Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 13
5.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 – Borgarholtsskóli býður upp á nám fyrir • Félagsliða • Félags- og tómstundaliða • Leikskólaliða • Stuðningsfulltrúa í skólum • Viðbótarnám Leikskólaliða Umsóknarfrestur er til 31. maí 2020 Sótt er um á: www.bhs.is/namid/brautir/dreifnam/umsokn Nánari upplýsingar á: www.bhs.is/namid/brautir/dreifnam/ Ef þig vantar frekari upplýsingar sendu þá á: dreifnam@bhs.is í gegnu kjörið fyrir þá sem eru í starfi þig, þú sérð ekki eftir því NÁM MEÐ STARFI Dreifnám fyrir fullorðna Námið fer fram og vilja ná sé póst m netið og í staðlotum – indi. Sláðu til og skráður í starfsrétt . Fylgstu með okkur Borgarholtsskoli Borgarholtsskoli BHS.IS Svíþjóðar. Það var ótrúlega snúið verkefni, lít- ill svefn og andlega mjög krefjandi. Það var 26 tíma ferðalag frá Taílandi til Svíþjóðar en þá var Alma að vinna þar sem svæfingar- og gjör- gæslulæknir,“ segir hann. „Við erum samt mjög ólík og erum ekki allt- af sammála, en erum á uppbyggilegan hátt gagnrýnin hvert við annað. Okkur tekst alltaf að ræða okkur niður á niðurstöðuna, og ég held að fyrir vikið verði hún betri.“ Þjóðin hlýðir Víði Það má segja að Víðir hafi fengið stærsta verk- efni lífs síns um leið og hann tók við starfi yfir- lögregluþjóns nú fyrir skömmu. „Allt sem ég hef gert alla ævi, frá því ég var barn að horfa á eldgosið, mótar mann. Sumt er góð reynsla og gerir mann að því sem maður er í dag. En já, þetta er risaverkefni. Mér er treyst fyrir því en ég er með margt gott fólk í mínu teymi.“ Nú vissu fáir hver þú varst fyrir nokkrum vikum. Hvernig er að vera orðinn nokkurs konar þjóðareign? „Ég hugsa oft að fólk hljóti að fara að verða leitt á mér. Það er ekki eins og ég sé skemmti- legasti maður á landinu! En þetta er verkefni og við ætlum að leysa það.“ Nú gengur um landið slagorðið: Ég hlýði Víði. Finnst þér þjóðin vera að hlýða? „Já, já. Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið orðatiltæki en ég og Birgir Ómarsson sem samdi þetta höfum þekkst lengi og ég held að þetta hafi í upphafi átt að vera smá stríðni. En þetta er orðið slagorð verkefnisins, sem er bara fínt,“ segir Víðir og segir auðvelt fyrir fólk „að hlýða“ þar sem hann sé með trúverð- ugan málstað, sé heiðarlegur og sannur og með góð rök. „Nú þegar þetta er komið svona nálægt okk- ur tekur fólk þetta alvarlega. Þetta er ekki venjuleg flensa; þetta er miklu meira smitandi og miklu meira ólíkindatól en venjuleg flensa. Sumir veikjast ekki neitt og aðrir verða fár- veikir og erfitt er að sjá reglu í þessu. Hér eru fjórir látnir og ólíklegt að þeir verði ekki fleiri,“ segir hann. Nokkrar gagnrýnisraddir hafa verið uppi vegna þess að grunnskólar starfa enn, þó með breyttu sniði. Víðir segir að ef þetta hefði verið skæð inflúensa hefði skólum verið lokað en þessi veira hegðar sér öðruvísi. „Börn veikjast síður, fá síður einkenni og smita ekki eins mik- ið. Þetta er kenningin sem við vinnum eftir. Við hefðum aldrei tekið ákvörðun um að halda skólum opnum ef við hefðum litið á það sem einhverja tilraun.“ Eins og epli og appelsínur Í vikunni var tilkynnt að samkomubann yrði framlengt fram til 4. maí. Víðir telur ekki þörf á útgöngubanni því núver- andi aðgerðir hafi virkað nógu vel. „Ef upp koma hópsýk- ingar á einstökum svæðum verður mögulega gripið til harðari aðgerða á þeim svæðum; það er alveg viðbúið,“ segir hann og brýnir fyrir fólki að halda sig heima um páskana. „Hér á landi er auðvelt fyrir okkur að ná til samfélagsins og það er ekki hægt að bera okkur saman við önnur lönd, þetta er eins og epli og appelsínur. Við tökum hlutfallslega miklu fleiri sýni því við beitum þeirri aðferðafræði að finna hina sýktu eins fljótt og hægt er og koma þeim í einangrun og öðrum í kringum þá í sóttkví,“ segir hann. „Þetta hefur virkað því það er auðvelt fyrir okkur að finna fólk og hafa samband og 99% af fólki hlýða því ef við biðjum það að fara í sóttkví.