Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2020, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 27.08.2020, Qupperneq 4
Við erum þarna að ganga til nauðsyn- legra verka. Það var óhjá- kvæmilegt að taka fjármála- stefnuna upp í ljósi gjörbreyttra efnahagslegra aðstæðna. Birgir Ármannsson jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 35” BREYTTUR 33” BREYTTUR ÓBREYTTUR JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK – VERÐ FRÁ: 11.690.000 KR. • 3.0 V6 250 HÖ. DÍSEL, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • 570 NM TOG • HÁTT OG LÁGT DRIF • RAFDRIFIN LÆSING Í AFTURDRIFI • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN • HLÍFÐARPLÖTUR UNDIR VÉL, KÖSSUM OG SKIPTINGU • BI-XENON LED FRAMLJÓS MEÐ ÞVOTTAKERFI • RAFDRIFIN OPNUN Á AFTURHLERA ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP® GRAND CHEROKEE BREYTTIR OG ÓBREYTTIR • ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ • FJARLÆGÐASKYNJARAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • BLINDHORNSVÖRN ALLAR BREYTINGAR UNNAR AF BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND STJÓRNSÝSL A Starfshópur sem Sigurður Ingi Jóhannsson sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra skipaði til að meta áhrif COVID-19 faraldursins á fjármál sveitarfélaga hefur nú lokið störfum. Samkvæmt Dan Jens Brynjarssyni, fjármála- stjóra Akureyrarbæjar, sem á sæti í hópnum, mun ráðuneytið gefa út tilkynningu von bráðar. Starfshópurinn safnaði upp- lýsingum um fjárhagsstöðu sveitar- félaganna og framtíðarhorfur. Til- gangurinn er að gefa stjórnvöldum betri yfirsýn og til að geta beitt úrræðum fyrir rekstrarvanda. Í viðtali við sjónvarpsstöðina N4 sagði Ásthildur Sturludóttir, bæjar- stjóri Akureyrar, að halli bæjarins nálgist þrjá milljarða króna á árinu en búist hafi verið við einum millj- arði í halla. Rúman milljarð megi rekja beint til faraldursins. Helstu ástæður séu aukið atvinnuleysi og minnkandi útsvars tekjur. Bregðast verði við með skertri þjónustu. Orð Ásthildar gefa vísbendingu um áhrif faraldursins á fjárhag sveit- arfélaganna í landinu en þó er staða þeirra mismunandi. Atvinnuleysi sé til að mynda vel yfir 15 prósent á Suðurnesjum en aðeins 3 prósent á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þá eru mörg lítil sveitarfélög afar háð ferðaþjónustunni og má gera ráð fyrir að faraldurinn hafi meiri áhrif á þau. Fyrir viku síðan úthlutaði Sigurður Ingi 150 milljónum króna til sex sveitarfélaga sem eiga mikið undir ferðaþjónustu, til dæmis Hornafirði, Skútustaðahreppi og Bláskógabyggð. – khg Von á niðurstöðum starfshóps Sigurðar Inga REYK JAVÍKURBORG Hlaðan, nýtt upplýsingastjórnunarkerfi Reykja- víkurborgar, kolféll á öryggisprófi sem borgin lét gera og hefur því verið frestað að innleiða kerfið. Borgin tilkynnti í september að það hefði gengið til samninga við hugbúnaðarfyrirtækið Hugvit hf. og var skrifað undir tíu ára samning upp á 970 milljónir. Á borgarráðsfundi var frestunin rædd en meirihlutinn bókaði að fyr- irtækið sem framkvæmdi öryggis- könnunina gat nálgast viðkvæmar persónuupplýsingar á vegum ríkisstofnana sem nota kerfið. Í bókuninni er einnig bent á að það hafi verið starfsfólk þjónustu- og nýsköpunarsviðs borgarinnar sem kom upp um gallann í forritinu. Í bókun Sjálfstæðisf lokksins er bent á að svo virðist sem borgin hafi ekki verið með öryggisúttekt á þeim hugbúnaði sem keyptur var og reyn- ist nú vera með öryggisgalla. – bb Milljarðakerfi borgarinnar féll á öryggisprófi Sigurður Ingi skipaði starfshópinn í síðastliðið vor. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR STJÓRNMÁL Alþingi kemur saman til framhaldsfunda í dag en þá hefst svokallaður þingstubbur. Þing- fundur hefst á munnlegri skýrslu forsætisráðherra um stöðu mála varðandi COVID-19 faraldurinn og þá mun fjármálaráðherra mæla fyrir breytingum á fjármálastefnu. Önnur mál sem verða til umfjöll- unar á þingi næstu daga eru frum- varp um hlutdeildarlán, mál tengd ríkisábyrgð Icelandair og frumvarp um framlengingu hlutabótaleiðar- innar og lengingu tímabils tekju- tengdra atvinnuleysisbóta. Birgir Ármannsson, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta leggist ágætlega í hann. „Við erum þarna að ganga til nauðsynlegra verka. Það var óhjá- kvæmilegt að taka fjármálastefn- una upp í ljósi gjörbreyttra efna- hagslegra aðstæðna. Það sama á við um Icelandair-málið og f leiri mál sem tengjast COVID,“ segir Birgir. Steingrímur J. Sigfússon, for- seti þingsins, segist búast við því að þingmál tengd ríkisábyrgð Icelandair fari á dagskrá á morgun sem og frumvörp frá félagsmála- ráðherra. Hann segist bjartsýnn á að það takist að afgreiða þessi mál á tilsettum tíma. „Það var lagt upp með það að reyna að láta viku duga í þennan stubb og við vinnum samkvæmt því. En það verður bara að ráðast, og væntanlega fyrst og fremst af nefndarvinnunni, hvort það næst,“ segir Steingrímur. Oddný Harðardóttir, þingflokks- formaður Samfylkingarinnar, segir að þingið þurfi að gefa sér tíma til að fara vandlega yfir mál Icelandair. „Það þurfa að vera sterk rök fyrir því að ábyrgjast svona stórt lán til félags í erfiðleikum. Á móti kemur að það er mikill hagur fyrir sam- félagið að Icelandair nái að rétta úr kútnum. Það þarf að vega þetta og meta.“ Þá sé endurskoðun fjármála- stefnu risastórt mál. „Það verður að ganga úr skugga um það að ekki sé verið að stilla upp fjármála- stefnu sem er að skella kostnað- inum af þessum heimsfaraldri á þá sem missa vinnuna og sjúklinga á meðan aðrir verða fyrir litlum áföllum,“ segir Oddný. Að undanförnu hefur skapast nokkur umræða um það hversu langt stjórnvöld geta gengið í sótt- varnaaðgerðum sínum án aðkomu Alþingis. „Það viðurkenna allir að stjórn- völd hafa bæði skyldu og svigrúm til að grípa til aðgerða en það getur hins vegar verið álitamál hversu langt er gengið í hverju tilviki fyrir sig. Það á síðan eftir að koma í ljós hvaða umræða mun eiga sér stað á þeim forsendum en hún verður alveg örugglega einhver,“ segir Birgir. Steingrímur segir að þessi mál verði hægt að ræða þegar forsætis- ráðherra f lytur munnlega skýrslu sína í dag. „Þá fá allir tækifæri til að láta sitt álit í ljós á því. Þannig að við erum að byrja á því að gefa rými fyrir umræður um það.“ Hann bendir á að stjórnvöld hafi allan tímann látið aðgerðir sínar vera til takmarkaðs tíma í senn. „Það hefur allavega ekkert komið á mitt borð að menn telji að það þurfi einhverjar lagalegar ráðstaf- anir, heldur séu fullnægjandi laga- heimildir til staðar þegar þeim er beitt með þessum hætti. En auð- vitað geta menn haft á þessu öll sjónarmið,“ segir Steingrímur. sighvatur@frettabladid.is Stór mál á dagskrá Alþingis Þingstubburinn svokallaði hefst í dag en stór mál á borð við breytingar á fjármálastefnu og ríkisábyrgð Icelandair bíða afgreiðslu Alþingis. Forsætisráðherra flytur þinginu skýrslu um stöðu mála vegna COVID. Þingfundasvæðið hefur verið stækkað til að tryggja nægilegan aðskilnað milli þingmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VINNUMARK AÐUR „Áhrif krepp- unnar í kjölfar COVID-19 farald- ursins bitna harðast á þeim sem missa vinnuna og f jölskyldum þeirra. Það er ánægjulegt ef ríkis- stjórnin kemur loksins með ein- hverjar aðgerðir sem við höfum kallað eftir en þær aðgerðir duga ekki einar og sér,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram frum- varp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um aðgerðir til að mæta aðstæðum á vinnumark- aði sem skapast hafa vegna áhrifa kórónaveirufaraldursins. Samfylkingin er með frumvarp í vinnslu sem verður lagt fram nú þegar þing kemur saman þar sem lagðar eru til frekari aðgerðir. „Til að dreifa byrðunum telur Samfylkingin afar mikilvægt að tekjutengda tímabilið verði lengt um þrjá mánuði, grunnatvinnu- leysisbætur hækkaðar í 95 prósent af lágmarkslaunum og rétturinn til atvinnuleysistryggingar verði lengdur um 12 mánuði.“ Það myndi þýða hækkun grunn- bóta úr 289.500 krónum á mánuði upp í rúmar 318 þúsund. Einnig er lagt til í frumvarpinu að framlag með hverju barni verði hækkað varanlega og hlutabótaleiðin fram- lengd til 1. júní á næsta ári. – sar Segir aðgerðir stjórnvalda ekki duga einar 2 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.