Morgunblaðið - 28.04.2020, Side 26

Morgunblaðið - 28.04.2020, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 28. apríl 1968 Karlalandsliðið í handknatt- leik fær óvæntan skell, 29:17, gegn Spánverj- um í vináttu- landsleik í Ali- cante. Leikurinn fer fram við að- stæður sem koma íslenska liðinu í opna skjöldu en leikið er utanhúss í 25 stiga hita. Sigurður Einarsson er markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk en Ingólfur Óskarsson og Gísli Blöndal skora þrjú mörk hvor. 28. apríl 1984 Oddur Sigurðsson setur nýtt Íslandsmet í 400 metra hlaupi karla og nær þriðja besta árangri Norð- urlandabúa í greininni frá upphafi þegar hann hleypur vegalengdina á 45,69 sekúndum á móti í Des Moines í Bandaríkjunum þar sem hann hafnar í þriðja sæti. Oddur átti fyrra metið, 46,49 sekúndur, en með þessu nær hann bæði lágmarki inn á bandaríska háskólameistara- mótið og ólympíulágmarki, og er því á leið á sína aðra Ól- ympíuleika um sumarið. 28. apríl 1992 „Nú hætti ég í stelpunum og sný mér að strákunum,“ segir Gústaf Adolf Björnsson, þjálf- ari kvennaliðs Víkings í hand- knattleik, við Morgunblaðið eftir að lið hans tryggir sér Ís- landsmeistaratitilinn með sigri í oddaleik gegn Stjörn- unni á útivelli, 24:21. Gústaf snýr þar með til starfa hjá Knattspyrnusambandi Íslands þar sem hann hefur verið ráð- inn aðstoðarþjálfari Ásgeirs Elíassonar, þjálfara karla- landsliðsins. 28. apríl 1999 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn tíunda leik í röð án taps undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar þegar það sigr- ar Möltu 2:1 í vináttulands- leik á útivelli. Þórður Guðjónsson skorar fyrsta mark leiksins og sig- urmarkið skorar Ríkharður Daðason með skalla eftir fyr- irgjöf Hermanns Hreið- arssonar. 28. apríl 2004 Lettland og Ísland gera markalaust jafntefli í vin- áttulandsleik karla í knatt- spyrnu í Riga en úrslitin þykja góð fyrir íslenska liðið þar sem Lettar höfðu komið gríð- arlega á óvart og voru á leið í lokakeppni EM 2004 í Portú- gal. Árni Gautur Arason markvörður er í aðalhlutverki og ver tvívegis meistaralega í leiknum. 28. apríl 2013 Grindvíkingar tryggja sér Ís- landsmeistaratitil karla í körfuknattleik annað árið í röð með því að sigra Stjörn- una, 79:74, í oddaleik liðanna um titilinn á heimavelli sínum í Grindavík. Aaron Broussard með 25 stig, Samuel Zeglinski með 21 og Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 12 stig og 11 fráköst eru í aðalhlutverki hjá Íslandsmeisturunum. Á ÞESSUM DEGI DANMÖRK Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Thea Imani Sturludóttir, landsliðs- kona í handknattleik, leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Aarhus frá og með næsta tímabili. Thea, sem er 23 ára, kemur til félagsins frá Oppsal í Noregi, þar sem hún lék eitt tímabil í efstu deild. „Ég heyrði fyrst í þeim fyrir áramót. Þjálfarinn hefur fylgst með mér í gegnum fer- ilinn og vissi af mér. Hann ákvað að heyra í mér og snemma á þessu ári heimsótti ég félagið og leist vel á. Ég skrifaði undir samninginn fyrir nokkru,“ sagði Thea í samtali við Morgunblaðið. Fékk meðmæli frá Birnu Thea er spennt fyrir komandi tím- um hjá nýju félagi, í nýju landi og nýrri deild. Segir hún aðstæður í Aarhus vera býsna góðar og þá fékk hún meðmæli frá Birnu Berg Har- aldsdóttur, liðsfélaga sínum í lands- liðinu. „Það var allt saman mjög fag- legt þarna. Þjálfarinn er reynslu- mikill og ég fann að liðsandinn var góður. Umgjörðin er góð og mjög góð aðstæða fyrir styrktaræfingar. Aarhus er líka flott borg og margir Íslendingar búa þar. Birna hefur spilað þarna líka og hún sagði að þetta væri flott félag og gott fyrir mig að taka þetta skref,“ sagði Thea um sitt nýja félag. „Akkúrat núna er ég að hugsa um að bæta minn leik í handbolta og verða betri og betri. Fyrst þegar þú kemur inn í nýtt land og nýja deild þarftu aðeins að venjast, en ég er spennt að sjá hvað ég get lært á nýj- um stað og hjá nýjum þjálfara,“ sagði Thea, en Heine Eriksen hefur þjálfað Aarhus frá árinu 2017. Þá hefur hann einnig þjálfað yngri landslið Danmerkur. Thea, sem lék með Fylki hér heima, segir erfitt að bera norsku og dönsku deildina saman, áður en hún hefur spilað í þeirri dönsku. Reiknar hún samt sem áður með að sú danska sé aðeins sterkari. „Það er erfitt að segja þegar ég hef ekki spil- að sjálf í deildunum. Í norsku deild- inni eru þrjú efstu liðin í sérflokki, en þjálfarinn segir að það séu fleiri sterkari lið í Danmörku og deildin sé jafnari. Þetta eru svipað sterkar deildir, en danska deildin kannski aðeins sterkari,“ sagði Thea, sem hefur skorað 54 mörk í 40 A- landsleikjum. Þriðja markahæst Eftir tvö ár í norsku B-deildinni með Volda ákvað hún að söðla um og fara til Oppsal í efstu deild. Thea spjaraði sig vel í efstu deild og skor- aði 66 mörk í 19 leikjum og var þriðja markahæst í sínu liði á tíma- bilinu, áður en því var aflýst vegna kórónuveirunnar. „Mér fannst það ganga ágætlega. Ég fór ekki inn í tímabilið með nein- ar væntingar. Ég vissi hvað ég væri að fara í á blaði, en ég var óviss hvernig myndi ganga á vellinum. Þetta var fínt fyrsta tímabil í efstu deild. Maður vill samt alltaf gera betur og það var leiðinlegt að enda þetta svona og ekki ná að klára alla leikina,“ sagði Thea en Oppsal var í níunda sæti af tólf liðum þegar keppni var hætt. Vildi finna að ég væri tilbúin Eins og áður segir spilaði Thea í tvö ár með Volda í B-deildinni, þá undir stjórn Halldórs Stefáns Har- aldssonar. Hann þjálfaði hana sömu- leiðis hjá Fylki. „Ég spilaði með Volda í tvö ár og við vorum nálægt því að fara upp í efstu deild, en það gekk ekki alveg. Helsti munurinn á deildunum er að það eru fleiri yngri leikmenn í deildunum fyrir neðan og færri leikmenn með reynslu. Leik- mennirnir í efstu deildinni eru svo líkamlega sterkari,“ sagði Thea. Eftir góða spilamennsku með Fylki í Olísdeildinni tímabilið 2016/ 17 hélt Thea til Noregs og hitti þar fyrir áðurnefndan Halldór Stefán. Undir handleiðslu hans varð hún betri leikmaður og tók að lokum skrefið upp í efstu deild. „Það var ekki endilega planað hjá mér að taka þessu svona rólega, heldur vildi ég finna það hjá mér að ég væri tilbúin fyrir næsta skref. Þegar ég var hjá Volda hjá Halla fékk ég mjög góða þjálfun og þótt ég væri ekki að spila á móti topp- leikmönnum var ég á góðum stað. Ég gat æft eins mikið og ég vildi og gat stjórnað álaginu. Ég gat unnið í mínum hlutum og orðið betri leik- maður áður en ég fór í efstu deild og þegar ég tók skrefið var ég til- búnari.“ Getur verið hark Thea er ánægð með samninginn sem danska félagið bauð henni, en það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í handknattleik í kvennaflokki. Stefnir Thea á að mennta sig samhliða boltanum næsta vetur. „Þetta getur verið hark, en það er misjafnt í kvenna- handboltanum. Ég fékk fínan samn- ing núna, en ég stefni samt sem áður að því að byrja í skóla, en ég fæ ekki að vita hvernig það fer strax. Staðan er mjög mismunandi eftir löndum og félögum. Oftast eru það bara efstu og bestu félögin sem borga 100 pró- sent atvinnumannalaun, en þetta er mjög misjafnt,“ sagði Thea Imani Sturludóttir. Spennt að sjá hvað ég get lært  Thea Imani til Danmerkur frá Noregi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsliðið Thea Imani Sturludóttir skorar gegn Frökkum síðasta haust en hún