“ Fáið þið margar tilkynningar um brot á reglum? „Við fengum átta hundruð tilkynningar nú á sjö dögum, bara á Facebook. Í síðustu viku fengum við 1.200 tilkynningar. Þetta er allt frá því að einstaklingur sem talið er að eigi að vera í sóttkví sé úti í búð og í það að það sé of mikill troðningur í Bónus. Alls konar. Við fylgjum þessu eftir og höfum samband en í fæstum til- vikum er stoð fyrir brotunum. Til dæmis eru margir búnir í sóttkví eða einangrun og mega þá vera úti í þjóðfélaginu. Ég hljóp á mig á sunnudag varðandi skipulagðar æfingar íþróttafélaganna, sem var auðvitað bara rangt. Ég hafði fengið rangar upplýsingar og tók þær hráar og kannaði ekki málið. Í öllum málunum voru þetta krakkar að æfa sjálf,“ segir hann og nefnir að komnar séu sektarheimildir. „Það er hægt að beita allt að fimm hundruð þúsund króna sekt fyrir brot, en vonandi þurfum við ekki að nota það. Við verð- um að standa saman núna, öll þjóðin. Þetta misheppn- ast ef við förum hvert í sína áttina. Nú þarf að kalla á þrautseigjuna í okkur.“ Þannig að þetta snýst frekar um að standa saman en að hlýða Víði? „Miklu frekar. Ef við stöndum saman getum við allt. Það eru tveir óvinir í þessu verkefni; veiran sjálf og óttinn. Við látum ekki veiruna stjórna heldur stýrum henni og slökum aldrei á. Við tökumst á við óttann með því að segja öllum allt. Það verður að vera þannig.“ Æskuástin varð eiginkonan Nú hefur fólk verið að reyna að halda í húm- orinn og meðal annars grínast með að það verði komið með ansi ljóta hárgreiðslu á næst- unni. Þú ert eins og nýklipptur. Hvernig get- urðu útskýrt það? „Það vex svo hægt á mér hárið,“ segir hann og hlær. „Ég fór í klippingu rétt áður en fyrra sam- komubannið var sett á. Það var klippt alveg extra stutt.“ Víðir segir mikilvægt á þessum tímum að hlæja og reyna að hafa gaman. Það þurfi þá kannski að hagræða hlutum og jafnvel halda matarboð eða spilakvöld á Skype. Þau fjölskyldan eru þrjú í heimili. Sonur hans, Kristján Orri, er fluttur að heiman en hann leggur stund á læknisfræði. „Hann er að klára kandídatsárið sitt og er með fyr- irmæli frá Páli um að halda sig frá fólki þann- ig að við sjáumst ekkert þessa dagana,“ segir hann. „Sara Kristín dóttir mín er tvítug og býr heima. Hún fór í hjúkrunarfræði í vetur en undirbýr sig fyrir inntökupróf í sjúkraþjálf- un,“ segir hann. Víðir og kona hans, Sigrún María, bókari hjá NTC, hafa verið gift í áratugi en þau kynntust fyrst tíu ára gömul. „Við vorum í sama vinahópi frá tíu ára aldri og urðum kærustupar nítján ára. Ég var voða skotinn í henni þegar ég var tíu ára,“ segir hann og brosir. „Við erum mjög hamingjusöm og deilum sömu sýn á lífið. Lífið á fyrst og fremst að vera skemmtilegt og ef þú getur gert það betra fyr- ir aðra er það mikill kostur. Ég vil bara vera almennileg manneskja og við höfum inn- prentað börnunum okkar það. Þau eru gott fólk. Maður getur ekki beðið um meira. Svo verð ég afi núna í maí,“ segir Víðir og er að vonum spenntur. „Ég ætlaði í golf til Portúgals á afmælinu mínu núna 22. apríl, en það bíður betri tíma. Þegar þetta er allt gengið yfir ætla ég í golf með konunni og börnunum, á Íslandi.“ ’Nú þegar þetta erkomið svona nálægtokkur tekur fólk þetta al-varlega. Þetta er ekki venjuleg flensa; þetta er miklu meira smitandi og miklu meira ólíkindatól en venjuleg flensa.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.