Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 9
5.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Elsku fiskurinn minn. Þótt þér finnist þú kannski ekki alveg sigla í hlýja golfstraumnum núna, þá er þetta bara rétt um stundarsakir að þér finnist þú þurfa að synda upp fossa og ískaldar ár. Í þessu sérðu líka hvers þú ert megnugur og hefur miklu meiri kraft en þér hefur nokkurn tímann dottið í hug þú byggir yfir. Hugmyndir þínar um að laga, redda og bjarga gætu fyllt heila bók, svo þú tekur á rás eins og flugfiskur og hver stoppar hann? Þú eignast aðdáendur allt í kringum þig og átt eftir að elska það og gefðu ástinni rými og leyfi til að anda því þá blómstrar hún í öllum litum alheims- ins. Þetta er svo góður tími ef þú hefur einhvern áhuga á dýrum, þá er tíminn til þess að finna ný tengsl, fá sér hund, kött eða gullfisk, rækta blóm eða hvað sem mögulegt er á þessum tíma sem vorið býður okkur upp á. Þú þarft nefnilega ekkert til að sljóvga hugann eða hjartað, nema einfaldar aðferðir eins og við höfum kunnað frá því mann- kyn hófst. Þú hefur fundið fyrir tilvist einhverrar sorgar og núna vinnur þú svo vel úr því öllu saman og ef þú ert leiðandi og áberandi fiskur þá margfaldarðu það upp og færð at- hygli á hárfínan hátt og þú færð virðingu og staðfestingu á hæfileikum þínum, því þú ert svo sannarlega búinn að vinna hörðum höndum að svo mörgu. Þú finnur þá peninga sem þú þarft til að bjarga, redda og bæta og það eru alls stað- ar leiðir og sérstaklega í kringum þig; þú tilfinninganæmi, góði og yndislegi fiskurinn minn, hamingjan er að banka, svo stattu upp! Hamingjan bankar FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS Láttu engan að þér hæða, þú munt af gjörðum þínum græða. Knús og kossar Elsku sporðdrekinn minn, þú ert að fara inn í svo merkilegt tímabil þar sem þú þarft að taka skýrar ákvarðanir, en skýrar ákvarðanir eru ekki á gráum svæðum og alls ekkert kannski eða seinna, svo það er bara já eða nei og þetta mun losa þig undan þeirri krísu hugarins sem hefur verið að pína þig. Þú hefur það efni í þér að geta verið svo afdráttarlaus og skýr og ert búinn að láta svo marga vita hvað þig langar til að gera, en núna er akkúrat tíminn til að framkvæma. Þú ert að skipta um ham og tekur ákvarðanir á færibandi og hugsar hvað gerðist eigin- lega og hvaðan fékk ég þennan kraft til að standa með mér? Ekkert vera að spá í það því hann er bara þarna þessi dásamlegi kraftur sem losar þig úr viðjum þess að standa ekki með þér. Þú ert á sterku tímabili til að fá útrás fyrir allar mögulegar tilfinningar og fólk á það til að geta orðið hálfhrætt við þig, því pínulítil hefnigirni getur fæðst, svo í guðanna bænum fólk, ergið ekki sporðdrekann minn. Í ástríðum þá er Venus að leika við þig og þeir sem eru á lausu eru með háa tíðni til að tengja sig við hitt kynið og leyfa ástríðunum að flæða. Þú ert að vaxa mikið, verða sterkari og sterkari, vitund þín verður næmari og næmari og þú upplifir að hafa fangið fullt af ást og í þeirri vegferð færðu gjafir sem gleðja huga þinn og hjarta. Mundu bara að mátturinn býr í þessum mánuði og með því sem þú sérð og kem- ur til með að halda í höndina á þér á næstunni, þannig byggirðu upp alla framtíð þína. Þér fylgir undarleg lukka, svo gáðu hvort þú hafir ekki fengið vinning eða eitthvað sem þú jafnvel tekur ekki eftir, kannski eru þetta gjafirnar sem ég var að segja frá, en þetta mun veita þér spennu, gleði og góða tíma. Að skipta um ham SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 