Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 62
KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Ég hef aðeins leitt hugann að því, undanfarin ár, að láta staðar numið og kalla þetta gott. Ég finn það núna að á meðan ég er ekki tilbúin að eyða öllum þeim tíma sem ég þarf í körfu- boltann þá er kannski kominn tími til þess að hætta þessu og það varð að lokum niðurstaðan,“ sagði körfu- knattleikskonan Gunnhildur Gunn- arsdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnhildur, sem verður þrítug í ágúst, ákvað að leggja skóna á hill- una í gær eftir afar farsælan fimm- tán ára feril með Snæfelli, Haukum og íslenska landsliðinu. Hún varð tvívegis Íslandsmeistari með Snæ- felli, 2015 og 2016, og tvívegis bik- armeistari, einu sinni með Snæfelli, 2016, og einu sinni með Haukum, 2014. Gunnhildur á að baki 36 A- landsleiki og þá var hún valin körfu- knattleikskona ársins 2016. „Sonur minn er orðinn tveggja og hálfs árs og ég sneri í raun aftur á völlinn eftir barnsburð í ársbyrjun 2018. Mér fannst í raun bara komið að ákveðnum tímapunkti hjá mér að fara eyða meiri tíma með fjölskyld- unni. Maður hefur verið minntur á það síðastliðnar vikur hvað er mik- ilvægast í þessu lífi. Í fimmtán ár hefur maður skipulagt tímann sinn út frá körfuboltanum og verður það ágætis tilbreyting að geta skiplagt sinn eigin frítíma sjálfur í fyrsta sinn í langan tíma.“ Varð snemma leiðtogi Gunnhildur hóf ferilinn með upp- eldisfélagi sínu Snæfelli árið 2005, þá fimmtán ára gömul. Hún lék með liðinu til ársins 2010 þegar hún ákvað að söðla um og samdi við Hauka í Hafnarfirði. Hún lék með Haukum til ársins 2014 þegar hún ákvað að snúa aftur á heimaslóðir og semja við uppeldisfélag sitt á nýjan leik en hún hefur verið fyrirliði liðs- ins undanfarin ár. „Fyrstu árin mín í Snæfelli var þetta ákveðið bras og við vorum allt- af að berjast við botninn, þótt við hefðum aldrei fallið um deild. Á þessum tíma lærði maður að verða ákveðinn leiðtogi, bæði innan og ut- an vallar. Það gerði mér svo mjög gott að fara í Hauka þar sem ég þurfti í raun bara að sanna mig upp á nýtt. Ég þurfti að vinna mér inn mitt sæti í liðinu. Við urðum svo bik- armeistarar 2014 eftir sigur á Snæ- felli í úrslitum bikarkeppninnar sem var geggjað en á sama tíma var það líka skrítin tilfinning. Að sama skapi var svo gríðarlega svekkjandi að tapa fyrir Snæfelli í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn árið 2014. Að verða Íslandsmeistari er sérstök tilfinning sætasti sigurinn var klárlega vorið 2016 þegar að við unnum Hauka á Ásvöllum í fimmta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn að viðstöddum 1.600 stuðnings- mönnum.“ Ára yfir liðinu Gunnhildur spilaði í mörgum frá- bærum liðum á sínum ferli en hún viðurkennir að Snæfellsliðið 2016, sem varð bæði Íslands- og bikar- meistari, hafi verið með þeim betri sem hún spilaði með. „Ég spilaði með mörgum frábær- um leikmönnum á ferlinum og í mörgum frábærum liðum. Það er hins vegar erfitt að horfa fram hjá Snæfellsliðinu 2016 sem vann tvö- falt. Við vorum með mjög góða blöndu af ungum og reynslulitlum sem og eldri og reyndari leik- mönnum í liðinu. Þetta var blanda sem virkaði frábærlega saman og svo vorum við auðvitað með geggj- aðan útlending í Haiden Palmer. Stemningin var algjörlega frábær út allt tímabilið. Ég kom aftur til baka fyrir tímabilið 2014-15 en árið 2016 voru Snæfellsstelpurnar að vinna sinn þiðja titil í röð og það var ákveð- in ára yfir liðinu á þessum árum. Þegar allt kemur til alls þá hefur hins vegar hvert einasta tímabil sinn sjarma og ég hef aldrei pælt eitthvað sérstaklega í því hvaða tímabil hafi staðið upp úr á mínum ferli. Þegar ég horfi til baka var það var mikil upplifun að vera 18 ára og spila í fyrsta sinn í úrvalsdeild og vera svo allt í einu orðin 29 ára. Deildin hefur bara orðið betri í gegnum árin og gæðamunurinn hefur aukist jafnt og þétt frá því að ég byrjaði að spila fyrst.