Fréttablaðið - 10.09.2020, Side 22

Fréttablaðið - 10.09.2020, Side 22
Cate Blanchett sem er 51 árs kom tvisvar fram í fatnaði sem hún hefur áður notað við opinberar athafnir. Það þykir einsdæmi að svo fræg kona skarti sömu fötum í annað sinn og það á rauða dreglinum. Stílistum finnst þetta taktlaust, en víst er að almenningi þyki þetta bara sjálfsagt, líkt og leikkonunni sjálfri. „Ef þú ert að planleggja mikilvægt samkvæmi er ekkert að því að leita að rétta dressinu í eigin klæðaskáp. Líka þótt þú sért heimsfræg leikkona,“ skrifar Eliza- beth Stewart, stílisti leikkonunnar á Instagram. „Fallegir hlutir geta komið út frá sjálf bærni.“ Annað dressið sem Cate klædd- ist var ægifagur toppur sem hann- aður var af Alexander McQueen. Cate klæddist toppnum á BAFTA- hátíðinni í Bretlandi árið 2016. Þá notaði hún svart pils við hann, en í þetta skipti var hún í svörtum buxum. Hitt dressið er fallegur galakjóll sem hannaður er af Esteban Cort- azar. Þann kjól notaði Cate við frumsýningu í London árið 2015. Það er ákveðinn tilgangur hjá Cate með þessari uppákomu, þar sem hún ætlar að gefa þessi föt á uppboð til styrktar UN Women og fleiri góðum félögum. Uppboðið fer fram hjá Chic Relief, sem eru samtök sem taka enga þóknun til sín. Cate Blanchett gegnir því virðu- lega embætti á kvikmyndahátíð- inni í Feneyjum að vera forseti dómnefndar. Cate hefur í hyggju að gefa fleiri glæsidress fyrir góðan málstað á uppboðinu, sem fram fer 23. september til 2. október. Sömu fötin aftur á rauða dreglinum Það hefur vakið mikla athygli heimspressunnar að Holl y wood-stjarnan, Cate Blanchett, sást í gömlum fötum á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á dögunum. Cate Blanchett á rauða dreglinum í Feneyjum fyrir nokkrum dögum í fallega toppnum frá Alexander McQueen. MYNDIR/GETTY London í febrúar 2016 þar sem Cate skartaði einnig þessum fallega toppi. Það hefur hingað til ekki verið til siðs að stjörnurnar mæti aftur í sömu fötunum á rauða dregilinn. Cate í Feneyjum fyrir nokkrum dögum í kjól sem hún klæddist á rauða dreglinum fyrir fjórum árum. Cate í sama kjól í október 2015. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Það er bæði við hæfi og smart að fara í búðaráp með nýju og glæsilegu pokana sem nú fást í Rauðakrossbúðunum á höfuð- borgarsvæðinu. Pokarnir eru sér- saumaðir af sjálf boðaliðum Rauða krossins og efniviðurinn gömul viskastykki, regnhlífar og annar ósöluhæfur textíll. Pokarnir eru bæði krúttlegir, elegant, töff og allt þar á milli og því ættu allir að finna sinn uppáhaldspoka til að hafa með í innkaupin. Þeir eru líka frábær lausn fyrir Plastlausan september sem nú stendur yfir. Það er svo ein- stök tilfinning að fara í tískubúðir með fínu RKÍ-pokana því allur ágóði rennur til mannúðarstarfa Rauða krossins og verðið er aðeins þúsund kall. Pokarnir fást nú þegar í Rauða- krossbúðunum í Kringlunni, á Laugavegi 12 og Skólavörðustíg 12 en í vikulokin ættu þeir líka að fást í Mjóddinni og á Hlemmi. Töff tískutuðrur Pokarnir sem nú fást í Rauðakrossbúðunum á höfuðborgarsvæðinu tóna vel við Plastlausan september og eru saumaðir af sjálfboðaliðum RKÍ. S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Fylgið okkur á FB SKOÐIÐ NETV ERSLUN LAXDAL.IS GÆÐAYFIRHAFNIRLAXDAL TRAUST Í 80 ÁR 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.