Fréttablaðið - 17.09.2020, Side 14

Fréttablaðið - 17.09.2020, Side 14
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Er ekki hægt að losa þennan mann við titil sem hann skreytir sig með þegar honum hentar en kannast ekki við þegar virkilega reynir á? Það er ekki að furða að borgarstjórn mælist með lítið traust. Allt frá byrjun þessa ríkisstjórnar-samstarfs var ljóst að það yrði engin sæluvist fyrir Vinstri græna að vera í svo nánu samstarfi við Sjálfstæðis-flokkinn. Katrín Jakobsdóttir forsætis-ráðherra hefur reyndar þolað það merkilega vel, aðrir þingmenn flokksins síður og æ stærri hópur kjósenda flokksins hefur átt í erfið- leikum með að sætta sig við þetta bandalag. Mál egypsku barnafjölskyldunnar sem flytja átti af landi brott í gær en lét sig síðan hverfa er afar dapurlegt. Forsætisráðherra og þingmenn Vinstri grænna beittu sér ekki í málinu. Sem er þvert á það sem þingmenn flokksins hefðu gert hefðu þeir verið í stjórnarandstöðu. Þá hefði öll þjóðin fengið að vita að Vinstri græn stæðu vörð um rétt f lóttabarna og sætu ekki þegjandi hjá þegar vísa ætti þeim úr landi. Þetta vita þingmenn Vinstri grænna jafn vel og allir aðrir – og þeim getur varla liðið vel. Sjálfsagt hugga þeir sig með því að í ríksstjórnarsamstarfi þurfi stundum að slá af prinsippum og láta jafnvel eins og þau séu ekki til. Vitneskjan um að stór hópur kjósenda flokksins sé æfur vegna málsins ætti þó að valda þingmönnum flokksins áhyggjum. Það er ekki ýkja langt til kosninga. Af stjórnarflokkunum koma Vinstri græn verst út úr þessu máli, einfaldlega vegna þess að þingmenn flokksins voru þeir sem líklegastir voru til að taka sér stöðu með flóttabörnum. Það var ekkert gert. Varla hefur nokkur maður búist við að þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu opinbera mannúð í mál- inu, enda gerðist það ekki. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir dómsmálaráðherra var aðallega pirruð á því að fjölmiðlar væru sífellt að leita uppi barnafjöl- skyldur á f lótta og vekja athygli á stöðu þeirra. Það gerir starf hennar mun erfiðara, framkallar vesen og alls kyns óþægilegar spurningar frá fjölmiðlafólki. Sá ráðherra ríkisstjórnarinnar, framsóknar- maðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem skreyttur hefur verið með titlinum barnamálaráðherra lagði mikið upp úr því að koma því til skila að honum kæmi þetta mál alls ekki við. Er ekki hægt að losa þennan mann við titil sem hann skreytir sig með þegar honum hentar en kannast ekki við þegar virki- lega reynir á? Börn eiga allt það besta skilið. Líka það að ráðherra sem fær titilinn „barnamálaráðherra“ beri sanna umhyggju fyrir velferð þeirra og taki slaginn fyrir þau. Barnamálaráðherra lyppaðist niður í þessu máli. Hvað er það versta sem hefði gerst ef hann hefði staðið í lappirnar og staðið með börnunum? Hinn freki og ráðríki Sjálfstæðisflokkur hefði tryllst – og hvað með það? Það má vel vinna með einhverjum öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki ómissandi fyrir íslenska þjóð, þótt f lokksmenn hans muni aldr- ei nokkurn tímann fást til að trúa því. Það er leitt til þess að vita að enginn ráðherra ríkis- stjórnarinnar hafði kjark og þor til að standa með börnum sem þrá heitt að eignast skjól hér á landi. Börnin Eyþór Arnalds oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata hefur um fátt annað gert undanfarið en að búa til samsæriskenningar. Eftir að hafa ráðist gegn Neyðarlínunni hefur hún snúið sér að mér persónu- lega. Hún hefur ítrekað haldið því fram að mér hafi verið mútað. Verið gefin hundruð milljóna gegn því að afhenda Samherja miðbæ Selfoss. Ekkert er fjær sanni. Ég hef persónulega ekki fengið eina krónu í greiðslu frá Samherja. Hvað þá hundruð milljóna. Félag í minni eigu keypti hlut í Morgunblaðinu með seljendaláni eins og áður hefur komið fram. Reykja- víkurborg sjálf veitir seljendalán upp á hundruð milljóna í fjölda verkefna. Ef seljendalán teljast mútur í orðabók Pírata, þá eru þeir sjálfir að stunda þær. Ég sat í bæjarstjórn Árborgar 2006-2014, en skipulag miðbæjar Selfoss var samþykkt í íbúakosningu árið 2018. Byggingarleyfin voru síðan gefin út af Pírötum en ekki Sjálfstæðisflokki. Það er því fræðilega ómögu- legt að gera mig ábyrgan fyrir þessu. Einfalt gúgl hefði getað bjargað Dóru frá því að koma með svona götótta samsæriskenningu. McCarthy beitti þeirri tækni að segja að viðkom- andi þyrfti að „svara betur“. Sama hvernig svarið var. Nú er ég ekki að tala um Smára McCarthy þingmann og fyrrverandi hluthafa í Stundinni, heldur Joseph McCarthy þingmann. Síðasta grein Dóru í Stundinni nær nýjum lægðum, en þar tengir hún mig, Samherja og dómsmálaráðherra saman við Egyptaland og fjöl- skyldu flóttamanna. Atkvæðaveiðarnar verða ekki dapurlegri. Það væri nær fyrir Pírata sem hafa verið við völd í 6 ár að svara fyrir hvers vegna heimilislausir eru tvöfalt fleiri en fólk hefur þurft að flytja úr Reykja- vík vegna húsnæðisskorts. Mat eldri borgara og sam- gönguvandann. Og stöðu skólabarna innflytjenda. Ekkert af þessu hugnast Dóru Björt Guðjónsdóttur að ræða þrátt fyrir að hún sé formaður mannréttindar- áðs borgarinnar sem kýs að fara á lægsta plan þess sem ræðst að persónu fólks. Án innistæðu. Það er ekki að furða að borgarstjórn mælist með lítið traust. Atkvæði óskast í skiptum fyrir lygarVöfflur á morgun kl. 15Það eru svæsin skilaboð til f lokksforystu Vinstri grænna þegar formaður ungliðahreyf- ingarinnar segist hreint ekki vera viss um hvort hann kýs f lokkinn í næstu kosningum. Því má jafna til þess að kokkur leggi sér ekki eigin mat til munns. Ungliðar f lokksins hafa læðst með veggjum í ríkisstjórnarsamstarfinu fram til þessa og borið harm sinn í hljóði vegna þess, en nú er loks að koma í ljós að ánægjan er ekkert svakaleg með brottvísun egypsku fjölskyldunnar. Ung- liðar Sjálfstæðisf lokksins hafa aftur á móti aldrei heyrt um Egyptaland, nema þá kannski helst píramídana. Þeirra púður fer nú allt í að hæðast að þriðja stjórnarskrárpakkanum og hlæja sig máttlaus. Hins vegar ætla ungliðar Framsóknar að vera með vöff lukaffi á morgun kl. 15. Allir velkomnir. Suga Japanir eru búnir að velja Suga sem arftaka Abe á forsætisráð- herrastóli. Suga er ekki tengdur rappheiminum svo vitað sé þó hann sé nafni suður-kóreska rapparans Suga. Hljóti hann einhvern tíma riddaratign verður hann einnig nafni rapp- framleiðandans Suge Knight. Suga á þrjá syni. Telja má víst að þeir kalli hann að Suga-Daddy. Eiginkona Suga er Honey, eins og í laginu. 2 skipta námskeið fyrir ungmenni sem greinst hafa með krabbamein eða eru aðstandendur krabbameinsgreindra. Námskeiðið fer fram 1. og 8. október og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning fer fram í síma 561-3770. 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.