Morgunblaðið - 09.04.2020, Qupperneq 32
Enzymedica býður uppá öflugustu
meltingarensímin á markaðnum
en einungis eitt hylki með máltíð
getur öllu breytt.
BETRI MELTING – BETRI LÍÐAN
● Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll
efnaskipti líkamans.
● Betri melting, meiri orka, betri líðan!
● 100% vegan hylki.
● Digest Basic hentar fyrir börn.
Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða.
Ekki gleyma að taka meltingarensím
með matnum um hátíðarnar.
Gleðilega
MELTINGU
Á meðal fjölda nýjunga á næsta leikári Þjóðleikhússins
er hádegisleikhús sem hleypt verður af stokkunum í
haust. Þetta kemur fram í viðtali við Magnús Geir Þórð-
arson þjóðleikhússtjóra í blaðinu í dag. Sýnt verður í
hádeginu fjóra virka daga vikunnar og Þjóðleikhúsið
auglýsir nú eftir nýjum íslenskum leikritum til sýningar
í hádegisleikhúsinu. Magnús greinir einnig frá nýju
samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og RÚV, Sunnudags-
leikhúsi hjá RÚV. »28
Hádegis- og sunnudagsleikhús
meðal nýjunga á næsta leikári
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 100. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Ég held að lífið hérna sé svipað og hjá flestum öðrum
um þessar mundir. Varðandi fótboltann þá megum við
æfa fimm saman í einu. Þá eru gjarnan fimm leikmenn
á einum vallarhelmingi og fimm á öðrum. Þjálfararnir
standa fyrir utan völlinn. Tveggja metra reglan er svo í
gildi og menn reyna að halda sér í formi á einhvern
hátt,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður
hjá Vålerenga í Noregi, þegar Morgunblaðið tók hann
tali. Búið er að fresta noska fótboltanum, eins og nán-
ast öllum fótbolta í Evrópu. » 27
Mega æfa fimm saman í einu hjá
Vålerenga í norska fótboltanum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kirkjusókn hefur gjarnan verið mikil
um páska og verða kirkjur nú opnar
á hefðbundnum tíma, en vegna sam-
göngubannsins verða messur eðli-
lega fámennari en áður. Prestar
bjóða upp á sálgæslu, en lítið hefur
verið sótt til þeirra eftir að bannið
var sett á, að
sögn sr. Skúla
Sigurðar Ólafs-
sonar, sóknar-
prests í Nes-
kirkju. Mat
presta sé að mik-
ill erill verði í sál-
gæslu eftir páska
og eftir að bann-
inu verði aflétt.
Safnaðarstarfið er ekki svipur hjá
sjón þessa dagana. Engu að síður
reyna trúfélög að bregðast við. Þjóð-
kirkjan kemur til landsmanna með
ýmsum hætti og fólki gefst kostur á
að sækja kirkju þar sem prestar og
djáknar eru til staðar. Þá hafa söfn-
uðir sent út efni á netinu, hugvekjur,
barnaefni og fleira sem almenningur
getur nálgast.
„Prestar eru alltaf til reiðu þegar
kemur að sálgæslu,“ segir Skúli.
Hann bætir við að talsverður munur
sé þó á milli landsvæða. „Þar sem ég
þjónaði í Keflavík og á Ísafirði má
segja að vaktin hafi alltaf verið í
gangi en hér í Reykjavík er venjan sú
að prestar á stofnunum taki við mál-
um sem þar koma upp, ef þau eru ut-
an vökutíma. Þetta er þó að ein-
hverju leyti ólíkt eftir sóknum og
hverfum hér á höfuðborgarsvæðinu.“
Kórónuveiran hefur haft bein áhrif
á Skúla, en hann er nýstiginn úr
sóttkví. Hann segist hafa heyrt á
starfssystkinum sínum að þau hafi
sinnt sálgæslu, meðal annars í gegn-
um síma eða aðra miðla. Prestar
skipti einnig með sér vöktum hvað
varðar útfarir og sú þjónusta tengist
einnig sálgæslu. „Sjálfur er ég með
fáein viðtöl bókuð en fólk heldur að
sér höndum og bíður átekta,“ segir
hann.
Trúnaðarsamtal
„Sálgæsla er virk hlustun þar sem
prestur eða annar sem miðlar henni
hlýðir á það sem hvílir á fólki,“ út-
skýrir Skúli. „Við leggjum áherslu á
að við beitum ekki klínískum aðferð-
um og tökum ekki hjá okkur nótur
eða aðra minnispunkta. Þetta er
trúnaðarsamtal og ef fólk vill getum
við hvílt áhyggjur okkar í bæn.“
Neskirkja verður opin í kvöld, á
morgun og páskadagsmorgun. „Við
reiknum með sárafáum og í raun má
ekki bjóða fleirum en 20 í kirkjuna,“
bendir Skúli á. „Þetta eru stundir þar
sem fólk getur komið, hlýtt á fallega
tónlist leikna á orgelið og kveikt á
bænakertum. Hugvekjur sendum við
svo út á messutíma á netinu.“
Skúli áréttar að samkomubannið
lami kirkjustarf og fermingarnar,
sem áttu að fara fram í vor, verði til
dæmis að bíða til hausts. „Það er ægi-
legur söknuður að hefðbundnu helgi-
haldi að fermingarmessum ógleymd-
um. Þær eru hluti af því sem við
getum kallað hápunkt vetrarins og
börnin eru hinir sönnu vorboðar. En
við verðum að una við þetta ástand
eins og aðrir, hlýða Víði. Ekki kemur
annað til greina í þeirri von að milda
megi áfallið af þessum faraldri.“
Þegar allt verður komið í samt lag
verður fögnuður í kirkjunni. „Þá
hringjum við kirkjuklukkum eins og
hefur tíðkast að gera á sigur-
stundum!“ segir Skúli.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kirkjan Skúli Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, segir presta telja að mikill erill verði í sálgæslu eftir páska.
Prestar alltaf til reiðu
Kirkjuklukkum verður hringt í lok veirufaraldurs