Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 26
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Max Mara er gamalgróið ítalskt fjölskyldufyrir-tæki. Þar hafa löngum verið hannaðar gæðaullarkápur sem hafa verið vinsælar um allan heim. Max Mara verslanir eru í 90 löndum. Achille Maramotti setti á stofn The House of Max Mara árið 1951 en þá hafði hann starfað við fatahönnun frá árinu 1947. Achille var einn fyrsti hönnuður heims til að fjöldaframleiða vandaðar tískuflíkur. Mörg undirmerki hafa orðið til í framhaldinu og má þar nefna Sportmax, Sportmax Code, Weekend Max Mara, Marella, Pennyblack, iBlues, Max & Co og Marina Rinaldi. Árið 2013 varð Jennifer Garner fyrsti frægi tals- maðurinn fyrir Max Mara. Þá voru settar í gang herferðir í fræg tísku- tímarit á borð við Vogue, Harper’s Bazaar, Elle, InStyle og fleiri. Upphafsmaðurinn sjálfur, Achille, sem var fæddur árið 1927 nam sín fræði í Róm og síðar í Parma. Hann var einn ríkasti maður heims árið 2005 samkvæmt Forbes en hann lést það sama ár. Börn hans tóku við fyrirtækinu og sonur hans, Luigi Maramotti er stjórnarfor- maður þess í dag. Haust- og vetrartíska Max Mara 2020-2021 var sýnd á tísku- vikunni í Mílanó í febrúar en það var síð asta tískuvika þessa árs. COVID-19 hefur lokað fyrir allar slíkar sýningar það sem af er árinu. Á sýningunni voru þessar fallegu yfirhafnir sýnd ar sem nú eru komnar í verslanir. Kasmír-kápur, hlýjar og fallegar, settu svip sinn á sýninguna enda eru ullarkápur mjög vinsælar í haust. Hér á mynd- unum má sjá tískukápurnar frá Max Mara. Hlýjar og haustlegar kápur Tískumerkið Max Mara er þekkt fyrir fallegar kápur og þær voru margar glæsilegar þegar fyrirtækið kynnti haust- og vetrartísku sína fyrir 2020-2021. Skemmtileg blá kápa með hettu. Frekar óvenjulegt snið en fallegt. Klassísk Max Mara kápa úr kasmír- ull. Svona flík fer aldrei úr tísku. Skemmtilega röndótt kápa sem hentar vel í vetrarkuldanum. Hlý- leg slá fyrir veturinn frá Max Mara. MYNDIR/GETTY Þessi kápa er eins og fal- legur pels. Fallegur ullarjakki sem hentar jafnt við gallabuxur og fín pils. Þessi fallega hnésíða kápa er úr kasmír og er mjög falleg á litinn. Þessi fallega kápa minnir á gömlu Álafossúlpurnar. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.