Morgunblaðið - 09.04.2020, Page 11

Morgunblaðið - 09.04.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Óvenjusnjóþungur vetur er farinn að setja mark sitt á íbúa á Akureyri sem flestum þykir nóg komið. Tveir síðustu vetur eiga það sameiginlegt að mikið hefur snjóað, þeir lenda í fjórða og fimmta sæti frá upphafi mælinga á snjódýpt við Lögreglu- stöðina á Akureyri. Þær mælingar hófust árið 1967. Kostnaður við snjómokstur hefur komið illa við bæjarsjóðinn og líkast til hefur sjaldan ef nokkurn tíma ver- ið varið meira fé í að moka snjó en síðustu misseri. Fyrstu mánuðir þessa árs benda til að upphæðin verði einnig mikil í ár. Íþyngjandi snjómokstur „Víst er að fyrri hluti þessa árs mun verða með þeim dýrari hvað snjómokstur varðar, þó ekki séu öll kurl komin til grafar,“ segir Dan Jens Brynjarsson, sviðstjóri fjár- málasviðs Akureyrarbæjar. Verktakar eru að senda inn reikn- inga fyrir mokstur í nýliðnum mars- mánuði og verður væntanlega ljóst eftir páska hver heildarkostnaður verður. Akureyrarbær hefur sótt um við- bótarframlag úr Jöfnunarsjóði vegna íþyngjandi snjómoksturs í bænum árin 2019 og það sem af er ári 2020. Fram kemur í bréfi Ásthild- ar Sturludóttur bæjarstjóra að liðnir tveir vetur hafi verið mjög snjóþung- ir á Norðurlandi og Akureyrarbær ekki farið varhluta af því. Snjóþung- inn hafi í för með sér mikinn kostn- aður vegna snjómoksturs og hálkuv- arna í bænum. Á síðasta ári hafi meiri fjármunum en nokkru sinni fyrr verið varið til þessara verkefna, 225 milljónum króna. Kostnaður hafi einnig verið mikill það sem af er þessu ári, fyrstu tvo mánuði þess er hann þegar orð- inn um 84 milljónir króna. Ljóst sé að sama gildi um marsmánuði, hann verði einnig þungur. Fyrstu daga apríl mánaðar hafa snjómoksturstæki enn og aftur verið á ferðinni um götur bæjarins. Enda af nógu að taka ennþá. Það er því ljóst að eitthvað bætist við snjó- mokstursreikninginn. Íþyngjandi snjómokstur tvo vetur í röð  Akureyrarbær sækir um viðbót- arframlag úr Jöfnunarsjóði Morgunblaðið/Margrét Þóra Snjómokstur Akureyrarbær hefur varið miklum fjármunum í snjómokstur í vetur. Hér er snjó mokað út í sjó á Oddeyrarbryggjunni í vikunni. Mokið meiri snjó » Kostnaður Akureyrarbæjar af snjómokstri er um 84 millj- ónir króna í ár. » Kostnaðurinn á síðasta ári var 225 milljónir króna. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigríður Einarsdóttir verður 100 ára á morgun, föstudaginn langa. Hún býr við gott atlæti og er við bærilega heilsu á Sólvöllum á Eyr- arbakka, að sögn Þorsteins Ólafs- sonar, systursonar hennar. „Minni hennar er gott,“ segir hann. Sigríður fæddist á Skúfslæk í Flóa 10. apríl 1920 og er elst fjög- urra systkina. Ári seinna, í apríl 2021, fæddust tvíburarnir Guðbjörg og Guðrún og í nóvember 1922 fæddist Sveinn, bróðir þeirra. Þá voru þau flutt að Syðri-Gróf í sömu sveit. Foreldrar Sigríðar, Sesselja Loftsdóttir frá Steinsholti í Gnúp- verjahreppi og Einar Sveinsson frá Ásum í sömu sveit, gerðust síðar ráðsmenn í Brúnavallakoti á Skeiðum. Sigríður gekk í skóla í Brautar- holti á Skeiðum. Þorsteinn segir að hún minnist gönguferðanna í skól- ann, sem oft voru ekki auðveldar á snjóþungum vetrum, og Gríms- vatnagoss 1934 og eldglæringa frá því sem sáust á Skeiðunum. Foreldrar hennar fengu ábúð í Skarði í Gnúpverjahreppi, bjuggu þar á móti séra Gunnari Jóhannes- syni, sóknarpresti á Stóra-Núpi. Varð vinátta með fjölskyldunum og hafa börn prestsins alla tíð haldið upp á Sigríði. Sem ung kona var Sigríður vinnu- kona á nokkrum heimilum í Reykja- vík en 1949 byggðu foreldrar henn- ar og systkinin Sigríður og Sveinn nýbýlið Lækjarbrekku út úr landi Steinsholts. Systkinin hafa alltaf síðan verið kennd við Lækj- arbrekku. Á tíunda áratugnum fluttu þau á Hörðuvelli 6 á Selfossi. Sigríður fór ekki mikið að heiman en Þorsteinn segir að því eftir- minnilegri hafi ferðirnar verið, svo sem ferð með Drottningunni, Dronning Alexandrine, árið 1958 með viðkomu í Færeyjum til Noregs að heimsækja Guðrúnu systur sína, sem hafði flust þangað í stríðslok. Einnig ferð til Vestmannaeyja löngu seinna. „Aldrei fann hún til sjóveiki á þessum sjóferðum,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að margir minnist sumardvalar og jafnvel lengri dvalar í Skarði og Lækjarbrekku þar sem gestir nutu móðurlegrar umönnunar í lengri eða skemmri tíma. Tímamót Sigríður Einarsdóttir býr á Sólvöllum á Eyrarbakka og verður 100 ára á morgun. Býr við gott atlæti og heilsan er góð  Sigríður Einarsdóttir á Lækjarbrekku 100 ára á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.