Morgunblaðið - 28.04.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 28.04.2020, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Málarar. Tökum að okkur alla almenna málningarvinnu, mjög sangjarnir í verðum. Upplýsingar í síma 782-4540 eða loggildurmalari@gmail.com Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. ÚTBOÐ ÓLAFSBRAUT 62-64 Verkís hf., fyrir hönd Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir vegna bygg ingar á 5 íbúða, ásamt starfsmannaaðstöðu, búsetu þjónustukjarna fatlaðs fólks við Ólafsbraut 62-64, Ólafsvík. Verkið nær til fullnaðarfrágangs alls verksins. Verktaki skal steypa grunn, reisa hús, innrétta, ganga frá utanhúss sem og innan og fullgera húsið samkvæmt útboðs gögnum. Nokkrar magntölur: Flatarmál húss: 441 m2 1370 m3 Þak og botnplata 357 m3 Verktaki tekur við byggingarsvæði í núverandi ástandi. Búið er að fylla undir undirstöður, fylla í bílastæði og girða athafnarsvæði og setja upp hlið inn á vinnusvæðið. Verklok á heildarverki eru 30. ágúst 2021, útboðsgögn verða afhent á stafrænu formi með því að senda tölvupóst á netfangið anmt@verkis.is þar sem fram kemur heiti verks, nafn bjóðanda, netfang og símanúmer tengiliðs bjóðanda. Tilboðum skal skila rafrænt á netfangið anmt@verkis.is fyrir kl.13.00, 11. maí 2020. Tilboð verða opnuð á fjarfundi kl. 13.30, 11. maí 2020. Raðauglýsingar Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Álit Skipulagsstofnunar Suðurnesjalína 2 Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam- kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Landsnets er einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Félagsstarf eldri borgara Seltjarnarnes Enn liggur alt félags og tómstundastarf niðri vegna covid19. Nú bíðum við eftir fréttum af tilslökunum sem gerðar verða 4. maí en við vitum að þær koma hægt og í litlum skrefum. En við reynum að nýta veðrið til útiveru og vonumst eftir að geta svo aðeins farið að hittast fljótlega. Tilboð/útboð ✝ RagnheiðurMargrét Jó- hannesdóttir fædd- ist 18.11. 1946 og lést 11.4. 2020 í Borgarnesi. Ragn- heiður var dóttir Gyðu Magn- úsdóttur og Jó- hannesar Árnason- ar, en Kristján Björn Bjarnason, eiginmaður Gyðu, gekk Ragnheiði í föðurstað. Ragnheiður var elst af fjórum systkinum. Þau eru Valgerður S. Kristjánsdóttir, f. 27 júní 1952, lést 5. júlí 1994, Guðrún Kristjánsdóttir og Magnús ist Ragnheiður Ágústi Hjalta Sigurjónssyni og eiga þau sam- an tvær dætur, þær Kristínu Magdalenu Ágústsdóttur, sem var gift Úlfari Guðbrandssyni. Eiga þau saman fimm börn sem eru Jón Gunnar Úlfarsson, kona hans er Hafdís Lára Hall- dórsdóttir, börn þeirra eru Kristófer Úlfar Jónsson, Bryn- dís Arna Jónsdóttir, þá eru það Ágúst Guðmann Úlfarsson, Guðbrandur Örn Úlfarsson, Sigurjón Ragnar Úlfarsson, Magdalena Þöll Úlfarsdóttir. Seinni dóttir Ragnheiðar og Ágústs er Gyða Björk Ágústs- dóttir sem á börnin Baldvin Orra Einarsson og Kristmund Andra Einarsson með Einari Sigríkssyni. Hún á einnig Ragnheiði Árnýju Árnadóttur, faðir hennar var Árni Ragnar Árnason, fæddur 7.9. 1972, lést 21.5. 2009. Útförin fór fram í kyrrþey. Ólafur Krist- jánsson. Árið 1966 kynnist Ragnheið- ur Vali Gunnlaugs- syni og eignast þau soninn Hinrik Norðfjörð Valsson. Fyrrverandi kona hans er Guðrún E. Victorsdóttir. Barn þeirra er Sara Margrét Hinriks- dóttir, maki Sig- urður Friðrik Ólafsson, barn þeirra Andrea Emma Sigurð- ardóttir. Sambýliskona Hinriks er Daníela Björgvinsdóttir. Eiga þau saman Walter Björg- vin Hinriksson. Árið 1971 gift- Elsku hjartans Ranka okkar, við vitum ekki alveg hvar við eig- um að byrja. Okkur finnst svo skrítið og óraunverulegt að þú sért bara farin frá okkur, en get- um huggað okkur við það að þú finnur ekki lengur til. Hvernig þú tókst á við veikindin og alla aðra erfiðleika sem þú þurftir að ganga í gegnum er aðdáunarvert. Þú kvartaðir aldrei. Alltaf þegar þú varst spurð hvernig þú hefðir það eða hvernig þér liði þá var alltaf svarið: „Ég er bara góð.“ „Ég hef það bara fínt.“ „Það er ekkert að mér.“ Það var alltaf einhver annar sem hafði það verra en þú. Þú varst okkur svo miklu miklu meira en móðursystir. Þú tókst okkur systrum opnum örmum eftir að mamma okkar lést árið 1994. Þú varst okkar stoð og stytta út lífið. Þú gerðir engan greinarmun á okkur og þínum eigin börnum, Hinna, Stínu og Gyðu Björk, hvað ást og umhyggju varðar. Börnin okkar voru líka barnabörnin þín og kölluðu þig aldrei neitt annað en ömmu. Þú varst stolt af þeim öllum enda talaðir þú alltaf um að eiga 17 barnabörn og fjögur langömmubörn. Við erum þér endalaust þakklát fyrir það sem þú varst okkur. Takk fyrir að hlusta og styðja okkur í gegnum súrt og sætt. Þið mamma voruð alltaf svo samrýndar systur og eru flestar okkar æskuminningar um ykkur að gera eitthvað með okkur, hvort sem það voru rúntarnir til að skoða gardínur, fara eitthvað til að villast eða grilla klukkan eitt á laugardagskvöldi því það var grillauglýsing í sjónvarpinu. Það var alltaf líf og fjör í Garða- víkinni. Það voru allir jafnir í þínum augum og þú tókst öllum opnum örmum óháð stétt eða stöðu. Þú varst alltaf boðin og búin að hjálpa öllum sem þurftu á því að halda. Allar ferðirnar sem þú tókst Ingigerði Sólveigu og Daníel Trausta með þér austur á Flúðir til Stínu. Þar voru allir velkomnir, enda nóg pláss og oft margt um manninn. Þau eiga ómetanlegar minningar þaðan. Nú verða ekki fleiri skottúrar í heimsókn til Rönku ömmu sem framlengdust yfir matartíma því boðið var upp á uppáhaldsmat Lovísu og Alexanders. Síðan þurftum við aðeins að jafna okk- ur yfir sjónvarpinu, sem endaði að sjálfsögðu með gistingu, því enginn vildi fara heim því það var svo notalegt hjá þér. Þú komst á alla viðburði sem voru hjá krökkunum í skóla og leik- skóla. Það var alltaf hægt að treysta á þig. Næstu jól verða eitthvað tóm- leg á Presthúsabrautinni þar sem þú verður ekki hjá okkur á aðfangadag eins og undanfarin ár. Það verða heldur engar fleiri Svíþjóðarferðir. Það var svo gott að hafa þig og fannst okkur það vera mikil forréttindi. Við mun- um alltaf hafa og varðveita allar minningarnar um þig sem ein- kennast af gleði, hlýju og um- hyggju. Þín verður sárt saknað, þú varst límið sem hélt okkur öllum saman. Elsku Hinni, Stína, Gyða Björk og fjölskyldur, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Missir ykkar er mikill. Gyða Margrét, Sigrún Íris, Kristjana Ósk og fjölskyldur. Ragnheiður Mar- grét Jóhannesdóttir ✝ María Helga-dóttir fæddist 12. ágúst 1930 í Keflavík. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Droplaugar- stöðum 18. apríl 2020. Foreldrar henn- ar voru Helgi Guð- mundsson læknir, f. 3.8. 1891, d. 29.4. 1949, og Sigur- björg Hulda Matthíasdóttir hjúkrunarkona, f. 14.9. 1891, d. 8.8. 1968. Þeirra börn átta sem lifðu eru: Guðmundur, f. 11.10. 1919, d. 14.11. 1984, Matthías, f. 12.4. 1921, d. 9.2. 1986, Haukur, f. 25.10. 1922, d. 15.10. 1990, Ólafur, f. 12.8. 