22. NÓVEMBER Elsku sterka steingeitin mín, það er aldeilis búið að vera magnað lífið þitt síðustu mánuði, mikið búið að vera að gerast í öllu og alls staðar. Í hjarta þínu hefurðu elst aðeins og þroskast, en þú leyfir lífinu að flæða án þess að reyna að stoppa og stjórna þér og þótt þú vitir manna best hvað er rétt og hvað er rangt, þá er það svo fallegt þegar þú sleppir tökunum og sérð hvað þú ert flott, góð og drífandi. Okkar helstu stríðsmenn hafa verið steingeitur því þið hafið herkænskuna og sjáið núna að það sem þið hafið verið að byggja upp blómstrar, verður fallegt og fegurra með hverjum deginum, svo sjáið þið líka að margt visnar og fer, en þetta er bara hreinsun sem þið getið verið þakklát fyrir. Hlýja, ást og nánd verður það sem umvefur ykkur, töfrarnir hjálpa þér að lagfæra það sem þú hélst áður fyrr að þú gætir ekki lagað og merkilegir hlutir gerast yfir páskahátíð- ina og þegar fallega fulla tunglið birtist okkur hinn 8. apríl þá byrjar þessi margbreytilega orka og í kyrrðinni gerast kraftaverkin. Sumir taka til í geymslunni en þú ferð ósjálfrátt að taka til í heilanum og þú raðar lífinu allt öðruvísi og svo sterkt að þú skynjar regnbogann í hjartanu, kærleikann, ástina og auð- mýktina. Þessi endurfæðing er svo dásamleg og óútskýranleg, en skoðaðu aðeins að þú þarft fyrst að hugsa það sem þú vilt að gerist, því heimurinn svarar hugsunum, svo þegar þú hefur tekið til í heilabúinu verða hugsanirnar skarpari, þær hljóma hærra og það er lykillinn að lífi þínu. Leyfir lífinu að flæða STEINGEITIN | 21. DESEMBER 19. JANÚAR Elsku vogin mín, sál þín er að eflast og orka móðurinnar er allt í kringum þig, svo þú tekur að þér alls konar, jafnvel fólk sem á bágt eða verkefni sem þú þarft alls ekki að gera en þig langar að sýna móðurlegt eðli þitt. Það er fullt tungl í þessu dásamlega merki hinn 8. apríl og í kringum það tímabil sem er núna eflist næmi þitt á hinum minnstu hlutum, orka þín róast og þú breiðir út faðm þinn eins og mamman gerir þegar börnin hennar koma heim. Ef þú skoðar vel þá dreymir þig merkilega hluti og ert berdreymin, svo það er gott fyrir þig að kasta fram spurningum áður en þú ferð að sofa og biðja um svar svo þegar þú vaknar þá muntu muna drauminn. Þú mátt ekki vakna upp við vekjarahringingu eða annan snöggan hávaða því þú þarft að vakna hægt og fara í gegnum það sem þig dreymdi, skrifa það strax niður og venja þig á að gera þetta sem oftast. Lok mars eða byrjun apríl munu sýna þér vissar þrengingar, en það er eins og þú fáir eða nýtir þér spádómsgáfu þína til að koma þér út úr þeim erfiðleikum og þú munt hugsa og framkvæma hratt og örugglega þegar líða tekur á apríl. Ástin verður betri en áður svo ekki loka á neitt í fljótfærni eins og voginni einni er eðlilega lagið því í augnablikinu er ekkert eins og það sýnist. Þú þarft svo sannarlega að útrás fyrir tilfinningar þínar svo mótaðu þær í jákvæðan farveg því illindi leiða af sér enn meiri illindi. Andaðu fjórum sinn- um og teldu upp að tíu áður en þú segir eða gerir eitthvað í hasti. Þetta eru dásamlegir tímar sem umvefja þig og þetta verður eitt hið besta ár sem þú hefur lifað og þú ert að fá upp í hendurnar verkfæri til þess að gera það sem þú þarft. Það verður svo mikil rómantík hjá þér hvort sem það er með þeim sem er nú þegar kominn inn í líf þitt eða fyrir þá sem eru að leita að sálu- félaga setur rómantíkin svo fallegan eld allt í kringum þig og tilfinningar magnast, því ástin elskar þig Ástin elskar þig VOGIN | 23. SEPTEMBER – 22. OKTÓBER Elsku bogmaðurinn