Morgunblaðið - 09.04.2020, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020
í minningunni frá heimsóknum
hans til foreldranna í Brussel. Þá
réð ríkjum húmor húsráðenda og
sonarins. Nánast ekkert var þá of
alvarlegt til að sjá skoplegar hlið-
ar á efninu og gestir veltust um af
hlátri yfir græskulausu gamninu.
Einn er sá hæfileiki Sveins sem
margir muna. Hann var bráð-
fyndin eftirherma.
Og nú er hann allur þessi ynd-
islegi maður, gleðigjafi og starfs-
félagi. Við huggum okkur við að
hann er laus úr veikindum sem
hrjáðu hann síðustu tíu árin.
Við Anna biðjum góðan Guð að
blessa minningu Sveins Björns-
sonar og sendum börnum hans,
systrunum og fjölskyldunni allri
innilegustu samúðarkveðjur.
Hjálmar W. Hannesson.
Fyrir rúmum þrjátíu árum
fóru verkefni íslensku utanríkis-
þjónustunnar hratt vaxandi og
starfsfólki var fjölgað til að takast
á við örar breytingar á alþjóðvett-
vangi undir lok kalda stríðsins.
Það unga fólk sem kom þá til
starfa hitti fyrir marga reynda
kollega, suma brautryðjendur í
þeirri smáu en knáu utanríkis-
þjónustu sem var stofnuð fyrir
áttatíu árum og aðra sem höfðu
síðar tekið þátt í að byggja á þeim
trausta grunni. Mér eru sérstak-
lega minnisstæð þessi fyrstu
kynni af Sveini Björnssyni. Ég
var í hópi unga fólksins en hann
hafði þá tuttugu ára starfsferil að
baki. Hann bar með sér andblæ
fjarlægra slóða og framandi
menningar og var vel mæltur á
fjölda tungumála. Hann var fág-
aður heimsmaður með djúpar
rætur á Íslandi. Þessi þekking og
skilningur á öðrum þjóðum og
meðvitund um að vera Íslending-
ur gerðu hann að framúrskarandi
diplómat, bæði í þjónustu og
hagsmunagæslu. Það var ekki
síður eftirminnilegt hversu vel
Sveinn tók á móti ungu sam-
starfsfólki og var reiðubúinn að
kenna því og liðsinna. Það var
gert með glöðu geði og lipurð.
Hann hafði ríka kímnigáfu og oft
stutt í glens og hlátur. Sveinn tók
starfið alltaf mjög alvarlega en
hafði jafnframt sérstakt lag á að
gera það skemmtilegt.
Sveinn gegndi mörgum
ábyrgðarstöðum á ferlinum í ut-
anríkisþjónustunni, m.a. sem
fastafulltrúi hjá Evrópuráðinu í
Strasbourg og gagnvart ÖSE og
alþjóðastofnunum í Vín. Við-
fangsefni þessara samtaka og
stofnana eru margþætt og oft
tæknilega flókin og íslenskt fyr-
irsvar fámennt. Þrátt fyrir þetta á
köflum erfiða starfsumhverfi
hafði Sveinn ávallt mjög góða yf-
irsýn yfir viðfangsefnin og rétta
íslenska forgangsröðun. Fag-
mennska hans endurspeglaðist í
þeirri virðingu og vinsemd sem
erlendir kollegar sýndu honum. Á
þessum árum var hann jafnframt
sendiherra Íslands gagnvart
nokkrum ríkjum í Evrópu. Af
störfum Sveins í utanríkisráðu-
neytinu má nefna að hann var
tvisvar prótókollsstjóri en það er
starf sem krefst sérstakrar ná-
kvæmni og háttvísi. Það er á eng-
an hallað þótt hann sé þar nefnd-
ur sem fremstur á meðal jafn-
ingja í sögu ráðuneytisins. Hann
tók einnig tímabundið að sér störf
utan ráðuneytis og var um skeið
forsetaritari.
