Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 15
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjón- armaður Farsóttarhúss, tekur á móti sýkt- um einstaklingum sem ekki geta verið í einangrun annars staðar. „Ég sinni fólkinu sem hér er ásamt sjálfboðaliðum Rauða krossins, en við erum með vakt allan sól- arhringinn. Við færum þeim mat og sinn- um félagslegum samskiptum því þau eru hér lokuð inni í litlum herbergjum. Svo fylgjumst við með heilsufarinu. Ég er búinn að vera hér í mánuð og er hér dag og nótt. Ég hef farið heim í þrjár nætur en hitti eng- an utan vinnunnar. Hér þarf ég að vera í hlífðarfötum þegar ég fer inn til sjúkling- anna. Starfið gengur vel þótt það reyni á andlegu hliðina hjá fólki og það er mis- veikt. Þetta er ekkert auðvelt.“ Tonny Espersen strætisvagnabílstjóri segir að farþegum hafi fækkað veru- lega. „Við finnum mikinn mun og höfum fækkað ferðum. Nú er keyrt alla daga eins og á laugardögum. Við höfum gert ýmsar varúðarráðstafanir, eins og að hleypa farþegum aðeins inn að aftan. Það er lokað fyrir með bandi fjórum sætum fyrir aftan bílstjórann til að fólk þurfi ekki að koma alveg að okkur. Við erum því nokkuð öruggir og ég er alls ekki smeykur. Fólkið sem kemur í vagn- inn skannar vel yfir sætin og velur sér sæti frá öðrum. Eftir vinnuna fer ég beint heim og fer ekkert annað.“ Tinna Snorradóttir, leiðbeinandi á leikskólanum Austurkór, segir starfið hafa breyst töluvert undanfarið. „Það er búið að skipta hópnum upp í tvo hluta og krakkarnir skiptast á að vera heima. Það er ákveðin pressa að vinna undir þessum kringumstæðum en maður fær svo mikla ást frá börnunum að lundin léttist við það. Við brýnum fyrir börnunum að þvo sér vel um hendur og sprittum allt dót eftir daginn.“ Árni Friðleifsson, aðalvarð- stjóri umferðardeildar, segir nú annars konar álag en áður. „Við finnum fyrir því að samfélagið hefur mikið róast og í dag er 40% minni umferð en áður hér á höfuðborgarsvæðinu. Við höf- um áhyggjur af páskaumferðinni og tökum undir það með al- mannavörnum að fólk eigi að halda sig heima um páskana. Það er margt lokað en lögreglan lokar aldrei og við erum til taks allan sólarhringinn. Við höfum orðið vör við fleiri útköll í heimahús um helgar og þess má geta að samkomubannið nær einnig yfir heimahús og mega þá ekki vera þar fleiri en tuttugu manns saman. Í útköllum í heimahúsum notum við grímur og hanska og virðum tveggja metra bilið en þegar þarf að handtaka menn gerum við und- anþágu.“ 5.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.