Morgunblaðið - 09.04.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.04.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020 Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð við myglu-gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 18.890 Verð kr. 49.920 Verð kr. 35.850Verð kr.15.960 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ennþá bið eftir betri tíð  Meinlaust veður um páskana en allt í rétta átt  Hlýindi í kortunum eftir helgi Veðrið um páskana verður mein- laust miðað við það sem hefur ver- ið hingað til á þessu ári, en þó engin bongóblíða. Vorið er því ekki alveg komið ennþá en það er rétt að byrja. „Þetta er svona allt í rétta átt,“ segir Haraldur Eiríks- son, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Morgun- blaðið um páskaveðrið í ár. Ágætisveður verður víða um land í dag, hægur vindur og búast má við sól á Norðurlandi en úr- komu á Suðvesturlandi. Það verð- ur frekar svalt og hitinn á bilinu 0 til 7 gráður, en í kvöld verður hit- inn um frostmark um allt land. Veik lægð er væntanleg upp að Suðvesturlandi á morgun með austanstrekkingi og rigningu eða slyddu á Suður- og Vesturlandi. Áfram verður bjart og hægari vindur á Norður- og Austurlandi. Um helgina snýst þetta við að einhverju leyti þegar það byrjar að rofa til á Suður- og Suðvestur- landi en fyrir norðan má búast við éljum um kvöldið. Hæglætisveður er svo í kortunum á sjálfan páska- dag en fremur svalt og skýjað með köflum. Það er svo von á aðeins betri tíð eftir helgi, á mánudag og þriðju- dag, með hlýindum og búast má við vorblíðu á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýindunum fylgir þó rigning á Suður- og Vesturlandi. thor@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Starrar á flugi Veik lægð er væntanleg upp að Suðvesturlandi á morgun. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Mánuðum saman hafði gamalt slökkvibílshræ staðið á akbraut í Skógarhlíð í Reykjavík, eða þar til í gærkvöldi að bíllinn var skyndilega fjarlægður. Allt í kringum bíl- inn voru skilti sem gáfu til kynna að þar væri bannað að leggja ökutækjum. Hafði Morgunblaðið heimildir fyrir því að íbúar í hverfinu hefðu margsinnis kvartað undan bílhræinu við Reykjavíkurborg. Guðjón Ingi Eggertsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur, sagðist í samtali við blaðið um miðjan dag í gær kannast við bílinn og að um væri að ræða „vandamál“ sem flakkað hefði á milli borgarhluta, en bíllinn hafði einnig staðið í borgarlandi í Grafarvogi öllum til ama þar. Aðspurður sagðist Guðjón Ingi ekki vita hver væri skráður eigandi að ökutækinu enda búið að fjarlægja númeraplötur fyrir löngu. Yrði hræið fjarlægt af verk- taka á vegum Reykjavíkurborgar sagði Guðjón Ingi þá vel hægt að rekja verksmiðjunúmer bílsins. Spurður hvers vegna bílnum væri leyft að standa á merktu bannsvæði mánuðum saman svaraði hann: „Við erum búin að líma nokkrum sinnum viðvörun á þennan bíl og skrá inn í gagnagrunn hjá verktaka sem sér um að fjarlægja númerslaus ökutæki fyrir okkur. Ég veit ekki af hverju þeir hafa ekki fjarlægt hann en mig grunar að þeir eigi erfitt með að fjarlægja svona stóran bíl.“ Í gærkvöldi var svo bíllinn farinn, sem fyrr segir. Látinn standa á bannsvæði  Bílhræ fjarlægt eftir fyrir- spurn Morgunblaðsins Morgunblaðið/Kristján Sóðaskapur Þessi bíll var lengi íbúum í Hlíðum til ama. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar andlát karl- manns á þrítugsaldri sem fannst mikið slasaður við fjölbýlishús í mið- borg Reykjavíkur á þriðjudags- morgun. Þetta staðfesti Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í sam- tali við mbl.is í gær. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans þar sem hann lést af sárum sínum um miðjan þriðjudag. Talið er að maðurinn hafi fallið fram af húsinu og snýr rannsókn lögreglunnar meðal annars að því með hvaða hætti það varð. Lögregla mun yfirheyra vitni og kanna hvort eftirlitsmyndavélar hafi fest atvikið á upptöku. Enn sem komið er bendir ekkert til þess að fall mannsins hafi borið að með sak- næmum hætti. Áfram í gæsluvarðhaldi vegna andláts eiginkonu sinnar Gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri vegna andláts eigin- konu hans á heimili þeirra var í gær framlengt til 15. apríl. Maðurinn hef- ur setið í gæsluvarðhaldi frá 2. apríl, eða síðan krufning á líki konunnar leiddi í ljós að líklegt væri að andlát- ið hefði borið að með saknæmum hætti. Konan lést 28. mars á heimili hjónanna í Sandgerði. Lést eftir fall af fjöl- býlishúsi  Lögregla rann- sakar tildrög fallsins Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 11. apríl. Frétta- þjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á net- fangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónusta er opin í dag, skírdag, frá kl. 8-12. Lokað verður föstudaginn langa en opið á laugardaginn frá kl. 8-12. Símanúmer áskrif- endaþjónustunnar er 569-1122 og netfangið askrift@mbl.is. Bóka má dánartilkynningar á mbl.is. Minningargreinar vegna útfara þriðjudaginn 14. apríl og miðvikudaginn 15. apríl þurfa að hafa borist blaðinu eigi síðar en á hádegi á páskadag, 12. apríl. Fréttaþjónusta mbl.is um páskana Síðdegisumferðin á höfuðborgarsvæðinu var þyngri í gær en verið hafði síðustu dagana þar áður. „Lögreglan ætlar að vera mjög sýnileg við þjóðvegi á leiðinni út úr bænum á morgun þannig að fólk viti að við séum að fylgjast með,“ sagði Árni Friðleifsson, aðal- varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Árni sagðist gera ráð fyrir að um- ferðin myndi þyngjast að einhverju leyti í dag, en vonaði að það yrði þó ekki meira en nauðsyn bæri til. Síðdegisumferðin tók að þyngjast í gær Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.