Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2020 L ífið heldur áfram, þótt yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé í allt öðrum gír en hann er endranær. Enda eru þetta alvörutímar, og ekki síst vegna þess að enginn veit með fullri vissu hvenær og hvernig fárinu lýkur. Óvissan aðalatriðið Þegar við lesum góðan krimma eða horfum á slíkan viljum við alls ekki að einhver glopri því upp hver skúrkurinn er. Og það er úrslitaatriði sem ræður því hvort slík bók er góð eða misheppnuð að hún sjálf haldi dulúð. Það eru reyndar til snjallir krimmar þar sem allir sem koma við sögu eru gjörsamlega úti á þekju um gang málsins og hafa ekki grænan grun um hver er ógnvaldurinn. Það skapar mikla spennu hjá lesand- anum. Hann er einn utan bókar og ófær um að stöðva ömurlega sögu þróun og neyðist til að fylgjast með því, þrunginn blöndu af reiði og fyrirlitningu, hvernig nyt- samir sakleysingjar láta illmennið spila með sig. Ekki er þó útilokað að því fylgi nokkur uppreisn eða fullnæging dulins metnaðar að vera sá sem helst er spunnið í þegar horft er á hóp persóna og lesanda. Það má auðvitað viðurkenna að sérlegur fulltrúi illskunnar nálgist „þig“ á mælikvarða forsagnarviskunnar. Í þessum reyfara er óvissa og dulúð ekki góð Í þeim slag sem harðast er barist nú og við öll þátttak- endur í er skúrkurinn frægastur allra í heimi. Við þekkjum hann öll með nafni: Kórónu Víri og við vitum hvernig hann lítur út og höfum séð fjölda mynda af honum. Hann getur því hvergi falið sig nema þá helst í risa- vaxinni alþjóðlegri blómabúð, þar sem kennir margra og ævintýralegra grasa. En öll þessi þekking sem þýðir að djöfsi getur ekki farið huldu höfði er tiltölulega ný af nálinni. Það minn- ir helst á DNA-galdurinn sem skaut fingrafarinu á augabragði aftur fyrir sig. DNA er vitnið sem þekkir bandítta í sundur og veit hverjir eru frændur þeirra. Tuttugu ára gamall hráki á morðstað getur fellt morðingjann 30 árum síðar. Og þegar bandíttinn verður löngu dauður mun DNA vita hvaða börn urðu afkomendur hans næstu aldirnar. Ótrúlegur fundur? Þeir sem eiga bágt með að trúa þessu mega vita að þegar Ríkharður ómennið III. Englandskonungur fannst loks undir malbiki bílaplans fyrir átta árum (féll 1485) var það hluti af sönnunarfærslu að bera við DNA úr mönnum sannarlega komnum í 19. lið af Önnu af Jórvík, systur kóngs. En hitt er rétt að þótt DNA hefði ekki verið komið til þá hefði enginn sanngjarn maður getað efast um bílaplanskónginn. Þarna var Ríkharður III. eins og lifandi kominn eftir að hafa legið dauður í gröf sinni í 535 ár. Fundarstaðurinn var þó alls ekki fjarri því sem helst mátti ætla. Þarna hafði verið munkaklaustur og getgátur og heimildir lengi ræddar um að Ríkharður III. hefði verið grafinn í kór klausturkirkjunnar. Talið var nær öruggt að reist hefði verið minnismerki á gröf kóngs að tilhlutan Hinriks VII. og til voru reikningar sem kóngur lét greiða vegna þess. Wren, faðir og nafni arkitektsins mikla, hafði einnig stað- hæft þetta. Þegar beinagrindin kom loks í ljós talaði hún ekki aðeins sínu máli. Hún hrópaði. Hún var hryggskökk með eindæmum og féll því fast að öllum heimildum. Og réttarmeinafræðingar töldu að beinagrindin bæri að auki vitni um það hvernig dauða mannsins, sem hún hafði verið bindingin í, hafði borið að. Sá hryggskakki féll nær örugglega fyrir stríðsöxi eða hugsanlega langri stungu sverðs sem náð hefði upp í heila mannsins. Þess utan sýndi grindin að mað- urinn hlaut meingerð í niðurlægingarskyni eftir dauðann. Þeir voru þó til sem töldu staðsetningu grafarinnar, áverka og lag beinagrindarinnar ekki duga til sönnunar á því hver lá þarna. En DNA-sýnin undirstrikuðu þá niðurstöðuna. Þeir voru til sem þrjóskuðust þó enn, en þeim fækkaði ört. En úrskurðað var af aðilum, sem töldu sig bæra til þess, að sannað hefði verið „beyond reasonable doubt“ að þar væri Ríkharður III. dauður fundinn. Konungur var grafinn á ný og nú við virðulega at- höfn. Leitað var álits Elísabetar II. sem ákvað að hin síðbúna útför yrði þó ekki á vegum hirðarinnar. En fátt vantaði þó upp á hin ytri tákn. Erkibiskupinn af Kantaraborg var viðstaddur, tengdadóttir drottn- ingar og núverandi hertogi af Gloucester, en Rík- harður III. bar þann titil áður en hann varð kóngur. Í lok mars 2015 fór útförin fram og var hún sýnd beint í sjónvarpi. Þar flutti einn þekktasti leikari Breta, Benedict Cumberbatch, sem DNA-fræðin staðfesta að telur til skyldleika við hinn krypplaða kóng, frum- samið kvæði eftir núverandi lárviðarskáld Breta. Leikarinn lék svo Ríkharð frænda III. í gerð BBC af The Hollow Crown Shakespeares. Það er sérstakur félagsskapur sem helgar sig þeim málstað að Ríkharður III. hafi í sögunni verið hafður fyrir rangri sök. Það hefur lengi tíðkast í Bretlandi að virðulegustu menn sameinist um sérviskulegan mál- stað og gangist mjög upp í því. Gefa þeir sér af því til- efni margs konar gleðskap áratugum saman. En hvað sem þessu líður stendur eftir að þessi 32 ára kóngur, sem sannarlega var drepinn við lok rósa- stríða á Bosworth-akri 22. ágúst 1485, var einkar ógeðfelldur fýr. Hann var auðvitað smátækur í illvirkjum enda örð- ugra um afköst í hans tíð en seinna varð og hann ríkti stutt. Þeir stórtæku Adolf Hitler var nokkuð lengur endapunktur alls valds í sínu ríki og hvílir nú að sögn í skókassa í skjala- safni í Kreml. Þar mun þó varla meira að finna en kjálkabein og eitthvað annað smálegt, en sjálfsagt myndi DNA, ef það næðist úr því, geta nægt til að staðfesta innihaldið, því einhverjir venslamenn „for- ingjans“ munu enn tiltækir, og jafnvel einhverjar af- urðir lausaleiks, þótt ekki sé það öruggt. Stalín ríkti mjög lengi og nýtti sinn tíma vel til ills. Hann fór dauður öfuga leið í samanburði við Rík- harð III., því að Stalín var stuttu eftir leyniræðu Krústsjovs færður úr félagsskap Leníns í grafhýsinu og settur í gröf við vegginn baka til, þar sem hann liggur hjá nokkrum starfsbræðrum sínum. Þó ekki Vondir menn og veirur. En svo rofar til, fyrr en nokkurn grunar ’ Í gær átti bréfritari erindi í annað stór- sjúkrahúsið hér þar sem honum var rennt á nærhaldinu af færu og elskulegu fag- fólki í gegnum sívalning. Það tæki gefur frá sér mikil og framandi hljóð sem ætla mætti að öflugir framúrstefnumenn nútímatónlistar hefðu skapað. En viðfangsefninu var boðið upp á heyrnartól og gat valið útvarpsstöð að vild og auðvitað varð K100 fyrsta val og sívalningurinn og vinsældalisti stöðvarinnar frömdu saman eftirminnilega blöndu. Reykjavíkurbréf03.04.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.