Fréttablaðið - 10.09.2020, Page 48

Fréttablaðið - 10.09.2020, Page 48
Saman látum við þetta ganga! L ÁT T U Þ A Ð G A N G A Andrés Magnússon Framkvæmdastjóri SVÞ Ásdís Kristjánsdóttir Aðstoðarframkvæmdastjóri SA Íslenskt — láttu það ganga er nýtt kynningarátak á vegum atvinnuvega– og nýsköpunarráðuneytisins sem hefur það að markmiði að hvetja landsmenn til að velja íslenska framleiðslu, hugvit, upplifanir og verslun. Með því verður til hringrás sem stuðlar að efnahagslegum stöðugleika, nýjum störfum og verðmætasköpun. Frá bakara til forritara. Frá forritara til hönnunar. Frá hönnun til bónda. Frá bónda til bakara. Frá þér til þín. Þannig gengur þetta – frá þér til þín í stöðugri hringrás. „Í þeim breytta heimi sem við okkur blasir eftir að heimsfaraldur COVID–19 hóf útbreiðslu sína ríður á sem aldrei fyrr að verja störf og auka verðmætasköpun hér á landi. Með átakinu viljum við minna á þau keðjuverkandi áhrif sem það hefur að skipta við íslensk fyrirtæki þannig að við getum öll lagt okkar á vogarskálarnar til þess að halda uppi lífskjörum í landinu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Það er við aðstæður eins og nú eru uppi í samfélaginu sem fólk gerir sér grein fyrir mikilvægi samstöðunnar, en það er einmitt samstaðan sem hefur verið einkennismerki okkar Íslendinga þegar á móti hefur blásið. Því er mjög mikilvægt að þessu átaki sé hleypt af stokkunum á þessum tímapunkti,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Íslenskt — láttu það ganga. Þegar þú verslar á Íslandi skilar það sér aftur til þín. gjoridsvovel.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.