Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2020 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Kannski er það þannig að erfiðar að-stæður dragi fram það besta í fólki.Ég er ekki frá því að maður geti fundið það á þessum síðustu og furðulegustu tímum. Að baki liggur svo sem engin vís- indaleg rannsókn en samfélagsmiðlarnir, sem eru jú það sem tengir okkur helst núna, eru heldur bjartari, vinalegri og ákveðnari í að tapa ekki gleðinni. Kannski er ég að ímynda mér þetta en mér finnst minni reiði á Facebook, minna yfirlæti á Twitter og klárlega færri rassamyndir frá útlöndum á Instagram. Þess í stað er komin einhvers konar óskipulögð hreyfing sem reyn- ir frekar að horfa á björtu hliðarnar. Mögulega hefur kórónuveiran náð að þjappa okkur saman. Sem hlýtur að teljast merkilegt í ljósi þess að það er hreinlega búið að banna okkur að koma saman – líkamlega. Ég er samt ekki frá því að ég tali meira við fólk núna en ég gerði áður en þessi ósköp dundu yfir. Við erum líka að læra ýmislegt. Veitinga- staðir hafa þurft að loka veitingasölum en hafa brugðist við með því að senda heim eða bjóða fólki að sækja mat. Sem gerir það að verkum að margir fara oftar „út að borða“ en þeir gerðu. En breytingarnar eru fleiri. Íþrótta- fréttamenn hafa breyst í sagnfræðinga, tón- listarmenn halda stofupartí og línulegt sjón- varpsáhorf er komið aftur með daglegum blaðamannafundum. Þar fer fremstur í flokki maður sem við kynntumst nýlega en höfum sem þjóð lýst yfir að við munum hlýða skil- yrðislaust. Í svona ástandi hafa líka komið fram orð sem við þekktum ekki áður og höfum jafnvel aldrei sagt. Nú getum við ekki hætt að nota þau. Orð á borð við sýnatökupinna, samkomu- bann, hjarðónæmi, veldisvöxt, sjálfklippingar og heimasóttkví. Við höfum líka fengið nokkur ný orð í ís- lenskuna, sem voru ekki til og lýsa ástandi sem við höfum aldrei kynnst fyrr. Þau eiga það sameiginlegt að reyna að finna húmorinn við þessar erfiðu aðstæður. Það er sennilega rétt að útskýra einhver af þeim: Pestapó – Borgari sem tekur að sér að fylgjast með því að aðrir haldi fjarlægð, sóttkví, einangrun og helstu var- úðarráðstafanir. Heimaferðalag – Að reyna að gera gott úr því að vera heima hjá sér. Frostadamus – Sérfræðingur sem veit meira en allir sérfræðingarnir, jafnvel þótt hann hafi ekki menntun í tilteknu fagi. Covidmágar – Menn sem hafa smitast af þeim sama. Fjartí – Fjarpartí í myndsamtali. Ef einhver hefði sagt mér að við myndum öll bíða spennt eftir að geta hlaðið niður for- riti í símana okkar sem getur rakið ferðir okkar í smáatriðum, þá hefði ég sennilega sagt að nú væri fólk endanlega búið að missa það. En furðulegir tímar kalla á furðuleg við- brögð. Ég er bara ánægður á meðan þau felast í því að finna björtu hliðarnar á þessu öllu sam- an. ’Kannski er ég að ímyndamér þetta en mér finnstminni reiði á Facebook, minnayfirlæti á Twitter og klárlega færri rassamyndir frá útlöndum á Instagram. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Björtu hliðarnar Áhrif covid-faraldursins leggj-ast nú á samfélag okkar meðauknum þunga. Vonandi rætast þær spár sem benda til að há- markinu verði náð um miðjan þenn- an mánuð. En jafnvel þótt þær geri það mun faraldurinn reyna mjög á þolgæði okkar frá degi til dags. Um leið þurfum við að hafa augun á framtíðinni, reyna að sjá fyrir okk- ur hvernig verður umhorfs eftir að flóðbylgjan hefur fjarað út og hug- leiða hvaða lærdóm megi draga af þessum atburðum. Næstu vikur verða áskorun Tæpur hálfur mánuður er frá því að hert samkomubann tók gildi. Það gerbreytti daglegu lífi í landinu, enda var það tilgangurinn. Þetta reynir á okkur með ýmsum hætti. Félagslegur aðskilnaður er þungbær og nú gildir það ekki bara um þá sem eru veikir, smitaðir eða í sóttkví heldur alla landsmenn upp að