Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 43
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 9,9% fretta- bladid.is 14,0% Fréttablaðið 8,8% visir.is 9,7% ruv.is 6,1% RÚV: útvarp/ sjónvarp 2,8% Bylgjan/ Stöð 2 4,2% DV 6,4% dv.is 38,0% 38,0% allra frétta frá tíu stærstu fréttamiðlum landsins koma frá fréttastofu Morgunblaðsins og mbl.is. Þessi elsta fréttastofa landsins er mönnuð reynslumiklu fagfólki sem hefur aðeins eitt markmið — að miðla vönduðum fréttum og fjölbreyttu efni til lesenda á hverjum degi. Ekki missa af því sem skiptir máli. Komdu í áskrift strax í dag Sím i 569 1100 m bl.is/a s kri ft Við skrifum fleiri fréttir Heimild: Creditinfo - Fjölmiðlavaktin 2020 18,8% Morgun- blaðið 19,2% mbl.is Í könnun sem Maskína ehf. framkvæmdi fyrir Miðbæjarfélagið í Reykjavík dagana 3.-12. mars sl. voru íbúar höfuðborgarsvæðisins spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að Laugaveg- ur og Bankastræti, frá Hlemmi að Þingholts- stræti, og neðri hluti Skólavörðustígs yrðu gerð að göngugötu árið um kring. Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu, eða 51,8%, kvaðst vera andvígur umræddum götulokunum og 48,2% þeim hlynnt. Þetta er viðsnúningur frá fyrri könnunum sem sýndu mun meiri stuðning við götulokanir og ljóst að borgarbúum eru nú ljósar þær neikvæðu afleiðingar á rekstur og þjónustu sem götulokanir hafa leitt af sér, til dæmis með flótta þekktra og rótgróinna fyrir- tækja úr bænum. Í sömu könnun var spurt hvort menn teldu lík- legra eða ólíklegra að þeir myndu sækja miðbæ- inn heim ef áðurnefndar götur yrðu gerðar að göngugötum árið um kring. Þá kom í ljós að 57,0% af þeim sem tóku afstöðu töldu ólík- legra að þau myndu fara í miðbæ- inn en 43,0% fannst það líklegra. Björgum miðbænum Meirihluti þeirra sem tóku af- stöðu í könnuninni, eða 51,8%, er andvígur götulokunum eins og áður sagði og um 250 rekstraraðilar við umræddar götur eru sama sinnis. Könnun Zenter-rannsókna í fyrra- sumar leiddi síðan í ljós að 74% rekstraraðila við göturnar eru and- víg lokunum. Þá er ekki hægt að vera bjartsýnn á verslun í lokuðum götum á næstu árum þegar 57% aðspurðra telja ólíklegra að þau muni sækja miðbæinn heim verði þessum götum breytt í varanlegar göngugötur. Við í Miðbæjarfélaginu viljum að svo komnu máli hvetja borgar- yfirvöld til alvöru viðræðna og sam- starfs við okkur um björgunar- aðgerðir áður en það verður um seinan. Í Miðbæjarfélaginu eru öll helstu, stærstu, þekktustu og elstu fyrirtæki miðbæjarins. Það eru þessi fyrirtæki sem hafa skapað mannlífið í götunum og gert þær að eftirsóknarverðum áfangastað, greitt skatta og skyldur til samfélagsins og veitt fjölda fólks atvinnu. Stöndum saman! Að endingu viljum við þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt sitt lóð á vogarskál- ina í baráttunni gegn götu- lokunum. Við minnum á fés- bókarsíðuna „Opnum Laugaveginn og Skólavörðu- stíginn“ og hvetjum alla sem styðja okkur að fara þangað inn og fylgjast með. Sam- staðan er lykillinn að sigri rekstraraðila, sigri fólksins, en síðast en ekki síst sigri miðbæjarins! Lokunarstefnan hefur beðið skipbrot Eftir Bolla Kristinsson »Meirihluti rekstrar- aðila og borgarbúa er á móti götulokunum í miðbænum! Höfundur skrifar fyrir hönd Miðbæjarfélagsins í Reykjavík. Spurning 1 Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Laugavegur og Bankastræti, frá Hlemmi og að Þingholtsstræti, og neðri hluti Skólavörðustígs verði gerð að göngugötu allt árið um kring? Spurning 2: Værir þú líklegri eða ólíklegri til að heimsækja miðborg Reykjavíkur ef áður- nefndar götur yrðu gerðar að göngugötu allt árið um kring? Það er sagt frá því í bresku pressunni, að „sveitasíðan“ í Bretlandi sé óánægð með að borgarfólk „flýi“ upp til sveita til að einangra sig frá veirunni. Það tæmi apótekin og kaupfélögin og dreifi óvær- unni um landsbyggðina. Í frjálsu landi er auðvitað frjáls för, og það neitar þér enginn kaupmaður um viðskipti fyrir góð orð og bítaling. Öðru máli gegnir í stríði. Þá gilda herlög og allir verða að beygja sig undir það sem nauðsynlegt telst í baráttunni við óvininn. Íslendingar þóttu óþekkir í stríðinu og margar sögur af bændum sem vildu smala sitt land þótt styrjöld geisaði. Þessi lyndiseinkunn hefur fylgt okkur frá fyrstu tíð, sbr. Laxdælu er Ólafur konungur segir: „Þú munt ráða ferðum þínum, Bolli, því þér eruð um flest einráðir, Íslend- ingar.“ Nú er verið að herða ýmis lög úti í heimi, til varnar gegn veirunni, því fólk á Vest- urlöndum er orðið svo „ofur- frelsað“ að það hlýðir illa skyn- samlegum tilmælum. Það virðist þurfa hörkuna til. Hvað verður hér hjá gáfuðustu smáþjóð í heimi? Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Þurfum við herlög? Bolli Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.