meðan við
vorum að skúra. Ég hlakkaði
alltaf til að hitta hana í skúring-
unni á daginn, hún var svo
skemmtileg að ég kom alltaf
glaðari heim. Okkar góðu kynni
stóðu alltaf meðan við lifðum og
mig langar með þessum kveðju-
orðum að þakka Rúnu öll okkar
kynni.
Ég bið góðan guð að vernda
þig og blessa. Ég þakka þér fyr-
ir allar góðu samverustundirnar
sem við áttum saman. Við Garð-
ar vottum eiginmanni, börnum,
barnabörnum og systkinum
Rúnu innilega samúð og biðjum
guð að styrkja þau og vernda.
Góður guð geymi þig, góða
vinkona,
Ásta.
Guðrún H. Arndal
✝ Guðni Jónssonfæddist 31.
ágúst 1942. Hann
lést á Landspít-
alanum 25. mars
2020. Foreldrar
hans voru Jón Jóns-
son, f. 26. febrúar
1914, d. 26. febrúar
1993, og Sigríður
Oddleifsdóttir, f. 29.
september 1908, d.
4. apríl 1984. Systk-
ini Guðna eru Rútur, f. 8. nóv-
ember 1943, og Bjarnheiður, f.
15.júlí 1948. Guðni giftist Þór-
unni Haraldsdóttur f. 28. des-
ember 1942, d. 6. janúar 1998,
þann 27. mars 1971. Þau eign-
uðust þrjú börn 1) Ásgeir,
aði nám við London Academy.
Hann starfaði í verslununum
Andersen og Lauth sem og
Horne Brothers á Englandi.
Guðni hóf störf í Naustinu
1965 og varð annar eigandi
Naustsins til ársins 1982.
Þá stofnaði hann fyrirtækið
„Guðni Jónsson ráðgjöf og
ráðningarþjónusta“ sem sinnti
ráðningarstörfum og ýmiss
konar ráðgjöf.
Guðni var félagsmaður í hin-
um ýmsu félögum svo sem Juni-
or Chamber, Rótarý og Sjálf-
stæðisflokknum. Hann kenndi á
Dale Carnegie-námskeiðum og
einnig námskeiðum um ræðu-
mennsku og fundarstjórn.
Hann var einnig meðlimur
Frímúrarareglunnar á Íslandi
frá árinu 1970.
Útför Guðna fer fram í kyrr-
þey að eigin ósk.
læknir, f. 11. apríl
1973, maki Elín
Gróa Guðjóns-
dóttir. Þeirra
börn eru a) Katr-
ín, f. 2004, b)
Bjarki, f. 2009, c)
Freyja, f. 2014. 2)
Björn, f. 23. sept-
ember 1975, d. 4.
desember 1978. 3)
Anna Sigríður,
aðstoð-
arskólastjóri, f. 30. júlí 1980,
maki Hörður Lárusson. Þeirra
börn eru a) Stefanía, f. 2008, b)
Lárus Högni, f. 2011.
Guðni ólst upp á Bárugötu í
Reykjavík. Hann fór til Eng-
lands 1962 þar sem hann stund-
Í jólakorti frá Guðna til okkar í
fjölskyldunni fyrir nokkrum ár-
um stóð: „Góðir vinir eru eins og
stjörnur, þú sérð þá ekki alltaf en
þeir eru alltaf til staðar.“
Það er einmitt það sem Guðni
var sjálfur, einstaklega góður og
traustur vinur sem var alltaf til
staðar. Hann var til staðar til að
veita góð ráð og velta upp úr-
lausnum í ýmsum málum. Ég hef
ekki kynnst ráðabetri manni en
Guðna. Hann hafði merkilegan
hæfileika til að greina mál og
benda á skynsamlegar leiðir til
lausna. Fólk og mannlegt eðli var
áhugamál sem við deildum. Það
var einstakt hvað hann var mikill
mannþekkjari. Þegar hann rak
ráðningarþjónustu og sá m.a. um
ráðningar fyrir mig kom hann yf-
irleitt með möppu með umsókn-
um og sagði: „Þú verður að velja
þann sem þér líst best á,“ en ég
raðaði umsóknunum þannig að
þeir sem mér leist best á voru
fremst. Það brást ekki að sá eða
sú sem var ráðin var númer eitt
eða tvö í röðinni hjá Guðna. Per-
sónuleikapróf og tölvukerfi nú-
tímans ná ekki að jafna þetta
innsæi Guðna Jónssonar.
Við sátum oft og ræddum mál-
in, stundum var kveikt í vindli en
nú í seinni tíð voru það oftar en
ekki símtöl.
Þótt hann glímdi við veikindi
og vanheilsu spurði hann alltaf
um stöðuna á mínu heimili og
minntist á að hann geymdi okkur
í bænum sínum. Samtölin heima
hjá honum á aðfangadag eru
mörg minnisstæð. Rætt var um
tilgang lífsins í bland við yfirferð
um menn og málefni. Á aðfanga-
dag fyrir síðustu jól sagði Guðni
mér að hann væri nokkuð viss um
að þetta væru hans síðustu jól. Þá
eins og svo oft áður hafði hann
rétt fyrir sér.
Ég mun sakna þessara funda,
samtala, góðra ráða, traustrar og
hlýrrar vináttu. Nú þegar sökn-
uðurinn nístir get ég ekki annað
en verið þakklátur fyrir að hafa
átt Guðna Jónsson að trúnaðar-
vini. Það voru sérstök forréttindi.
Vináttu þína met og þakka
það sem þú kenndir um bræðranna
sið.
Til endurfunda í austri hlakka
einhver þó kunni að verða á bið.
Ásgeiri, Önnu Sigríði og fjöl-
skyldum þeirra sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Guðna
Jónssonar.
Magnús E. Kristjánsson.
Guðni Jónsson var sannur,
traustur, vandaður, mikill og góð-
ur maður. Hann hafði hugrekki
til að segja hlutina eins og þeir
raunverulega voru – umbúða-
laust. Orð hans höfðu ávallt
merkingu, honum líkaði ekkert
sérstaklega innantómt hjal. Mað-
ur er kannski ekki alltaf tilbúinn
fyrir sannleikann, sérstaklega
þegar hann snýr að eigin breysk-
leika eða dómhörku, en eftir því
sem árin færast yfir átta ég mig
betur og betur á að best er að um-
gangast fólk sem segir sína mein-
ingu.
Persónuleiki Guðna var ein-
stakur; hann var hugrakkur,
kærleiksríkur, stundum torráð-
inn og batt sannarlega ekki
bagga sína sömu hnútum og flest-
ir samferðamenn hans. Ég held
að vísa úr ljóðinu Lífsþor eftir
Árna Grétar Finnsson teikni
nokkuð raunsanna mynd af
Guðna:
Því þarf magnað þor til að vera sannur
maður,
meta sinn vilja fremur en fjöldans dað-
ur,
fylgja í verki sannfæringu sinni,
sigurviss, þó freistingarnar ginni.
Guðni var vinur vina sinna en
þeir voru ekki endilega margir
þótt hann þekkti fjölda fólks.
Hann var mikill mannþekkjari og
fljótur að greina kjarnann frá
hisminu. Það var ýmislegt sem
hann kenndi mér beint eða óbeint
á þeim 25 árum sem við þekkt-
umst og á ég honum margt að
þakka. Vinátta var einu sinni sem
oftar til umræðu og benti hann
mér þá á að „hagsmunavinir“,
eins og hann kallaði þá, eru
sjaldnast raunverulegir vinir og
að á þeim er jafnan lítið að
byggja. Ég vissi það ekki þá, en
veit það nú, að bæði Sókrates og
Platón höfðu velt vináttunni fyrir
sér á sambærilegan hátt en höfðu
þó aðra sýn. Skoðun Guðna átti
frekar samleið með skilgreiningu
Aristótelesar, sem taldi þessa
tegund vináttu byggjast á manns
eigin heill en ekki heill vinarins,
hans sjálfs vegna.
Guðni var ákaflega stoltur af
börnum sínum, tengdabörnum og
barnabörnum. Þótt hann talaði
sjaldnast mikið um sín mál sá
maður kærleikann ljóma í augum
hans þegar fjölskyldumeðlimi
bar á góma.
Ég leitaði stundum til Guðna
varðandi sameiginlegt áhugamál
okkar, sérstaklega síðustu árin.
Hann hafði einstaka lagni við að
leiðbeina á þann hátt að vísa í átt
til lausnar en leyfa mér að finna
svarið. Stundum las hann mér
pistilinn – en aldrei af innistæðu-
leysi. Guðni Jónsson er sannar-
lega einn af þeim samferðamönn-
um sem maður er ríkari að hafa
kynnst.
Nú hefur Guðni lagt í sína
hinstu ferð og hann var undir
hana búinn. Frímúrarareglan á
Íslandi sér á eftir góðum og
merkum félaga. Guðni gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum innan
Reglunnar, var m.a. stólmeistari
St.Jóh.st. Fjölnis um sjö ára
skeið og lagði líf og sál í starfið.
Ég vil að leiðarlokum, fyrir hönd
Fjölnisbræðra, óska honum vel-
ferðar á þeirri braut sem hann
hefur nú lagt út á. Við bræðurnir
kunnum Guðna innilegar þakkir
fyrir hans mikla og örláta starf í
þágu stúkunnar og Reglunnar.
Ásgeiri, Önnu Sigríði og fjöl-
skyldum þeirra sendum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Kærleiksríkar minningar um
mikinn, merkan og góðhjartaðan
mann munu ylja okkur öllum um
ókomna tíð.
Leópold Sveinsson.
Guðni Jónsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýjar kveðjur vegna andláts elskulegs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
LEÓS KRISTJÁNSSONAR.
Elín Ólafsdóttir
Kristján Leósson Margrét Leósdóttir
Hildigunnur Sverrisdóttir Kristján Bragason
Nanna Kristjánsdóttir Elín Kristjánsdóttir
Tómas Leó Kristjánsson María Ósk Kristjánsdóttir
Kristján Nói Kristjánsson
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Lára Árnadóttir,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
RAGNAR INGI HARALDSSON
bifreiðarstjóri,
Grundarfirði,
lést þriðjudaginn 31. mars.
Jóna Björk Ragnarsdóttir Guðmundur Smári Guðmunds.
Auður Hanna Ragnarsdóttir Reynir Ragnarsson
Ásgeir Ragnarsson Þórey Jónsdóttir
Sveinn Ingi Ragnarsson Tinna Torfadóttir
barnabörn og langafabörn