Fréttablaðið - 10.09.2020, Síða 20
LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
NÝJAR HAUSTVÖRUR STREYMA INN
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga
Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656,
Ýr valdi að læra fatahönnun eftir stúdentspróf, því hún hafði alltaf haft sérstakan
smekk á fötum og notaði föt til að
aðgreina sig frá öðru fólki, til að tjá
tónlistarsmekk og viðhorf í lífinu.
„Ég var komin í vinakreðsu af
listafólki, bæði tónlistar- og mynd-
listar- og það kveikti í mér neista
til þess að rækta sjálf mína eigin
listhæfileika. Fatahönnun varð
fyrir valinu því það var eitthvað
sem ég taldi mig geta orðið góð í og
höfðaði sterkt til mín,“ segir Ýr.
„Ég útskrifaðist úr Listaháskóla
Íslands vorið 2010, og fór í starfs-
nám til Parísar og New York. Frá
útskrift hef ég hannað undir eigin
merki. Fyrst undir eigin nafni YR
Collections og svo seinna undir
Another Creation og núna undir
merkinu Warriör.“
Auk þess að hanna föt undir
eigin merki hefur hún fengið tæki-
færi til að vinna við búningagerð,
bæði fyrir kvikmyndir, tónlistar-
myndbönd, RÚV, Íslenska dans-
flokkinn og Íslensku óperuna.
Einnig hefur hún unnið mikið við
sérsaum.
„Ég hef fengið að sauma á mjög
flottar konur eins og til dæmis
Dorrit Moussaieff, Halldóru Geir-
harðs, Elizu Reid, Svölu Björgvins,
Ragnhildi Steinunni og margar,
margar fleiri. Ég tek einnig að mér
að sérsníða brúðarkjóla og næ
oftast um það bil einum þannig á
ári,“ segir Ýr.
„Það hefur gefið mér ótrúlegan
innblástur að breyta út af vana og
hanna föt sem eru fyrir annan til-
gang en að framleiða og selja.“
Umhverfisvænn fatnaður
Ýr hefur starfrækt fatamerkið
Warriör í tæpt ár og ný lína merk-
isins er væntanleg í netverslun og
pop-up verslun í haust. Áherslan
í nýju línunni er á breytanlegan
fatnað sem hentar öllum kynjum,
en þetta er í fyrsta sinn sem hún
hannar föt sem eru líka hugsuð
fyrir karlmenn.
Ýri er umhugað um umhverfis-
mál og segir mikilvægt fyrir hönn-
uði að átta sig á siðferðislegum
skyldum sínum gagnvart sam-
félaginu. Þess vegna vinnur hún
hönnun fatamerkis síns, Warriör,
út frá þeirri meginreglu að varan
sé endingargóð, og með sjálf bærni
í huga. Hún vill breikka áhersl-
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Auk þess að hanna undir eigin merki
hefur Ýr fengist mikið við sérsaum.
Ýr segir að fatnaðurinn sé eins konar sameiningartákn og auðkenni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Lúpínugallinn
er fjölnota.
Það er hægt að
snúa honum
á rönguna svo
náttúruprentið
sé inni í fóðrinu
og Warriör-
lógóið að utan
eða öfugt.
Föt og tíska endur-
spegla oft sam-
félagið og það sem er í
gangi hverju sinni.
Framhald af forsíðu ➛
urnar á umhverfisvænan fatnað og
vinnur nú með endurunnin efni. Í
kjölfarið ákvað hún að vinna með
myndlistarkonu til þess að fá inn-
blástur og hugmyndir um hvernig
náttúran gæti spilað stærra hlut-
verk í hönnuninni.
„Myndlistarkonan Hrund Atla-
dóttir vinnur mikið með náttúru-
vernd og verkefni tengd henni.
Hún gerði meðal annars tvö stór
upplifunarverk á síðasta ári, þar
sem hún breytti Kópavogskirkju í
mosavaxinn foss og tók yfir ljósin
á Hörpu, á sama tíma og alþjóðlega
loftslagsverkfallið átti sér stað,“
segir Ýr.
„Hrund hannaði mynstur á galla
fyrir Warriör í sumar, sem var óður
til lúpínunnar. En það mætti jafn-
vel kalla hana „Warrior“ íslensku
flórunnar. Lúpínan er umdeildasta
planta íslenskrar náttúru, ýmist
elskuð eða hötuð og veldur
deilum.“
Lúpínugallinn er fjölnota. Það
er hægt að snúa honum á rönguna
svo náttúruprentið sé inni í
Ýr hefur hannað mjög fjölbreyttan
fatnað eins og þessa fallegu kápu.
fóðrinu og Warriör-lógóið að utan,
eða öfugt. Þannig er hægt að fá
ólíka útgáfu af sömu flík.
„Fatnaðurinn er eins konar sam-
einingartákn og auðkenni. Föt og
tíska endurspegla oft samfélagið
og það sem er í gangi hverju sinni,“
segir Ýr.
„Föt geta sýnt hvaða stéttar-
stöðu fólk hefur, eða látið í ljós
skoðanir og gildismat þess. Ég vil
að merkið Warriör höfði til þeirra
sem vilja vinna að sínum eigin
hugmyndum og vera leiðandi
í sínu fagi eða sviði. Undir það
flokkast að sjálfsögðu allir lista-
menn, sprotar og bara allir sem
koma verkum sínum á framfæri.“
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R