Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 65
MENNING 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið
Bubbi Morthens var beðinn að
mæla með listaverkum sem hægt
er að njóta innan veggja heimilisins
í samkomubanninu.
„Ég hvet alla til að lesa Sextíu
kíló af sólskini eftir Hallgrím
Helgason um upphaf síldveiða á Ís-
landi. Þetta er mikil örlagasaga og
ótrúlega margslungin bók sem er
skrifuð af slíku listfengi og anda-
gift að fáu er til að jafna. Kannski
er þetta ein af bestu bókum sem
hafa verið skrifaðar á Íslandi,“ seg-
ir Bubbi og bendir á að bókin sé
einnig aðgengileg sem hljóðbók.
„Þar sem Hallgrímur les eins og
enginn sé morgundagurinn. Hann
er með slíka náðargáfu líka sem
upplesari. Það getur tvöfaldað
ánægju og gleði þeirra sem vilja
njóta.
Til að hafa sem forrétt legg ég til
að fólk lesi ljóð Hannesar Péturs-
sonar skálds án þess að þrengja
mig við eina tiltekna bók. Sjálfur er
ég að lesa ljóðasafn hans. Hann er
klárlega eitt af höfuðskáldum ís-
lenskrar ljóðlistar sem ungt fólk
ætti ekki að láta framhjá sér fara.
Ég held að enginn verði svikinn af
því að lesa nokkur ljóð eftir Hann-
es Pétursson áður en hann dembir
sér í djúpu laugina með Hallgrími
Helgasyni.
Í eftirrétt hvet ég fólk til að lesa
ljóð eftir Fríðu Ísberg til að fá nýja
sýn á höfuð sitt. Þessi stelpa er
algjör galdur. Hún er fersk og
frumleg og býður upp á óvæntar
myndir,“ segir Bubbi og tekur
fram að Fríða sé í senn hvunndags
og upphafin í skrifum sínum.
„Afsakanir með Auði er skyldu-
hlustun fyrir alla sem eru komnir á
þann stað að þeir halda að unga
fólkið hafi ekkert fram að færa.
Auður er boðberi nýrra tíma í ís-
lenskri dægurtónlist. Hann er
frumlegur, djúpur, skáldmæltur og
líka óhræddur við að opna tilfinn-
ingalíf sitt og hjarta. Það þarf
kjark og heiðarleika til að syngja
um það sem hann er að syngja. En
það þarf líka skáldlega gáfu til að
geta gert það eins og hann gerir
það. Þessi plata er eitt af undr-
unum í íslensku tónlistarlífi. Hann
ber höfuð og herðar yfir sam-
tímamenn og -konur.
Hins vegar er annar listamaður
sem mig langar líka að nefna og
það er GDRN, því nýja platan
hennar er alveg geggjuð. Hún
syngur á íslensku og fyrir vikið er
hún að sýna allt aðra dýpt og öðru-
vísi speglun en í fyrra efni sínu.
Þessir tveir íslensku tónlistarmenn
auðga líf okkar, stytta okkur
stundir og gleðja okkur á tímum
veirunnar.“
Bubbi hvetur alla til að horfa á
kvikmyndina The Producers frá
1967 í leikstjórn Mels Brooks.
„Þetta er mynd fyrir þá sem vilja
hlæja, en um leið er grínið hár-
beitt,“ segir Bubbi og bendir á að
Brooks hafi fundið að besta leiðin
til að takast á við reiðina út í
Þýskaland nasismans, sem kostaði
nána ættingja hans lífið í útrýming-
arbúðum, hafi verið að gera grín
að Hitler. „Svo myndi ég taka
Chaplin-kvöld með fjölskyldunni.
Hann er einn magnaðasti listamað-
ur sögunnar – kannski sá stærsti
innan kvikmyndalistarinnar.
Að lokum langar mig að nefna
myndlistina. Þá ætla ég að leyfa
mér að benda fólki á Tolla bróður,
en skoða má málverk hans á net-
inu. Síðan er annar listamaður sem
ég tel vera mesta myndlistarmann
allra tíma sem er Paul Gauguin,“
segir Bubbi og mælir með skálduðu
ævisögunni um Gauguin sem nefn-
ist Tunglið og tíeyringurinn eftir
William Somerset Maugham.
„Gauguin var verðbréfasali sem
ákvað um fertugt að gerast málari
og yfirgaf þá fjölskyldu sína. Hann
er andsetinn, svo góður er hann. Í
metoo-byltingunni hefur hann
fengið á kjaftinn fyrir ungu stelp-
urnar á Tahítí. Það er alveg skilj-
anlegt því í dag sjáum við þetta
með þeim augum, en gleraugun
voru öðruvísi þegar hann var á Ta-
hítí að mála,“ segir Bubbi og tekur
fram að þegar hann sé að skrifa og
þurfi að hvíla sig inn á milli skoði
hann myndir Gauguins á netinu.
„Enda er þetta algjört undur.“
Mælt með í samkomubanni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gleði Bubbi Morthens gleður landsmenn í samkomubanninu með vikuleg-
um tónleikum sínum á Stóra sviði Borgarleikhússins á föstudögum kl. 12.
Afsakanir, sólskin,
hlátur og undur
Grátbroslegur Charles Chaplin í
hlutverki sínu sem flækingurinn.
Hallgrímur
Helgason
Fríða
Ísberg
Auður GDRN
mjög lítið úr sér. Það er ýmist of eða
van, svona eins og hjá svo mörgum,
en veldur engum óþægindum.
Þetta er samtímasaga og drepið
er á helstu mál í þjóðfélaginu sam-
fara upprifjun á ævi Atla Jóns.
Fíkniefnaheimurinn og það sem
honum tengist er áberandi. Stjórn-
málamenn fá orð í eyra og látið að
nýju hruni liggja með réttu hugar-
fari. Gagnrýni í bókum rithöfunda á
borgaryfirvöld vegna skipulagsmála
hefur vakið athygli og Ingvi Þór
heggur í sama knérunn. Betur sjá
augu en auga. „Hvernig verður þessi
miðbær þegar ferðamennirnir nenna
ekki lengur að koma hingað?“ (bls.
79).
Tónlistin er sem rauður þráður í
Vandamál er fyrsta orðiðsem kemur upp í huganneftir að hafa lesið glæpa-söguna Stigið á strik eftir
Ingva þór Kormáksson.
Eftir að lík finnst í rotþró við
sumarbúsað í Biskupstungum hefst
frásögn Atla Jóns, helstu persónu
sögunnar. Hann á í erfiðleikum við
drauga fortíð-
arinnar sem
tengjast tónlist
og óreglu, kemur
fram eins og
hann sé sár yfir
því að hafa misst
af lestinni í tón-
listinni, sem hann
virðist samt
þekkja býsna vel.
Engu að síður er það tónlistin, sem
kemur honum á sporið og þrátt fyrir
hindranir af ýmsu tagi á hann henni
margt að þakka. Hún er enda eilíf
eins og Eilífur.
Bókin er þægileg aflestrar. Það er
eins og maður sitji með Atla Jóni og
hlusti á frásögn hans. Miðaldra mað-
urinn sér sjálfan sig stundum í skær-
ara ljósi en hann á innistæðu fyrir,
en svo á hann það líka til að gera
bókinni og er greinilegt að höfundur
er þar á heimavelli, en hætt er við að
nákvæmar lýsingar á máli hennar
fari fyrir neðan garð og ofan hjá Jóni
og Gunna. Hún er samt mikilvæg í
sögunni sem slík enda strengir
Hörpu órannsakanlegir.
Stigið á strik er ágætlega upp-
byggð, en persónur eru helst til of
margar og húmorinn missir stund-
um marks. Nótur verða að lagi og
eftir því sem málið verður „heitara“
fyrir þá sem hlut eiga að máli æsist
leikurinn. Áður en yfir lýkur hefur
Atli Jón, „kennarablókin sem þykist
vera sérfræðingur í músík“, kynnst
vegferð ofurmanna af eigin raun.
Það er eiginlega of mikið af hinu
góða.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Höfundurinn „Þetta er samtímasaga og drepið er á helstu mál í þjóðfélag-
inu,“ segir rýnir um „þægilega“ glæpasögu Ingva Þórs Kormákssonar.
Í draumi ofurmanna
Glæpasaga
Stigið á strik bbbnn
Eftir Ingva Þór Kormáksson.
Sæmundur 2020. Kilja, 290 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
Gelísprautun
Greiddu fyrir meðferð í dag og nýttu þér tilboðið hjá okkur.
Bókaðu og nýttu meðferðina þegar hentar þér best!
Gefur náttúrulega fyllingu
• Grynnkar línur og hrukkur
• Eykur kollagenframleiðslu
APRÍL
TILBOÐ
30%
afsláttur
Hverri vinsælu listahátíðinni af
annarri sem halda átti í vor eða
sumar úti um löndin er frestað eða
aflýst þessa dagana. Katharina
Wagner, afkomandi tónskáldins
kunna, tilkynnti á þriðjudag að
hinni árlegu Bayreuth-óperuhátíð,
þar sem unnendur ópera Wagners
safnast saman ár hvert til að upp-
lifa þær í nýjum uppfærslum, væri
aflýst að þessu sinni. Ákvörðunin
hefði verið tekin í sameiningu af
eigendum hátíðarinnar, sem væru
fylkið Bayern, bærinn Bayreuth og
félag vina óperuhátíðarinnar.
Þá var tilkynnt í gær að öllum
hinum fimm vinsælu listahátíðum
sem haldnar hafa verið í Edinborg í
Skotlandi ár hvert sé líka aflýst að
þessu sinni.
„Í fyrsta skipti í sögu hinna fimm
alþjóðlegu listahátíða í Edinborg,
þar á meðal Fringe-hátíðarinnar,
hefur þeim verið frestað vegna kór-
ónuveirunnar,“ segir í yfirlýsingu
frá skipuleggjendum.
Listahátíðum aflýst
AP
Í Bayreuth Wagner-óperuhátíðinni
frægu hefur verið aflýst í ár.