Þegar Sveinn lét af störfum í
utanríkisþjónustunni var heilsan
brostin. Jafnvel við þær erfiðu að-
stæður sýndi hann gestkomandi
starfsfélögum ávallt þá kurteisi
og glaðlyndi sem einkenndi hann
um ævina. Þótt hann væri ekki
lengur á vinnustaðnum var hans
oft getið að góðu þegar liðnar
stundir voru rifjaðar upp. Samtíð-
armenn Sveins munu áfram
geyma minningu um mikinn heið-
ursmann. Utanríkisþjónustan
þakkar Sveini fyrir vel unnin störf
og samveru á rúmlega fjörutíu
ára ferli og ég votta fjölskyldu
hans og vinum einlæga samúð.
Sturla Sigurjónsson,
ráðuneytisstjóri.
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar
ástkærs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
GUNNARS ÓLAFSSONAR,
Gunnars í Odda,
Bessahrauni 10, Vestmannaeyjum.
Erla Kristín Sigurðardóttir
Hlynur Bergvin Gunnarsson Gunnlaug Hannesdóttir
Þröstur Árni Gunnarsson Sigrún Jónbjarnardóttir
Gunnar Björn, Berglind Ósk, Birkir Már,
Kristinn Már og Daníel Karl
Elskuleg móðir okkar tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Garðatorgi 17, Garðabæ,
lést á pálmasunnudag, 5. apríl, á
Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Hafnarfirði.
Erling Ásgeirsson Erla Þorláksdóttir
Anna Ásgeirsdóttir
Ingibjörg Edda Ásgeirsdóttir Hallgrímur Jónasson
Ásgeir Ásgeirsson Unnur Steinsson
barnabörn, langömmubörn og langalangaömmubarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN VILINBERGSSON,
fv. vélfræðingur hjá Eimskipi,
lést á Hrafnistu 31. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey vegna
aðstæðna í þjóðfélaginu.
Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og vilja koma á framfæri
þakklæti til starfsfólks Hrafnistu fyrir alúð og umhyggju.
Rannveig Ásgeirsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GEIR LÚÐVÍKSSON,
Bjarkarási 22, Garðabæ,
lést á Landspítalanum mánudaginn
30. mars. Útför hans fór fram í kyrrþey.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki hjartadeildar Landspítalans fyrir
yndislegt viðmót og góða umönnun.
Guðrún Bjarnadóttir
Björg Geirsdóttir
Svandís Geirsdóttir
og fjölskyldur
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
TRYGGVI PÁLL FRIÐRIKSSON
listmunasali,
Grænahjalla 23, Kópavogi,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
þriðjudaginn 7. apríl.
Bálför verður að lokinni kistulagningu en vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu verður útför auglýst síðar.
Elínbjört Jónsdóttir
Margrét Tryggvadóttir Jóhann Ágúst Hansen
Elín Tryggvadóttir Guðjón Guðmundsson
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
BJÖRN VIÐAR SIGURJÓNSSON,
Miðtúni 62, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
laugardaginn 4. apríl.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður útförin einungis fyrir
nánustu aðstandendur.
Þökkum auðsýnda samúð.
Sigurjón Helgi Björnsson Þorgerður Jónsdóttir
Aðalsteinn Rúnar Björnsson Paula Holm
Ármey Björk Björnsdóttir Jón G. Þormar
Páll Pálsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð
vegna andláts föður okkar, sonar míns,
bróður og föðurbróður,
JÓNS LOGA ÞORSTEINSSONAR
bónda í Vestri-Garðsauka.
Útför fór fram í kyrrþey.
Minningarstund verður haldin síðar þegar aðstæður leyfa.
Starfsfólki á gjörgæslu Landspítalans færum við sérstakar
þakkir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
björgunarsveitirnar.
Sóley Alexandra Bahner Jónsdóttir
Sjöfn Lovísa Bahner Jónsdóttir
Emma Guðrún Bahner Jónsdóttir
Þorsteinn Leó Bahner Jónsson
Sjöfn Halldóra Jónsdóttir
Þorsteinn Garðar Þorsteinsson
Þorsteinn Jakob Freyr Þorsteinsson
Góður vinur er
fallinn eftir hetju-
lega baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Ég þakka Róbert Jack
trausta og gefandi vináttu um
langt árabil. Það var svo ótal
margt sem við tókum þátt í
saman. Í tíu ár vorum við með
sinn hvorn reksturinn í hús-
næði við Ármúla í Reykjavík.
Á þeim tíma tók Róbert Kalla
son minn á samning í rafvirkj-
un og lauk hann námi sínu hjá
honum. Þeir voru bestu vinir
frá fyrsta degi og var þetta
gæfuspor fyrir son minn. Þeg-
ar stund var milli stríða feng-
um við okkur kaffisopa og
Róbert Jón Jack
✝ Róbert JónJack fæddist
15. september
1948. Hann lést 18.
mars 2020.
Útför Róberts
Jóns hefur farið
fram. Minning-
arathöfn mun fara
fram síðar.
spjall. Róbert var
alltaf með eitthvað
spennandi á prjón-
unum og ég held
að flestir fram-
kvæmdadraumar
hans hafi ræst.
Róbert átti ættir
að rekja til Skot-
lands og oft sagði
hann: Ég þarf að
sýna þér bæinn
þar sem afi og
amma áttu heima í Skotlandi.
Ekki leið á löngu þar til við
vorum lagðir af stað til Skot-
lands og þar áttum við saman
skemmtilega viku. Við rennd-
um á slóðir forfeðra hans við
götu sem heitir: Hilside Drive
og knúðum þar dyra og feng-
um að skoða húsið og fara inn
í herbergið sem Róbert hafði
þegar hann dvaldi sumarlangt
hjá afa og ömmu. Við hittum
fjölskylduvini og hann sýndi
mér ýmislegt sem hafði heillað
hann sem barn. Við störfuðum
um árabil saman í stúkunni
Einingunni og áttum þar sér-
lega ánægjulegar samveru-
stundir með góðum vinum og á
seinni árum eftir að þau
sæmdarhjón Sigrún og Róbert
höfðu fest kaup á jörðinni
Geitafelli og byggt þar upp
glæsilega aðstöðu, íbúðarhús,
gistiaðstöðu og veitingahús að
ógleymdum Manchester Unit-
ed-turninum sem jafnframt
var glæsilegt safn. Þetta uppá-
tæki fjölskyldunnar vakti at-
hygli um víða veröld og voru
veitingar lofaðar í hástert og
barst þeim fjöldi þakkarbréfa
og viðurkenninga. Á ferðum
okkar hjóna um Norðurland
renndum við gjarnan við á
Geitafelli og heilsuðum upp á
vini okkar Sigrúnu og Róbert.
Mér og Iðunni minni er afar
ljúft að þakka góðum vini ynd-
islega og trausta vináttu sem
aldrei bar skugga á. Einnig
hlýhug og vináttu fjölskyldu
þeirra við Kalla minn á veg-
ferð þeirra saman á lífsins
leið. Við sendum Sigrúnu og
börnum þeirra okkar kærustu
samúðarkveðjur og þakkir.
Iðunn og
Ólafur Gränz.
Guðni Jónsson
✝ Guðni Jónsson fæddist 31.ágúst 1942. Hann lést 25.
mars 2020.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Guðni Jónsson var áhrifamað-
ur í sínu lífi. Ekki vegna þess að
hann gegndi störfum sem bæru
áhrifin með sér, heldur vegna
þess að hann náði til viðmæl-
enda sinna.
Ég er einn þeirra fjölmörgu
sem hann hafði áhrif á.
Við áttum ýmislegt saman að
sælda á liðinni öld og með okkur
tókst vinátta sem aldrei brast,
þótt samskiptum okkar hafi
fækkað hin síðari ár.
Hann gat verið hvass í sam-
skiptum en þeim hann þekktu
leyndist ekki að undir sló milt
hjarta.
Nú hefur hann kvatt. Börnum
hans, Ásgeiri og Önnu, börnum
þeirra og mökum samhryggist
ég og segi þeim og öðrum að
Guðni var góður maður sem
vildi vel.
Guð blessi minningu vinar.
Jón Þórisson.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað.
Minningargreinar