minn, lífið er búið að vera svo hratt, en þú átt eftir að sjá hvað í raun og veru hefur hægst mikið um. Þú verður beðinn um marga greiða en veist ekki alveg hvort þú getur gert það, en sýndu eins mikla góðsemi og hægt er því það er lykillinn að því að lífið muni redda þér og þínum. Þú getur og munt koma þér út úr þeirri stöðu sem þér fannst þú vera kominn í og færð mikið hreyfiafl til þess að breyta, færa, laga og verður sterkari við hverja þraut sem mætir þér. Þú hefur verið að setja hjúp í kringum þig tengdan ástinni og þú þarft að leyfa örlögunum að leiða þig í réttan farveg, svo taktu áhættu þótt þú haldir að þú brennir þig því annars muntu alltaf efast um hvort þú gerðir rétt eða ekki, en þeir sem eru í sambandi skulu halda sér þar með auðmýkt og alúð. Það verður svo mikill kraftur í þér og þótt þér finnist það ólíklegt þá áttu eftir að eyða hinni miklu orku sem þú býrð yfir í eitthvað líkamlegt sem þú hefur ekki haft áhuga á áður að prófa. Flutningar eru í kortunum, gæti verið eitthvað sem er komið og þú veist af, en allavega verð- urðu mjög ánægður með útkomuna. Það á eftir að koma þér á óvart hversu margir eru í fjöl- skyldunni þinni, en fjölskylda er ekki endilega þeir sem eru þér blóðtengdir, heldur þeir sem þú velur í líf þitt. Stundum hittirðu einhvern og þið smellið saman við fyrsta orð, þarna eru sálirnar úr fyrra lífi að koma inn og þér finnst um marga sem eru að koma inn í líf þitt núna að þú hafir þekkt þá áður. Styrkur, kraftur og blessun felast í tengslanetinu þínu, svo virkjaðu það og breiddu út góðan boðskap, og láttu húmorinn fylgja, það er svo mikið þú, og dreifðu bjartsýni allt í kring- um þig Góðsemi er lykillinn BOGMAÐURINN | 23. NÓVEMBER 20. DESEMBER Elsku vatnsberinn minn, þetta er akkúrat tíminn sem þú stormar beint áfram og þótt þér finnist vera öskrandi bylur og þú sjáir ekki nema rétt fram fyrir fæturna á þér, þá áttu bara eftir að sjá og finna þú ert kominn fram úr þínum björtustu vonum og lífið er líka að senda þér öðruvísi lítil verkefni sem þú elskar að taka þátt í. Hugur þinn og tindrandi útgeislun eru þínir bestu kostir og þegar þú hefur náð tökum á því að geta talað frjálslega og leikið þér með orðaforðann finnurðu fyrst hvers þú ert megnugur. Hug- myndir þínar þjóta eins hratt og geimskip svo það er mikilvægt fyrir þig að segja fólki frá þeim í stað þess að reyna alltaf að redda öllu sjálfur. Fáðu fólk með þér í lið og reyndu að skipuleggja örlítið því það mun vaxa hratt og þér mun líða betur, hamingjan verður meiri og þá sérðu hversu langt þú ert kominn og þú sérð allt svo miklu skýrar, finnur á þér og veist hverjum þú ætlar að hanga með og þær tilfinningar og tengingar sem ekki eru byggðar á sannleikanum rofna. Það myndast í kringum þig hópur af fólki sem er á þinni bylgjulengd og hefur þessa víðsýni og jákvæðni sem þú býrð yfir svo ef einhver er að reyna að breyta þér og setja þér skorður, ef það er mamma þín er það allt í lagi, en annars alls ekki. Þú getur haft fulla trú á sjálfum þér þótt þú hendir þér út í óvissuna, því einlægni þín og for- ystulund láta þér líða eins og þú svífir áfram og þú færð til þín skilaboð í formi einhvers konar leiðinda eða hótunar en þú vinnur þér leið út úr því á ógnarhraða. Það eru dásamlegir tímar fram undan og þú átt eftir að fagna oft, en öllu sem fagnað er hefur alltaf fylgt einhver aðdragandi, mundu það elskan mín, en þú fagnar ástinni, fjölskyldunni og möguleikunum sem þú hefur. Fáðu fólk í lið með þér VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.