Fréttablaðið - 27.08.2020, Page 2
Fyrst og fremst er
þetta keimlíkt öðru
félagsmiðstöðvastarfi. Eina
sem er öðruvísi er að þarna
er hinseginleikanum hamp-
að. Áhugamál spyrja ekki
um kynhneigð.
Hrefna
Þórarinsdóttir
Veður
Hæg vestlæg eða breytileg átt, en
5-10 m/s V-til á morgun. Skýjað að
mestu á vestanverðu landinu og
lítilsháttar væta á stöku stað.
SJÁ SÍÐU 18
Síðustu dagar sumars
SAMFÉLAG Hrefna Þórarinsdóttir,
forstöðukona Hinsegin félagsmið-
stöðvar Samtakanna ‘78 og Tjarnar-
innar, opnaði félagsmiðstöðina á ný
eftir sumarfrí á þriðjudag og komu
111 hinsegin ungmenni á fyrsta
kvöldið. Mikið vatn hefur runnið
til sjávar síðan félagsmiðstöðin opn-
aði fyrir fjórum árum. Nýlega fékk
félagsmiðstöðin fjögurra milljóna
króna styrk frá Reykjavíkurborg, en
hún er opin öll þriðjudagskvöld frá
kl. 19.30-22.00. Hrefna segir spenn-
andi tíma fram undan. Stefnan er
sett á að hafa starf fyrir 10-12 ára.
„Við byrjuðum í september 2016
og það mættu um 15-20 krakkar á
hverja opnun, það var opið einu
sinni í viku. Á fyrstu opnun þessa
skólaárs mættu 111 krakkar og
mikil gleði, uppsöfnuð orka og
væntumþykja sprakk hreinlega út.
Þetta er því komið svolítið langa
leið á þessum fjórum árum,“ segir
Hrefna sem segir krakka í dag vera
mun opnari með kynhneigð sína og
þó einhver komi út úr skápnum sé
næsta spurning hvað sé í hádegis-
matinn eða hvort viðkomandi hafi
séð nýjustu myndina á Netflix.
„Það eru mörg börn sem eru að
átta sig á sinni kynhneigð og sínu
rétta kyni, sama hvað þau eru
gömul. Það er svo geggjað að við
séum komin á þann stað að þau
geti áttað sig svona ung. Barn sem
er 10-14 ára er farið að átta sig á því
hver það er og er farið að mynda
sína sjálfsmynd. Barnið er að
breytast í fullmótaðan einstakling
þó samkvæmt lögum sé það barn.
Þetta er algengur aldur að fara að
skoða og hugsa hvort það passi inn
í það mót sem það fæddist inn í.
Ég finn mikinn mun á þessum
fjórum árum sem ég er búin að vera
í þessu. Hvað þetta er orðið eðlilegt.
Þetta er minna mál, sérstaklega
fyrir krakkana, en ég held að þetta
sé enn töluvert mál fyrir fullorðna.
Að aðlagast einhverri hugmynd um
einstakling sem stendur þeim nærri
– allt í einu þarf að breyta þeirri
mynd. Ég held að það sé vegna þess
að fullorðnir séu ekki búnir að fá
þá fræðslu sem unga fólkið hefur
fengið og ekki höfðu fullorðnir int-
ernetið þegar þeir voru að alast upp,
eins og núna. Nú er hægt að nálgast
alls konar fræðslu og upplýsingar
bara með því að taka upp símann.“
„Við erum með verkefni í gangi
sem heitir Hinsegin fyrirmyndir.
Þar fáum við þekkt hinsegið fólk til
að spjalla við krakkana. Við erum að
halda hinsegin böll og aðra viðburði
en fyrst og fremst er þetta keimlíkt
öðru félagsmiðstöðvarstarfi. Eina
sem er öðruvísi er að þarna er hin-
seginleikanum hampað. Áhugamál
spyrja ekki um kynhneigð. Núna
erum við komin á þann stað að geta
þróað starfið og gert það betra. Á
aðeins nokkrum árum höfum við
farið úr litlum 10-15 manna hittingi
á Suðurgötu í 111 manna opið kvöld
þar sem öll eru velkomin.“
benediktboas@frettabladid.is
Starfið vaxið töluvert
á síðustu fjórum árum
Alls komu 111 hinsegin unglingar þegar félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 opn-
aði eftir sumarleyfi. Á fyrsta opnuninni fyrir fjórum árum komu 15-20. Félags-
miðstöðin fékk nýlega fjárstyrk frá borginni og stefnir á starf fyrir 10-12 ára.
Krakkar úr félagsmiðstöðinni slógu í gegn á hátíðardagskrá Hinsegin daga
og fluttu siguratriði Skrekks frá síðasta ári í nýrri útgáfu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Viðmiðunarstundaskrá hefur verið
óbreytt frá 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
MENNTAMÁL Menntamálaráðu-
neytið hefur kynnt drög að breyt-
ingum á viðmiðunarstundaskrám
grunnskóla. Er tilefni breytinganna
viðvarandi slakur árangur íslenskra
nemenda í íslensku og náttúrufræði
í PISA-rannsókninni.
Gert er ráð fyrir því að kennsla í
íslensku á yngsta stigi grunnskóla
aukist um tæplega 80 mínútur á
viku og um tæplega klukkustund á
viku á miðstigi. Þannig færi hlutfall
íslensku á viðmiðunarstundaskrá í
21,5 prósent en í dag er það rétt rúm
18 prósent.
Í drögum að breytingunum sem
eru til umsagnar í samráðsgátt
stjórnvalda kemur fram að grunn-
skólar hafi svigrúm til að útfæra
þessa aukningu. Hins vegar myndi
svigrúm sem skólar hafa í dag til
ráðstöfunar á tíma hjá yngsta stigi
og miðstigi falla niður.
Þá er gert ráð fyrir mikilli aukn-
ingu í kennslu í náttúrufræði á ungl-
ingastigi. Verður aukningin um 120
mínútur á viku og verður dregið úr
vali nemenda sem því nemur. Með
þessari aukningu færi hlutfall nátt-
úrugreina í viðmiðunarstundaskrá
úr 8,3 prósentum í 11 prósent. – sar
Bregðast við
PISA könnun
Kennsla í íslensku og
náttúrufræði verður aukin
til að bregðast við slæmum
árangri í PISA könnunum.
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
FLUG Samkvæmt Ásgeiri Erlends-
syni, upplýsingafulltrúa Land-
helgisgæslunnar, er ekkert fast
taxtagjald þegar þyrlurnar eru
leigðar út. „Almennt sinnir Land-
helgisgæslan ekki sérverkefnum en
þegar svo ber við er samið sérstak-
lega um þau út frá eðli og umfangi,“
segir Ásgeir.
Gæslan hefur leigt út þyrlur til
ýmissa verkefna, svo sem til að
f lytja kvikmyndatökumenn, auð-
uga ferðamenn og í ýmiss konar
krókavinnu. Í frétt Vísis frá árinu
2018 sagði Georg Lárusson forstjóri
að ferðamennirnir borguðu „ein-
hverjar milljónir“, en vildi þó ekki
nefna ákveðna tölu.
Umræða um þyrluferð dóms-
málaráðherra hefur farið hátt og
erfitt hefur reynst að fá uppgefinn
kostnað fyrir hverja flugstund. Ljóst
er þó að kostnaðurinn er mikill.
– khg
Segja ekkert
taxtagjald á
þyrluútleigu
Iðnaðarmenn hafa nýtt góðviðrisdagana undanfarið vel til útiviðgerða. Á Norðurbakka í Hafnarfirði var verið að dytta að nokkrum gluggum.
En Adam var ekki lengi í Paradís og samkvæmt veðurspánni næstu daga má búast við gráum skýjum og jafnvel rigningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
2 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð