Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2020 LÍFSSTÍLL Markvörðurinn og goð- sögnin Neville Southall og markaskorarinn Graeme Sharp með bikarinn á Wembley 1984 eftir sigur Everton á Watford. Twitter Fullyrða má að síðasti áratug-urinn þar sem enski bikarinn,sigurlaunin í elstu knattspyrnu- keppni í heimi, var „á lausu“ hafi verið sá áttundi en þá skiptu félögin í land- inu honum bróðurlega á milli sín; níu ólík félög hömpuðu bikarnum frá 1970 til 1979. Arsenal tvisvar en Chelsea, Leeds United, Sunderland, Liverpool, West Ham United, Southampton, Manchester United og Ipswich Town einu sinni hvert félag. Slík breidd væri óhugsandi í dag. Á níunda áratugnum hertu stóru félögin tök sín á bikarnum; unnu hann samtals sex sinnum; Totten- ham Hotspur, Manchester United og Liverpool öll tvisvar. Öðrum fé- lögum tókst þó fjórum sinnum að leysa gripinn til sín; West Ham United, Everton, Coventry City og Wimbledon, af öllum liðum. Svo það sé á hreinu þá er hér rætt um stóru liðin sex samkvæmt skil- greiningunni í dag; það er Liverpool, Manchester United, Arsenal, Chelsea, Tottenham Hotspur og Manchester City. Neðrideildarlið vann Árið 1980 urðu ein óvæntustu úrslit í sögu enska bikarsins, þegar West Ham United, sem þá lék í 2. deild (sem á þeim tíma var í raun og sann 2. deild) gerði sér lítið fyrir og lagði ríkjandi bikarmeistara, Arsenal, að velli, 1:0 á Wembley. Lið utan efstu deildar hefur ekki orðið bikarmeist- ari síðan; sumsé í fjörutíu ár. Það var ein af goðsögnunum úr sögu West Ham, Trevor Brooking, sem skoraði sigurmarkið, aldrei þessu vant með skalla, strax á 13. mínútu eftir ringulreið í vítateig Arsenal. Eftir það stýrði Arsenal leiknum en gekk afleitlega að finna glufur á vörn West Ham, þar sem miðverðirnir Billy Bonds og Alvin Martin skelltu í lás fyrir framan markvörðinn Phil Parkes. Af öðrum leikmönnum West Ham þetta síð- degi má nefna Frank Lampard eldri, Alan Devonshire og Paul Allen, sem var aðeins 17 ára og 256 daga gamall og þar með yngsti maðurinn í sög- unni til að leika bikarúrslitaleik á Wembley. Minnstu munaði að Allen skoraði í leiknum en Willy Young, miðvörður Arsenal, brytjaði hann niður eins og hvern annan lauk þeg- ar ungi maðurinn var kominn einn í gegn í seinni hálfleik. Hlaut að laun- um gult spjald, eins og tíðkaðist á þeim tíma. Mönnum var að jafnaði ekki vikið af velli nema þá helst að lim vantaði á mótherjann eftir aðför- ina. Billy Bonds reif bikarinn stoltur upp í leikslok en þetta var síðasti mótssigur West Ham United. Risastóra litla félagið Stuðningsmannaklúbbur Everton á Íslandi kæmi með alvæpni heim til mín dytti mér í hug að skilgreina liðið þeirra sem „minni spámenn“, allra síst á níunda áratugnum, þegar Ever- ton vann meistaratitilinn í tvígang. Það er á hinn bóginn svo að Everton á ekki aðild að sexliðaklúbbnum í dag og því ber mér í þessu samhengi, þótt það sé mér þvert um geð, að nefna sigur liðsins á Watford í bikarúrslita- leiknum 1984, 2:0. Sá leikur er annar af tveimur bik- arúrslitaleikjum undanfarin fjörutíu ár þar sem ekkert af stóru liðunum sex kemur við sögu. Það sætti á hinn bóginn nákvæmlega engum tíð- indum á þeim tíma enda var Everton eitt af sterkustu liðum landsins. Engum brá því þegar þeir karmell- ungar unnu sveinana hans Eltons Johns (söngvarinn var þá eigandi Watford) næsta örugglega með mörkum frá miðherjunum Graeme Sharp og Andy Gray, hvoru í sínum hálfleik. Mark Grays var að vísu um- deilt en sumum fannst hann hafa brotið á Steve Sherwood, markverði Watford, í aðdraganda þess. Kevin Ratcliffe fyrirliði lyfti bik- arnum í leikslok en af öðrum leik- mönnum Everton má nefna Neville Southall, Gary Stevens, Trevor Ste- ven og Peter Reid. Í liði Watford var ungur útherji sem síðar átti eftir að gera garðinn frægan hjá Liverpool, John Barnes. Everton glímdi í þrí- gang í viðbót um bikarinn á níunda áratugnum en laut í gras í öll skiptin. Uppáhaldsleikur Motsons Þá komum við að vígfrægum leik, milli Coventry City og Tottenham Hotspur, vorið 1987, en John Mot- son, sparklýsandinn kunni, hefur sagt að það sé besti úrslitaleikur sem hann hafi lýst um dagana. Þetta var fyrsti og eini bikarúrslitaleik- urinn sem Coventry City hefur tekið þátt í. Flestir bjuggust við öruggum sigri Tottenham og markakóngurinn Clive Allen kom þeim yfir strax á 2. mínútu með sínu 49. marki í öllum keppnum á leiktíðinni. Dave Bennett jafnaði fyrir Coventry en varnarjaxl- inn Gary Mabbutt svaraði fyrir Spurs rétt fyrir leikhlé. Miðherjinn Keith Houchen jafnaði öðru sinni fyrir þá heiðbláu á 62. mínútu og úr- slitin réðust ekki fyrr en í framleng- ingu þegar téður Mabbutt varð fyrir því óláni að skila tuðrunni í eigið net. Það var hinn grjótharði varnar- maður Kevin Kilcline sem lyfti bik- arnum en í liði Coventry þetta vor voru einnig menn á borð við Steve Ogrizovic, Cyril heitinn Regis og Micky Gynn. Það eina sem skyggði á gleði Cov- entry-manna var að félagið öðlaðist ekki þátttökurétt í Evrópukeppni bikarhafa, vegna bannsins sem þá gilti eftir Haysel-slysið, þar sem 39 áhorfendur týndu lífi fyrir úrslita- leik Liverpool og Juventus í Evr- Leikmenn Coventry City kampakátir með bikarinn vorið 1987. ccfc.co.uk Séntilmaðurinn Sir Trevor Brooking fagnar sigurmarki sínu fyrir West Ham United, sem þá lék í 2. deild, gegn Arsenal á Wembley vorið 1980. Sporting-greats.co.uk Boðflennur í bikarveislunni Frá árinu 1980 hafa stóru liðin sex unnið enska bikarinn 33 sinnum og átt aðild að úrslitaleiknum öll árin utan tvö. Hvernig væri að kíkja á „smælingjana“ sem gerst hafa boðflennur í bikarsamkvæminu eftirsótta? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is  Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is PÁSKAPERLUR Vefuppboð nr. 475 Lýkur 15. apríl Jón Stefánsson vefuppboð á uppbod.is Úrval góðra verka Sigurbjörn Jónsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.