Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 10
E inn hráslagalegan dag í vikunni fór blaðamaður til fundar við einn þre- menninganna í framlínunni þessa dagana, yfirlögregluþjóninn Víði Reynisson. Víðir hefur víðtæka reynslu af almannavarnastarfi sem kemur sér vel nú þegar lífið liggur við að hægja á út- breiðslu hinnar alræmdu kórónuveiru og upp- lýsa þjóðina um gang mála. Víðir hefur ávallt unnið á bak við tjöldin og því aldrei verið þekkt andlit í þjóðfélaginu. Nú er hann líklega einn þekktasti maður Íslands; nokkuð sem hann hvorki átti von á né bað um. Víðir er sestur góða tvo metra frá blaða- manni í litlu gámahúsi fyrir utan Björg- unarmiðstöðina í Skógarhlíð. Þar fara blaða- mannafundir fram daglega klukkan tvö og er óhætt að segja að þjóðin sitji límd yfir þeim til að fylgjast með framgangi mála. Víðir, Alma Möller og Þórólfur Guðnason hafa staðið vakt- ina og bæði upplýst og sefað þjóðina á þessum óvissutímum. Víðir hefur fengið þjóðina til að virða lög og reglur. Fólk hefur tekið það til sín og segir gjarnan: Ég hlýði Víði! Og það er gott að hlýða Víði; hann virkar yfirvegaður og virðist vera með allt á hreinu. Þjóðin hreinlega fær ekki nóg af honum og því ákvað Sunnudagsblaðið að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast manninum Víði Reynissyni. Horfði heim til Eyja „Ég fæddist í Eyjum í apríl 1967 og bjó þar á tólfta ár. Það var dásamlegt að alast upp á stað þar sem frjálsræðið er mikið. Ég var rosalega mikið í fótbolta þótt ég væri aldrei neitt svaka- lega góður. Við vorum með okkar eigið Wembley; grasvöll þar sem við bjuggum til heimatilbúin mörk úr steinum eða úlpum,“ segir hann. Víðir var sex ára þegar fór að gjósa í Heima- ey árið 1973. „Fyrsta minningin er af mér þar sem ég stend fyrir utan húsið, sem stóð rétt efst í bænum. Ég man að ég stóð og horfði á gosið en ég held ég hafi ekki skilið þetta almennilega. Ég á líka sterka minningu frá kvöldinu áður. Í forstofunni var innri hurð með gleri sem enn var ekki búið að festa almennilega. Ég man að þetta kvöld titraði glerið og ég lék mér að því að setja fingur á það þannig að það hætti. Svo sleppti ég og þá fór aftur að titra; það glamraði í glerinu. Pabbi hélt að olíukyndingin í húsinu væri að bila. Þetta var nokkrum tímum áður en fór að gjósa,“ segir hann. „Ég man líka eftir að hafa verið á bryggjunni og svo síðar í bátnum. Við sátum inni í bát og mamma var þar með litlu systur mína í fanginu en hún var ekki orðin eins árs. Á milli okkar var stór olíufata. Ég ældi eins og múkki alla leiðina. Svo man ég hvað það var gott að komast til ömmu og afa sem bjuggu í Ölfusi. Þar dvöldum við í húsi með útsýni til Vestmannaeyja og ég stóð oft við gluggann og horfði á gosmökkinn. Ég var greinilega mikið að hugsa heim.“ Móðir hans, María Júlía Helgadóttir, vann ýmis störf, bæði í fiski og við umönnun aldr- aðra. Faðir Víðis, Reynir Gunnsteinsson, skólastjóri í Vestmannaeyjum, var í almanna- varnanefnd Vestmannaeyja og stóð því vakt- ina í Eyjum á gostímum. „Þetta er kannski í blóðinu,“ segir Víðir og brosir út í annað. „Ég fór til Eyja þarna um sumarið, strax eft- ir goslok, og var þar í nokkra daga hjá pabba, en við fluttum ekki aftur til Eyja fyrr en sum- arið 1974. Þá var búið að hreinsa allt það helsta en það var ennþá verið að moka upp húsin sem voru austast í bænum. Þetta var mikill ævin- týraheimur fyrir lítinn strák. Við vinirnir vor- um að þvælast þarna um allt og skriðum inn í húsin og lékum okkur í nýja hrauninu, sem var mjög torfært svo ekki sé meira sagt. Það var enn hiti í gjótunum og maður þurfti ekki að sparka burt mörgum steinum til að komast nið- ur á glóð. Það var ýmislegt brallað þarna,“ segir Víðir með blik í auga. „Ég tala alltaf um að fara heim til Eyja.“ Sonur skólastjórans Ellefu ára flutti Víðir ásamt fjölskyldu sinni upp á land, eins og það er kallað. Þar gekk hann í Snælandsskóla, Árbæjarskóla, og aftur í Snælandsskóla, en faðir hans var þar bæði kennari og skólastjóri. Þú hefur þá verið sonur skólastjórans? „Já, í tveimur skólum, barnaskólanum í Vestmannaeyjum og svo í Snælandsskóla. Pabbi var vel liðinn en mjög strangur kennari. En ég fann aldrei neitt fyrir því að vera sonur hans; kannski hugsaði ég lítið um það,“ segir hann og bætir við að hann hafi ekki verið strangur sem faðir. Víðir segist hafa verið nokkuð stilltur ung- lingur þótt hann muni einhver strákapör. „Ég lenti aldrei í neinu veseni og ef ég horfi til baka held ég að ég hafi ekki skaðað neinn. En ég var enginn engill og ég skammast mín mikið fyrir það að ég tók örugglega þátt í einelti þegar ég var í grunnskóla en ég man sérstaklega eftir tveimur drengjum sem urðu fyrir barðinu á eineltinu. Ég var þátttakandi að einhverju leyti og það er engin afsökun fyrir því að taka þátt í svona. Þá var maður ekki góður ungling- ur. Sem betur fer er meira talað um einelti í dag og miklu meiri fræðsla fyrir krakka um þessi mál,“ segir Víðir alvarlegur í bragði. Víðir fór svo í Menntaskólann í Kópavogi en gafst upp eftir rúmt ár þegar verkfall skall á. Hann fór þá í byggingarvinnu og bauðst síðar að fara á samning í trésmíði sem hann þáði og sett- ist því á skólabekk í Iðnskólanum. Hann kláraði trésmíðina og starfaði við fagið í um áratug. Varstu góður smiður? „Nei, ekkert sérstaklega,“ segir hann og hlær. „Jú, jú, ég get alveg bjargað mér. En ég fann að þetta var ekki ég.“ Kalla mig pappalöggu Hjálparsveit skáta stóð í húsbyggingum árið 1996 og var Víðir ráðinn til að halda utan um byggingarframkvæmdir. „Ég vann í því og í kjölfarið var ég í öðrum verkefnum. Mig langaði ekki að fara aftur að smíða þegar þessu lauk þannig að ég fór að vinna í timbursölunni í Byko og kunni vel við mig þar. Ég fór þaðan að vinna hjá fyrirtæki sem seldi búnað í fiskiskip og vann þar í nokkra mánuði. Árið 2000 urðu svo jarð- skjálftar á Suðurlandi og vann ég mikið þá sem björgunarsveitarmaður vegna þeirra. Eftir skjálftana hélt ég áfram að vinna við að taka saman gögn og fannst það mjög skemmtilegt. Stuttu síðar var auglýst staða hjá Almannavörn- „Ef við stöndum saman getum við allt. Það eru tveir óvinir í þessu verkefni; veiran sjálf og óttinn. Við látum ekki veiruna stjórna heldur stýrum henni og slökum aldrei á. Við tökumst á við óttann með því að segja öllum allt. Það verður að vera þannig,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Morgunblaðið/Ásdís ’ Við heyrum sögur og sjáumhryllingsmyndir af þessumfaraldri víða um heim. Enn erumvið ekki komin á versta stað sem við höfum séð aðra lenda á og von- andi tekst okkur að sleppa við það. Fólk er eðlilega óttaslegið Yfirlögregluþjónninn Víðir Reynisson stendur vaktina þessa dagana og brýnir fyrir landsmönnum að fara varlega, halda tveggja metra reglunni, spritta sig og halda sig heima. Eyjapeyinn Víðir hefur víðtæka reynslu af björgunar- aðgerðum og almannavörnum og er því réttur maður á réttum stað. Og öll viljum við hlýða Víði. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is KÓRÓNUVEIRAN 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.