Morgunblaðið - 02.04.2020, Side 30

Morgunblaðið - 02.04.2020, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is Það var vetrarríki hvarvetna og fáir á ferli þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari skrapp út á land nýverið. Ferðalagið var ef til vill ekki svo ólíkt því þegar Palli var einn í heiminum og greint er frá í vinsælli barna- bók. Varla sást bíll á gjörvöllum hringveginum. Hér og þar mátti sjá einn og einn mann á ferli og var engin hætta á að fjarlægðarmörk væru ekki virt. Kona ein var að viðra hundinn sinn uppi við Kjósarskarðsveg og naut víðáttunnar sem teygði sig svo langt sem augað eygði. Karl var að skokka niðri í Hvalfirði og hafði all- an þjóðveginn út af fyrir sig. Norður í Húnaþingi var myndarlegt hrossastóð í girðingu og naut útiverunnar, enda hafði það nóg hey að éta. Stóðið hafði augljóslega ekki heyrt af tilmælum heilbrigðisyfirvalda. Hestarnir stóðu þétt og miklu minna en tveir metrar á milli margra þegar þeir virtu komumann fyrir sér. Af svipnum má ráða að þeir hafi ekkert skilið í því hvað hann var að vilja. Raunar þurfa blessuð húsdýrin ekki að hafa sömu áhyggjur af kór- ónuveirunni og mannfólkið sem hún leggst á og því miður stundum með alvarlegum afleiðingum. Í því sam- bandi er allur varinn góður og eins gott að læra að njóta einveru og sé hennar ekki kostur að halda sig þá í öruggri fjarlægð frá næsta manni og mönnum. Veturinn virðist ekki ætla að sleppa takinu á landinu okkar næstu dagana. Spáð er norðlægum áttum, kulda og snjókomu eða éljum víða um land. Við getum þó huggað okkur við það að daginn lengir sífellt og sum- arið mun koma þegar því þóknast. gudni@mbl.is Morgunblaðið/RAX Eins og þegar Palli var einn í heiminum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.