Morgunblaðið - 28.04.2020, Síða 27

Morgunblaðið - 28.04.2020, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 Sem betur fer hefur ástandið hér á landi batnað til muna síð- ustu vikur. Allt horfir til betri vegar og leyfir maður sér því að vera bjartsýnn á að Íslandsmótið í fótbolta geti hafist í júní. Knattspyrnusamband Ís- lands stefnir að því að hefja Ís- landsmótið föstudagskvöldið 13. júní, hálfum öðrum mánuði eftir að það átti upphaflega að fara í gang. Eins og staðan er í sam- félaginu í dag hljóta líkurnar á að það gangi upp að vera góðar. Þá geta stærstu mót yngri flokka vonandi farið fram sömu- leiðis. Ég fór á sínum tíma á tvö Shellmót í Vestmannaeyjum og tvö Essomót á Akureyri. Ég verð seint sakaður um mikla hæfileika á knattspyrnuvellinum og var því oftar en ekki í D-liði. Þrátt fyrir það eru þetta með betri æsku- minningum sem ég á. Það er stórkostleg skemmtun fyrir ungt knattspyrnufólk að fara á þessi mót og vonandi verður möguleiki á að halda þau í sumar. Fyrra Shellmótið sem ég fór á var árið 2000. Landsliðs- maðurinn Kolbeinn Sigþórsson varð markahæstur allra á mótinu með 25 mörk. Atli Sigurjónsson, núverandi leikmaður KR, vann skalla á milli keppni og Trausti Sigurbjörnsson, sem á 20 leiki í efstu deild með Þrótti og ÍA, vann kappátið! Ég sjálfur skoraði tvö mörk á mótinu og ég man enn þá eftir þeim eins og þau hefðu gerst í gær. Ég var mættur á fjær eins og Tryggvi Guðmundsson og kláraði ótrúlega vel. Þessi mót skapa minningar sem aldrei gleymast, hvort sem þú skoraðir 25 mörk og spilar með landslið- inu, eða einu tvö mörkin þín á stuttum og misheppnuðum ferli. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is „Við höfum bara verið að ræða sam- an um framhaldið og höfum horft að- eins fram í tímann,“ segir Guð- mundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, spurður um viðræður við landsliðs- þjálfarann Guð- mund Þ. Guð- mundsson. Þjálfarinn gat þess í samtali við RÚV um helgina að hann hefði rætt við HSÍ um áframhaldandi samstarf. „Það má alveg segja að áhugi sé hjá báðum aðilum að halda þessu áfram en ekki er kom- in nein niðurstaða. Guðmundur er með samning til júní 2021 og því er rúmt ár eftir. Tíminn er hins vegar fljótur að líða og næsta mót er HM í janúar en við vitum hins vegar ekki hvenær leikir í undankeppni EM fara fram.“ Þjálfar einnig í Þýskalandi Landsliðsþjálfarinn er einnig þjálf- ari Melsungen í Þýskalandi en sú staða var ekki uppi þegar hann var ráðinn síðast til HSÍ. Hafa stjórn- armenn í HSÍ einhverja skoðun á því hvort landsliðsþjálfarinn skuli vera í öðru þjálfarastarfi eða ekki? „Guðmundur tók starfið í Þýska- landi að sér með okkar samþykki og við vorum því alveg upplýst um það. Við teljum ekki að starf hans hjá Melsungen rekist á við okkar verk- efni. Við þetta eru bæði kostir og gallar og er alltaf matsatriði á hverj- um tíma,“ segir Guðmundur B. og þessi vinkill á málinu hefur verið til umræðu. „Gátum átt von á þessu“ Síðasta föstudag voru teknar ákvarðanir hjá Handknattleiks- sambandi Evrópu um næstu skref vegna kórónuveirunnar. Undan- keppnum hjá A-landsliðunum var til að mynda aflýst sem og tveimur Evr- ópukeppnum félagsliða sem gerði það að verkum að Valsmenn ljúka ekki Áskorendabikar Evrópu. Var eitt- hvað í þessari ákvörðun EHF sem kom Guðmundi formanni á óvart? „Maður vissi ekki neitt fyrir fram. Við höfðum aðeins velt þessu fyrir okkur og maður sá ekki ganga upp hvernig búa ætti til landsliðsviku í haust, með hliðsjón af stóru deild- unum í Evrópu. Sem dæmi þá er mjög þétt spilað í Þýskalandi. Niður- staðan kom manni ekkert rosalega á óvart þótt maður hafi ekki spáð þessu fyrir fram. Þetta var niðurstaða sem við gátum alveg átt von á. Að karlalið- ið sé komið inn á HM er alveg frá- bært. Við vonum bara að veiran verði yfirstaðin en erfitt er að segja til um hvernig þau mál þróast í Afríku eins og annars staðar. Þar af leiðandi á eftir að koma í ljós hvort undirbún- ingur liðsins raskast eða ekki. En það er ekki hægt að neita því að það er þægileg staða fyrir okkur að vera komnir áfram.“ Reksturinn er erfiður Hvernig skynjar Guðmundur and- rúmsloftið í hreyfingunni um þessar mundir? Hvernig gengur reksturinn hjá handknattleiksdeildunum miðað við þau samtöl sem hann hefur átt? „Þetta var hrikalega erfiður tími fyrir okkar íþrótt að hætta keppni. Við vorum að sigla inn í hápunkt vetr- arins hvað Íslandsmótið varðar og því högg að hætta á þessum tímapunkti. Akkúrat þegar spennan var að aukast rétt fyrir úrslitakeppnina. Vissulega voru þetta vonbrigði en allir virðast taka þessu með ró og skilja forsend- urnar sem búa að baki. Ljóst er að reksturinn hjá deild- unum er erfiður. Mér sýnist að menn séu að skera niður eins og þeir geta. Reynt er að gera reksturinn hag- kvæmari. Ég skynja að félögin eru að því núna og menn nýta tímann í það. Reyndar held ég að það sé ekki bara út af veirunni. Við þessar breytingar fóru menn í ákveðna naflaskoðun. Einkum í ljósi þess að búast má við að tekjurnar verði minni fyrst efnahags- lífið er að dragast saman. Óljóst er hversu langan tíma það tekur fyrir efnahagslífið í landinu að jafna sig,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. Áhugi hjá báðum aðilum að starfa saman áfram  Óneitanlega þægilegt að vera komnir á HM, að sögn formanns HSÍ Morgunblaðið/Einar Ragnar Haraldsson EM 2020 Alexander Petersson gæti verið á leið á HM í janúar. Hann var í stóru hlutverki á EM í byrjun árs eftir að Guðmundur landsliðsþjálfari fékk Alexander til að gefa kost á sér í íslenska landsliðið á nýjan leik. Guðmundur B. Ólafsson. Leikmenn enska knattspyrnuliðsins Arsenal fá að mæta á ný á æfinga- svæði félagsins síðar í þessari viku en með ströngum skilyrðum. Að- eins fimm leikmenn mega mæta á svæðið í einu og er skipt í hópa sem æfa í klukkutíma hver fyrir sig. Þeir einu sem fá að koma þangað með þeim eru styrktar- og líkams- þjálfarar. Knattspyrnumenn bíða eins og aðrir eftir því að breska rík- isstjórnin tilkynni um næstu skref í mögulegri afléttingu samkomu- banns. Von er á næstu fréttum í þeim efnum 7. maí næstkomandi. Leikmenn fá að mæta á æfingar AFP Arsenal Leikmenn Arsenal mega mæta á æfingasvæðið fljótlega. Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Edinson Cavani er ítrekað orðaður við önnur félög en ljóst þykir að hann yfirgefi París SG í sumar þeg- ar samningur hans rennur út. L’Equipe, franska íþrótta- dagblaðið, segir mjög líklegt að hann fari til Manchester United, sem sé eitt af fáum félögum sem hafi fjárhagslega burði til að fá þennan 33 ára gamla sóknarmann í sínar raðir. Cavani er að ljúka sínu sjöunda tímabili með PSG þar sem hann hefur skorað 138 mörk í 200 leikjum í frönsku 1. deildinni. Cavani líklegast til Manchester AFP Manchester Edinson Cavani er orðaður við Manchester United. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ætlar að leggja til breytingu til bráðabirgða á reglum um inná- skiptingar leikmanna þegar fótbolt- inn fer aftur í gang eftir hléið sem staðið hefur yfir víðast hvar í nokkr- ar vikur. Lagt er til að hvert lið megi gera fimm breytingar á liði sínu í hverj- um leik, en það verði þó að gerast með því að stöðva leikinn í mesta lagi þrívegis á meðan hann er í gangi til að forðast óþarfa tafir. Í hálfleik má að sjálfsögðu gera allt að fimm breytingar. Tillagan er lögð fram á þeim for- sendum að ljóst sé að leikmenn komi beint úr löngu fríi frá fótboltanum eftir stöðvunina af völdum kór- ónuveirunnar og útlit sé fyrir að leikið verði mjög þétt til þess að hægt sé að ljúka tímabilinu á sem skemmstum tíma. Þetta svigrúm með skiptingar er því hugsað leik- mönnunum til verndar gagnvart álagsmeiðslum. Lagt er til að þessi regla verði áfram í gildi tímabilið 2020-’21, sem og í landsleikjum til ársloka 2021, enda stefnir í að leikja- álagið verði áfram umtalsvert næstu misserin. International Football Association Board, IFAB, verður að samþykkja reglurnar en sú nefnd heldur utan um knattspyrnulögin á heimsvísu og fjallar um málið síðar í þessari viku. FIFA vill heim- ila fleiri inná- skiptingar Knattspyrnusamband Íslands fær liðlega 4,3 milljónir evra, um 685 milljónir íslenskra króna, frá Knatt- spyrnusambandi Evrópu, UEFA. Sambandið úthlutar þeirri upphæð til sinna fimmtíu og fimm aðildar- ríkja. Samtals verður upphæðin um 37,5 milljarðar króna sem fara frá UEFA til aðildarsambandanna. Í ljósi þeirra áhrifa sem kórónu- veiran hefur haft á knattspyrnu- hreyfinguna í álfunni verður aðild- arsamböndum eins og KSÍ í sjálfsvald sett hvernig þau ráðstafa þessu fé. Í tilkynningu frá UEFA kemur fram að knattspyrnuforystan í hverju landi sé best til þess fallin að meta hvar peningarnir koma að bestum notum. „Íþróttin stendur frammi fyrir áð- ur óþekktum áskorunum vegna CO- VID-19. UEFA vill aðstoða sín að- ildarsambönd að bregðast við með þeim hætti sem þau telja heppileg- ast í samræmi við þær aðstæður sem uppi eru hjá þeim.“ Upphæðin sem Evrópuþjóðirnar fá bætist ofan á þá upphæð sem FIFA lætur aðildarsamböndin fá. Í þeim pakka á KSÍ von á tæplega 100 milljónum íslenskra króna eins og fram kom hjá Mbl á dögunum. Sam- bandið fær því hátt í 800 milljónir sem ættu koma að góðum notum í þessu árferði. kris@mbl.is KSÍ fær 685 milljónir frá Knattspyrnusambandi Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.