Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 10
Ák vö r ð u n b a nd a -ríska viðskiptaráðu-ney t isins u m að leg gja hugsanlega allt að 48 prósenta innf lutningstolla á
kísilmálm frá Íslandi verður áfrýj-
að, að sögn Rúnars Sigurpálssonar,
framkvæmdastjóra PCC á Bakka.
„Ákveðin milliniðurstaða í þessu
máli mun liggja fyrir 7. desember.
Þá munum við koma okkar athuga-
semdum á framfæri, enda sjáum við
margar rangfærslur í þessari skýrslu
viðskiptaráðuneytisins,“ segir
Rúnar. Hann segist ekki eiga von
á því að nýjasta ákvörðun banda-
ríska viðskiptaráðuneytisins um
innflutningstolla á kísilmálm muni
halda: „Enn sem komið er erum við
róleg yfir þessu, ég hef fulla trú á því
að þessir tollar verði ekki að raun-
veruleika.“
Rannsókn á innf lutningi kísil-
málms frá fjórum löndum og hugs-
anlegri undirverðlagningu á Banda-
ríkjamarkaði lauk í síðasta mánuði
en gögn málsins voru nýlega birt.
Um er að ræða kísilmálm frá Íslandi,
Kasakstan, Bosníu-Hersegóvínu og
Malasíu. Innflutningstollar á kísil-
málm frá Bosníu og Malasíu munu
liggja á bilinu 12 til ríf lega 21 pró-
sents. Innflutningstollar á íslenska
málminn eru hins vegar hærri, eða
á bilinu 28 til 48 prósent.
Það voru fyrirtækin Ferroglobe
og Mississippi Silicon, sem saman-
lagt stýra meira en helmingi allrar
kísilmálmframleiðslu í Bandaríkj-
unum, sem óskuðu eftir því að
bandarísk yfirvöld hæfu rannsókn
á innfluttum kísilmálmi frá Íslandi
og f leiri löndum, fyrr á þessu ári.
„Þessi fyrirtæki hafa reynt þetta
sama áður og ekki haft erindi sem
erfiði. Þeir fóru til að mynda gegn
norskum framleiðendum með sam-
bærilegum rökum fyrir nokkrum
árum og höfðu ekki erindi sem erf-
iði,“ segir Rúnar.
Einn helsti ásteytingarsteinninn
í málinu er mismunandi tegundir
kísilmálms. Algengustu tegundir
kísilmálms eru járn- og álblendis-
kísill. Rúnar bendir á að markmið
PCC sé að framleiða aðrar tegundir
af hærri gæðum og meiri hreinleika.
Þó að hann telji ólíklegt að kröfur
Ferroglobe og Mississippi Silicon
nái fram að ganga, sé ekki einu sinni
víst að téðir refsitollar myndu gilda
um þá vöru sem PCC hyggst fram-
leiða, til lengri tíma. „Okkar ætlun
er að framleiða sérhæfðari vöru,“
segir hann.
Á síðastliðnum tveimur árum
hafa Bandaríkin sett tolla á fjöl-
margar, innfluttar hrávörur, þar á
meðal ýmsar málmtegundir. Til að
mynda hafa verið innflutningstollar
á kanadískt ál og stál frá Argentínu,
Brasilíu og Kína. „Það hefur auðvitað
verið stemning fyrir því að vernda
innlendan iðnað í Bandaríkjunum
á síðastliðnum árum, en ég hef fulla
trú á því að menn taki faglega á
þessu máli sem snertir okkur.“
Verð á kísilmálmi lækkaði um
þriðung framan af árinu en hefur
nú náð jafnvægi. „Það er jákvæðari
tónn núna hjá þeim sem eru að
greina markaðinn,“ segir Rúnar.
PCC á Bakka stöðvaði framleiðslu í
lok júlí á þessu ári vegna óhagfelldra
markaðsaðstæðna. Rúnar segir
engar áætlanir um að hefja fram-
leiðslu á ný að sinni: „Við þurfum
að sjá markaðinn rétta töluvert úr
kútnum áður en við hugleiðum að
hefja aftur framleiðslu.“
Rekstur kísilversins á Bakka var
endurskipulagður fyrr á þessu ári.