1924, d. 29.6. Fríða, f. 1994, og Jara Birna, f. 1999. 2) Stefán, f. 27.5. 1954, kvæntur Sólveigu Hjördísi Jóns- dóttur, börn þeirra eru Jón Hjörleifur, f. 1981, María Hrund, f. 1983, og Stefán Rafn, f. 1985. 3) Ragnheiður, f. 2.7. 1958, dótt- ir hennar er Elsa Dagmar, f. 1985. 4) Anna Guðfinna, f. 6.1. 1964, gift Sigurði Sveini Jóns- syni, synir þeirra eru Dagur, f. 1990, Hávar, f. 1995, og Stígur, f. 2004. Langömmubörnin eru tíu og eitt langalangömmubarn. María giftist árið 1949 Stefáni Ágústi Júlíussyni. Þau voru meðal frumbyggja í Smáíbúða- hverfinu og bjuggu nánast allan sinn búskap á Sogavegi 202. Eft- ir lát eiginmanns síns bjó María í Miðleiti 8 þar til hún fór á hjúkr- unarheimilið Droplaugarstaði fyrir um fimm árum. Útför Maríu fór fram í kyrr- þey 24. apríl 2020. 2002, Ragnheiður, f. 7.9. 1927, d. 26.10. 1943, Guðrún Jóhanna, f. 7.9. 1927, María sem hér er kvödd og Sigurlaug, f. 6.8. 1936, d. 27.4. 1985. María giftist Stefáni Ágústi Júl- íussyni, f. 22.3. 1922, d. 16.2. 1996. Þau eignuðust fjög- ur börn, þau eru: 1) Þorkell, f. 7.10. 1948, d. 25.3. 2006, dóttir hans og Ásu Þ. Matthíasdóttur er Steinunn, f. 1969, synir hans og Berit Holthe eru Andrés, f. 1977, og Ágúst, f. 1979, dætur hans og Kolbrúnar Önnu Jóns- dóttur eru Nína Hjördís, f. 1989, Ástkær móðir mín hefur kvatt þessa jarðvist á nítugasta aldurs- ári. Samleið okkar mömmu nær yfir rúm sextíu ár og margs er að minnast. Upp í hugann koma mörg minningabrot. Mamma að signa mig klæðandi mig í nærbolinn eftir bað, mamma að minna mig á hrein- læti, mamma að sinna mér af ein- stakri alúð í veikindum, leggjandi kalda bakstra á heitt enni. Mamma að steikja bestu læris- sneiðar í heimi, mamma að elda lambahrygg á sunnudagsmorgni. Mamma að tala í síma hlæjandi sínum dillandi hlátri. Mamma snillingur í að halda mörgum boltum á lofti í einu í útileik með mér og vinkonum mínum, mamma alltaf kvikk og liðug. Mamma að fara að sofa með rúll- ur og slæðu, umhugað um útlitið. Mamma að strauja allt, líka hand- klæði og viskustykki . Mamma að sauma upp úr Burdablöðum á okkur systkinin, mamma í ak- korði að stytta buxur á bræður mína sem þurftu þær alltaf á síð- ustu stundu, mamma að breyta heima: færa veggi, mála, færa til húsgögn. Mamma ein að reita ill- gresi og raka möl í botnlanganum heima á hverju vori fyrir alla íbúana. Mamma að gantast með bræðrum sínum þegar þeir komu í heimsókn á Sogaveginn. Mamma að veiða með pabba; í vöðlunum með kaffibollann og veiðistöngina og bíðandi þolin- móð eftir að biti á. Mamma að fá viðurkenningu á Íslandsmóti fyr- ir flugukast kvenna. Mamma í sumarbústaðnum við Meðalfells- vatn að hella upp á kaffi fyrir næstu veiðiferðina út að vatni með pabba. Sumarbústaðurinn og veiðiskapurinn þeirra líf og yndi. Ógleymanlega veiðiferðin í Reykhólasveitina með mömmu og pabba, bræðrum mömmu og þeirra fjölskyldum, ferð sem varð uppspretta óteljandi veiðisagna og brandara næstu áratugina. Mamma hrókur alls fagnaðar á mannamótum, mamma að segja sögur og brandara. Mamma með mér á ferðalög- um eftir að pabbi dó, tvær saman til Flórída, Portúgal, Spánar, Englands og Kýpur. Mamma að njóta þessara ferða. Mamma að hringja í mig hlæjandi sínum smitandi hlátri og ég byrja strax að hlæja með. Svo kom sagan eða brandarinn eftir dágóða stund. Mamma að segja mér að klæðast aldrei rauðu og passa vel að verða aldrei kalt. Þetta eru eingöngu nokkur minningabrot, þau eru auðvitað ótalmörg. Ef eitthvað stendur upp úr er það hve mamma var glaðvær og góð kona og gædd miklum húmor sem hún hélt alla tíð, meira að segja eftir að hún greindist með Alzheimer. Nokkr- um mánuðum fyrir andlát henn- ar, þegar sjúkdómurinn var far- inn að svipta hana minninu æ meir og hún rétt svo þekkti mig, þá sat ég hjá henni og minnti á að ég væri jú víst orðin 61 árs. Þá segir mamma hratt og skýrt: „Í guðanna bænum vertu ekki að segja nokkrum manni frá þessu.“ Elsku besta fallega mamma mín. Takk fyrir allt sem þú veittir mér. Guð geymi þig og pabba sem nú hvílið hlið við hlið. Þín elskandi dóttir Ragnheiður. María Helgadóttir er látin, tæplega níræð að aldri. María hefur dvalist á Droplaugarstöð- um undanfarin ár. Þannig vildi til að móðir mín bjó þar líka síðustu mánuðina sína. Þarna voru þær báðar ömmur dætra minna, sátu saman til borðs, en grimmur sjúkdómur varð þess valdandi að þær þekktu ekki hvor aðra. María var fædd og uppalin í Keflavík á stóru heimili foreldra sinna, læknisins Helga og Huldu sem var hjúkrunarkona. Ætla má að mikið hafi mætt á heimilinu þegar slys og veikindi steðjuðu að. Ég hef heyrt að heimilið hafi nánast breyst í sjúkrahús þegar samkomuhúsið Skjöldur varð eldi að bráð í lok desember 1935. Síð- ar herjuðu berklar á fjölskyld- una. Heimilisfaðirinn og ein syst- irin lutu í lægra haldi fyrir þeim sjúkdómi. Ung kynntist María Stefáni Ágústi Júlíussyni, sem ætíð var kallaður Gústi. Hún var aðeins átján ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn, Þorkel, sem síðar varð eiginmaður minn. Börnin komu svo á fimm ára fresti, Stef- án, Ragnheiður og Anna Guð- finna. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una voru öll börnin vaxin úr grasi, en ætíð var líflegt á Sogavegin- um, þar sem Gústi og Mússa, eins og hún var stundum kölluð, áttu sitt heimili lengst af. María var einstaklega glaðvær kona og hláturmild. Ég held að ég hafi aldrei fengið að heyra brand- arann um korktappann, sem hún var alltaf að reyna að segja, því hún hló alltaf svo mikið sjálf, að hún gat ekki klárað söguna! Hún var hvatvís og gjafmild. Þegar ég minntist á að mér þætti mynd uppi á vegg hjá henni falleg, reif hún myndina umsvifalaust af naglanum og gaf mér hana. Einn föstudagsmorgun, fyrir margt löngu, sá María auglýst litasjón- varpstæki í Morgunblaðinu. Hún varð að fá svona sjónvarp strax. Einhvern hefur hún sennilega fengið til að skutla sér í búðina, tækið var keypt og tengt inni í stofu. Gústa varð heldur hverft við þegar Prúðuleikararnir birt- ust allt í einu í öllum regnbogans litum á skjánum eftir svarthvítar fréttir RÚV. Hann hafði ekkert tekið eftir því að hann væri að horfa á nýtt sjónvarp. Gústi var rólegur og traustur maður. Þau voru yin og yang, svo ólík, en samt órofa heild. María var litríkur karakter, það gustaði af henni. Hún var alltaf vel tilhöfð, sagði mér eitt sinn þegar hún bjó í Miðleitinu að hún færi aldrei út með ruslið nema mála sig fyrst. Hún gæti jú hitt einhvern á leiðinni! María og Gústi áttu lengi at- hvarf í sumarhúsi við Meðalfells- vatn. Þau dvöldu þar löngum stundum og laxveiði í vatninu átti hug þeirra allan. María var hin mesta veiðikló. Oft tók hún líka góðar ljósmyndir í sveitinni, hún hafði næmt, listrænt auga. Nú er þessi góða kona farin. Ég þakka henni samfylgdina og leyfi mér að vona að einhvers staðar á góðum stað standi þau Gústi og Þorkell á fallegum ár- bakka og renni fyrir lax. Kolbrún Anna Jónsdóttir. María Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.