Morgunblaðið - 28.04.2020, Síða 14

Morgunblaðið - 28.04.2020, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Heimurinnokkar er aðfikra sig áfram út úr fárinu. Ótvíræð merki eru um að kórónuveiran sé að missa afl og útbreiðslu. Mannkynið er óþægi- lega vant flensuveirunni sinni sem er með stundvísustu fyrir- bærum og bankar upp á, mis- aðsópsmikil, hvert haust og leggur menn í ból eftir eigin vali fram eftir febrúar og jafnvel bít- ur áfram í einhverjar vikur þótt af henni sé dregið. Það er of mik- ið sagt að rætt sé um árvissa flensuna undir sömu formerkj- um og lögreglan ræðir um „góð- kunningja“ sína. Hún kostar mannslíf og þá er oft talað eins og hún flýti fyrir því sem helst var innan seilingar. En miklu skiptir að gagnvart henni eru al- mennar varnir til staðar í formi fyrirbyggjandi sprautu frá heil- brigðiskerfinu. Kórónuveiru, sem knýr dyra sem óvæntur óboðinn gestur, er erfiðara að eiga við. Faraldurinn sá kallar á mik- inn viðbúnað og nái hann að flykkjast fjölmennur á mannlífið fær „kerfið“ við fátt ráðið og þá verða „ótímabær“ dauðsföll eins og það er stundum kallað. Þá er vísað til þess að bjarga hefði mátt mörgum í viðráðanlegu álagi. Slík staðreynd blasti við stjórnendum ríkjanna sem yfir- þyrmandi og óþolandi og þeir gengu ekki að því gruflandi að „fólkið“ myndi fljótlega kalla þá til ábyrgðar, og þá myndi hvorki glitta í sanngirni né vettlingatök. Þess vegna var gripið til þeirra stóraðgerða sem við þekkjum og nú er verið að reyna að fikra sig út úr. Þegar sú tilfinning verður ofan á í þjóðfélaginu að dauðans alvara sé dottin í annað sæti þá vaknar þung krafa um að skaða ekki efnahaginn meir en ríkasta nauðsyn krefur. Fyrirvarinn sem gafst til þess að setja þjóðir í hlutlausan gír og skella svo í aftur á bak var eng- inn. Því varð ekki hjá því komist að hluti ákvarðana væri tekinn blindandi. Þær hafa þó tekist vel eftir aðstæðum. Það hefði verið í anda elskulegra vinnubragða hefði mátt blása til ráðstefna og undirbúa allar aðgerðir eftir langvarandi þrætur. Kórónu- veiran tók það ekki í mál. Meðal þess sem lítt náðist að huga að var framhaldið. Þar kemur „hjarðónæmið“ við sögu. Með aðgerðunum tókst að koma í veg fyrir að stór hluti íbúa þjóða fengi smit „of fljótt“. Það var af- rek. En vekur spurningu um það hvort viðkomandi þjóðir séu því illa berskjaldaðar í framhaldinu. Komist smit að „hjörðinni“ á ný, og nægilega margir mótefna- lausir séu þá til staðar og vel dreifðir um samfélagið, gætu skapast greiðar leiðir fyrir veirusmitið í næstu umferð. Kannski verður óhjákvæmilegt að rifja þá upp til hvers refirnir voru skorn- ir. Við ætluðum aldrei að stöðva kórónuveiruna á yf- irferð hennar. Við ætluðum að stjórna umferð hennar eins og frekast mætti. Þannig að heil- brigðiskerfið fengi meiri tíma til að bregðast við afleiðingum hennar en ella. Þetta var marg- ítrekað. Það er augljóst að víða er að losna um stemninguna fyrir því að taka áfram þátt í því að skrúfa fyrir rás framleiðslu og sköp- unar í þeim löndum þar sem lýð- frelsi er og lífskjör vel yfir með- allagi. Þær raddir verða sífellt háværari sem halda því fram og jafnvel hamra á því að haldi menn áfram svo fast aftur af þjóðfélaginu þá verði tjónið var- anlegt í mörgum greinum og óbætanlegt í öðrum. Það hljómar vel að gefa sér þá einu forsendu að „læknavísindin“ verði að eiga lokasvarið hvað allt þetta varðar. En sú lausn er hið gagnstæða, bæði einfeldningsleg og ótæk. Það er ekkert að því að viður- kenna það að hinn vísindalegi fróðleikur er enn takmarkaður, þótt færustu vísindamenn á þessum sviðum viti margt og mikið sem dylst okkur óbreytt- um borgurum. En sérfróðir sem til eru kallaðir horfa aðeins á einn þátt og þeir taka ekki áhættu fyrir hönd þjóðar og þeir bera enga formlega ábyrgð. Hvarvetna (nema hér) eru það menn með ríkulega stjórnmála- lega ábyrgð sem á hverjum degi eru í oddaaðstöðu gagnvart þjóð- unum og leggja línur með sér- fræðinga og öryggisráðgjafa nærri sér. Þar er hvergi dulið hverjir bera endanlega ábyrgð. Þótt okkar fyrirkomulag sé krúttlegt þá komumst við ekkert upp með að hafa þá sem ábyrgð bera áfram í slíku skjóli. Að auki háttar svo dapurlega til á þessum örlagatímum að veruleikafirrtur hópur leikur lausum hala. Þar er t.d. liðið sem náði fjölmennu verkalýðsfélagi undir sig með því að fá 8% at- kvæða þeirra sem voru á kjör- skrá. Nú þegar umræðan snýst um það hvort óhætt sé að fikra sig á ný í átt að því lífi í landinu sem við viljum geta gengið að vísu, þá eru þessi með 8% að undirbúa verkföll!!! til að koma í veg fyrir að hægt verði að opna skólakerfið á nýjan leik. Nú má ætla að ríkisvaldið í landinu hafi á þessum örlagatím- um staðið í þéttum viðræðum til að reyna að koma vitinu fyrir þá firrtu þótt ekki hafi borist neitt út um það. Og þá um leið sé það að undirbúa eðlileg viðbrögð á þessum neyðartímum. Öll þjóðin er í þrengingum sínum að smíða ausutetur og þá eru þeir til sem telja nauðsyn- legast að bora á ausuna göt. Það er komið að næstu skrefum og skiptir öllu að þau miði í rétta átt } Einn var að smíða … N ýverið stakk ég upp á að við ætt- um að fjölga hjúkrunarfræð- ingum, sjúkraliðum, kennurum, skólaliðum, löggum, barna- verndarfólki, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, vísindamönnum og fleiri op- inberum starfsmönnum. Ég tel það vera góða hagfræði að fjölga opinberum störfum, ekki síst í núverandi ástandi. Ég er ekki einn um þá skoðun. Það fannst Keynes líka, þekktasta hag- fræðingi 20. aldar. Sömuleiðis fannst Roosevelt þetta vera góð hugmynd, þegar hann fjölgaði m.a. opinberum starfsmönnum til að bregðast við kreppunni miklu. Sömu sögu er að segja frá fjölmörgum ríkisstjórnum um allan heim sem eru m.a. að bregðast við atvinnuleysi með auknum opinberum umsvifum. Þessi sannindi hafa hins vegar ekki borist inn á kontór Sjálfstæðisflokksins. Því þar ræður kreddan ríkjum. Formaður Sjálfstæðisflokksins kallaði þetta „verstu hugmynd sem hann hefði heyrt“ í andsvari við mig. Í gær birtist dómsmálaráðherra með grein með sömu gömlu tugguna um að opinber störf hlytu í eðli sínu að vera einhvers konar atvinnubótavinna þar sem „mat- skeiðar“ væru notaðar við verkið í stað „vinnuvéla“. Sam- hliða þessu kom gamli söngurinn um að verðmætasköpun ætti sér fyrst og fremst sér stað í einkageiranum. Nú stefnir í að fjórða hvern Íslending vanti meiri vinnu. Það hlýtur að vera skynsamlegt að fjölga opinberum störf- um í svona ástandi. Þörfin er fyrir hendi. Þjóðin eldist og „neyðarástandi“ hafði verið lýst á Landspítalanum áður en faraldurinn hófst. Löggur eru færri í dag en fyrir 10 árum, álag og biðtími víða í kerfinu. En hvað gerir opinber starfsmaður fyrir Bjarna og Áslaugar þessa lands? Það er opin- ber starfsmaður sem tekur á móti þeim þegar þau fæðast og kennir börnunum þeirra. Það er opinber starfsmaður sem sér um þarfir fatl- aðra og eldri borgara. Það er líka opinber starfsmaður sem vaktar snjóflóðahættu, legg- ur möstur, sígur úr þyrlu til að bjarga sjó- manni og kemur í veg fyrir að á þeim sé brotið. Loks er það opinber starfsmaður sem hjúkrar þeim á dánarbeði. Opinberir starfsmenn skapa einnig mjög mikil verðmæti og greiða skatta. Það er ekki síst fyrir tilstilli opinberra starfsmanna að stór hluti af verðmætasköpun einkageirans getur átt sér stað. Hið opinbera menntar og hjúkrar starfsfólki einkageirans, gætir barna þess, byggir upp fjarskipta- og samgöngukerfi sem einkageirinn reiðir sig á, verndar eignarréttinn o.s.frv. Það er ekki síst á tímum neyðarástands sem hægrið leitar svo í faðm ríkisins og vill aðstoð frá hinum opinberu starfsmönnum. Það er einfaldlega samfélagslega og efna- hagslega miklu skynsamlegri leið að fólk sé með atvinnu en á atvinnuleysisbótum. Atvinna sem við öll reiðum okk- ur á, hvort sem við erum föst í klisjum Sjálfstæðisflokks- ins eða lifum í raunveruleikanum. agustolafur@althingi.is Ágúst Ólafur Ágústsson Pistill Klisjur og kreddur Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Við höfum ekki séð neinarstórvægilegar breytingar ámarkaðinum að und-anförnu, hvorki í framboði né í verðbreytingum,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum að undanförnu hefur lögregla til rannsóknar umfangsmikla skipu- lagða brota- starfsemi sem snýr meðal ann- ars að framleiðslu amfetamíns og peningaþvætti. Greint var frá því í síðustu viku að rannsókn málsins miðaði vel en í síð- asta mánuði fannst talsvert magn af amfeta- mínbasa við húsleit. Alls hefur verið lagt hald á 13,5 lítra af amfetamín- basa sem talið er að hafi átt að nota við framleiðslu hér á landi. Jafnframt hefur verið lagt hald á tilbúin fíkni- efni sem ætlað er að hafi verið fram- leidd hér. Verðmæti efnanna er áætl- að í kringum 230 milljónir króna. Margir kynnu að telja að stöðvun samgangna vegna kórónuveiru- faraldursins myndi draga úr fram- boði á eiturlyfjum hér. Þessar vís- bendingar um umfangsmikla framleiðslu hér benda þó til annars auk þess sem Karl Steinar segir að aðalflutningsleið eiturlyfja hingað sé sjóleiðis. Karl Steinar segir að frá því að kórónuveirufaraldurinn kom hingað til lands hafi ekki borið á skorti á fíkniefnum. „Það er aðeins verið að tala um að menn séu að drýgja efnin meira, helst kókaínið. Lélegra efni getur reyndar verið fyrsta vísbend- ing um að framboðið sé að minnka.“ Hann segir að mest af fíkniefnum á markaði í Evrópu sé flutt sjóleiðis á milli staða. Um það megi lesa í grein- argerðum frá Europol. Það sem hafi verið sérstakt á Íslandi er að amfeta- mín hafi verið ráðandi efni og vís- bendingar um framleiðslu þess hér í yfir áratug. „Hér hefur verið framleiðsla á am- fetamíni í talsvert langan tíma en þó hafa ekki mörg mál komið upp fyrr en á síðasta ári og svo þetta nú. Hér hefur líka verið framleitt marijúana. Þá hefur verið innflutningur á MDMA og kókaín hefur verið flutt inn til neyslu. Hluti af því hefur kom- ið sjóleiðis. Við erum ekki að tala um það í gámavís, það eru ýmsar aðrar leiðir.“ Karl Steinar bendir á að mörg fíkniefnamál hafi komið upp á Kefla- víkurflugvelli í fyrra. Yfirleitt séu burðardýr tekin með nokkur hundruð grömm af efnum en í fyrra hafi skammtarnir gjarnan verið stærri. „Manni finnst það merki um örvænt- ingu þegar þeir fara þá leiðina. Það geta verið nokkrar skýringar á því, til að mynda að einhver hópur sé að reyna að ná fótfestu á markaðinum.“ Aðalflutningsleiðin er eins og áður segir sjóleiðin. Aðspurður vill Karl Steinar ekki upplýsa hvort eftirlit hafi verið aukið með skipakomum hingað í ljósi þess að flugsamgöngur eru litlar sem engar sem stendur. „Ég get bara staðfest að við vinnum náið með tollayfirvöldum og erum að lesa í stöðuna. Flugið ligg- ur meira og minna niðri. Hingað er ákveðinn póst- flutningur en aðalstreymið, 90 prósent af öllu, kemur sjóleiðina.“ Níutíu prósent efna flutt inn sjóleiðis Morgunblaðið/Eggert Lögregla Ekki eru merki um að framboð á fíkniefnum hafi dregist saman eftir að kórónuveiran barst til Íslands. Mest er flutt sjóleiðis inn til landsins. Valgerður Rúnarsdóttir, yfir- læknir á Vogi, segir að starfs- fólk á sjúkrahúsinu sjái þess ekki merki að miklar breytingar hafi orðið á fíkniefnamarkaði vegna kórónuveirunnar. „Við gerum verðkönnun í hverjum mánuði og sú nýjasta sýnir ekki neina breytingu. Við erum alveg á sama stað og lögreglan með það.“ Hún nefnir að borist hafi ábendingar frá einstaklingum um að skortur sé á verkalyfjum. „Þetta hefur líka heyrst frá Frú Ragnheiði en maður sér ekki al- menn merki um þenn- an skort. Þetta kann að vera af því að mikið af lyfjum hafi verið að koma frá Spáni en þar er allt lokað nú.“ Engar verð- breytingar LOKAÐ Á LYF FRÁ SPÁNI Valgerður Rúnarsdóttir Karl Steinar Valsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.