Morgunblaðið - 02.04.2020, Side 6

Morgunblaðið - 02.04.2020, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga. 10–17 Laugardaga. 11–15 KÓRÓNUVEIRUFARALDUR Guðni Einarsson Jón Pétur Jónsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í gær að aðgerðir og samkomubönn sem áttu að gilda til 13. apríl giltu áfram út apríl. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær. Þórólfur sagði að kórónuveirufar- aldurinn ætti eftir að ná toppnum og vonandi rættist spá um að honum yrði náð í fyrri hluta apríl. Hann sagði að í ljósi mikils álags á Land- spítalann, einkum gjörgæsludeildir, teldi hann að það væri óhjákvæmi- legt að halda áfram þeim aðgerðum og samkomubanni sem hefðu verið í gangi undanfarið. Enduskoðað seinni part apríl „Því mun ég leggja það til í dag við heilbrigðisráðherra að við munum halda áfram með þær aðgerðir, þau samkomubönn, sem hafa verið í gildi og áttu að gilda til 13. apríl, að þau muni áfram gilda út aprílmánuð. Seinni partinn í apríl verði þá endur- skoðað hvað við munum gera,“ sagði Þórólfur í gær. Hann tók fram að að- gerðirnar væru í sífelldri endurskoð- un og yrðu áfram í ljósi faraldursins, þ.e. hvort það þyrfti að herða þær eða hugsanlega slaka á þeim. „Ég á ekki von á því að það verði gert fyrr en eftir aprílmánuð og þá verður það kynnt nánar þegar þar að kemur hvernig það verður gert, í hversu mörgum skrefum og hvað það muni taka langan tíma.“ Þórólfur sagði að nú reyndi virki- lega á úthaldið og samstöðuna. „Því skora ég á alla að standa saman um þær aðgerðir sem eru í gangi þannig að okkur takist sem best að hindra framgang þessarar sýkingar. Það er mikilvægt að við höldum þær leið- beiningar sem gilda um hreinlæti, sýkingavarnir, fjarlægðarmörk og samkomutakmarkanir. Mikilvægt að fara í rannsókn Og sérstaklega vil ég leggja áherslu á þær leiðbeiningar sem við höfum gefið út varðandi viðkvæma hópa. Það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að standa vörð um það. Og það er mjög mikilvægt að þeir einstaklingar sem eru eitthvað veikir, með öndunarfærasýkingu, kvef, hita og hósta, að þeir loki sig af, fari ekki innan um fólk, fari ekki inn- an um viðkvæma hópa, geri vart við sig svo það sé hægt að taka frá þeim sýni og rannsaka,“ sagði sóttvarna- læknir. Hann tók ennfremur fram að veiran mundi ekki virða frídaga eða páskana. Því væri mikilvægt að halda áfram með þessar aðgerðir. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi sýnatöku hjá einstaklingum sem uppfylltu skilyrði fyrir sýnatökur. Og benti um leið á sýntökur hjá Ís- lenskri erfðagreiningu sem væru að fara af stað með slembiúrtaksrann- sókn til að kanna raunverulega dreif- ingu á veirunni í samfélaginu. Hann hvatti fólk til að taka þátt í rann- sókninni, sem mundi gefa góða inn- sýn varðandi næstu skref. Auk Þórólfs tóku þátt í fundinum í gær þau Alma D. Möller landlæknir, Páll Matthíasson, forstjóri Landspít- alans, Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, og Víðir Reyn- isson yfirlögregluþjónn. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 32 1.609 Útlönd 0 0 Austurland 5 171 Höfuðborgarsvæði 918 3.951 Suðurnes 54 378 Norðurland vestra 29 146 Norðurland eystra 34 375 Suðurland 118 767 Vestfirðir 6 151 Vesturland 24 274 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Erlendis Óþekktur 19.516 sýni hafa verið tekin 236 einstaklingar hafa náð bata 7.735 hafa lokið sóttkví 41 er á sjúkrahúsi 2 einstaklingar eru látnir 12 á gjör-gæslu 982 manns eru í einangrun Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar Upplýsingar eru fengnar af covid.is og landspitali.is 1.220 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 7.822 manns eru í sóttkví 1.220 28. 29. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 66% 9% 25% 1.200 1.000 800 600 400 200 Samkomubann líklega út apríl  Kórónuveirufaraldurinn á eftir að ná toppnum  Mikið álag á Landspítalanum, einkum á gjörgæslu  Aðgerðir eru stöðugt í endurskoðun  Nú reynir á úthaldið og samstöðuna  Veiran tekur ekki frí Ljósmynd/Lögreglan Upplýsingafundur Sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í gær að samkomubann yrði framlengt. Algengt er um þessar mundir að að- standendur fresti útförum ástvina sinna, enda eru jarðneskar leifar þeirra brenndar og svo stefnt á útför eða minningarathöfn þegar sam- komubanni vegna kórónuveirunnar lýkur. Þetta segir Þórsteinn Ragn- arsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Sömu- leiðis færist líkbrennsla í vöxt og er nú viðhöfð hjá yfir helmingi látinna á höfuðborgarsvæðinu. „Að fara eftir reglunum um samkomubann hefur ekki verið neitt vandamál hér í Fossvogskirkju. Margir vilja þó halda útför sam- kvæmt gamalli hefð og velja því lík- brennslu og halda minningarathöfn þegar slíkt verður leyft að nýju. Aðr- ir kjósa jarðarför með hefðbundum hætti sem fram fer í kyrrþey, en ætla síðan þegar aðstæður leyfa að vera með athöfn þar sem mynd af hinum látna er hugsanlega höfð uppi eða eitthvað slíkt,“ segir Þórsteinn. Í mars síðastliðnum voru útfarir á starfssvæði Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæma, sem spannar höfuðborgina, Kópavog og Seltjarn- arnes, alls 180 talsins en voru 204 í sama mánuði í fyrra. Yfirleitt er fjöldi útfara í hverjum mánuði svip- aður, en fækkunin nú frá síðasta ári gæti, að sögn Þórsteins, helgast af því að allmörgum útförum hefur ver- ið frestað vegna aðstæðna í sam- félaginu. Á sjúkrahúsum eru heimsóknir aðstandenda til sjúklinga háðar samráði við hjúkrunarfræðinga á vakt. Eru leyfðar í sérstökum til- vikum svo sem þegar fólk er á bana- beði. Við þær aðstæður eru fundnar lausnir í samræmi við aðstæður. „Lífið er allt ein stór málamiðlun, er stundum sagt, og fólk er viljugt að taka tillit til óvenjulegra aðstæðna,“ segir Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur. sbs@mbl.is Líkbrennsla og útför eftir samkomubannið  Lífið er málamiðlun, segir prestur Morgunblaðið/Kristinn Kirkjugarðar Margir hafa frestað útförum vegna aðstæðna nú. Enginn sem hefur farið í öndunarvél á Landspít- alanum eftir að hafa smitast af kórónuveirunni hefur losnað úr henni. Þetta sagði Páll Matthías- son, forstjóri Landspítalans, á blaðamannafundi í gær. Alls voru ellefu manns með covid- 19 í öndunarvél. Hann sagðist ekki geta svarað því hversu lengi sá sem hefur lengst verið í önd- unarvél hefði verið þar. „Þegar fólk fær lungnabólgu tengda covid-sýkingu þá er hún ansi alvarleg,“ sagði hann og nefndi að langvinna öndunar- vélameðferð þyrfti við slíkar að- stæður. Alma Möller landlæknir sagði að tölur að utan sýndu að fólk sem færi í öndunarvél með lungnabólgu þyrfti að vera þar að jafnaði í eina til þrjár vikur. freyr@mbl.is Ellefu eru í öndunarvél KÓRÓNUVEIRUSMITAÐIR Páll Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.