Fréttablaðið - 10.09.2020, Side 4
Því virðist vera
öðruvísi farið með
kórónaveirufaraldurinn og
margt bendir til þess að
líðan þeirra sem eiga erfitt
uppdráttar hafi versnað.
Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,
stjórnarformaður Sorgarmið-
stöðvarinnar
Veður
Sunnan- og suðaustanátt í dag,
víða 8-13 og rigning með köflum,
einkum S- og V-lands. Vaxandi
norðaustanátt á Vestfjörðum í
kvöld. Hiti 3 til 9 stig. SJÁ SÍÐU 20
Steinbryggjan teygir sig að miðbænum
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
Við endurnýjun lagna undir Tryggvagötu hefur komið í ljós að steinbryggjan, sem þar er sunnan við götuna, nær lengra í átt að miðbænum en
reiknað var með. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum þýðir þetta að núverandi skólplögn er ekki í þeirri hæð sem búist var við. Stækka þarf
framkvæmdasvæðið og loka tímabundið fyrir bílaumferð frá Pósthússtræti að Lækjargötu. Gönguleiðir verða þó greiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
SAMFÉLAG Alþjóðlegur fornvarna-
dagur sjálfsvíga er haldinn í dag, 10.
september um allan heim, en frum-
kvæðið kemur frá WHO – Alþjóða
heilbrigðisstofnuninni.
„Tilgangur dagsins er þríþættur.
Það er að vekja athygli á því hversu
mikilvægt er að vinna að forvörnum
gegn sjálfsvígum, minnast þeirra
sem hafa fallið fyrir eigin hendi
sem og að styðja þá sem hafa misst
ástvini,“ segir Guðrún Jóna Guð-
laugsdóttir, hjúkrunarfræðingur
og stjórnarformaður Sorgarmið-
stöðvar.
Að hennar sögn hefur aldrei
verið mikilvægara að vekja athygli
á baráttunni gegn þessum skæða
vágesti, enda eru vísbendingar um
að einangrunin og þær félagslegu
takmarkanir sem COVID-faraldur-
inn hefur valdið, hafi haft miður
góð áhrif á þá sem eru í áhættuhópi
varðandi sjálfsvíg.
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá
ríkislögreglustjóra hafa 30 útköll
verið vegna sjálfsvíga það sem af er
ári. Árið 2019 voru sjálfsvíg alls 18
talsins en 23 árið 2018. Rétt er að
geta þess að ekki er um staðfesta
tölu að ræða, því krufningu er ekki
lokið í öllum tilvikum. Augljóslega
er þó um vísbendingu að ræða þess
efnis að tíðni sjálfsvíga verði óvenju
mikil á þessu ári.
„Það er þekkt staðreynd að þegar
mikið gengur á í þjóðfélögum þá
fækkar sjálfsvígum. Til dæmis ef
landslið þjóðar vinnur sigur sem
sameinar alla í gleði, eða þá að sam-
félagið þjappar sér saman þegar ein-
hvers konar hamfarir ganga yfir.
Því virðist vera öðruvísi farið með
kórónaveirufaraldurinn og margt
bendir til þess að líðan þeirra sem
eiga erfitt uppdráttar hafi versnað,“
segir Guðrún.
Sorgarmiðstöð var opnuð fyrir
ári síðan en þar er aðstandendum
sem hafa misst ástvini vegna sjálfs-
víga veittur stuðningur. „Við höfum
tvímælalaust fundið fyrir fjölgun
þeirra sem mæta í stuðningshópa
hjá okkur. Hluti skýringarinnar
er mögulega sá að fólk í slíkum
aðstæðum er orðið opnara með
að leita sér hjálpar en einnig er sá
dapurlegi möguleiki að sjálfsvígum
sé að fjölga,“ segir Guðrún.
Sonur Guðrúnar féll fyrir eigin
hendi fyrir áratug síðan og segir hún
að mikið vatn hafi runnið til sjávar
varðandi úrræði fyrir aðstand-
endur. „Það var ekki um auðugan
garð að gresja í þeim efnum fyrir
mig á sínum tíma en sem betur fer
hefur grettistaki verið lyft. Það er þó
margt sem má betur fara. Aðgerða-
áætlun stjórnvalda gegn sjálfsvíg-
um fór í gang árið 2018 og rennur út
í ár. Ég vonast innilega eftir góðum
tíðindum þess efnis að auknu fjár-
magni verði veitt í baráttuna.“
bjornth@frettabladid.is
Tíðni sjálfsvíga virðist
hafa aukist á þessu ári
Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er í dag. Stjórnarformaður Sorgarmið-
stöðvar segir að boðskapurinn hafi sjaldan verið jafn mikilvægur, enda eru
vísbendingar um að faraldurinn hafi haft slæm áhrif á viðkvæma hópa.
Guðrún segir að aldrei hafi verið mikilvægara að vekja athygli á sjálfsvígum
en nú. Félagslegar takmarkanir hafi ýtt undir tíðni þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
gönguráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SAMGÖNGUR Íbúar á landsbyggð-
inni með lögheimili fjarri höfuð-
borginni eiga nú kost á 40 prósenta
lægri f lugfargjöldum til borgar-
innar með verkefninu Loftbrú, sem
Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
gönguráðherra kynnti í gær.
„Undir Loftbrú falla Vestfirðir,
hluti af Norðurlandi vestra, Norð-
urland eystra, Austurland, Horna-
fjörður og Vestmannaeyjar,“ segir
í tilkynningu frá samgönguráðu-
neytinu. Sextíu þúsund manns geti
fengið afsláttinn, sem áætlað er að
ríkið verji 600 milljónum króna
á ári í að fjármagna. Hver og einn
getur fengið lægri fargjöld fyrir allt
að þremur ferðum til Reykjavíkur
og til baka á ári.
„Það er mikið réttlætismál að
þeir sem búa fjarri höfuðborginni
og vilja og þurfa að sækja þjónustu
þangað, fái niðurgreiðslu á ferðum
sínum með flugi,“ segir Sigurður.
Um tvo hópa gilda undantekn-
ingar frá reglunni um lögheimili á
landsbyggðinni: framhaldsskóla-
nema utan af landi á höfuðborgar-
svæðinu og börn með lögheimili á
höfuðborgarsvæðinu sem eiga for-
eldra eða forráðamenn sem búa á
landsbyggðinni. – gar
Vill niðurgreiða
flugferðir fyrir
landsbyggðina
SAMFÉLAG Almenningur leitar
nú að nýju stjórnarskránni undir
myllumerkinu #Hvar?
Með herferðinni er vakin athygli
á því að í október eru átta ár frá
því að þjóðin greiddi atkvæði um
nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæða-
greiðslu og í nóvember verður
áratugur frá því að blásið var til
þúsund manna þjóðfundar um
stjórnarskrármál í aðdraganda
þess að stjórnlagaráð tók til starfa.
Fólk tekur þátt í herferðinni með
því að deila myndum af sér á sam-
félagsmiðlum þar sem það leitar
að stjórnarskránni meðal annars
í ruslafötum, innan um runna og
á bak við húsgögn á heimilinu. Er
þetta gert undir myllumerkinu
#Hvar?
Um 19 þúsund hafa skrifað undir
áskorun til Alþingis, á vegum Sam-
taka kvenna um nýja stjórnarskrá,
um lögfestingu nýrrar stjórnar-
skrár. – aá
Leitað að nýrri
stjórnarskrá
Íbúar á landsbyggðinni
eigi nú kost á 40 prósenta
lægri flugfargjöldum til
Reykjavíkur.
1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð