Morgunblaðið - 09.04.2020, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020
Þegar hugsað er til
þeirra aðstæðna sem
nú eru í þjóðfélaginu
var einkar athyglisvert
að sjá og heyra hve
litla umfjöllun það
fékk í fjölmiðlum og
netmiðlum að Félag
hjúkrunarfræðinga
væri búið að vera
kjarasamningslaust í
heilt ár. Og þótt hér
hafi þessi tiltekna stétt
staðið undir ofurmannlegu álagi í
margar vikur virtist það ekki komast
inn í frumkvæðisumræðu hjá fjár-
málaráðherra að samninganefnd
hans hefði í heilt ár haldið þessari
starfsstétt utan löggiltra kjarasamn-
inga. Ég vek athygli á þessu í upp-
hafi til að opna fólki sýn á hið mik-
ilvæga ákvæði 65. greinar
stjórnarskrár okkar, þar sem segir í
upphafi að:
„[Allir skulu vera jafnir fyrir lög-
um og njóta mannréttinda án tillits
til kynferðis, trúarbragða, skoðana,
þjóðernisuppruna, kyn-
þáttar, litarháttar, efna-
hags, ætternis og stöðu
að öðru leyti.“
Ríkissjóður (Alþingi)
er stærsti atvinnuveit-
andi og launagreiðandi
landsins og sem slíkur
eðlilega annar samn-
ingsaðila þegar stétt-
arfélög ríkisstarfs-
manna leita kjarabóta
fyrir félagsfólk sitt. Í
því sambandi er eðlilegt
að líta á jafnræðisstöðu
þessara samningsaðila
út frá fyrrgreindri 65. grein stjórn-
arskrár. Annar samningsaðilinn set-
ur lagareglurnar og fjármálaráð-
herra þess samningsaðila hefur með
höndum yfirstjórn samninganefndar
ríkisins, sem stéttarfélögin þurfa að
ná samkomulagi við um kjarabætur.
Engin leið er í núverandi laga-
umhverfi að skapa ásættanlegt jafn-
ræði milli þessara framangreindu
samningsaðila, þar sem annar að-
ilinn hefur lögin sniðin að sínum
þörfum og völdin til að hafna samn-
ingum.
Hvað segja stjórnsýslulögin?
Starfsmenn ríkisins eiga sér eðli-
lega vinnuveitendur í mannsmynd,
en ekki bara ópersónulegan sam-
nefnara. Ríkið hefur bæði aðalstjórn
og framkvæmdastjórn, eins og önnur
rekstrarform. Aðalstjórn Íslands er
Alþingi, skipað 63 manneskjum, sem
kosnar eru hlutbundinni kosningu
um allt land til að taka sæti í aðal-
stjórn Íslands. Og sem slíkar bera
þær fulla ábyrgð á að öll verk þeirra
standist þá stjórnarskrá sem öllum
aðilum lýðveldisins ber að fara eftir.
Sú 63 manna aðalstjórn sem kosin er
skipar með atkvæðagreiðslu fram-
kvæmdastjórn sem nefnd er ríkis-
stjórn, sem mynduð er úr hópi að-
alstjórnar. Þannig er samansett
stjórnkerfi þess viðsemjanda sem
stéttarfélög opinberra starfsmanna
þurfa að semja við.
Ég hef oft haft orð á þessu og velt
upp spurningum um hvort það fólk
sem sækist eftir sæti í aðalstjórn Ís-
lands (Alþingi) geri sér grein fyrir
skyldu sinni og ábyrgð þegar
ákvarðanir eru teknar um reglur eða
lagasetningu? Meginregla stjórn-
sýslulaga er sú, samkvæmt 3. grein,
að enginn megi taka þátt í ákvörðun
reglna eða lagasetningar, ef sá hinn
sami er t.d.: 1. Aðili máls. 2. Ef hann
er eða hefur verið maki aðila, skyld-
ur eða mægður aðila í beinan legg
eða að öðrum lið til hliðar eða tengd-
ur aðila með sama hætti vegna ætt-
leiðingar. 3. Ef hann tengist fyr-
irsvarsmanni eða umboðsmanni aðila
með þeim hætti sem segir í 2. tölulið.
Ríkið setur lögin og ákveður
um hvað er samið
Eins og lögum er nú háttað eru all-
ir þingmenn fullgildir aðilar að aðal-
stjórn Íslands og því beinir aðilar að
lögmæti þeirra kjarasamninga sem
stéttarfélög gera við framkvæmda-
stjórnina, ríkisstjórn. Það leiðir
beint til þess að öll þau lög sem að-
alstjórn (Alþingi) hefur sett um
stéttarfélög og vinnudeilur eru ekki
gild sem hlutlaus lagasetning gagn-
vart stéttarfélögum ríkisstarfs-
manna, þar sem þau eru sett af öðr-
um samningsaðilanum, launa-
greiðandanum. Því eru þau
stéttarfélög sem þurfa að ná kjara-
samningi við ríkið háð því að gagn-
aðili samninga þeirra setur lögin og
leggur að öðru leyti línur fyrir samn-
inganefnd ríkisins um hvað og hve-
nær skuli gengið frá nýjum kjara-
samningum. Það væri fróðlegt að fá
þessa jafnræðisreglu borna undir
óflokksbundna leynilega atkvæða-
greiðslu í aðalstjórn (Alþingi) til
athugunar á hlutlausri virðingu fyrir
stjórnarskrá og lögum. Ásamt eigin
hæfi eða vanhæfi þingmanna til að
setja hlutlaus eða jafnrétthá lög fyrir
báða aðila.
Þarf alvara að vera dauðans alvara, svo eftir sé tekið?
Eftir Guðbjörn
Jónsson
Guðbjörn
Jónsson
» Það væri fróðlegt að
fá þessa jafnræðis-
reglu borna undir
óflokksbundna leynilega
atkvæðagreiðslu í aðal-
stjórn (Alþingi) til at-
hugunar á hlutlausri
virðingu fyrir stjórnar-
skrá og lögum.
Höfundur er fyrrverandi ráðgjafi.
gj1941@simnet.is
Mér hefur stundum
fundist tilefni til að
gagnrýna formann
Framsóknarflokksins,
Sigurð Inga Jóhanns-
son ráðherra. Nú
langar mig hins vegar
til að hrósa honum –
með fyrirvara þó.
Þannig er að ég hef
verið að fara í gegn-
um tímarit og blöð
sem ég hef lagt til hliðar á liðnum
árum vegna þess að þau hafa haft
umhugsunarverð skrif að geyma.
Í þessum bunka dúkkuðu upp
tvær prýðisgóðar blaðagreinar eftir
framsóknarforingjann sem birtust í
Morgunblaðinu í nóvember árið
2018.
Önnur greinin bar fyrirsögnina
Hugsum út fyrir búðarkassann, hin
Frelsi til heilbrigðis.
I told you so!
Í báðum þessum greinum varar
formaður Framsókn-
arflokksins við því að
leyfa innflutning á
hráu kjöti. Í grein
sinni Frelsi til heil-
brigðis segist Sigurður
Ingi vilja að EES-
samningurinn verði
tekinn upp á grundvelli
breyttra forsendna:
„Ég lít svo á að það sé
þess virði að berjast
fyrir breytingum á
EES-samningnum til
þess að vernda þá góðu stöðu sem
við höfum á sviði landbúnaðar,
dýraheilbrigðis og lýðheilsu. Um
þetta er gríðarleg vakning um allan
heim en ekki síst á Norðurlöndum.
Það erfiða við þetta mál er ekki
síst það að ef við leyfum tímanum
að leiða í ljós hvort það hafi áhrif á
lýðheilsu Íslendinga að flytja inn
hrátt kjöt þá verður okkur í Fram-
sókn engin fró í því að standa upp
eftir 20 ár og segja … „I told you
so“.
Framsókn segir nei …
Í hinni greininni, Hugsum út fyr-
ir búðarkassann, er formaður
Framsóknarflokksins ekki síður af-
dráttarlaus: „Viljum við þakka ís-
lenskum bændum fyrir að byggja
hér upp heilbrigðan bústofn og
framleiða heilnæmar vörur með því
að leyfa versluninni að flytja inn
hrátt kjöt og stefna lýðheilsu í
hættu? Viljum við knýja þá til að
stíga niður á sama plan og mörg
lönd Evrópu eru að glíma við að
komast út úr? Framsókn segir nei.
Á Íslandi höfum við verið svo
lánsöm að búa við þær aðstæður að
íslenskar landbúnaðarafurðir eru
með því heilnæmasta sem finnst í
heiminum. Búfjársjúkdómar eru
sjaldgæfir vegna legu landsins og
vegna þess hvernig bændur hafa
staðið að búskap sínum. Við erum
því í einstakri og eftirsóknarverðri
stöðu þegar kemur að því að kaupa
í matinn. Við getum valið íslenskt
og verið örugg um það að sú vara
er með því öruggasta og besta sem
fyrirfinnst í matvöruverslunum í
heiminum.“
… en svo já!
Ég held að þarna hafi sálin í
Framsóknarflokknum, gamla flokki
bændanna, talað. Síðan breyttist
eitthvað því nokkrum vikum síðar,
eftir nokkra fundi í ríkisstjórn,
sagði Sigurður Ingi, flokks-
formaður og ráðherra, skyndilega
já.
Hvers vegna? Seint verður því
trúað að VG hafi viljað leggja á
flótta með málið eins og raunin
varð. En mér er óneitanlega spurn.
Þá er Sjálfstæðisflokkurinn eftir.
Var hann tilbúinn að fórna íslensk-
um lýðheilshagsmunum? Hann
liggur undir grun. En við hinu yrði
eftir sem áður forvitnilegt að fá
svar, nefnilega hvers vegna Fram-
sóknarflokkrinn og Vinstrihreyf-
ingin – grænt framboð gáfust upp í
málinu. Við eigum rétt á svari.
Farðu að sannfæringu þinni,
Sigurður Ingi!
En þá er líka komið að kjarna
erindis míns við Sigurð Inga Jó-
hannson, fyrir utan að hrósa hon-
um fyrir skrifin. Ef þetta var þín
sannfæring sem birtist í fram-
angreindum skrifum þínum, sem ég
hef trú á að hafi verið, þá er lag
núna að taka málið upp að nýju!
Hafi það verið rétt hjá þér í nóv-
ember 2018 að „um þetta“ (þ.e.
hættu á að flytja inn sýkla-
lyfjaónæmi) sé „gríðarleg vakning
um allan heim …“ þá má víst telja
að ekki hafi dregið úr þeirri vakn-
ingu nú.
Þess vegna leyfi ég mér að segja,
Sigurður Ingi Jóhannsson, fylgdu
sannfæringu þinni! Gerirðu það
áttu lof skilið, að öðrum kosti hlýt-
ur fyrirvarinn sem nefndur var í
upphafi að gilda.
Eftir Ögmund
Jónasson
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður og ráðherra.
» Þess vegna leyfi ég
mér að segja, Sig-
urður Ingi Jóhannsson,
fylgdu sannfæringu
þinni!
Ögmundur Jónasson
Opið bréf til formanns Framsóknarflokksins
Eyjólfur Árni
Rafnsson, formaður
Samtaka atvinnulífs-
ins, skrifar grein í
Morgunblaðið sem
birtist 4. apríl síðast-
liðinn. Bara fyrirsögn
greinarinnar gefur til-
efni til að lesa alls ekki
lengra þar sem full-
yrðingin sem fram
kemur í fyrirsögninni
er svo fráleit og gefur
sterkar vísbendingar um að efn-
istökin séu af sama meiði. Í fyr-
irsögninni segir: „Hlutastarf-
aúrræðið, styrkur til launafólks,
ekki atvinnurekenda.“ Yfirlýstur til-
gangur stjórnvalda er styrkur til
launamanna sem þrátt fyrir allt
hefðu átt rétt á launum út uppsagn-
arfrest hefði þeim verið sagt upp
störfum þannig að fullyrðing Eyj-
ólfs er í besta falli hálfsannleikur ef
ekki hreinar og klárar rangfærslur.
Hlutastarfaúrræðið tók gildi aft-
urvirkt frá 15. mars þannig að
löngu áður en nokkur launamaður
hefur lokið störfum í uppsagn-
arfresti eru stjórnvöld byrjuð að
dreifa peningum skattgreiðenda
eins og áburði í skjóli þessara að-
gerða. Rétt er að
greiðslurnar fara beint
frá Vinnumálastofnun
til launamanna án
milligöngu launagreið-
enda en frá sama tíma
lækka launagreiðslur
frá launagreiðanda um
allt að 75%. Þá hefur
berlega komið í ljós að
fjöldi fyrirtækja hefur
hent sér á betlivagninn
jafnvel þótt þau þurfi í
raun enga aðstoð held-
ur séu aðeins að mis-
nota þetta til að láta
skattgreiðendur bera hluta launa-
kostnaðar sem þeir sannanlega eiga
að bera sjálfir. Ferðaþjónustufyr-
irtæki sem eru búin á búa við blúss-
andi uppgang síðustu ára virðast
ekki hafa búið í haginn og þykjast
ekki eiga krónu með gati. Eitt af
fyrstu fyrirtækjunum til að leggjast
með betlistafinn á þessa jötu er
Bláa lónið sem hefur greitt eig-
endum sínum milljarða í arð á síð-
ustu árum. Flestir fastráðnir launa-
menn eru með þriggja mánaða
uppsagnarfrest og því spara þeir
launagreiðendur sem nýta sér þetta
úrræði launakostnað afturvirkt frá
15. mars fram að þeim tíma sem
launamaður hefði lokið störfum á
uppsagnarfresti hefði honum verið
sagt upp annars. Þar sem uppsögn
miðast við mánaðamót hefðu flestir
launagreiðendur verið bundnir af
greiðslu launa til meginþorra launa-
manna sinna út júní næstkomandi
en samkvæmt upplýsingum stjórn-
valda til almennings ætti Covid-19-
faraldurinn að vera yfirstaðinn að
mestu þá og við skulum öll vona að
það raungerist. Þá tekur hins vegar
við að snúa atvinnulífinu í gang að
nýju en einmitt þá verður þörf á að
styðja við þau fyrirtæki sem líf-
vænleg eru og hafa sýnt burði til að
komast gegnum fyrstu skaflana.
Það er varlegt að áætla að fólk bíði í
röðum eftir að ferðast þegar far-
aldrinum fer að slota og því munu
erfiðleikarnir fara að gera vart við
sig af alvöru fyrst þá. Hlutastarf-
aúrræði stjórnvalda er því fyrst og
fremst styrkur við launagreiðendur
a.m.k. meðan uppsagnarfrestur við-
komandi launamanns er að renna
sitt skeið. Hvað tekur svo við þegar
hlutastarfaúrræðið rennur sitt
Hlutastarfaúrræðið, styrkur til hverra?
Eftir Örn
Gunnlaugsson »Nær að stjórnvöld
ráðist í launastyrk
óháð vinnuframlagi efir
að uppsagnarfrestur
rennur sitt skeið.
Örn
Gunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi
atvinnurekandi.
orng05@simnet.is
skeið? Dembist þá yfir hrina upp-
sagna þar sem launamönnum verð-
ur sagt upp 25% starfinu? Stjórn-
völd ættu að afturkalla
hlutastarfaúrræðið tafarlaust og
ráðast í beina aðstoð við fyrirtækin
með greiðslu hluta launa án minnk-
unar á starfshlutfalli sem tekur
gildi eftir að uppsagnarfresti hefði
lokið með þeim skilyrðum að launa-
mönnum sem styrkurinn á að taka
til sé ekki sagt upp. Í gegnum tíðina
hafa samtök vinnuveitenda sýnt al-
gjöran vanmátt og getuleysi í samn-
ingum við verkalýðshreyfinguna og
aldrei staðið almennilega í lapp-
irnar, í raun hefur allt verið gefið
eftir að endingu. Ein af alvarleg-
ustu eftirgjöfunum var þegar samið
var um að launamenn ættu rétt á
tveimur fyrstu veikindadögum á
launum mánaðarlega en þetta
ákvæði var held ég arfur frá fyr-
irrennara þeirra, Vinnuveitenda-
sambandi Íslands. Þar fékk ég að
kynnast örlítið þeirri linkind sem
höfð var í frammi gagnvart verka-
lýðshreyfingunni þótt viðspyrnan
hafi þó verið talsvert meiri þá en nú
hjá SA. Áður fyrr fjallaði ráðning-
arsamband um réttindi og skyldur á
báða bóga. Núorðið fjallar það
meira og minna um réttindi launa-
manns og skyldur launagreiðanda.
Hvers konar glóra er í því að sam-
þykkja svona veikindadagaákvæði
án þess að launamaður beri nokkra
ábyrgð sjálfur? Þetta er svipað því
að tryggingafélag greiði fyrst sjálfs-
ábyrgð úr tjóni en tryggingataki
rest. Í nágrannalöndum okkar þar
sem ég þekki til eru ekki greidd
laun fyrr en eftir fyrstu tvo daga í
veikindafjarveru þannig að slíkt er
letjandi til misnotkunar. Það má svo
deila um hvort það er af linkind eða
vorkunnsemi að ekki sé sett inn í
kjarasamninga „force majeure“-
ákvæði sem tekur til aðstæðna eins
og nú eru uppi. Slíkt þykir sjálfsagt
í ýmsum viðskiptaskilmálum. En
SA, sem áður voru VSÍ, sjá enga
ástæðu til að semja með ábyrgum
hætti fyrir aðildarfélaga sína því
þegar á bjátar banka þessi samtök
upp á hjá stjórnvöldum með tár-
blautan reikninginn. Þau eru því
engu skárri en grátkórar verkalýðs-
hreyfingarinnar og spurning hvort
þau ættu ekki bara að sækja um að-
ild að ASÍ og gráta svo með þeim á
tyllidögum. Sameiginlega grétu þau
hlutastarfaúrræðið í gegn. En er við
öðru að búast í samfélagi þar sem
enginn á að bera ábyrgð á sjálfum
sér? Ríkið kemur alltaf til bjargar.