Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 16
Áformað er að leggja Arnarnes-veg vestan í Vatnsendahvarfi, sem yrði 1,3 km langur þjóð- vegur í þéttbýli. Hann var sam- þykktur á samgönguáætlun fyrir 2021 og áætlaður kostnaður sam- kvæmt samgönguáætlun er 1.500 milljónir. Áætlanir fyrir veginn byggja á umhverfismati frá 2003, en síðan þá hafa forsendur breyst verulega. Meðal annars er byggð í kringum veginn mun meiri, umferð hefur aukist og áherslur í umhverf- ismálum hafa breyst. Þessi hluti Arnarnesvegar, sem upphaflega var hugsaður sem ofanbyggðarvegur þegar hann var settur á skipulag fyrir 40 árum, mun koma til með að skera í tvennt náttúrulegt útivistar- og útsýnissvæði, sem mikið er nýtt af íbúum borgar og nágrennis. Allt fyrirhugað vegarstæði er þakið fjölbreyttum gróðri og er árlegt varplendi fuglategunda eins og lóu, hrossagauka og spóa. Vegurinn mun koma til með að breyta ásýnd og notagildi þessa dýrmæta græna svæðis til frambúðar. Nýjustu áætlanir vegna vegar- ins sýna að kostnaður við veginn hefur þegar nær tvöfaldast, það er í tæpa þrjá milljarða, og mun hann skerða fyrirhugaðan Vetrargarð sem er á nýju hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Ekki er komin endanleg sátt um legu vegarins og gatna- mót. Það er þó ljóst að forsendur fyrir upprunalegu umhverfismati eru brostnar og nauðsynlegt, og lögum samkvæmt, að fram fari nýtt umhverfismat þar sem fyrra mat er nær 18 ára gamalt. Áætluð umferð um Arnarnesveg var endurmetin allt að 20.000 bif- reiðar á dag árið 2013, sem er langt umfram upphaf lega áætlun frá umhverfismati 2003 sem var 9.000 –15.000 bifreiðar. Rútur og þunga- bifreiðar munu stytta sér leið í gegnum Arnarnesveginn til og frá Reykjanesi sem þýðir stóraukna umferð í mikilli nálægð við einn fjölmennasta skóla höfuðborgar- svæðisins. Þó svo að mótmæli gegn veginum hafi einna helst komið frá íbúum Breiðholts síðustu áratugi, þá eru án efa fjölmargir foreldrar barna í Salaskóla sem eru á móti þessari stórauknu umferð í gegnum hverfið. Talað hefur verið um mikilvægi vegarins til að bæta viðbragðstíma lögreglu og slökkviliðs í efri byggð- um Kópavogs. Í nýju hverfisskipu- lagi Breiðholts koma fram áætlanir um að opna umferð inn í Kópavog úr Jaðarseli fyrir strætisvagna. Er þá ekki sá möguleiki fyrir hendi að leyfa umferð slökkvi-, sjúkraflutn- inga- og lögreglubifreiða þar í gegn? Sem myndi þá leysa þetta vandamál án þessa gríðarlega kostnaðar fyrir skattgreiðendur og náttúru. Það sem einnig þarf að hafa í huga er að Breiðholtsbrautin er þegar sprungin umferðaræð. Nú á að bæta við, eða færa til, umferð allt að 20.000 bifreiða inn á Breiðholts- brautina í gegnum þennan nýja kafla af Arnarnesvegi. Er hér ekki bara verið að reyna að leysa vanda- mál með því að færa þau annað? For- maður skipulagsráðs sagði nýlega „að það sé löngu kominn tími á það að meta kolefnislosun af öllum framkvæmdum á samgönguáætlun og forgangsraða þeim sem draga mest úr losun fyrst“. Arnarnesveg- ur er umferðaraukandi stofnbraut sem mun koma til með að útrýma stórum hluta af náttúrulegu grænu svæði, auka hávaða, umferðarhættu og mengun. Það er mjög ólíklegt að vegurinn verði til þess að draga úr kolefnislosun og erfitt að sjá ástæð- ur þess að forgangsraða honum á undan öðrum samgönguverkefnum. Það þarf algjöra endurskoðun á lagningu Arnarnesvegar og skoða af alvöru aðrar lausnir til að leysa umferðarvanda Kópavogs. Lausnir sem eru í samræmi við núverandi stefnu borgar og ríkis í umhverfis- málum. Vatnsendahvarfið er dýr- mætt útivistarsvæði við Elliðaár- dalinn og Öskjuhlíðina og þarf að vera metið sem slíkt. Greinin er unnin í samráði við Vini Vatnsendahvarfs. Vatnsendahvarf klofið með Arnarnesvegi – stórfelld landníðsla Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins Nú er hálft ár liðið síðan kór-ónaveiran umbylti hvers-dagsleikanum sem tók skyndilega miklum breytingum. Það er ljóst að við erum líklega ekki á leið í fyrra horf alveg á næstunni og raunverulega er spurning hvort við ættum nokkuð að stefna á að fara aftur í fyrra horf. Faraldurinn hefur sýnt okkur að vísindin skipta máli. Sérfræði- þekking er mikilvæg. Það að fylgja ráðum fagfólksins okkar getur greint á milli lífs og dauða. Við ættum því að hlusta þegar vísinda- menn vara okkur við aðsteðjandi hættu. Það getur bjargað lífi okkar. Kórónaveir u fa r a ldu r inn er nefnilega ekki pólitískt mál. Þetta virðumst við öll geta verið sam- mála um og þau lönd sem hafa tæklað faraldurinn hvað best hafa leyft sérfræðingum að eiga sviðið. En þannig er mál með vexti að lofts- lagsbreytingar eru heldur ekki póli- tískt mál, eða ættu í það minnsta ekki að vera það. Að okkur steðjar hætta, raunveruleg og alvarleg ógn, vegna loftslagsbreytinga. Við höfum treyst sérfræðingunum hvað varðar viðbrögð við COVID-19 og það hefur skilað góðum árangri. Af hverju gerum við ekki hið sama fyrir loftslagið? Staðreyndin er sú að við þurfum að bretta upp ermarnar, nú sem aldrei fyrr. Við höfum takmark- aðan tíma til þess að sporna við hlýnun jarðar. Allar okkar aðgerðir þurfa að taka mið af því hverjar afleiðingarnar af þeim eru til lengri tíma fyrir loftslagið. Allar okkar aðgerðir. Sveitarstjórnir heimsins, sér- staklega í hinum vestræna heimi, bera mikla ábyrgð í baráttunni við hlýnun jarðar. Það er þeirra hlut- verk að ganga fram með góðu for- dæmi ásamt því að búa svo í haginn að almenningur og fyrirtæki geti á auðveldan máta minnkað vistspor sitt. Það er okkar hlutverk að skipu- leggja sjálf bæra byggð með þjón- ustu í nærumhverfi og innviðum fyrir virka samgöngumáta. Nú líður að því að sveitarstjórnir fari að vinna fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Ljóst að aðstæður fyrir f járhagsáætlunargerð eru mjög óvenjulegar, en í því felast tækifæri til að hugsa öðruvísi. Við þurfum til dæmis að hefja loftslagsmat á öllum okkar fjárfestingum. Það ætti reyndar að vera jafn sjálfsagt og kostnaðarmat. Nú er tími til þess að huga að loftslagsbreyting- um í öllum okkar aðgerðum, með grænum innkaupum, grænum fjár- festingum og grænu skipulagi. Af hverju er látið eins og loftslagsáhrif ákvarðana skipti minna máli en fjárhagsleg? Sveitarfélög landsins hafa ein- stakt tækifæri til að standa undir mannaf lafrekum, grænum fram- kvæmdum. Má þarf nefna sem dæmi skógrækt, gerð hjóla- og göngustíga, uppsetningu hrað- hleðslustöðva, þróun lausna til að veita þjónustu bæjarfélagsins í gegn um netið í ríkari mæli og hvetja fyrirtæki til að veita þjónustu í heimabyggð. Nú er rétti tíminn til að sýna í verki að við forgangsröðum í þágu umhverfisins og heilsu og líðanar bæði íbúa og jarðarinnar okkar, líkt og þríeykið knáa hefur gert í baráttunni við COVID-19. Fyrir okkur öll og komandi kynslóðir. Þarf þríeyki fyrir loftslagsmálin? Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata í Kópa­ vogi Það þarf algjöra endur- skoðun á lagningu Arnar- nesvegar og skoða af alvöru aðrar lausnir til að leysa umferðarvanda Kópavogs. Hvernig verðum við hreyfiafl á fjármálamarkaði?F r æ ð s l u n e f n d F K A heldur fundaröð um konur og fjár- mál á næstu mánuðum. Tilgangur fundaraðarinnar er að glæða áhuga kvenna til að gerast öflugri þátt- takendur á fjármálamarkaði og á atvinnulífinu almennt. Konur einn af hverjum þremur til fjórum fjárfestum á fjármálamarkaði Samkvæmt niðurstöðum kann- ana á þátttöku kvenna á fjármála- markaði á undanförnum árum hafa konur aðeins verið einn af hverjum þremur til fjórum fjár- festum á f jármálamarkaði og endurspeglast þetta meðal annars í dræmu hlutfalli kvenna í stjórnun- arstöðum í atvinnulífinu. Hvernig verðum við hreyfiafl á fjármála- markaði? er yfirskriftin á fyrsta fundinum, málþingi sem verður á Icelandair Hótel Reykjavík Natura í dag. Þar verður farið yfir grund- vallarspurningar sem snúa að fjár- málamarkaðinum svo sem um fjárfestingaumhverfið á Íslandi, fjallað um fyrirliggjandi frumvarp til laga um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa og kynntar niður- stöður nýrrar viðhorfskönnunar um fjárfestingahegðun kvenna og karla. Þá verður fjallað um hvernig við getum orðið öflugir fjárfestar og hvernig við getum hafa áhrif á heiminn með fjárfestingum. Mýtur varðandi konur og fjárfestingar Undirbúningur er mikilvægur áður en farið er af stað í fjárfestingar á markaði og kannanir hafa bent til þess að þörf sé á að efla fræðslu og ráðgjöf á þessu sviði. Vekja þarf konur til að hafa áhuga á þeim tækifærum sem felast í hlutabréfa- markaðinum og fjárfestingum og oft hefur verið rætt um að í kvenna- hópum sé ekki að finna áhuga eða umræður um fjárfestingar. Kven- fjárfestar hafa verið minna sýnilegir og í raun eru fáar kvenfyrirmyndir á þessum vettvangi. Alls konar mýtur hafa verið í gangi varðandi konur og fjár- festingar, til fæmis að konur væru áhættufælnar, að þær færðu ábyrgð yfir til karlmanna, aðrir tækju ákvarðanir fyrir konur, þær væru vísar til að gera mistök og f leira. En er þetta endilega rétt? Þetta og f leira verður rætt á málþinginu í dag þann 17. september í samvinnu Félags kvenna í atvinnulífinu FKA og Íslandsbanka. Uppselt er á málþingið en áhuga- sömum er bent á beint streymi frá viðburðinum á fka.is. F.h. fræðslunefndar FKA Að vera alvöru hreyfiafl á fjármálamarkaði Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmda­ stjóri Isavia Innanlands­ flugvalla ehf. Við höfum treyst sérfræðing- unum hvað varðar viðbrögð við COVID-19 og það hefur skilað góðum árangri. Af hverju gerum við ekki hið sama fyrir loftslagið? Alls konar mýtur hafa verið í gangi varðandi konur og fjárfestingar, til dæmis að konur væru áhættufælnar, að þær færðu ábyrgð yfir til karlmanna, aðrir tækju ákvarðanir fyrir konur, þær væru vísar til að gera mistök og fleira. 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.