Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
Allt til
kerrusmíða
2012
2019
Erling Klingenberg hefurverið áberandi á ís-lensku myndlistarsen-unni allt síðan hann var
einn af stofnmeðlimum Kling &
Bang árið 2003 en hann á mikinn
þátt í hversu vel hefur gengið þar
og starfsemin verið langlíf. Kling
& Bang er ásamt Nýlistasafninu
meðal elstu listamannareknu
rýma landsins og það er því vel
við hæfi að á hálfrar aldar afmæli
Erlings sé haldin vegleg sýning á
verkum hans á báðum þessum
sýningarstöðum. Fjögur ár eru
síðan Nýlistasafnið og Kling &
Bang færðust undir sama þak í
Marshall-húsinu í umgjörð sem er
merki um ákveðin vatnaskil í sögu
listamannarekinna rýma á Ís-
landi.
Á sýningunni er hátt í 30 verk
auk þess sem sérstök sýning-
arskrá hefur verið gefin út með
textum 12 höfunda og telst skráin
nýtt sjálfstætt verk. Allir höfund-
arnir tólf, utan Dorothee Kirsch
safnstjóra Nýlistasafnsins, eru
karlmenn og er það gert af ásettu
ráði til að mynda eins konar
karlakór sem bakgrunn við sýn-
inguna. Karlmennirnir koma úr
ýmsum áttum en eiga það sam-
eiginlegt að vera áhrifamenn í
sínum lesendahópi og það sem
þeir skrifa um mun teljast merki-
legt innan þessara hópa.
Í grísku drama var í upphafi
einungis einn leikari á sviðinu á
meðan kórinn hafði það hlutverk
að setja sviðsleikinn í samhengi
og skapa brú á milli leikarans og
áhorfenda auk þess að flækja að-
eins málin, skapa andrúmsloft og
væntingar, draga fram aðalatriðin
og setja minna vægi í önnur at-
riði. Viðfangsefni Erlings í list-
sköpun sinni hefur einmitt verið
listamaðurinn sjálfur og ímynd
hans, hugmyndir um sköpunar-
ferlið og sá „vélbúnaður“ sem
keyrir myndlistarheiminn áfram.
Á breiðum grundvelli er hann að
fjalla um myndlistarsenuna og
virkni hennar. Líkt og með kórinn
í grískum harmleik þá spila
„áhrifaaðilar“ í myndlistarsenunni
stóran þátt í virkni listaverka,
ekki síst þeir sem sjá um texta-
skrif í sýningarskrár og list-
gagnrýni og þá skiptir máli hverj-
ir eru valdir eða fást til að skrifa
textana og í hvaða miðli eða
hverjir gefa út. Þeir staðfesta
gildi listamannsins og verkanna.
Útfærsla sýningarskrárinnar af-
hjúpar vel þennan hluta „vélbún-
aðarins“. Passað er upp á að
áhrifavaldar í núinu, „kórinn“ í
samfélaginu og í íslenska list-
heiminum, séu með og staðfesti
að hér sé um mikilvægan lista-
mann að ræða. Þetta er allt réttu
karlmennirnir.
Uppátækið ómar af þeirri stöðu
sem Erling hefur tekið sér í
gegnum tíðina. Þetta er allt í
senn yfirborðslegt, kaldhæðið,
einlægt og gagnrýnið, og síðast
en ekki síst unnið í samstarfi og í
samtali við aðra listamenn, og í
þessu tilfelli fræðimenn og
greinahöfunda.
„Tengslanetslistamaður“
Erling má kalla frumgerð
„tengslanetalistamannsins“ sem
einkennir samtímalistasenuna.
Þaðan er velgengni og mikilvægi
Erlings í íslenskri myndlistar-
þróun sprottin.
Sú hugmynd að listamaðurinn
sé snillingur og að snillingurinn
sé karlmaður hefur verið langlíf
og erfitt hefur verið að brjóta
hana niður. Það sést best á yfir-
gnæfandi sterkri stöðu karllista-
manna á listmarkaði árið 2020.
Það vill svo til að Erlingur er
fæddur í líkama karlmanns og er
listamaður. Hann er því fæddur
inn í þessa hugmynd og kemst
ekki hjá því að taka það inn í
myndina, annars gæti hann ekki
tekist á við viðfangsefni sitt.
Hvernig fer sköpunin fram? Með
hugsuninni, líkamanum, í sam-
starfi við kollega, í tengslanetinu,
undir áhrifum, í matarboðum? Í
beinu eða óbeinu samtali við aðra
listamenn? Þetta er rauði þráð-
urinn í gegnum verkin.
Verk Erlings eru skilgreind af-
urð konseptlistarinnar. Þau eru
unnin í alls konar miðla, blandaða
tækni, stafrænt prent, vídeó, gifs-
afsteypur, leir, uppstoppuð dýr,
hljóð, fundna hluti og málverk. Í
vídeóverkinu „Náttúrulega fædd-
ur listamaður“, sem er greinilega
undir áhrifum frá bandaríska
listamanninum Paul MacCarthy
og er sýnt í gömlu túbusjónvarpi
á gólfi Nýlistasafnsins umlukið
hráu spýtnarusli, er fjallað um
hugmyndina um að sköpunar-
kraftur íslenska listamannsins sé
sprottinn úr náttúrunni og undir
áhrifum frá henni. Trúðsleg fíg-
úra vafrar um í týpísku mosa-
hraunlandslagi, drekkur áfengi að
stút og er upptekin við að blanda
líkamsvessum sínum við blóm
jarðarinnar. Að lokum finnur fíg-
úran faldar trönur í moldinni og
sest við á og fer að mála enda
náttúrulega fæddur listamaður.
Fagurfræðin er ekki í anda hins
borgaralega smekks og verkið er
afhjúpandi um oft eyðileggjandi
ímynd listamannsins. Ef hann
gleypir hana án viðnáms verður
hann í raun að trúði. Erling dreg-
ur fram það sem er truflandi við
þessa ímynd, bæði í þessu verki
og öðrum þar sem ímyndin af
sköpuninni og virkni karlmanns-
líkamanns eru skoðuð saman.
Listamaður listamanna
Fyrir utan sýningarskrá eru önn-
ur verk á sýningunni endurgerð
eða tekin úr geymslum og vekur
það sérstaka athygli að engin ár-
töl eru nefnd í merkingu verk-
anna. List Erlings er kjörnuð í
því sem er að gerast hverju sinni
á senunni og því verður það mjög
bagalegt. Það hefði opnað sýn-
inguna fyrir nýjum áhorfendum
og gefið henni gildi utan hóps
hinna „innvígðu“ og gefið sýning-
unni listsögulegt og jafnvel peda-
gógískt gildi ef það hefði verið
gert. Listamaður eins og Erling
er listamaður listamanna og sú
gagnrýna speglun og skoðun sem
á sér stað inn á við er nauðsynleg
öllum listasenum. Þó svo að sýn-
ingin hafi afhjúpað fyrir gagnrýn-
anda Morgunblaðsins að þar blasi
við veröld sem var, þá er nálgun
Erlings aldrei upphafning né sýn-
ingarstjórnin mótuð af fortíðar-
þrá. Hún kallar mikið frekar fram
ákveðnar hugleiðingar um þróun
íslenskrar og alþjóðlegrar mynd-
listarsenu og verka Erlings á
sama tíma.
Náttúrulega fæddur listamaður
Móttaka Verkið „Frátekið fyrir Erling T.V. Klingenberg“ tekur á móti
þeim er koma að Marshall-húsinu og var sýnt í annarri mynd á Írlandi 2005.
Kling & Bang og Nýlistasafnið
Erling Klingenberg – Erling T.V.
Klingenberg bbbbn
Yfirlitssýning í Kling & Bang og
Nýlistasafninu í Marshall-húsinu.
Sýningarstjóri Daníel K. Björnsson.
Sýningin er lokuð meðan á samkomu-
banni stendur.
HULDA RÓS
GUÐNADÓTTIR
MYNDLIST
Hauskúpa / Lavaskull Verk eftir Erling úr hraunperlun sem mynduðust
þegar hann bræddi hraungrýti og vísar verkið í önnur í listasögunni.
Í Nýlistasafninu Sýningin kallar fram „ákveðnar hugleiðingar um þróun ís-
lenskrar og alþjóðlegrar myndlistarsenu og verka Erlings“.
Staðgengill Erling hefur unnið með hugmyndir um sjálfið og listamanninn.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon