Fréttablaðið - 10.09.2020, Page 6
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
GOÐSÖGN KNÚIN RAFORKU
*Verð miðað við gengi USD 132, svartur Compass, hvítur Renegade, áætluð afhending í október 2020
JEEP PLUG-IN-HYBRID FORSALA - AFHENDING Í OKTÓBER 2020
ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
JEEP COMPASS LIMITED 4X4
5.999.000*
PLUG-IN-HYBRIDPLUG-IN-HYBRIDJEEP RENEGADE TRAILHAWK 4X4
5.499.000*
SVEITARFÉLÖG Af íslenskum sveitar-
félögum hefur aðeins Strandabyggð
leitað til samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytisins vegna fjár-
hagslegra málefna sveitarfélagsins.
Þetta staðfestir Eiríkur Benónýsson,
sérfræðingur hjá Eftirlitsnefnd um
fjármál sveitarfélaga.
Nefndin sendi bréf til allra sveit-
arfélaga þegar fyrsta bylgja farald-
ursins stóð yfir og áréttaði skyldu
þeirra til að senda nefndinni til-
kynningu telji þau að fjármálin séu
ekki í samræmi við sveitarstjórnar-
lög eða ef í óefni stefni í rekstri.
„Ráðuneytið hefur lagt til að
fram fari fjárhagsleg úttekt á rekstri
sveitarfélagsins. Það mun síðan
ráðast af niðurstöðu úttektarinnar
hvert framhald málsins verður,“
segir Eiríkur. – bþ
Eitt sveitarfélag
hefur leitað til
ráðuneytisins
SAMFÉLAG Það sem af er september-
mánuði hafa alls 185 einstaklingar
sagt sig úr Þjóðkirkjunni samkvæmt
upplýsingum frá Þjóðskrá. Stofn-
unin birti í vikunni nýjar tölur um
fjölda meðlima trúfélaga sem mið-
aðist við 1. september, en þar kom
fram að meðlimir Þjóðkirkjunnar
væru 230.657 talsins og hafði þeim
fækkað um 497 síðan 1. desember í
fyrra.
Líkur eru á að þann fjölda sem
hefur sagt sig úr Þjóðkirkjunni á
þessum stutta tíma megi að hluta
til skýra með umdeildri mynd sem
Biskupsstofa birti til þess að auglýsa
barnastarf Kirkjunnar, en þar mátti
sjá Jesús með brjóst undir regnboga-
fána. Auglýsingin hefur vakið mikið
umtal og er talið að heitar umræður
verði um auglýsinguna á Kirkju-
þingi sem verður sett í dag. – bþ
Um 200 manns
hafa sagt sig úr
Þjóðkirkjunni
MENNTUN Á meðan fyrsta bylgja
COVID-19 faraldursins stóð hér-
lendis var bókasöfnum landsins
lokað í sex vikur. Að sögn Pálínu
Magnúsdóttur borgarbókavarðar
sýndi lokunin þá fram á æpandi
framboðsskort á raf bókum hér-
lendis.
„Bókaútgefendur á Íslandi, með
örfáum undantekningum, hafa
engan áhuga sýnt á því að gefa út
bækur sínar í rafrænu formi sem ég
tel mjög miður,“ segir Pálína. Hún
segir að ástæðan sé sú að bókaút-
gefendur séu fastir í þeim þanka-
gangi að með slíkri útgáfu séu þeir
að tapa sölu á verkum sínum og
auka líkur á hvers konar fjölföldun
og þjófnaði.
Hérlendis er starfrækt Raf bóka-
safn á samnefndri vefslóð þar sem
notendur geta leigt sér raf bækur í
lesbretti eins og Kindle. En vanda-
málið er að afar lítið framboð er
þar af íslenskum bókum. „Það kerfi
sem er algengast þar er svokallað
„ein bók, einn lesandi“. Það þýðir
að hver raf bók er aðeins leigð út til
eins lesanda í einu, eins og á hefð-
bundnu bókasafni,“ segir Pálína.
Þá sé tryggt að höfundar fái greitt
úr bókasafnssjóði fyrir hvert útlán.
„Það er einnig vinsælt fyrirkomulag
að raf bækurnar séu með hámark á
útlánum. Þannig megi kannski bara
leigja bók út í 24 skipti, en þá þarf
að kaupa nýtt eintak,“ segir Pálína.
Á meðan fyrsta bylgja COVID-19
faraldursins stóð yfir jukust útlán
Raf bókasafnsins um 50% miðað
við sama tíma í fyrra. Gallinn er sá
að aðallega var um bækur á ensku
að ræða.
Pálína segist hafa miklar áhyggj-
ur af stöðu mála. „Það hafa einfald-
lega ekki allir ráð á því að kaupa allt
efni sem þeir og aðrir fjölskyldu-
meðlimir hafa áhuga á að lesa.
Þannig er hætt á að lestur bóka
verði aðeins fyrir þá efnameiri,
ef þess er ekki gætt að aðgengi að
bókum á öllum formum sé gott,“
segir Pálína.
Hún segir að það séu sam-
eiginlegir hagsmunir allra á bóka-
markaði að ýta undir að almenn-
ingur lesi sem allra mest. „Skorður
á aðgengi fólks að bókum valda því
aðeins að lestur minnkar og það er
slæmt fyrir alla. Þá tel ég blasa við
að þeir sem lesa mikið séu líklegri
til þess að kaupa bækur. Ég sjálf
er til dæmis umkringd bókum á
bókasafninu en kaupi engu að síður
mikið af bókum,“ segir Pálína.
bjornth@frettabladid.is
Áhugaleysi um rafbókaútgáfu
Borgarbókavörður hefur áhyggjur af áhugaleysi bókaútgefenda við að gefa bækur sínar út í rafrænu
formi og þar með aðgengilegu bókasöfnum. Telur hún að óbreytt ástandi geti leitt til aukins ójöfnuðar.
GRIKKLAND Moria-f lóttamanna-
búðirnar á grísku eyjunni Lesbos
eru gjörónýtar eftir að eldur braust
út í þeim í fyrrinótt. Búðirnar, sem
voru hannaðar fyrir um þrjú þúsund
manns, hafa verið yfirfullar um þó
nokkurt skeið og höfðu um þrett án
þúsund manns aðsetur í þeim.
Samkvæmt Notis Mitarachi, inn-
flytjendamálaráðherra Grikklands,
kveiktu hælisleitendur í búðunum
eldinn. Ekki liggur fyrir hvort ætl-
unin hafi verið að brenna búðirnar
en að eldarnir hafi verið kveiktir í
mótmælaskyni vegna sóttvarna-
ráðstafana í búðunum. Einhverjir
þeirra sem greindust með COVID-19
smit hafi neitað að fara í einangrun
með fjölskyldum sínum.
Um fjörutíu slökkviliðsmenn
börðust við eldinn, en samkvæmt
slökkviliðsstjóra svæðisins hindr-
uðu mótmælendur úr hópi hælis-
leitenda slökkvistarfið. Enginn lést
í eldinum en þó nokkrir fengu reyk-
eitrun.
Kyriakos Mitsotakis, forsætisráð-
herra Grikklands, efndi til neyðar-
fundar í kjölfar eldsvoðans og fóru
einhverjir ráðherrar til Lesbos til að
meta aðstæður. Evrópusambandið
hefur heitið Grikkjum aðstoð vegna
brunans og hvatti Heiko Maas, utan-
ríkisráðherra Þýskalands, aðildar-
ríki ESB til að taka við hælisleit-
endum úr búðunum. – atv
Flóttamannabúðirnar á Lesbos rústir einar eftir mikinn eldsvoða
Um þrettán þúsund manns höfðu aðsetur í búðunum. MYND/EPA
Borgarbókavörður segir lokun bókasafna vegna COVID-19 hafa varpað ljósi á lítið framboð rafbóka. MYND/AÐSEND
1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð