Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is Allt til kerrusmíða 2012 2019 Erling Klingenberg hefurverið áberandi á ís-lensku myndlistarsen-unni allt síðan hann var einn af stofnmeðlimum Kling & Bang árið 2003 en hann á mikinn þátt í hversu vel hefur gengið þar og starfsemin verið langlíf. Kling & Bang er ásamt Nýlistasafninu meðal elstu listamannareknu rýma landsins og það er því vel við hæfi að á hálfrar aldar afmæli Erlings sé haldin vegleg sýning á verkum hans á báðum þessum sýningarstöðum. Fjögur ár eru síðan Nýlistasafnið og Kling & Bang færðust undir sama þak í Marshall-húsinu í umgjörð sem er merki um ákveðin vatnaskil í sögu listamannarekinna rýma á Ís- landi. Á sýningunni er hátt í 30 verk auk þess sem sérstök sýning- arskrá hefur verið gefin út með textum 12 höfunda og telst skráin nýtt sjálfstætt verk. Allir höfund- arnir tólf, utan Dorothee Kirsch safnstjóra Nýlistasafnsins, eru karlmenn og er það gert af ásettu ráði til að mynda eins konar karlakór sem bakgrunn við sýn- inguna. Karlmennirnir koma úr ýmsum áttum en eiga það sam- eiginlegt að vera áhrifamenn í sínum lesendahópi og það sem þeir skrifa um mun teljast merki- legt innan þessara hópa. Í grísku drama var í upphafi einungis einn leikari á sviðinu á meðan kórinn hafði það hlutverk að setja sviðsleikinn í samhengi og skapa brú á milli leikarans og áhorfenda auk þess að flækja að- eins málin, skapa andrúmsloft og væntingar, draga fram aðalatriðin og setja minna vægi í önnur at- riði. Viðfangsefni Erlings í list- sköpun sinni hefur einmitt verið listamaðurinn sjálfur og ímynd hans, hugmyndir um sköpunar- ferlið og sá „vélbúnaður“ sem keyrir myndlistarheiminn áfram. Á breiðum grundvelli er hann að fjalla um myndlistarsenuna og virkni hennar. Líkt og með kórinn í grískum harmleik þá spila „áhrifaaðilar“ í myndlistarsenunni stóran þátt í virkni listaverka, ekki síst þeir sem sjá um texta- skrif í sýningarskrár og list- gagnrýni og þá skiptir máli hverj- ir eru valdir eða fást til að skrifa textana og í hvaða miðli eða hverjir gefa út. Þeir staðfesta gildi listamannsins og verkanna. Útfærsla sýningarskrárinnar af- hjúpar vel þennan hluta „vélbún- aðarins“. Passað er upp á að áhrifavaldar í núinu, „kórinn“ í samfélaginu og í íslenska list- heiminum, séu með og staðfesti að hér sé um mikilvægan lista- mann að ræða. Þetta er allt réttu karlmennirnir. Uppátækið ómar af þeirri stöðu sem Erling hefur tekið sér í gegnum tíðina. Þetta er allt í senn yfirborðslegt, kaldhæðið, einlægt og gagnrýnið, og síðast en ekki síst unnið í samstarfi og í samtali við aðra listamenn, og í þessu tilfelli fræðimenn og greinahöfunda. „Tengslanetslistamaður“ Erling má kalla frumgerð „tengslanetalistamannsins“ sem einkennir samtímalistasenuna. Þaðan er velgengni og mikilvægi Erlings í íslenskri myndlistar- þróun sprottin. Sú hugmynd að listamaðurinn sé snillingur og að snillingurinn sé karlmaður hefur verið langlíf og erfitt hefur verið að brjóta hana niður. Það sést best á yfir- gnæfandi sterkri stöðu karllista- manna á listmarkaði árið 2020. Það vill svo til að Erlingur er fæddur í líkama karlmanns og er listamaður. Hann er því fæddur inn í þessa hugmynd og kemst ekki hjá því að taka það inn í myndina, annars gæti hann ekki tekist á við viðfangsefni sitt. Hvernig fer sköpunin fram? Með hugsuninni, líkamanum, í sam- starfi við kollega, í tengslanetinu, undir áhrifum, í matarboðum? Í beinu eða óbeinu samtali við aðra listamenn? Þetta er rauði þráð- urinn í gegnum verkin. Verk Erlings eru skilgreind af- urð konseptlistarinnar. Þau eru unnin í alls konar miðla, blandaða tækni, stafrænt prent, vídeó, gifs- afsteypur, leir, uppstoppuð dýr, hljóð, fundna hluti og málverk. Í vídeóverkinu „Náttúrulega fædd- ur listamaður“, sem er greinilega undir áhrifum frá bandaríska listamanninum Paul MacCarthy og er sýnt í gömlu túbusjónvarpi á gólfi Nýlistasafnsins umlukið hráu spýtnarusli, er fjallað um hugmyndina um að sköpunar- kraftur íslenska listamannsins sé sprottinn úr náttúrunni og undir áhrifum frá henni. Trúðsleg fíg- úra vafrar um í týpísku mosa- hraunlandslagi, drekkur áfengi að stút og er upptekin við að blanda líkamsvessum sínum við blóm jarðarinnar. Að lokum finnur fíg- úran faldar trönur í moldinni og sest við á og fer að mála enda náttúrulega fæddur listamaður. Fagurfræðin er ekki í anda hins borgaralega smekks og verkið er afhjúpandi um oft eyðileggjandi ímynd listamannsins. Ef hann gleypir hana án viðnáms verður hann í raun að trúði. Erling dreg- ur fram það sem er truflandi við þessa ímynd, bæði í þessu verki og öðrum þar sem ímyndin af sköpuninni og virkni karlmanns- líkamanns eru skoðuð saman. Listamaður listamanna Fyrir utan sýningarskrá eru önn- ur verk á sýningunni endurgerð eða tekin úr geymslum og vekur það sérstaka athygli að engin ár- töl eru nefnd í merkingu verk- anna. List Erlings er kjörnuð í því sem er að gerast hverju sinni á senunni og því verður það mjög bagalegt. Það hefði opnað sýn- inguna fyrir nýjum áhorfendum og gefið henni gildi utan hóps hinna „innvígðu“ og gefið sýning- unni listsögulegt og jafnvel peda- gógískt gildi ef það hefði verið gert. Listamaður eins og Erling er listamaður listamanna og sú gagnrýna speglun og skoðun sem á sér stað inn á við er nauðsynleg öllum listasenum. Þó svo að sýn- ingin hafi afhjúpað fyrir gagnrýn- anda Morgunblaðsins að þar blasi við veröld sem var, þá er nálgun Erlings aldrei upphafning né sýn- ingarstjórnin mótuð af fortíðar- þrá. Hún kallar mikið frekar fram ákveðnar hugleiðingar um þróun íslenskrar og alþjóðlegrar mynd- listarsenu og verka Erlings á sama tíma. Náttúrulega fæddur listamaður Móttaka Verkið „Frátekið fyrir Erling T.V. Klingenberg“ tekur á móti þeim er koma að Marshall-húsinu og var sýnt í annarri mynd á Írlandi 2005. Kling & Bang og Nýlistasafnið Erling Klingenberg – Erling T.V. Klingenberg bbbbn Yfirlitssýning í Kling & Bang og Nýlistasafninu í Marshall-húsinu. Sýningarstjóri Daníel K. Björnsson. Sýningin er lokuð meðan á samkomu- banni stendur. HULDA RÓS GUÐNADÓTTIR MYNDLIST Hauskúpa / Lavaskull Verk eftir Erling úr hraunperlun sem mynduðust þegar hann bræddi hraungrýti og vísar verkið í önnur í listasögunni. Í Nýlistasafninu Sýningin kallar fram „ákveðnar hugleiðingar um þróun ís- lenskrar og alþjóðlegrar myndlistarsenu og verka Erlings“. Staðgengill Erling hefur unnið með hugmyndir um sjálfið og listamanninn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.