Morgunblaðið - 28.04.2020, Side 20

Morgunblaðið - 28.04.2020, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 Elsku hjartans eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA INGVARSDÓTTIR, lést föstudaginn 10. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir frá fjölskyldunni fær séra Hjalti Jón Sverrisson. William McManus Róbert Ingvar McManus Marjulie Miano McManus Sara Lorraine McManus Sonja Ellen McManus Oliver Mai Maria Nathalie Mai Aron Þór Mai Alexander Oliver Mai ✝ Kristín Guð-mundsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 22. sept- ember 1935. Hún lést 13. apríl 2020. Foreldrar henn- ar voru Þóra Magnúsdóttir frá Staðarhóli í Höfn- um, f. 1910, d. 1976, og Guð- mundur Jónsson frá Deild á Álftanesi, f. 1903, d. 1993. Systkini Kristínar eru Þórður, d. 2018, Ólafur Valdi- mar, Guðmundur Magnús, d. 2017, og Þorbjörg. Eiginmaður Kristínar er Val- steinn Víðir Guðjónsson, f. 1935, og er dóttir þeirra Þóra Björk, f. 1962. Hún er gift Asimakis Tsoukalas og eru síðan yfir í Reykjavíkur Apótek þar sem hún starfaði um árabil. Þegar Kristín starfaði í Reykja- víkur Apóteki var gefinn kostur á námi í lyfjatækni við Lyfja- tæknaskóla Íslands og var hún í fyrsta hópnum sem lauk prófi sem lyfjatæknir árið 1974. Hún hætti störfum í Reykjavíkur Apóteki árið 1987 til að taka þátt í uppbyggingu á Holiday Inn-hótelinu sem þá var nýtt hótel í Reykjavík. Starfaði hún þar næstu tvö árin, en réð sig síðan á vökudeild Barnaspítala Hringsins sem hjúkrunar- fulltrúi og starfaði þar til ársins 1999 þegar hún lét af störfum vegna aldurs. Hún var um tíma í stjórn Lyfjatæknafélags Íslands og Samhjálpar kvenna (Samtök kvenna með brjóstakrabba- mein). Hún var heiðursfélagi Samhjálpar. Kristín starfaði sem sjúkravinur hjá Reykjavík- urdeild Rauða kross Íslands í tvo áratugi. Útför Kristínar fer fram í kyrrþey. börn þeirra Val- steinn Konstantin, f. 1990, og Kristín Krisúla, f. 1991. Þau eru búsett í Grikklandi. Mestan hluta ævinnar bjó Kristín í Reykjavík með fjölskyldu sinni eða þar til þau Valsteinn fluttu í Garðabæ árið 2008. Árið 1955 hélt Kristín til Noregs til að fara á hússtjórn- arskólann Riisby í Valdresda- len. Alla tíð bar heimili þeirra Valsteins vitni um myndarskap og gestrisni. Eftir heimkomuna frá Noregi hóf Kristín störf í Laugavegs- apóteki, þar starfaði hún um þriggja ára skeið en flutti sig Elsku amma er farin frá okkur. Við systkinin eigum margar og góðar minningar um ömmu frá því þegar hún og afi voru hér í Grikk- landi hjá okkur og dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Fram að unglingsárunum vorum við líka oft á sumrin hjá ömmu og afa á Ís- landi. Amma var auðvitað besta amma í heimi. Þegar við vorum lít- il fór hún með okkur í langa göngutúra, út á leikvöll, fór með og náði í okkur í skólann og oftar en ekki keypti hún ís handa okkur á leiðinni heim. Henni þótti skemmtilegast að fara með okkur á ströndina, enda var hún mikill sóldýrkandi og elskaði sólina og sjóinn. Við vorum ekki alltaf bestu börnin eins og þegar við vorum á Krít og hlupum út í himinháar öld- urnar, án þess að hlusta á ömmu sem