einhverju marki. Þá eru sífellt fleiri í tví- sýnni stöðu á vinnu- markaði eða hafa jafnvel misst störf sín. Ekki þarf að fjölyrða um álagið á þá sem standa í framlínunni, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri. Við erum ekki hálfnuð með þetta tímabil stífra takmarkana á sam- skiptum, sem í dag er ráðgert að vari til 4. maí. Við verðum því að halda vel utan um hvert annað og gefa af okkur eins og við getum. Þó að aukið framboð á afþreyingarefni sé lofs- vert er líka ljóst að við munum ekki „streyma okkur í gegnum þetta“. Mestu skiptir að við hugum að sam- skiptum við fjölskyldu og vini eins og kostur er með þeim leiðum sem í boði eru. „Það er til samfélag“ Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Boris Johnson forsætisráð- herra Bretlands lét þau orð falla að faraldurinn hefði sýnt okkur fram á að það væri til fyrirbæri sem héti samfélag. Með þessu vísaði Johnson til frægra orða Margrétar Thatcher sem sagði árið 1987 að það væri ekk- ert til sem héti samfélag, aðeins ein- staklingar. Vel má vera að orð henn- ar hafi flogið hærra á sínum tíma en tilefni var til og að þau hafi jafnvel stundum verið slitin úr samhengi en það eru samt tíðindi að Boris John- son skuli beinlínis andmæla þeim með þessum hætti nú. En það er líka önnur hlið á málinu sem ég myndi vilja benda á. Á sama hátt og faraldurinn sýnir fram á að það er eitthvað til sem heitir sam- félag þá sýnir hann líka fram á það að samfélag þrífst ekki án atvinnu- lífs. Sterkt atvinnulíf, og sú verðmæta- sköpun sem þar fer fram, er for- senda velferðarkerfis. Og sterkt vel- ferðarkerfi er ein af forsendum öflugs samfélags. Allt hangir þetta saman og það kemur berlega í ljós nú þegar atvinnulífið hefur snögg- kólnað þannig að þess eru fá ef nokk- ur dæmi. Vissulega blasir þetta þó misjafn- lega skýrt við fólki, eins og söguleg og kannski afdrifarík óeining innan ASÍ síðustu daga ber með sér. En það er einmitt í þágu endur- reisnar atvinnulífsins – og þannig velferðarinnar og samfélagsins – sem ég skrifaði í gær undir samning við Íslandsstofu um alþjóðlegt mark- aðsátak af áður óþekktri stærðar- gráðu, sem verður ráðist í um leið og aðstæður á mörkuðum leyfa. Langtímaáhrif Sagnfræðingurinn Yuvel Noah Harari benti á það í athyglisverðri grein í Financial Times á dögunum að faraldurinn kynni að valda var- anlegum breyt- ingum á samfélagi okkar. Ástæðan er sú að í viðleitni okk- ar til að bregðast við faraldrinum er gripið hratt til mjög róttækra ráð- stafana, sem við venjulegar að- stæður kæmu ekki til álita eða tæki a.m.k. mörg ár að þróa, ræða og samþykkja. Hann hvetur til þess að ákvarð- anir dagsins í dag miðist ekki ein- göngu við bráðahættuna sem að okk- ur steðjar heldur líka langtímaáhrif sem þær kunna að hafa. Mikilvægustu álitamálin eru að hans mati tvenns konar: Annars veg- ar hversu víðtækar eftirlitsheimildir við færum ríkisvaldinu til að hemja útbreiðslu faraldursins og hins veg- ar hvort við veljum alþjóðlega sam- vinnu eða lokum okkur af, hver þjóð út af fyrir sig. Þetta er verðug áminning. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að alþjóðasamvinna sé svarið fremur en einangrun. Þess vegna hafði ég í vikunni frumkvæði að fjarfundi nor- rænna viðskiptaráðherra til að ræða hvort og þá hvernig Norðurlöndin gætu haft samvinnu um endurreisn- ina að loknum faraldri. Viðtökurnar voru framar vonum. Það er undir okkur komið að draga réttan lærdóm af þessum fá- heyrðu atburðum. Það mætti hugsa sér verri lexíu en mikilvægi þess að efla samskipti bæði einstaklinga og þjóða. Hugsum bæði til skemmri og lengri tíma Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’Sterkt atvinnulíf,og sú verðmæta-sköpun sem þar ferfram, er forsenda velferðarkerfis.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.