Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Alla daga vikunnar: 12-18 Frí heimsending Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU FYRIR ÞÁ SEM VERSLA FYRIR 5.000 EÐA MEIRA WWW.ILVA.IS GILDIR Í VEFVERSLUN ILVA TIL OG MEÐ 30. APRÍL 25-40% Sparadu- af öllum ljósum og 20% af allri smávöru* 26. mars - 13. apríl *Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. BREYTTUR AFGREIÐSLUTÍMI ALLA DAGA 12-18 LYSS veggljós. Svartur, hvítur eða gulur. Áður 29.995 kr.NÚ 20.995 kr. Hljómsveitin Skítamórall heldur tónleika á Eldborgar- sviði Hörpu annað kvöld kl. 21.10 og verður sýnt frá þeim í beinni útsendingu á RÚV 2. Skítamórall var stofnuð árið 1989 og hefur því verið starfandi í yfir 30 ár. Stóð til að sveitin héldi tónleika í Eldborg 9. maí en vegna sam- komubanns var þeim frestað til 16. júní. Nokkrir góðir gestir munu kíkja í heimsókn til strákanna annað kvöld en þess verður þó gætt að tveir metrar séu hið minnsta á milli fólks á sviðinu. Hægt verður að taka þátt í um- ræðunni á Twitter með myllumerkinu #skimo2020. Hljómsveitin var stofnuð af Selfyssingunum og jafnöldr- unum Gunnari Ólasyni, Herberti Viðarsyni, Jóhanni Bachmann Ólafssyni og Arngrími Fannari Haraldssyni. Skítamórall í beinni frá Eldborg FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 93. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Mér fannst í raun bara komið að ákveðnum tímapunkti hjá mér að fara að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Maður hefur verið minntur á það síðastliðnar vikur hvað er mikilvægast í þessu lífi. Í fimmtán ár hefur maður skipulagt tímann sinn út frá körfuboltanum og verður það ágætis tilbreyting að geta skiplagt sinn eig- in frítíma sjálfur í fyrsta sinn í langan tíma,“ segir körfuboltakonan Gunnhildur Gunnarsdóttir sem er hætt eftir langan og farsælan feril. » 62 Komið að ákveðnum tímapunkti ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ólafur Axelsson, fyrrverandi smiður í Árbæjarsafni, hefur ákveðið að gefa KFUM og KFUK áletraðan róðukross í keðju, sem hann fékk að gjöf frá séra Friðriki Friðrikssyni fyrir um 70 árum. Friðrik fékk hann hins vegar í kveðjugjöf eftir að hafa verið í Ís- lendingabyggðum í Kanada 1913- 1916 og meðal annars þjónað Skjaldborgarsöfnuðinum, skammt frá Selkirk í Manitoba. Ólafur fæddist á Barónsstíg 14 í Reykjavík og þaðan var stutt í KFUM á Amtmannsstíg. Hann seg- ir að frændi sinn, sem var þremur árum eldri, hafi tekið sig með á fundi og eitt sinn á sjötta áratugnum, þeg- ar hann hafi verið átta eða níu ára, hafi hann sem oftar setið á spjalli við séra Friðrik. „Þegar ég stóð upp og ætlaði að fara tók hann upp kross og sagði að ég mætti eiga hann,“ rifjar Ólafur upp. „Ég þakkaði fyrir, pabbi setti í hann tvo nagla, sem vantaði, og ég var með krossinn uppi á vegg heima þar til við fluttum í Ársali fyrir tæp- lega tuttugu árum.“ Í ævisögu Friðriks kemur fram að í Kanada hafi hann fengið til minja fallegt krossmark með silfurlitaðri Kristsmynd á og það hafi verið kær- kominn gripur. Ólafur segist ekki hafa viljað sitja uppi með krossinn og því ákveðið að gefa KFUM hann. „Ég pakkaði honum vel inn fyrir flutningana. Svo vel að ég fann hann ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum í kassa eftir að hafa leitað og leitað og farið oft í alla kassa.“ Sögulegt gildi Aftan á krossinum er letrað: „Séra Fr. Friðriksson. Frá Skjald- borg 19. sept. 1915“. Ólafur segist ekki hafa tekið eftir áletruninni fyrr en áratugum eftir að hann fékk gjöf- ina. Hann segist vera grúskari af guðs náð og hafi kynnt sér sögu séra Friðriks til að reyna að fræðast meira um krossinn. Í kjölfarið hafi hann haft samband við séra Guð- mund Karl Brynjarsson í Linda- kirkju í Kópavogi og beðið hann að koma krossinum í réttar hendur. „Ef fólk vill ekki að menn og málefni gleymist er best að koma hlutum sem tengjast því á söfn og krossinn er best geymdur í Friðriksstofu í KFUM.“ Guðmundur Karl segir að áletr- unin setji krossinn í sögulegt sam- hengi og auki sögulegt gildi hans. „Hugsanlega hefði hann ekki varð- veist svona vel ef sr. Friðrik hefði ekki gefið þessum litla dreng þennan kross á sínum tíma,“ segir hann. Ólafur leggur áherslu á að hann sé ekki safnari. Ekki alls fyrir löngu hafi sonur hans litið inn í geymsluna. „„Við bræðurnir þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu,“ sagði hann og það er lýsandi dæmi um enga söfnunaráráttu. Ég sé aldrei eftir neinu sem ég gef því það eina sem þú átt er það sem þú gefur.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Gjöf Ólafur Axelsson og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson í Lindakirkju með krossinn sem sr. Friðrik Friðriksson fékk í kveðjugjöf í Kanada fyrir rúmri öld. Gjöfin er eina eignin  Áritaður kross sem séra Friðrik Friðriksson fékk í kveðjugjöf í Kanada 1915 fundinn  Fer til KFUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.