Fréttablaðið - 10.09.2020, Side 17
Stytting vinnuvikunnar
er einfaldlega of dýrmæt
lífskjarabót fyrir opinbera
starfsmenn til að hana megi
tefja frekar á pólitískum
vettvangi.
Þann 21. október 2019 skrifaði ríkið undir kjarasamning við nokkur félög háskólamennt-
aðra sérfræðinga. Þessi samningur
var fyrsti opinberi kjarasamningur-
inn sem gerður er undir formerkj-
um lífskjarabóta, þar sem einkum
er lögð áhersla á jöfnun launa og
bætt lífsgæði samfara hógværri
hækkun kaupmáttar. Ein af megin-
áherslum nýs samnings var skýr
skilaboð til stjórnenda og starfs-
manna ríkisstofnana um að stytta
ætti bundna viðveru starfsmanna
á vinnustað um allt að fjóra tíma
á viku. Kjarasamningurinn felur í
sér fyrstu breytinguna á vikulegum
vinnutíma sem gerð er frá 1971, með
undirritun laga nr. 88 um 40 stunda
vinnuviku.
Í framhaldi þessa samnings var
samið við fjölmörg önnur stéttar-
félög, töluverðan tíma tók að semja
um útfærslu styttri vinnuviku
heilbrigðisstarfsmanna, einkum
vegna þess aukna f lækjustigs sem
fylgir stéttum sem ganga vaktir. Til
tíðinda dró þó í marsmánuði þegar
sátt náðist um útfærslu á vinnutíma
þeirra og í kjölfarið tókust samn-
ingar við stéttarfélög bandalaga
á borð við BHM og BSRB. Sveitar-
félögin fylgdu svo eftir með gerð
sams konar lífskjarasamninga við
sína viðsemjendur.
Breytt skipulag vinnutíma
Engum dylst að aukin lífsgæði fel-
ast í þeim tíma sem verja má í fjöl-
skyldu- og einkalífi. Samkomulagi
um styttingu vinnuviku fylgja enn
fremur ærin og jákvæð tækifæri
fyrir stjórnendur, starfsmenn til að
vinna að umbótum á vinnutíma og
færa íslenskt starfsumhverfi nær
því sem það hefur lengi verið víðast
hvar í löndunum í kringum okkur.
Með kjarasamningunum var stigið
mikilvægt skref í átt að auknum
lífsgæðum opinberra starfsmanna.
Litið er svo á að ná megi fram gagn-
kvæmum ávinningi starfsfólks
og stofnana með betri vinnutíma.
Markmið breytinganna er að stytta
vinnuvikuna án þess að draga úr
skilvirkni og gæðum þjónustu
ásamt því að bæta vinnustaða-
menningu og nýtingu vinnutíma.
Útfærslan verður samt væntanlega
mismunandi eftir vinnustöðum.
Samkomu lag um st y tting u
vinnuvikunnar er tímabundið til-
raunaverkefni og því lýkur við enda
samningstímans, eða í marsmánuði
2023. Við undirritun samninga var
því ljóst að fyrirbyggja þyrfti tafir
á innleiðingu styttri vinnuviku og
því voru settar vörður á vegferðina
og opinberum starfsstöðvum gert
skylt að hefja vinnu við útfærslu á
styttingu vinnuviku eigi síðar en 1.
mars sl. og ljúka ætti þeirri vinnu
fyrir 1. október næstkomandi. Þá
á útfærð stytting að taka gildi eigi
síðar en 1. janúar 2021. Það eru því
ákveðin vonbrigði hve miklar tafir
hafa orðið á innleiðingu styttrar
vinnuviku og hve langt virðist enn
í land.
Ríki og sveitarfélög hafa falið
stjórnendum og starfsmönnum
afmarkaðra vinnustaða ábyrgð á
frekari framkvæmd verkefnisins.
Þeir þekkja vinnustað sinn og búa
yfir hæfni og eiga að njóta trausts til
verksins. Á hinn bóginn er hætt við
að nálgun sem stýrt er af utanað-
komandi aðilum geti leitt til óhag-
ræðis og fallið illa að vilja og þörf-
um starfsmanna og vinnustaða. Þá
leiða utanaðkomandi afskipti enn
fremur til óþarfa tafa á innleiðingu
verkefnisins.
Allir vilja Lilju kveðið hafa
Stytting vinnuvikunnar er því
marki brennd að forkólfar og framá-
menn stéttarfélaga gætu um of
freistast til að eigna sér heiðurinn af
verkefninu og talið sig eiga að stýra
því. Svo á hins vegar ekki að vera,
þar sem samkomulag um styttingu
vinnuvikunnar er ekki gjöf for-
kólfa stéttarfélaga til félagsmanna
sinna. Það er ekki þeirra hlutverk
að takast á hendur stjórnunarlega
ábyrgð á rekstri vinnustaða. Undir-
ritun kjarasamnings felur þegar í
sér viðurkenningu og traust ríkis
og sveitarfélaga til starfsfólks opin-
berra starfsstaða, til að leysa verk-
efnið. Stytting vinnuvikunnar er
einfaldlega of dýrmæt lífskjarabót
fyrir opinbera starfsmenn til að
hana megi tefja frekar á pólitískum
vettvangi.
Þarf að bíða mikið
lengur eftir styttingu
vinnuvikunnar?
Bragi Skúlason
formaður
Fræðagarðs,
stéttarfélags
háskólamennt-
aðra
15F I M M T U D A G U R 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0