Þá veitti móðurfélagið PCC SE félag-
inu 40 milljóna Bandaríkjadala hlut-
hafalán og félagið Bakkastakkur
breytilegt veitti skuldabréfalán upp
á 62,5 milljónir Bandaríkjadala.
Bakka stakkur er aðallega í eigu
Íslandsbanka og lífeyrissjóðanna
Gildis, Birtu og Stapa.
Þrátt fyrir að engin framleiðslu-
starfsemi sé hjá PCC á Bakka sem
stendur, hvílir ennþá kaupskylda
á félaginu vegna raforkusamnings
við Landsvirkjun. Orkuþörf PCC á
Bakka á fullum afköstum er um 52
megavött af afli á ári. PCC er skuld-
bundið til að standa skil á greiðslum
til Landsvirkjunar þrátt fyrir að
starfsemin stöðvist, en í orkusölu-
samningum sem þessum (e. take or
pay) er algengt að kaupskylda hvíli
á kaupandanum, um að minnsta
kosti 80 prósent af umsaminni orku,
óháð því hvort rafmagnið er notað
eða ekki.
Aðspurður hvort PCC á Bakka
þurfi á nýrri fjármögnun að halda í
kjölfar framleiðslustöðvunarinnar,
segir Rúnar að það sé hugsanlegt,
en engar viðræður séu í gangi um
endurfjármögnun sem stendur. – thg
PCC segir skýrsluna
fulla af rangfærslum
PCC hyggst áfrýja ákvörðun bandaríska viðskiptaráðuneytisins um að leggja
allt að 48 prósenta innflutningstolla á íslenskan kísilmálm. Markaðsverð kísil-
málms hefur náð stöðugleika en PCC hyggur ekki á að endurræsa á næstunni.
Rekstur PCC á Bakka var endurfjármagnaður í apríl á þessu ári, en gæti nú
þurft aðra innspýtingu fjármagns. MYND/GAUKUR HJARTARSON
OPNUM NÝJA VERSLUN Á SELFOSSI
Rekstrarland | Austurvegi 69 | 800 Selfoss | 480 1306 | rekstrarland.is
REKSTRARLAND
Í Rekstrarlandi fást gæðavörur fyrir heimili, einstaklinga, fyrirtæki, iðnað, landbúnað og sjávarútveg.
AFSLÁTTUR AF ÖLLU
17. OG 18. SEPT.
OPNUNARTILBOÐ
25%
Við þurfum að sjá
markaðinn rétta
töluvert úr kútnum áður en
við hugleiðum að hefja aftur
framleiðslu.
Rúnar Sigurpálsson, framkvæmda-
stjóri PCC á Bakka
Lögmannsstofan Íslög, sem er í eigu hjónanna Steinars Þórs Guðgeirssonar og Ástríðar
Gísladóttur, hagnaðist um 49 millj-
ónir króna í fyrra samanborið við
34 milljónir á árinu 2018.
Seld þjónusta nam 137 milljónum
króna og jókst um 22 milljónir á
milli ára. Eigið fé félagsins nam í
árslok 205 milljónum samkvæmt
efnahagsreikningi og eignir 342
milljónum. Þar af nam handbært fé
313 milljónum og hækkaði það um
138 milljónir króna á milli ára.
Íslög fékk greiðslur fyrir umsjón
með rekstri Lindarhvols, félags í
eigu fjármálaráðuneytisins, sem
stofnað var til að sjá um sölu ríkis-
eigna sem ríkið fékk í kjölfar nauða-
samninga við föllnu bankana árið
2015.
Ríkisendurskoðun kannaði hvort
bjóða hefði átt út þá þjónustu sem
Íslög annaðist, einkum í ljósi þess
kostnaðar sem hún hafði í för með
sér fyrir félagið, en heildarkostn-
aður á starfstíma þess nam áttatíu
milljónum króna án virðisauka-
skatts.
Féllst stofnunin á þau sjónarmið
að persónuleg þekking Steinars
Þórs og reynsla hans hefði valdið
því að samningur var gerður við
Íslög. Þá fékk Ríkisendurskoðun
enn fremur þær upplýsingar að
„verulegur afsláttur“ hefði verið
veittur frá tímagjaldi Íslaga. – þfh
Lögmannsstofan Íslög með 313
milljónir króna í handbæru fé
Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður.
MARKAÐURINN
1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð