Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 19
5.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Morgunblaðið/Árni Sæberg Er eitthvað sem þú gerir bara fyrir þig yfir daginn? „Ég reyni að passa mig að fara í göngutúr einhvern tímann yfir daginn til að fá smá súrefni.“ Reyna að halda sig sem mest heima Er eitthvað sem þú forðast að gera í dag? „Já, eiginlega flestallt. Við hittum enga nema bara okkur fjölskylduna og förum ekk- ert í heimsóknir. Við reynum bara að halda okkur sem mest heima enda held ég að það sé mjög mikilvægt. Ég þarf eðli málsins vegna stundum að fara út í tökur að taka viðtöl en þá fylgjum við ýtrustu öryggisreglum og pössum að halda tveggja metra fjarlægð við viðmælendur. Ástandið setur okkur vissulega skorður við efnisöflun þegar maður er að vinna efni fyrir sjónvarp en þá er um að gera að reyna að hugsa út fyrir boxið og finna nýj- ar lausnir. Þannig spratt einmitt upp hug- myndin að Heimalandanum, sem er nýr dag- skrárliður í Landanum þar sem við óskum eftir að fólk sendi okkur myndbönd af því sem það er að gera til að stytta sér stundir í samkomubanninu og bestu myndböndin enda svo í Landanum. Þannig náum við að „hitta“ fleira fólk án þess að hitta það og fáum að sjá hvað fólk er að gera á þessum skrýtnu tím- um.“ Nærðu að halda þér sæmilega til eða ertu á náttfötunum eins og svo margir aðrir? „Ég passa mig nú að klæða mig á hverjum morgni en er mikið að vinna með þægilegan fatnað. Jogginggalli og ullarsokkar eru mikið notaðir þessa dagana.“ Geturðu fundið eitthvað fallegt sem hefur komið út úr öllu því sem er að gerast þessa dagana? „Mér finnst meiri samkennd í samfélag- inu. Fólk er meðvitaðra um náungann og að það séu margir sem eiga um sárt að binda á þessum erfiðu tímum. Ég held að þetta eigi líka eftir að hægja aðeins á hraðanum í samfélaginu. Takturinn var orðinn dálítið hraður hjá mörgum og kannski færir þetta okkur nær því að sjá hvað það er sem skiptir máli.“ Er nauðsynlegt að eiga skemmtilegan maka á tímum sem þessum? „Ég myndi segja að það væri mjög mikil- vægt. Ég hugsa að þetta sé alveg alversti tím- inn til að eiga leiðinlegan maka. Ég slepp sem betur fer við það enda heppin að eiga mjög skemmtilegan maka sem er aldrei leiðinlegt að vera með.“ Stórkostleg tilfinning að leiðast um stund Hvernig hafið þið gaman saman? „Við fáum okkur góðan mat og horfum á eitthvað skemmtilegt, eins og til dæmis tón- leikana hjá Helga okkar Björns. Síðustu helgi fengum við okkur góðan mat og hlustuðum á tónleikana með nokkrum vinum okkar á Face- time. Þetta endaði svo í #heimameðHólm þar sem Sóli tók nokkur lög á píanóið og við sung- um öll með.“ Hvað viltu segja við landsmenn sem eru margir hverjir að reyna að ná utan um hlutina á skrifstofunni með ys og þys í kringum sig? „Bara slaka aðeins á. Mér finnst eins og sumum finnist þeir þurfa vera að afreka svo mikið í þessu samkomubanni að það verður yf- irþyrmandi. Við erum svo ýkt að allir ætla hreyfa sig rosa mikið, gera jóga í stofunni, mála eldhúsið, baka og elda allt sem þeir geta, kenna börnunum og klippa sig sjálf. Eigum við ekki bara aðeins að slaka og reyna að muna hvernig það er að leiðast í smástund. Það er al- veg stórkostleg tilfinning sem örugglega flest- ir eru búnir að gleyma.“ Hvaða manneskju langar þig að skoða heimaskrifstofuna hjá næst? „Ég myndi vilja skora á vinkonu mína Þór- hildi Ólafsdóttur að sýna sína heimaskrif- stofu.“ Birta og Viktoría á góðri stundu heima.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.