Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2020 LÍFSSTÍLL Viktoría er vön því að vinna í opnu rými og er eldhúsborðið heima orðið að heimaskrifstofu hennar og annarra í fjölskyldunni um þessar mundir. Viktoría Hermannsdóttir, dagskrárgerð-arkona á RÚV, hefur í mörgu að snú-ast þessa dagana. Hún er einn af umsjónarmönnum Landans og segir skemmti- legt að ljá krafta sína þessum vinsælasta þætti landsins, sem er orðinn fastur liður hjá mörg- um landsmönnum á sunnudagskvöldum. „Svo erum við líka að byrja að vinna að ann- arri þáttaröð af Fyrir alla muni sem ég er al- veg ótrúlega spennt fyrir.“ Viktoría er líkt og aðrir landsmenn komin með skrifstofuaðstöðu heima. „Ég er búin að vera að vinna heima núna í nokkrar vikur. Ég er búin að koma mér fyrir við eldhúsborðið heima, sem er reyndar stór- hættulegt af því að það er aðeins of stutt í mat- inn. Mér fannst það afrek um daginn að vera ekki búin að fá mér súkkulaði fyrir klukkan ellefu, það sýnir kannski á hvaða stað við erum stödd.“ Vön að vinna í opnu rými Hvernig nærðu að einbeita þér heima? „Það gengur misvel að einbeita sér og fer líka eftir því hversu margir heimilismenn eru heima hverju sinni. En líklega býr maður ágætlega að því að vera vanur að vinna í opnu vinnurými þar sem fólk er á þönum í kringum mann allan daginn og svo bjarga Bose „noise cancelling“-heyrnartólin ansi miklu, ég skil- greini eiginlega líf mitt fyrir og eftir að ég eignaðist þau! Annars gengur þetta bara nokk- uð vel. Ef ég þarf að taka símtöl fer ég bara í önnur rými eða út ef það eru mikil læti.“ Eru börnin einnig að vinna á heimaskrifstof- unni? „Já. Við eigum samtals fjögur börn og þrjú þeirra eru hér aðra hverja viku. Hins veg- ar eru þau lítið í skólanum þessa dagana og eru því mikið að koma hina vikuna líka sem er nú bara gaman. Svo er yngsta barnið okkar, sem er eins árs, hjá dagmömmum en mikið hefur verið um veikindi í vetur þannig að hún er búin að vera mikið heima líka.“ Viktoría segir að sér líði bara vel þessa dag- ana. „Vissulega eru þetta furðulegar og kvíðvæn- legar aðstæður en þær kenna manni að meta betur hvað maður hefur það gott. Maður hlýðir bara Víði og heldur sig heima enda treysti ég þessu þríeyki svo vel að ég væri til í að fá þau til að sjá bara um líf mitt almennt og taka erf- iðar ákvarðanir fyrir mig.“ Viss um að þolinmæði kemur manni langt Ertu með gott ráð fyrir þá sem eru að vinna heima með fullt af börnum? „Ég er rosa léleg í uppeldisráðum en held að þolinmæði komi manni langt og að hafa ekki of miklar væntingar. Það þarf ekki allt að vera hreint og fínt og stundum eru börnin óþolandi og maður sjálfur líka en þannig er það bara í mikilli samveru. Það er um að gera að reyna að vera slakur og njóta þess bara að vera saman. Við erum alltaf á þönum en núna hefur hægst um hjá mörgum og það er gott að reyna sjá það góða í því og muna að þetta er tímabundið ástand.“ Hvernig gerir þú hlutina? „Ég vakna snemma alla morgna við mannlegu vekjara- klukkuna á heimilinu, helli upp á kaffi, fer í sturtu og byrja daginn við skrifborðið heima. Stundum fer ég í tökur, annars heldur maður sig heima bara mestallan daginn. Við reynum að passa að allir hreyfi sig eitthvað, fari aðeins út og þess á milli vinni þau verkefni sem þarf að vinna. Síðan er líka mikilvægt að reyna að hætta í vinnunni þegar vinnudegi lýkur en ef ég kem litlu í verk yfir daginn er samt líka gott að hafa kost á því að geta notað kvöldin til að vinna.“ „Alversti tíminn til að eiga leiðin- legan maka“ Viktoría Hermannsdóttir notar eldhúsborðið sem vinnuað- stöðu þessa dagana. Hún og unnusti hennar, Sóli Hólm, eiga fjögur börn svo það er mikið líf á heimilinu. Hún þakkar fyr- ir það að eiga skemmtilegan maka í þessu árferði og er þakk- lát fyrir Bose-heyrnartólin þegar mikið liggur við. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Það getur verið gott að sýna þolinmæði og að lækka aðeins kröfurnar þegar kemur að því að vinna heima þessa dag- ana að mati Viktoríu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.