Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Blaðsíða 4
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2020
Eftir að hljómplötur hættu að
seljast þurfa tónlistarmenn að
vera duglegri að halda tónleika
út um hvippinn og hvappinn til
að hafa frambærilegar tekjur.
Alltént til að drýgja þær; sumt
af þessu fólki lepur víst ekki
dauðann úr skel. Hinn ástsæli
söngvari Van Morrisson, sem
verður 75 ára síðar á þessu ári,
átti að vera á miðri tónleika-
ferð í Lundúnum um þessar
mundir en þess í stað er hann
heima í Belfast „að láta
braka í fingrunum“, eins og
hann upplýsir sposkur í
samtali við breska blaðið
The Independent. „Eins og
allir aðrir þá hlýði ég
Víði,“ segir hann í
lauslegri þýðingu
Sunnudagsblaðs-
ins.
Hvað ætli
slíkir höfðingjar
hafist að í út-
göngubanninu
sem nú gildir á
Bretlandi? „Mig
langar að skrifa en
er hálflatur í augna-
blikinu. Ég átti að vera með sex
tónleika í Lundúnum en fór af
túr yfir í það að vera bara
heima. Ég er að reyna að koma
mér aftur í að skrifa,“ segir
Morrison og bætir við að hann
geri ekki greinarmun á ljóða-
gerð og textasmíð fyrir söng-
lög. Hann er frægur fyrir að
vera víðlesinn og vísar gjarnan í
heimsbókmenntirnar í texta-
gerð sinni.
Morrison upplýsir í samtal-
inu að hann hafi haft yndi af
því að leika knattspyrnu í
Belfast í gamla daga.
Hann var sókndjarfur og
lék stöðu miðherja. „Ég
spilaði með
frænda mínum
og hann var síð-
ar til reynslu
hjá Manchest-
er United
ásamt
George Best
og fleiri góð-
um félögum.
Síðan fékk hann
heimþrá og sneri
aftur.“
VAN MORRISON Í ÚTGÖNGUBANNI Í BELFAST
Lætur braka í fingrum
Van Morrison
hress að vanda.
Ekki var liðin vika af hinu nýjalífi þegar ég áttaði mig á þvíað ég var dæmd til að troða
eins mörgu með skóhorni inn á dag-
skrána mína og FK (fyrir kórónu-
veiruna). Nei, þetta hefur eiginlega
verið verra – ég hef þurft að skó-
horna ennþá fleiru inn. Ástæðan er
sú að ekki er lengur til nein trúverð-
ug afsökun fyrir því að hafna boði.“
Þannig komst breski blaðamað-
urinn Helen Coffey að orði í pistli í
dagblaðinu The Independent í vik-
unni en eins og aðrir Bretar þá er
hún í útgöngubanni.
Já, það er erfitt að víkja sér undan
rafrænum fundum og símtölum
þessa dagana; það er ekki eins og
maður þurfi að vera annars staðar á
sama tíma. Þetta eru vondir tímar
fyrir verslanir sem selja staðsetn-
ingartæki og aðrar græjur til að
rekja ferðir fólks. Eins einka-
spæjara.
Mamma hringir án afláts
Í fáfræði sinni stóð Coffey í þeirri
meiningu að útgöngubannið yrði al-
gjör andhverfa hins erilsama og
óseðjandi félagslífs stórborgarinnar
og að henni gæfist nú kærkomið
tækifæri til að komast í samband við
sitt innra sjálf. Ekki aldeilis.
„Skyndilega vildi fólk, sem ég hitti
alla jafna á hálfs árs fresti, skipu-
leggja vikulega hittinga á FaceTime;
og móðir mín, sem ég tala venjulega
við tvisvar í mánuði, byrjaði allt í
einu að hringja annan hvern dag,“
segir hún í pistlinum.
Okkar besti maður, Víðir, og ígildi
hans um allan heim, hafa einmitt
hvatt okkur til að taka upp tólið og
hringja í þá sem okkur þykir vænt
um og kanna hvernig þeir hafa það
meðan faraldurinn geisar. Á skrifi
Coffey má merkja að ekki þykir öll-
um það eins góð hugmynd.
Öpp á allra vörum
Til að gæta fyllstu sanngirni þá
amast Coffey ekki við þessu í pistli
sínum enda þykir flestum sem eru í
útgöngubanni, sóttkví eða bara
heima að vinna gott að heyra annað
veifið í fólki, hvort sem er í síma eða
að sjá það hlæja og sötra kaffi eða
rauðvín á sófanum heima fyrir at-
beina samfélagsmiðla. Þetta sé bara
spurning um meðalhófið.
Alls konar smáforrit eða öpp, sem
fæst okkar hafa heyrt um áður, eru
nú á allra vörum. Sá er þetta ritar er
til dæmis eins aftarlega á merinni og
hugsast getur þegar kemur að öpp-
um og samfélagsmiðlum en hann tók
á dögunum Teams í sína þjónustu til
þess að geta haft skilvirk og greið
samskipti við sína nánustu sam-
verkamenn hér á blaðinu. Það hefur
að mestu leyti gengið vel, nema hvað
kappinn hefur verið spjaldaður fyrir
óhóflega notkun á brosköllum. Það
rjátlast líklega fljótt af manni, eins
og öðrum nýgræðingum. En helvíti
er gott úrval af þessum köllum
þarna. Þið afsakið orðbragðið!
Bræðir ekki úr sér
Fram að þessu var eina appið sem
ég kunni almennilega skil á FotMob
sem færir mér glóðvolgar fréttir af
stöðu leikja í ensku knattspyrn-
unni. Það er ekki eins og það ágæta
app sé að bræða úr sér um þessar
mundir.
Í pistli sínum notar Coffey orðið
„félagsskepnur“ um okkur mann-
fólkið og fyrir vikið taki það okkur
ekki langan tíma að finna út úr því
hvernig hægt sé að blanda geði með
sem auðveldustum og greiðustum
hætti enda þótt „venjuleikinn“ hafi
hrunið til grunna.
Allt er þetta þó spurning um jafn-
vægi, eins og Coffey bendir á.
„Sjáið til. Ég veit að ég er ótrú-
lega lánsöm að eiga fjölmarga vini
sem eru reiðubúnir að horfa reglu-
lega framan í mína ófríðu ásjónu; ég
veit að ég er ótrúlega lánsöm að hafa
aðgang að bestu tækni og burði og
þekkingu til að hafa samskipti við
fólk augliti til auglitis þegar mér
sýnist svo. Allt í lagi, ég veit.“
Svo botnar hún pælinguna: „Svo
virðist hins vegar að „þegar mér
sýnist svo“ eigi sjaldnar við hjá mér
en öðrum. Komið hefur í ljós að fyrir
okkur innhverfa fólkið þá eru svolítil
samskipti meira en nóg.“
Allir heim í stofu
Fjarlægðin er með öðrum orðum
farin að þrengja að Helen Coffey og
það á ugglaust við um fleiri á þessum
ótrúlegu tímum. Hver hefði búist við
því? Fjarlægðin æðir í hlað, eins og
eimreið, og eirir engu á leiðinni.
Hvað varð um hóflegt næði? Hvað
varð um friðhelgi einkalífsins? Þurf-
um við virkilega að bjóða öllum
heiminum heim í stofu?
Svari nú hver fyrir sig!
Fjarlægðin
þrengir að
Kórónuveiran hefur snúið lífi okkar flestra á
hvolf. Við þurfum að nálgast daglega rútínu með
öðrum hætti en áður og eiga annars konar
samskipti við vini og vandamenn en vanalega.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
„Sæl mamma mín.
Hvernig hefurðu
það í dag?“
AFP
Gott getur verið að sjá framan í aðra við þær aðstæður sem uppi eru um þess-
ar mundir. Höfum þó hugfast í þessum efnum sem öðrum að allt er best í hófi.
AFP