Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 29
bræðurnir eru sem kunnugt er báðir farnir; Dimebag var myrtur á miðjum tónleikum árið 2004 og Vinny Paul fylgdi honum fyrir tveimur ár- um. Í sömu viku og Slayer lék í Laug- ardalnum. Banamein hans var hjartasjúkdómur. Allt útlit er fyrir að Tom Araya, bassaleikari og söngvari Slayer, sé sestur í helgan stein. „Tom endur- skoðar aldrei sínar ákvarðanir,“ sagði eiginkona hans, Sandra, sem frægt var í samtali við málmgagnið Metal Pulp And Paper. Þannig að ekki er hann orðaður við verkefnið. Ekki heldur Dave Lombardo, sem upphaflega lamdi húðir með bandinu. Jeff Hanneman gítarleikari hélt á fund feðra sinna árið 2013. Sterkur þráður var á sínum tíma milli Slayer og Pantera og mikil vin- átta; ekki síst milli Dimebag og Kerry King. Sá síðarnefndi henti meira að segja í eitt stykki „outro“ í laginu Goddamn Electric sem var á síðustu plötu Pantera, Reinvetning the Steel, árið 2000 og kom fram sem gestur á tónleikum. Lítið hefur spurst til King eftir kveðjutónleika Slayer en hann skrif- aði þó undir nýjan samning við gítar- framleiðandann Dean, sem eitt af andlitum merkisins, fyrr á þessu ári og sagði við það tækifæri: „Orðum þetta svona ... Dean samdi ekki að ósekju við mig.“ Allt bendir því til þess að við eigum eftir að sjá King aftur á sviði í framtíðinni; hann hefur á hinn bóginn ekki sagt orð um sam- starf við Anselmo og sína gömlu fé- laga Bostaph og Holt. Gary Holt, eða Garðar í Holti, eins og við köllum hann hér um slóðir, hefur fremur slegið úr en í. Hann ein- beitir sér nú að sínu gamla þrass- bandi, Exodus, sem lánaði hann yfir í Slayer á sínum tíma vegna veikinda og síðar andláts Hannemans, og hyggst gera það áfram. Annars er það af Garðari að frétta að hann var eitthvað rotinpúrrulegur við komuna heim úr tónleikaferð með Exodus í nýliðnum mánuði og þar sem einkennin rímuðu við kór- ónuveiruna skellti hann sér í próf. Niðurstaðan kom ekki fyrir en ellefu dögum síðar og reyndist jákvæð. Í millitíðinni hafði okkar manni á hinn bóginn batnað. Að vísu 7,3 kg léttari. „Það er svo langt síðan einkennin hurfu að ég má loksins gera það sem mér sýnist aftur. Mér líður vel og heilsan virðist vera 100%,“ sagði Holt á Instagram. Deildi hart við bræðurna Nú kunna menn að velta fyrir sér hvort Kerry King hafi yfir höfuð áhuga á samstarfi við Philip Anselmo en eins og menn muna þá fuðraði Pantera upp árið 2001 eftir langvar- andi illdeilur milli hans og Abbott- bræðra. Svo langt gekk hnútukastið að Anselmo lýsti því yfir í frægu við- tali við Metal Hammer að hann ósk- aði þess að Dimebag yrði „barinn í strimla“ í tölublaði sem kom út í sama mánuði og Dimebag var myrt- ur. Það, og ugglaust fleira, varð til þess að Anselmo var lengstra orða beðinn um að halda sig víðsfjarri þeg- ar gítarleikarinn var lagður í mold. Anselmo iðraðist síðar orða sinna og gjörða, baðst afsökunar og leitaði eftir sáttum við hinn bróðurinn, Vinny Paul. Þeir náðu ekki að slíðra sverðin með formlegum hætti áður en sá síðarnefndi kvaddi. Ekki nóg með það. Anselmo gekk hressilega fram af mörgum þegar hann lauk flutningi sínum á minning- artónleikum um Dimebag árið 2016 með því að heilsa að nasistasið og grenja „hvítur máttur“ yfir hausa- mótunum á viðstöddum. Fékk að vonum dembuna yfir sig í framhald- inu; m.a. hlóð Robb Flynn úr Mach- ine Head í hálftímalangt myndband og lagði til að Anselmo yrði úthýst úr málmheimum í eitt skipti fyrir öll. Komið væri nóg. Anselmo maldaði í móinn; kvaðst hafa verið að spauga; „hvítur máttur“ hafi verið tilvísun í hvítvínið sem beið hans baksviðs. Nefndi þó ekki þrúg- una. Enginn sem þekkir Anselmo minnist þess að hafa séð hann dreypa á hvítvíni eftir gigg. En allt um það. Færu King og An- selmo í samstarf yrði það án efa túlk- að sem vísir að sáttum enda þótt hæpið sé að King búi að formlegu umboði frá Abbott-bræðrum. King og Anselmo eru í öllu falli í sambandi en sá síðarnefndi hitaði upp fyrir Sla- yer á einhverjum tónleikum á kveðju- túrnum ásamt bandinu sínu, The Illegals. Upptakturinn að Slaytera? Kerry King er hold- gervingur þrassins. Morgunblaðið/Árni Sæberg 5.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 SJÓNVARP Kanadíski háðfuglinn Mae Martin hefur verið að fá góða dóma í erlendum miðlum fyrir smá- seríuna Feel Good, sem meðal ann- ars má finna á efnisveitunni Net- flix. Þættirnir, sem hún skrifar sjálf ásamt Joe Hampson, eru að ein- hverju leyti sjálfsævisögulegir en Martin leikur tvíhneigðan sviða- gjamma, ellegar uppistandara, og fíkil í bata sem berst í bökkum í stórborginni Lundúnum. Engin önnur en Lisa Kudrow, Phoebe úr Friends, leikur móður hennar. Sjálfsævisöguleg þeysireið Úr sjónvarpsþáttunum Feel Good. Netflix Síðastliðin ár hefur lestur fagur- bókmennta hjá mér aukist til muna, en því miður var ég ekki mikill lestrarhestur sem barn. Þessi yndislestur byrjaði af alvöru fyrir tæplega fjórum árum þegar ég fór ein í þriggja mánaða inter- rail-ferð um Evrópu. Bækur eru hinn besti ferðafélagi og mér þykir fátt betra en að prófa ný kaffihús með góða bók sem félagsskap, þótt vinir geti jú verið ágætir líka. Drífa systir mín er mín fyrirmynd á þessu sviði og ég fæ mikið af bókameðmælum frá henni. Hún kynnti mig fyrir smáforritinu Good- reads sem er eins- konar bóka- samfélag og algjör snilld fyrir lestrar- hesta með snjall- síma. Ungfrú Ísland eft- ir Auði Övu er ein af mínum uppáhaldsbókum og Factfulness eftir Hans Rosling mæli ég með fyrir hvern sem er. Why I’m No Lon- ger Talking to White People Abo- ut Race eftir Reni Eddo-Lodge, Educated eftir Tara Westover og Dýra- garðsbörnin eftir Christiane F. eru einnig bækur sem sátu virkilega eftir hjá mér. Ef ég ætti að velja uppáhalds- bókaflokk þá væri það skáldsögur en einnig flakka ég mikið á milli ævisagna, ljóða- bóka, „sjálfshjálp- arbóka“ og glæpa- sagna. Ég er mjög meðvituð, þökk sé Heiði vinkonu minni, um að hafa ákveðinn fjölbreyti- leika í fyrirrúmi þegar kemur að höfundum bóka sem ég les, hvort sem það snýr að kyni eða kyn- þætti. Búandi erlendis hef ég einnig í huga að lesa bæði á ís- lensku og ensku til að viðhalda og auka orðaforða á báðum tungumálum. Þegar mínir nánustu eru í vandræðum með gjafir bið ég hik- laust um þeirra uppáhaldsbók eða einhverja bók sem skildi mikið eftir sig. Upp úr krafs- inu hef ég meðal annars haft bæk- urnar Engan þarf að öfunda og Veröld sem var, báðar stórkost- legar, sem Atli bróðir minn gaf mér. Síðasta bók sem ég lauk við var Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ sem varpar mik- ilvægu ljósi á ógnvekjandi heims- ástand vegna hnattrænnar hlýn- unar og loftslagsbreytinga fyrir utan að vera bæði fallega og skemmtilega skrif- uð. Núna er ég að lesa Colorless Tsukuru Tazaki and His Years of Pilgrimage eftir einn af mínum uppáhalds- höfundum, Haruki Murakami, en næst á dagskrá er A Little Life eftir Hanya Yanagihara og Why We Sleep eftir Matthew Walker. ÁSRÚN ÍSLEIFSDÓTTIR ER AÐ LESA Hinn besti ferðafélagi Ásrún Ísleifs- dóttir er mastersnemi í Berlín. BÓKSALA 25.-31. MARS Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Þögla stúlkan Hjort & Rosenfeldt 2 60+ Hreyfing, æfingar og teygjur fyrir 60 ára og eldri Fannar Karvel 3 Brúin yfir Tangagötuna Eiríkur Örn Norðdahl 4 Litlar konur Louisa May Alcott 5 Glæpur við fæðingu Trevor Noah 6 Hvítt haf Roy Jacobsen 7 Bara þú Ninni Schulman 8 Heillaspor Gunnar Hersveinn o.fl. 9 Ennþá ég Jojo Moyes 10 Dagbók bóksala Shaun Bythell 1 Vertu ósýnilegur Kristín Helga Gunnarsdóttir 2 Skjaldbökur alla leiðina niður John Green 3 172 tímar á tunglinu Johan Harstad 4 Vetrarfrí Hildur Knútsdóttir 5 Hvísl hrafnanna 2 Malene Sølvsten 6 Strandaglópur á krossgötum Beka/Marko/Cosson 7 Húsið í september Hilmar Örn Óskarsson 8 Feigðarflótti Elí Freysson 9 Sæþokan Hafsfólkið 2 Camilla Sten/Viveca Sten 10 Úlfshjarta Stefán Máni Allar bækur Ungmennabækur STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.