var dauðhrædd um að við færum okkur að voða. Þetta er í eina skiptið sem við munum að hún varð fokreið, en refsinguna munum við ekki ef hún var þá ein- hver. Þegar amma var hjá okkur vöknuðum við á hverjum sunnu- degi við ilminn af nýbökuðum pönnukökum og alltaf var hún til í að baka vöfflur eða kleinur eða bara hvað sem hugurinn girntist. Hún elskaði að baka, enda kom aldrei neinn að tómum kofunum heima hjá ömmu og alltaf var eitt- hvað til með kaffinu. Á Íslandi ferðuðumst við um allt landið með ömmu og afa og lentum í ýmsum ævintýrum, eins og þegar jeppinn okkar festist í ánni Kreppu og við komumst við illan leik í land. Þá sór amma að hún myndi aldrei aftur fara í svona svaðilför með afa. Amma okkar var mjög dugleg og ákveðin kona. Ef hún tók eitt- hvað í sig gerði hún það. Árið 2004 á Ólympíuleikum í Aþenu vorum við systkinin sjálfboðaliðar, þá 13 og 14 ára. Mamma og pabbi voru í vinnu þannig að einhver varð að keyra okkur um þvera og endi- langa Aþenu á ólympíuleikvang- inn. Þeir sem þekkja til Aþenu vita að þar er ekki auðvelt að keyra. En það gerði hún amma okkar, þá 69 ára, og rataði út um allt. Amma var trygg og trú og alltaf hægt að stóla á hana. Hún umvafði okkur kærleik og hlýju og var allt- af svo blíð og góð. Við munum allt- af bera þig í hjarta okkar, elsku amma. Blessuð sé minning þín. Kristín Krisúla Tsoukalas, Valsteinn Konstantín Tsoukalas. Kristín mágkona mín er eftir- minnileg þeim sem urðu þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast henni. Hún var sterkur persónu- leiki og átti fallegt bros. Skóla- gangan var ekki löng og fór hún að vinna um leið og skyldunámi lauk eins og algengt var á þeim tíma. Kristín hafði góðar gáfur, hún var skörp, vandvirk og harðdug- leg til allra starfa. Hún var mjög minnug á staði og atburði, hún mundi alla afmælisdaga og pass- aði upp á að yngstu meðlimir í stórfjölskyldunni fengju sitt af- mælisumslag með smá kveðju. Þá var hún glögg á andlit og nöfn og gaf sig gjarnan á tal við fólk, hún hafði áhuga á fólki og ættar- tengslum þess. Hér á árum áður lék hún sér að því að telja upp nöfn hvers einasta býlis sem lá með- fram þjóðvegi eitt langt norður í land og ekki nóg með það heldur gat hún nefnt flesta bæi í sveitum á Suðurlandi. Kristín var mikil fjölskyldumanneskja, ekki aðeins unni hún sinni eigin kjarnafjöl- skyldu heldur var henni mjög um- hugað um velferð stórfjölskyld- unnar og jafnvel fjarskyldari ættingja. Fjölskyldan sótti í nær- veru við hana og var velkomin á heimili þeirra hjóna. Systkina- börnin og afkomendur þeirra voru alltaf aufúsugestir. Hún var vin- mörg, bæði fullorðnir og börn löð- uðust að henni. Hún var hrein- skiptin og lét okkur gjarnan heyra það ef henni mislíkaði eitthvað, en alltaf var það á jákvæðan hátt. Hún hafði ágæta kímnigáfu og var oft hnyttin í tilsvörum. Það hefur vafalaust mótað líf Kristínar að vera gift sjómanni sem var oft fjarverandi heimilinu um lengri tíma. Hún hafði mikla sjálfsbjargarviðleitni og bjargaði sér með flest. Það var henni ekki að skapi að slá hlutum á frest og rauk hún oftar en ekki í að leysa þá, helst ekki seinna en