Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 32
Þegar við skildum við Boga Bjarnason, blaðamann og frisbígolfara, á þessum vettvangi fyrir viku hafði hann þurft að framlengja dvöl sína í Níkaragva um tæpa viku fyrir þær sakir að honum var ekki hleypt til Bandaríkj- anna en þar í gegn átti hann að fara á leið sinni heim til Íslands. Í staðinn fann Bogi flug til Amsterdam í gegn- um Mexíkó um síðustu helgi. Þaðan flaug hann til Lund- úna á mánudaginn og loks heim með British Airways á þriðjudaginn. „Það tók mig um það bil 69 klukkustundir að komast til Keflavíkur eftir að ég lagði af stað frá San Juan del Sur klukkan sjö á laugardagsmorgun,“ segir Bogi. Ekki gekk þó ferðalagið hnökralaust fyrir sig. „Á Amsterdam- London-leggnum var aftur reynt að hefta för mína en Bretarnir ætluðu í fyrstu ekki að hleypa mér inn í landið nema ég ætti tengiflug samdægurs. En þetta bjarg- aðist.“ Bogi fór að vonum þráðbeint í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna. Myndir úr ferðalaginu má skoða á vef- síðu hans: bogibjarnason.com/gallery. Bogi Bjarnason slak- ar á í Níkaragva. Ljósmynd/Chris Leonard Komst á endanum heim Bogi Bjarnason, sem um tíma var strandaglópur í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva, kom heim í vikunni eftir 69 klukkustunda strangt ferðalag. SUNNUDAGUR 5. APRÍL 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is DUCA model 2959 L 215 cm Áklæði ct. 83 Verð 395.000,- L 215 cm Leður ct. 25 Verð 585.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- GOLF model 2945 L 216 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- L 176 cm Leður ct. 10 Verð 339.000,- KIPLING model 3088 L 214 cm Áklæði ct. 70 Verð 345.000,- L 180cm Áklæði ct. 70 Verð 325.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,- „Hvað er að gerast í Ghana?“ spurði Morgunblaðið á þessum degi fyrir sextíu árum, 5. apríl 1960, en eitt stórblaðanna í Bretlandi hafði þá greint frá því að Nkrumah, forsætisráðherra í hinu nýstofnaða Afríku- lýðveldi, léti dreifa um landið póstkortum með myndum af sjálfum sér og Jesú Kristi hlið við hlið. „Fréttaritari eins Lund- únablaðanna, sem kom heim frá Ghana fyrir helgina, segir svo frá, að fylgismenn Nkru- mah reki nú áróður fyrir hon- um sem væri hann nýr Messi- as,“ stóð í Morgunblaðinu. „Á götum og gatnamótum eru seld póstkort með myndum af þeim Nkrumah og Kristi, á einu þeirra, segir fréttamað- urinn, er Kristur að afhenda Nkrumah lykla himnaríkis.“ Eitt af blöðunum í Gana greindi jafnframt frá því nokkr- um dögum áður, að Indverji einn í höfuðborginni Accra hefði séð svip Nkrumah – „ganga á vatninu“. Í ritstjórn- argrein sama blaðs var bent á mikilvægi þessarar fréttar. „Blaðamaðurinn segir frá öðru í sama dúr og ennfremur, að „Nkrumah-isminn“, sé það, sem leysa eigi kristindóminn af hólmi á 20. öldinni þar suður frá,“ sagði Morgunblaðið. GAMLA FRÉTTIN Hitti Krist árið 1960 Jesús Kristur gefur Nkrumah, forsætisráðherra Gana, holl ráð í Accra. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Bjarni Felixson íþróttafréttamaður emeritus Árni Helgason lögmaður og uppistandari Ágúst Ólafsson óperusöngvari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.