Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 2
Hvað kom til að Spaugstofan ákvað að koma saman og búa til hlaðvarp? Vegna ástandsins í dag langaði okkur að leggja lítið lóð á vogarskálarnar og reyna að hafa smá gaman. Hvernig ætlið þið að finna eitthvað spaugi- legt við ástandið? Allir heimurinn er sem betur fer að reyna að líta á spaugi- legu hliðarnar þótt þetta sé auðvitað grafalvarlegt. Ekki ger- um við lítið úr því. En spaugilega hliðin er hvernig við bregð- umst við og hegðum okkur í þessum undarlegu kringumstæðum, eins og í sóttkví heima hjá okkur eða að hamstra klósettpappír. Geta Bogi og Örvar virt tveggja metra regluna? Nei, ég á bágt með að trúa því. Þeir eru reyndar í góðum málum því það er spritt á hverju götuhorni. Þeir þurfa að passa sig sér- staklega vel. Það er hætt við að sprittið fari annars staðar en á hendurnar á þeim. Verður gert grín að þremenningunum Víði, Ölmu og Þórólfi? Já, þetta ágæta fólk, þau sleppa ekki neitt. En ég held þau taki því afskaplega vel. Er þetta upphafið að endurkomu Spaugstofunnar? Það er ómögulegt að segja. Við finnum að við erum í stuði og það er aldrei að vita hvað gerist. Eru þið allir frískir? Já, sjö, níu, þrettán. Við höldum þriggja metra reglu á vinnu- fundum. Við viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur og höfum það þrjá metra! Morgunblaðið/Kristinn Magnússon SIGGI SIGURJÓNS SITUR FYRIR SVÖRUM Gósentíð hjá Boga og Örvari Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2020 Hann var í hrókasamræðum þegar við komum inn í lestina. Ekki viðfólk af holdi og blóði, heldur stafla af samanbrotnum pappakössum.Skyndilega fletti hann upp á einum þeirra í staflanum og las honum pistilinn, svo eftir var tekið. Á því augnabliki grét ég það að vera ekki sleipari í frönskunni en hann gæti hæglega hafa sagt: „Þú ert nú meiri pappakass- inn!“ Af hverju var maðurinn að þessu? hugsar þú nú með þér, lesandi góður. Jú, auðvitað. Hefði hann talað við sjálfan sig hefði fólk getað haldið að hann væri eitthvað skrýtinn! Svo var það pilturinn, ugglaust á einhverju rófi, sem stóð einn úti í horni í lestinni í Lundúnum og söng úr sér lungun, níðsöngva um knatt- spyrnuliðið sem hann fæddist til að hata. Við horfðum hvert á annað, ég, sonur minn og tengdadóttir, og hugsuðum það sama: Við getum ekki látið hann syngja einan! Þess vegna tókum við undir með honum og áður en við vissum var allur klefinn byrj- aður að syngja hástöfum, stappa og lemja í veggi. Svipurinn á piltinum. Þvílík stemning, þvílík stund. Annar maður, litlu eldri, var að minnsta kosti sex víddum frá okkur hinum í lestinni í París vegna áfengis- og ugglaust fíkniefnaneyslu. Getur ekki hafa haft hugmynd um hvar hann var staddur í heiminum. Svo kláraðist bjórdósin; alveg sama hvað hann reyndi, ekki kom dropi úr henni meir. Næst þegar lestin nam staðar sikksakkaði okkar maður út á pall og tók óljósa stefnu á ruslakörfu með dósina. Bingó, „layöpp“, tvö stig. Afrek út af fyrir sig. Því næst sneri hann óvænt við og sikksakkaði aftur inn í lestina rétt áður en hurðin skall aftur. Hann var þá ekki á leiðinni út, bara svona annálað snyrtimenni. Og með allt sitt á hreinu. Loks var það þegar ég var seinastur inn í lestina í Róm og klemmdist í dyr- unum. Sat fastur en slapp inn af harðfylgi og með hraðan hjartslátt. Til þess eins að eldri kona lét eldi og brennisteini rigna yfir mig, á móðurmáli þeirra Rómverja. „Af hverju er konan svona reið?“ spurði ég son minn. „Vegna þess að þú barðir manninn hennar,“ svaraði hann um hæl. Varð mér þá litið á mann á níræðialdri í keng við hliðina á mér; ég hafði sumsé rekið olnbogann í bringspalirnar á honum í öllum látunum. Bað hann auðmjúklega afsökunar sem hann tók til greina. Augu konunnar hans skutu áfram gneistum. Það er vitaskuld illa ráðið á ferðast með neðanjarðarlestum á þessum sein- ustu og verstu tímum en þegar pestin víkur og ég kemst aftur til útlanda verð ég fljótur að leita eina slíka uppi. Þaðan á ég dásamlegar minningar. Neðan jarðar, ofar skýjum Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Af hverju er konansvona reið?“ spurði égson minn. „Vegna þess aðþú barðir manninn hennar,“ svaraði hann um hæl. Arndís Thorarensen Ég ætla að vera heima og hafa það gott. SPURNING DAGSINS Hvað ætlar þú að gera um páskana? Haukur Örn Birgisson Ég verð líklegast heima, samkvæmt ráðleggingum lækna. Camilla Þórsdóttir Ég verð bara heima. Göngutúrar og innivera. Sindri Sigurðarson Ég ætla að slaka á heima og spila Call of Duty: Warzone með félögun- um. Og gera heimaæfingar til að halda mér í formi. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Spaugstofan hefur komið saman að gerð hlaðvarpsþátta í samstarfi við RÚV og Þjóðleikhúsið. Þeir fara í loftið á sunnudögum um hádegisbil og eru síðan aðgengilegir á ruv.is undir nafninu Spaugvarpið. Dolorin Hita- og verkjastillandi paracetamól Á HAGSTÆÐUVERÐI! Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Lesiðvandlegaupplýsingarnaráumbúðumogfylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til lækniseða lyfjafræðingsséþörfá frekari upplýsingumumáhættuogaukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Nýjar umbúðir Dolorin500mg paracetamól töflur - 20stkog30stk Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.