“ Gengið upp og niður Í Stykkishólmi búa rúmlega 1.200 manns en þrátt fyrir það hefur Snæ- felli tekist að halda úti einu besta kvennaliði landsins í körfuboltanum, undanfarinn áratug. „Ég held að klúbburinn hafi náð að gera virkilega vel í að halda úti kvennaliði án þess að falla niður um deild. Gengið hefur verið upp og nið- ur en það er bara eins og það er. Við toppuðum í kringum 2016 en eftir það höfum við verið um miðja deild. Þegar við fáum ekki tíu nýjar stelp- ar upp úr yngri flokkunum á hverju ári þá er eðlilegt að við séum ekki að toppa á hverju ári. Í heild hefur Snæfell gert frábærlega í kvenna- körfunni og þeir leikmenn sem hafa komið hingað og spilað fyrir félagið, þeim líður alltaf eins og þeir séu heima hjá sér. Körfuboltinn er ennþá stærsta íþróttagreinin í Stykkishólminum en við erum ekki með nema 150 krakka í grunnskólanum í Hólminum. Það koma því ekki margir upp úr hverj- um árgangi sem eru tilbúnir að leggja á sig þá vinnu sem þarf en það er alltaf einn og einn. Við þurfum því að passa að halda vel utan um þessa krakka og gera eins vel og við getum í að sjá til þess að þau hafi allt sem til þarf til þess að ná árangri í körf- unni,“ sagði Gunnhildur í samtali við Morgunblaðið. Minnt á síðustu vikur hvað sé mikilvægast í lífinu  Gunnhildur Gunnarsdóttir er hætt eftir fimmtán ára farsælan feril  Hvert einasta tímabil sem hún upplifði í körfuboltanum var einstakt Morgunblaðið/Árni Sæberg Stykkishólmur Gunnhildur Gunnarsdóttir kom mikið við sögu í sigursælu liði Snæfells. 62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 2. apríl 1960 Morgunblaðið segir frá því að landsliðið í fótbolta muni æfa síðdegis á Mela- velli og Há- skólavelli. Þrír nýir menn hafi verið boðaðir, Ragnar Jóhanns- son úr Fram og Helgi Hannesson og Helgi Björgvinsson frá Akranesi. Hinsvegar hafi Helgi Jónsson og Gunnar Guðmanns- son úr KR boðað forföll vegna anna. 2. apríl 1967 Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik sigrar Dani, 61:51, í vináttulandsleik í Laugardalshöll. Þetta er fyrsti heimaleikur Íslands gegn Norðurlandaþjóð en fjórði sig- urinn á Dönum í röð. Nýliðinn Þórir Magnússon skorar 14 stig fyrir íslenska liðið og Kristinn Stefánsson 10. 2. apríl 1978 Hin þrettán ára gamla Kristín Magnúsdóttir er óvæntur Ís- landsmeistari kvenna í einliða- leik í badminton. Í úrslita- leiknum vinnur hún Lovísu Sigurðardóttur sem hafði verið Íslandsmeistari samfleytt frá árinu 1961. Jóhann Kjart- ansson, átján ára gamall, er Ís- landsmeistari karla í einliða- leik í fyrsta sinn og er þrefaldur meistari á mótinu. Hann vinnur Sigfús Ægi Árna- son í úrslitaleiknum. 2. apríl 1989 KA vinnur sinn fyrsta Íslands- meistaratitil í meistaraflokki í flokkaíþrótt þegar karlalið fé- lagsins í blaki vinnur Íþrótta- félag Stúdenta, 3:2, í úrslitaleik í íþróttahöllinni á Akureyri. „Sumir hafa sagt okkur hafa verið heppna í leikjum okkar í vetur en ég er því alfarið ósam- mála,“ segir Haukur Valtýsson fyrirliði KA í samtali við Morg- unblaðið eftir sigurinn. 2. apríl 1995 Guðni Bergsson spilar fyrstur íslenskra knattspyrnumanna úrslitaleik á Wembley- leikvanginum í London. Guðni, sem er nýkom- inn til liðs við Bolton, kemur inn á sem vara- maður í úrslitaleik deildabik- arsins gegn Liverpool og legg- ur upp mark með sinni fyrstu snertingu í leiknum. Liverpool vinnur þó leikinn, 2:1. 2. apríl 1997 Íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik sigrar Kínverja, 27:24, í vináttulandsleik sem fram fer á Ísafirði. Patrekur Jóhannesson skorar 7 mörk fyrir Ísland og Júlíus Jónasson 6. 2. apríl 2014 „Það kom aldrei til greina að hætta. Ég var alltaf með það í huga að koma aftur til baka. Ég stefndi ekk- ert á að gera það of fljótt, enda var ég ekki í kapp- hlaupi við að ná neinu af síðasta tímabili,“ segir Guðný Björk Óðinsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, við Morgunblaðið en hún er byrjuð að æfa á ný með Kristianstad eftir að hafa slitið krossband í hné í fjórða skipti á ferlinum. Á ÞESSUM DEGI Handknattleiksdeild ÍR hefur selt Hafþór Vignisson, leikmann úrvals- deildarliðs félagsins, til Stjörn- unnar. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson formaður deildarinnar í þættinum Sportið á Stöð2 sport í gær. Hafþór, sem er örvhent skytta, hefur verið algjör lyk- ilmaður hjá ÍR í vetur. Hann hefur skorað 103 mörk og gefið 77 stoð- sendingar í úrvalsdeildinni á yf- irstandandi keppnistímabili en hann kom til félagsins frá Akureyri síðasta sumar. Þar með fara minnst fjórir leikmenn frá ÍR í sumar. Selja Hafþór til Stjörnunnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Öflugur Hafþór Már Vignisson hefur verið í stóru hlutverki hjá ÍR. Forráðamenn Wimbledon- tennismótsins sem haldið er árlega í London tilkynntu í gær að mót ársins 2020 hefði verið slegið af vegna kórónuveirunnar. Wimble- don-mótið, elsta og eitt þekktasta tennismót heims, átti að hefjast 29. júní í 134. skipti en það fór fyrst fram árið 1877 í London. Það er eina stórmótið í íþróttinni sem enn er leikið á grasvöllum. Þetta er í fyrsta skipti síðan í síðari heims- styrjöldinni á árunum 1940 til 1945 sem ekki er hægt að halda Wimble- don-mótið. Ekki hægt að halda 134. mótið AFP Wimbledon Simona Halep sigraði í einliðaleik kvenna í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.