núna. Hún ferðaðist mikið með Valsteini sín- um bæði til sjós og lands. Þegar hún var sjötug ferðuðust þau frá Aþenu til Skagen í Danmörku. Ók hún bíl þeirra hjóna þessa leið og var staldrað við í ýmsum borgum á leiðinni. Þrátt fyrir að hafa hvorki gps né google map á þess- um tíma lauk hún ferðinni með glæsibrag. Hún var dugleg innan heimilis og utan. Dugnaði hennar fékk ég að kynnast vel þegar ég réð hana til starfa við undirbúning og opn- un Holiday Inn-hótelsins á sínum tíma. Hún vann með samstarfs- fólki sínu af dugnaði og ávann sér virðingu þess og vináttu. Ég hugsa til Kristínar með virðingu og þakklæti fyrir sam- fylgdina undanfarna áratugi. Blessuð sé minning hennar. Jónas. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Fallin er frá kær vinkona, Kristín Guðmundsdóttir, eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Stínu heima hjá sameiginlegri vinkonu okkar, henni Ebbu sem var frá Siglufirði eins og ég. Við vorum ungar konur í blóma lífsins, ég nýflutt suður og Ebba var svo elskuleg að bjóða mér í heimsókn. Þar hitti ég þessa stórglæsilegu konu sem var svo gaman að tala við, hún var glaðleg en jafnframt ákveðin og hreifst ég mjög af henni. Stuttu síðar birtist Stína á vinnustaðnum mínum, Laugavegsapóteki, og unnum við þar saman í nokkur ár. Þarna hófst dýrmæt vinátta sem aldrei bar skugga á. Stínu var margt til lista lagt, hún var mikill fagurkeri og gest- risin með eindæmum. Hún var dugnaðarforkur og það sem ég dáðist einna helst að hjá henni var hversu skipulögð hún var. Ég fékk oft aukakraft þegar ég var búin að tala við hana í símann, sérstaklega í undirbúningi jólanna. Stína eignaðist yndislegan mann, hann Valstein. Voru þær margar ferðirnar sem þau hjón komu í heimsókn til okkar Gústa norður í Mývatnssveit og var ávallt glatt á hjalla. Eftir að við hjónin fluttum suður fyrir 15 árum vorum við svo lánsöm að Stína og Valsteinn fluttu í næsta nágrenni við okkur, og fengum við þá enn frekar að njóta samvista við þau. Þessi nálægð gaf okkur Stínu ein- stakt tækifæri til þess að hittast oftar og eftir fráfall Gústa var ómetanlegt að hafa þau hjón í næsta nágrenni. Síðasta sumar buðu Stína og Valsteinn mér í bílferð. Ferðinni var heitið í Þórukot í Höfnum en þessi staður var þeirra sælureit- ur. Veðrið var yndislegt, sól og blíða, og blankalogn sem er óvenjulegt fyrir Hafnir. Við áttum yndislega stund saman yfir dag- inn þar sem við spjölluðum um líf- ið og tilveruna og þau hjón buðu mér upp á kaffi og gómsætt með- læti. Þetta var dýrðardagur og vonaðist Stína til þess að við gæt- um farið aftur saman næsta sum- ar. Með söknuð í hjarta kveð ég Stínu vinkonu. Nú er hún lögð af stað í sína hinstu ferð í dýrðina til Drottins, í faðm þess góða og hlýja sem bíður okkar allra. Ég sendi Valsteini, Þóru, Mak- is, Kristínu, Valsteini og öðrum aðstandendum Stínu mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Minningin um einstaka konu mun lifa í hjarta okkar allra. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þóra Ólafsdóttir. Kristín Guðmundsdóttir ✝ Fróði Ploderfæddist 27. febrúar 1992. Hann lést af slys- förum 7. apríl 2020. Foreldrar Fróða eru Svafa Arnar- dóttir og Björgvin Ploder. Fróði var elstur af þremur systkinum. Næstur honum í aldri er Sindri Ploder, f. 11.8. 1997, og Arna Ploder, f. 17.5. 2006, sem lést 14.10. 2006. Móðurforeldrar Fróða eru Rósa Hilmarsdóttir, f. 13.7. 1947, og Örn Karlsson, f. 26.7. 1945. Föðurforeldrar Fróða eru Hans Ploder, f. 21.8. 1927, d. 12.6. 2011, og Jóhanna Kristín Jónmundsdóttir, f. 31.7. 1937. Útförin fór fram í kyrrþey. Núna þegar farið er að birta og hlýna minnir sumarið á sig og sumarið minnir á töfra- stundir í Skerjafirði þegar dag- arnir voru endalausir með Fróða frænda mínum, ljúfasta og óþekkasta strák í heiminum. Nú er hann horfinn og ég sakna hans. Sannleikurinn er þó að ég hef saknað hans í langan tíma, því leiðir okkar lágu sín í hvora áttina. Í æsku var hann minn besti vinur og á tímabili minn eini vin- ur. Þetta var eins sönn og áreynslulaus vinátta og hugsast getur að því leyti að henni fylgdu engar kröfur eða skilyrði, aldrei þurfti að gera boð á und- an sér, aldrei að vera nokkuð annað en maður sjálfur. Við vor- um samt afskaplega ólík og það gat reynt á fyrir prúða og lög- hlýðna stúlku að eyða öllum dög- um með öðrum eins ærslabelg. Forvitnin og framkvæmdagleðin í Fróða átti sér engin takmörk og hann var alltaf með eitthvað á prjónunum. Hann elskaði vélar og hraðskreið farartæki, enda óskaplegur spennufíkill og vildi helst ekki fara nokkuð nema það væri lokað og læst með keðjum og merkt með skiltum sem sögðu AÐGANGUR STRANG- LEGA BANNAÐUR. Þá kom sér vel að búa við bæði flugvöll og fjöru, þar sem var urmull af hættulegum stöðum til að rann- saka. Fyrir stúlku sem fannst al- veg passlega spennandi að fara á róló gat þetta verið áskorun en við vógum salt, milli skynsemi og hispursleysis. Hann sýndi mér að það er hollt að ögra sér, að sá sem fer alltaf eftir regl- unum fer á mis við ýmis æv- intýri. Kæri vinur: Við áttum mikið og við misstum mikið. Takk fyrir að vera mér sem bróðir. Takk fyrir allar gleðiríku stundirnar í fallega húsinu ykkar, kærleikann, grínið, glápið, leynimakkið og könn- unarleiðangrana. Þú og fjöl- skylda þín eruð ljúfasta og skemmtilegasta fólk sem hugs- ast getur, skínandi björt og frámunalega sterk, alveg eins og demantar. Allt verður okkur að ást í þessu stælta sólskini Heitt er í laufi þínu í draumi í leik í hádegi Þú skilur allt orðalaust Efni og litir syngja fyrir okkur og við erum allt alls staðar Allt verður okkur að ást í þessu stælta sólskini Eftir másandi vegum í bíl Fjarlægjumst handan við handan við nálgumst handan við handan við Berumst með vindum í skýjaleik á himni allra lita og tóna Hæ! vaxið þið ávextir syngið þið tré Æpið þið vélar í angist hraðans æpið og urrið og frjóvgist Myndbreytist stöðugt athafnir orð og hlutir Allt verður okkur að ást í þessu stælta sólskini Við berumst hraðar og hraðar út í blindandi ljósið … (Sigurður Pálsson) Brynja Hjálmsdóttir. Fróði Ploder Kveðja frá stúd- entsárgangi MR 1961 Við vorum rúm- lega eitt hundrað sem útskrifuð- umst stúdentar frá Menntaskól- anum í Reykjavík vorið 1961. Nýlega barst okkur sú fregn, að skólabróðir