hefur leikið 40 A-landsleiki og skorað í þeim 54 mörk. Enska knattspyrnufélagið Liver- pool hefur neyðst til að fresta áformum um að stækka heimavöll- inn sinn Anfield um tólf mánuði. Ætlar félagið að stækka völlinn um 7.000 sæti. Mun Anfield þá rúma 61.000 áhorfendur, en nú er ljóst að framkvæmdum lýkur ekki fyrr en í fyrsta lagi sumarið 2023. „Við höf- um þurft að glíma við nokkrar frestanir vegna veirunnar,“ sagði Andy Hughes, sem sér um fram- kvæmdirnar fyrir hönd félagsins. Áttu þær upprunalega að hefjast í desember á þessu ári. Stækkun á Anfield frestað AFP Anfield Völlurinn rúmar áfram 54 þúsund manns næstu árin. Forráðamenn félaga efstu deildar Þýskalands í körfubolta hafa ákveðið að klára tímabilið með tíu liða úrslitakeppni. Liðunum tíu verður skipt í tvo fimm liða riðla og eftir riðlakeppnina fara fram átta liða úrslit. Áætlað er að keppnin taki um þrjár vikur og verður keppt án áhorfenda. Allir leikir fara fram á sama stað. Martin Her- mannsson og samherjar hans í Alba Berlín verða á meðal þátttakenda, en liðið var í fjórða sæti og nýbúið að tryggja sér bikarmeistaratitil þegar hlé var gert á keppni. Martin í tíu liða úrslitakeppni Ljósmynd/Euroleague Berlín Martin Hermannsson er á leiðinni í tíu liða úrslitakeppni. Knattspyrnusamband Íslands hefur sent stjórnvöldum áskorun um að þau úrræði sem ætlað sé að létta undir með fyrirtækjum og ein- staklingum vegna heimsfaraldurs- ins af völdum kórónuveirunnar nýt- ist einnig íþróttahreyfingunni í landinu. Áskorunin er svohljóðandi: „Búa þarf svo um hnúta að úr- ræði stjórnvalda sem ætlað er að létta undir með fyrirtækjum og ein- staklingum vegna heimsfaraldurs Covid-19 nýtist einnig íþróttahreyf- ingunni í landinu. Ljóst er að óhjá- kvæmilegar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins, sem leitt hefur til stöðvunar á allri íþróttastarfsemi, hafa komið mjög illa við knattspyrnu- og íþrótta- hreyfinguna í heild sinni. Áhrifin eru jafnt félagsleg sem fjárhagsleg. Rétt er að minna á að íþrótta- hreyfingin hefur á liðnum áratugum lyft grettistaki hvað varðar holla íþróttaiðkun ungs fólks og fyllt þjóðina stolti yfir árangri afreks- fólks á innlendum og erlendum vettvangi. Þennan árangur er mik- ilvægt að varðveita með öllum til- tækum ráðum og búa í haginn fyrir enn frekari sókn. Brostnar forsendur knattspyrnu- hreyfingarinnar þessa dagana er krefjandi verkefni sem við tökumst á við í sameiningu og reynum að leysa eftir bestu getu samfélaginu til heilla. Þegar faraldurinn braust út var knattspyrnuhreyfingin, með stórum hópi starfsmanna og sjálf- boðaliða í stjórnum félaganna, í óða önn að undirbúa komandi keppn- istímabil. Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn. Því beinir stjórn KSÍ þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að tryggja íþróttahreyfingunni öfluga við- spyrnu á komandi vikum og mán- uðum. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem stjórnvöld bjóða rekstr- araðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Þessu er mjög ábótavant í þeim úrræðum stjórnvalda sem kynnt hafa verið til þessa og úr því þarf nauðsynlega að bæta. Til dæmis getur íþróttahreyf- ingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyf- ingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knatt- spyrnuhreyfingarinnar nýtt sér. Með betrumbótum á þessum úr- ræðum ásamt öðrum aðgerðum myndi rekstrarumhverfi íþrótta- félaganna verða betra og félögin, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geta frekar sinnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki.“ Skora á stjórnvöld að sinna íþróttahreyfingunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.