okkar Einar Guðni Jónsson væri fallinn frá, hefði lát- ist á Landakotsspítala nokkuð óvænt eftir skamma legu. Einar fæddist á Kálfafellsstað í Suðursveit, þar sem faðir hans var prestur, en var ungur að ár- um þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur og lauk Einar barnaskólanámi við Melaskóla. Nokkur bekkjarsystkin þaðan urðu Einari síðan samferða menntaveginn allt til stúdents- prófs. Spanna því kynni okkar sumra og Einars ein 70 ár. Eftirlifandi eiginkona Einars er Sigrún G. Björnsdóttir, en hún er einnig úr sama stúdentsár- gangi MR 1961. Við vottum henni samúð okkar og virðingu og biðj- Einar Guðni Jónsson ✝ Einar GuðniJónsson fædd- ist 13. apríl 1941. Hann lést 4. apríl 2020. Útför Einars var gerð 16. apríl 2020. um almættið að styrkja hana í sorg sinni. Aðrir verða til þess að rekja starfs- feril Einars, sem lauk embættisprófi í guðfræði frá Há- skóla Íslands og þjónaði sem prestur í Söðulsholtspresta- kalli, í Árnesi á Ströndum en lengst á Kálfafellsstað, þar sem faðir hans og afi höfðu einnig þjónað. Að lokinni prestsþjónustu Einars bjuggu þau Sigrún lengst af á Laufásvegi 79, en þar var heimili fjölskyldunnar frá því um 1950. Var ég (Guðni) tíður gestur þar á unglingsárunum. Mér (Halldóri) eru minnisstæð fyrstu kynni mín af Einari. Við Guðni höfðum kynnst í Gagn- fræðaskólanum á Hringbraut og á þeim tíma vildum við fylgjast með í dægurtónlist. Í blöðum mátti lesa að ný stjarna, Elvis Presley, væri að gera allt brjálað í Bandaríkjunum en á þeim tíma lék Ríkisútvarpið ekki slíka tón- list. Þá sagði Guðni mér að vinur sinn úr barnaskóla, Einar Jóns- son, hefði orðið sér úti um plötu með Elvis, og stormuðum við upp á Laufásveg þar sem Einar lék fyrir okkur lagið „Don’t be cruel“ við mikinn fögnuð. Svo vildi til að rétt eftir andlát Einars heyrði ég „Don’t be cruel“ með Elvis leikið í Ríkisútvarpinu. Á morgni lífsins virðast allir vegir færir. Þegar við skólasystk- inin settum upp hvítu kollana vorið 1961 blasti lífið við í allri sinni dýrð. Hvergi sáust vanda- mál, aðeins tækifæri. En hópur- inn tvístraðist, og hver fetaði lífs- ins veg að sínum hætti. Samverustundir, sem áður voru tíðar, urðu strjálar. Í seinni tíð hefur árgangurinn hist við ýmis tækifæri, s.s. á kaffi- húsum eða í ferðalögum, innan lands sem utan. Þá naut Einar sín, hann var einstakur gleðigjafi með nikku, við píanó og orgel, spilaði bæði fyrir söng og dansi. Við nutum kímni hans, frásagnir hans af kirkjunnar mönnum og öðrum sérstæðum persónum eru okkur minnisstæðar. Fyrir það erum við þakklát. Það er táknrænt að fyrstu kynni okkar margra af Einari og fréttir okkar af honum síðar tengdust því að hann var að gleðja fólk með því að leika fyrir það tónlist, s.s. Elvisplötuna fyrir okkur Guðna og Halldór, og á pí- anó fyrir sjúklinga á Landakoti kvöldið áður en hann lést. Hugur okkar er hjá Sigrúnu og systkinum Einars, Pétri og Helgu. Megi tíminn græða þeirra sár. Við hin erum þakklát fyrir að hafa átt að vini skemmtilegan fé- laga og góðan dreng. Guðni G. Sigurðsson, Halldór Ármannsson, Guðrún Hallgrímsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.